NT - 01.03.1985, Page 12

NT - 01.03.1985, Page 12
tK. segir Eðvarð Frístund ■ Þriðjudaginn 19. febrúar vorum við blaðamenn ungl- ingasíðunnar staddir upp á Rás nr. 2 til að fylgjast með beinni útsendingu unglingaþáttarins Frístundar. Daginn áður höfðum við haft samband við stjórnanda þáttarins; Eðvarð Ingólfsson, og tók hann svo vel í bón okkar að við lá aö við fylltumst grunsemdum. Maðurinn sem tók á móti okkur upp á Rás- inni, var svo önnum kafinn aö okkur datt ckki í hug að hann næði því aö komast í útsend- ingu. Hann sá strax að við hlytum að vera þessir blaða- snápar sem ætluðu að troða sér inn í útsendingu og eyöileggja fyrir honum daginn með pers- ónulegum spurningum. Hann brosti nú samt við okkur og bauð okkur vclkomna á Rás- . ina. „Drífum okkur bara inn í stúdíóið," sagði Eðvarð og stormaði inn í hið allra Itelg- asta í hverju útvarpshúsi; stú- díóið. Klukkan sló 5, og fyrsta lagið glumdi í eyrum okkar, sem og allra sem tækifæri höfðu til að hlusta á þáttinn. Eðvarð bauö góöan daginn og tilkynnti hvað ætti að vera í þættinum. I þessum þætti var viðtal við ungan dreng úr grunnskóla, kynning á lista- manninum Nick Kershaw og svo átti að vera viðtal við ungt par sem var farið að búa. Strákurinn klikkaði að vísu á taugum og stakk af á síðustu stundu, svo aö Eðvarö varð að tilkynna alþjóö að hann hefði forfallast. Hvít lygi, en hvaö átti hann eiginlega aö gera? Að vísu stakk hann upp á því að annar okkar léki eigin- manninn en við neituöum að blanda okkur í nokkuö svo- leiðis, svo að hún fór ein í útsendinauna. Útsendingin varösíðan frek- ar tilbreytingarlaus, þ.e. ekk- ert kom upp á sem telst blaða- matur. (Sem þýðir náttúrlega að hún gekk snurðulaust fyrir sig). Fegar útsendingu lauk kl. 6 mæltum viö okkur mót á föstudeginum, til almennra umræðna um Frístund annars vegar og Eðvarö Ingólfsson liins vegar. Við mættum því öðru sinni upp á Rás nr. 2, en í þetta skipti vopnaöir kas- scttutæki, spurningalista og Ijósmyndavél. í þetta skipti lá enn betur á Eðvarði en síðast, vafalaust vegna þess að helgin var framundan. Við báðum hann að segja fyrst eitthvað frá sjálfum sér. „Ég heiti Eðvarö Ingólfsson ogerfæddur25. apríl 1960. Ég ólst upp á Hellissandi til tvítugs en þá flutti ég til Reykjavíkur. Ég á 6 systurogereini strákur- inn. Pabba minn missti ég þegar ég var 7 ára, þannig að ég ólst eiginlega upp í kvenna- búri." Eftir þessa langloku varð smáþögn, síðan dembdum við næstu spurningu á hann án þess að blikna eða blána. „Ertu ekki að verða uppiskroppa með efni í Frístund?" Eðvarð horfði glottandi á okkur, hugsaði sig síðan um í ■ Eðvarð og síminn. Mikilvxgur hlekkur við umheiminn. Föstudagur 1. mars 1985 ,Frístund býður góðan dag'

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.