NT - 05.03.1985, Síða 3
EE Þriðjudagur 5. mars 1985 3
Fréttir Norðurlandaráðsþing:
Samstarf um efnahagsþróun
og skipulagsbreytingar
- yfirgripsmestu málin sem ráðherranefnd Norðurlanda
leggur fyrir Norðurlandaráðsþingið að þessu sinni
■ Yfirgripsmestu malin sem
ráðherranefnd Norðurlanda
leggur fyrir Norðurlandaráð að
þessu sinni eru annars vegar
samstarfsáætlun um efnahags-
þróun og fulla atvinnu sem unn-
ið hefur verið ötullega að á
síðasta ári og hins vegar tillögur
um skipulagsbreytingar á starfs-
háttum Norðurlandaráðs.
Þetta kom fram í ræðu Matthí-
asar Á. Mathiesen viðskiptaráð-
herra og formanns ráðherra-
nefndarinnar við upphaf um-
ræðna á þingi Norðurlandaráðs
sem hófst í Þjóðleikhúsinu í
gær. Gerði ráðherrann grein
fyrir sérstökum fjárveitingum í
fjáriögum Norðurlandaráðs til
viðbótar fjárveitingum eins-
takra aðildarríkja til að stemma
stigu við atvinnuleysi svo og til
að endurbæta og samhæfa ráð-
stafanir til atvinnuaukningar.
Um skipulagsmál Norður-
landaráðs hefur mesta athygli
vakið sameining alntennu fjár-
laganna og menningarfjárlag-
anna og sameining þeirra
tveggja skrifstofa sem starfrækt-
ar eru á vegurn ráðherranefnd-
arinnar í eina skrifstofu í Kaup-
mannahöfn. Þá hefur einnig
■ Matthías Á. Mathíesen við-
skiptaráðherra í ræðustól við
upphaf almennra umræðna á
Norðurlandaráðsþingi í gær.
NT-mynd: Sverrir.
■ Páll Pétursson, nýkjörinn
forseti Norðurlandaráðs ávarp-
ar þingheim og býður gesti vel-
komna til íslands til starfs og
leiks.
NT-mynd: Sverrir
Breiðholtsbúum sárnar
við Katrínu Fjeldsted
■ Þau orð Kartrínar Fjeldsted, formanns heil-
birgðisráðs Reykjavíkurborgar, að borgarbúar
og samtök þeirra mættu láta eitthvað frá sér
heyra um hið alvarlega ástand í heilsugæslumál-
um í Reykjavík, hafa valdið nokkrum viðbrögð-
um meðal íbúa í Breiðholti III.
Sambandið sýnir byggingavörur
- fyrst fagmönnum síðan almenningi
Ummæli þessi, sem fram
komu í þættinum „Kastljós“ í
sjónvarpinus.l. föstudagskvöld,
hafa orðið til þess að Framfara-
félag Breiðholts III hefur sent
frá sér fréttatilkynningu þar sem
segir að það sé ósanngjarnt að
forsvarsmenn heilsugæslumála í
HEILSUGÆSLUSTÖÐ í
BREIÐHOLTI III
ER MEIRA
EN BARA
HÚS
■ Bæklingurinn sem Fram-
farafélag Breiðholts III dreifði
til að vekja athygli íbúa og
yfírvalda á aðbúnaði heilsugæsl-
unnar í Breiðholti III.
Reykjavík geri lítið úr þeim
aðilum sem láta heilsugæslumál-
in til sín taka.
í fréttatilkynningunni er
greint frá því að sérstakur starfs-
hópur á vegum Framfarafélags-
ins hafi unnið að því frá því í
haust að vekja athygli íbúa
hverfisins og yfirvalda á stöðu
heilsugæslumála í Breiðholti.
Undirskriftum var safnað, gef-
inn var út bæklingur og bréf
voru send fjárveitingarnefnd
Alþingis og þingmönnum öllum,
þar sem athygli var vakin á
ástandi heilsugæslumála í hverf-
inu. Árangur starfs þessa leit
síðan dagsins ljós er fjárveit-
ingamefnd Alþingis kannaði að-
stöðu heilsugæslustöðvarinnar í
Asparfelli og á fjárlögum var
ákveðið að verja 4,1 milljón
króna til byggingar heilsugæslu-
stöðvar við Gerðuberg.
„Við í stjórn Framfarafélags
Breiðholts-III teljum okkurhafa
unnið vel að þessu máli, þó svo
það hafi ekki farið hátt“ segir í
lok fréttatilkynningarinnar, og
eru fleiri hvattir til þess að láta
heílsugæslumálin til sín taka.
■ í vikunni var opnuð sýning á
byggingavömm á vegum Bygginga-
vörudeildar Sambandsins í Holta-
görðum við Holtaveg. Haukur
Hauksson deildarstjóri innflutn-
ingsdeildar sagði að til sýningar-
innar væri efnt til að vekja athygli
á starfsemi deildarinnar, en hún
selur byggingavörur til allra kaup-
félaga landsins, verktaka, og bygg-
ingavöruverslana.
Á sýningunni er kynnt ný lína af
Damixa blöndunartækjum og í
því sambandi hafa verið sett upp
þrjú sýningarbaðherbergi á
staðnum. Einnig eru þar Gustavs-
lOáraátakí
jarð-ogtrjárækt
■ Ráðherranefnd
Norðurlanda hefur lagt
fram tillögur fyrir Norður-
landaráðsþingið um 10 ára
samstarfsverkefni á sviði
jarðræktarogskógræktar.
Auk þess að hlynna að
frumframleiðslugreinun-
um og stuðla að gróður-
vernd er með tillögunni
markvisst stefnt að því að
mennta fólk til rannsókn-
arstarfa og auka alla rann-
sóþnarstarfsemi.
verið samþykkt að koma á fót
iðnþróunarmiðstöð í Osló og
flytja Norræna iðnþróunarsjóð-
inn þangað. Mun sameining
skrifstofanna auðvelda meðferð
mála sem spanna fleiri en eitt
svið og stuðla að markvissari
stjórnun. Er hún raunar fors-
enda fyrir því að hægt sé að
ráðast í viðamikil verkefni á
vegum Norðurlandaráðs en
mikið af þeirri gagnrýni sem
fram hefur komið á norrænt
samstarf á undanförnum árum
hefur einmitt beinst að því
hversu seint hlutirnir komast í
framkvæmd.
Almennu fjárlögin hjá
Norðurlandaráði hækka um
17,8% vegna fyrirhugaðrar
samstarfsáætlunar um að efla
hagvöxt og atvinnu en þrátt
fyrir aðhaldssemi í efnahags-
stefnu aðildarríkjanna hefur
tekist að útvega fjármagn til
verkefnisins án þess að skerða
önnur verkefni Norðurlanda-
ráðs.
Af öðrum málefnum sem ráð-
herranefndin og samstarfsráð-
herrarnir hafa sérstaklega látið
til sín taka má nefna frumkvæði
þeirra að alþjóðasamvinnu til
að stemma stigu við því að
skógar spillist af brennisteins-
mengun. Tuttugu þjóðir hafa
nú einsett sér að hafa komið
brennisteinsinnihaldi í útblæstri
frá orku og iðjuverum í 30%
árið 1993oghefurbreska stjórn-
in eindregið verið hvött til að
gera slíkt hið sarna, en breskur
iðnaður er sagður uppspretta
mikils hluta þeirrar mengunar
sem við er að glíma í Skandin-
avíu.
berg hreinlætistæki, Huppe sturtu-
klefar ásamt margs konar öðrum
byggingavörum.
Fyrstu dagana er fagmönnum
og fulltrúm kaupfélaganna boðið
á sýninguna, en um næstu helgi er
áætlað að hafa hana opna fyrir
almenning.
Hreinlætistæki eru m.a. kynnt í uppsettum baðherbergjum.
NT-mynd: Sverrir.
Bjórdýr í
búskapinn
■ Eldi á svokölluðum
fenjabjór (Nutriu) til loð-
skinnaframleiðslu er með-
al þeirra mála sem Búnað-
arþing lagði fyrir stjórn
Búnaðarfélags íslands að
kanna hvort hagkvæmt
gæti verið fyrir bændur.
Er þetta afgreiðsla
þingsins á erindi Búnaðar-
sambands Austurlands en
eins og fram hefur komið
í NT fór ráðunautur á þess
vegum til Mið-Evrópu
síðastliðið sumar og
kynnti sér ræktun ýmissa
smádýra sem lifa fyrst og
fremst á grasi og heyi.
Vöktu einkum bjórdýr
þessi og andartegundin
Carina 2000 athygli hans,
svo og kanínutegund til
pels og kjötframleiðslu.
Carina öndin er ræktuð
vegna kjötsins og sömu-
leiðis má nýta kjöt fenja-
bjórsins. Þá eru í munni
bjórsins tvær rauðar tenn-
ur sem nýttar eru til skart-
gripaframleiðslu.
I greinargerð með álykt-
un Búnaðarþings segir
meðal annars að fyrst og
fremst skuli litið til Nutriu
skepnunnar „... en minna
þykir liggja á að fjölga
tegundum, til kjötfram-
leiðslu eins og sakir
standa“.