NT - 05.03.1985, Side 4
Þriðjudagur 5. mars 1985 4
Við lok Búnaðarþings 1985:
■ Það eru nú boðaðar
stórvægilegar breytingar í
landbúnaðarmálum, meðal
annars boðaðar hjá ykkurI
NT, sagði Ásgeir Bjarna-
son formaður Búnaðarfé-
lagsins og kvaðst hann því
alveg eins eiga von á því að
setjast aftur í stól þingfor-
seta á árinu. Með Ásgeiri á
myndinni sem er þriðji frá
vinstri eru Ólafur E. Stefáns-
son skrifstofustjóri Búnað-
arþings, Axel Magnússon
ritari gjörðabókar, Sigurð-
ur J. Líndal skrifari og Jón
Kristinsson sem gegndi
skrifarastarfí í forföllum
Egils á Seljavöllum.
Gæti komiðtil auka-
búnaðarþings á árinu
Segir Asgeir Bjarnason formaður Búnaðarfélags Islands
■ „Það gæti komið til þess að
við boðuðum til aukabúnaðar-
þings á árinu því það eru nú
boðaðar stórvægilegri breyting-
ar en verið hcfur í áratugi í
landbúnaðarmálum,“ sagði Ás-
geir Bjarnason formaður Bún-
aðarfélags íslands þegar NT
ræddi við hánn nú að afstöðnu
Búnaðarþingi 1985.
Aðspurður sagði Ásgeir
stærstu breytingarnar felast í
væntanlegum breytingum á
framleiðsluráðslögum, jarð-
ræktarlögum og bankaráðslög-
um m.a. með breytingum á
Stofnlánadeild Landbúnaðar-
ins.
„Það er því á mörgum víg-
stöðvum sem verður barist á
næstunni. Það er líka ekkert
vitlaust að stjórnvöld hafi bænd-
ur með í ráðum. Bændastéttin
vill gera sitt besta og vill vera
með í ráðum,“ sagði Ásgeir.
Aðspurður hvort meiri svart-
sýni virtist gæta hjá búnaðar-
þingsfulltrúum nú en áður þegar
Búnaðarþing hefðu verið haldin
sagði Ásgeir:
„Það er ekki hægt að segja
það að svartsýni gæti upp á
framtíðina. En bændur eru í
miklu mejri fjárhagsörðugleikum
núnaen verið hefur. Þessa gætir
líka hjá þeirra afurðavinnslufyr-
irtækjum og öll Kaupfélögin
eru í fjárhagsþröng vegna
slæmrar stöðu þeirra viðskipta-
vina.“
Þið óttist þá ekki að með
nýrri stefnu í landbúnaðarmálum
fari heilu byggðalögin í eyði?
„Það fara auðvitað alltaf ein-
hverjir bæir í eyði en maður
vonar í lengstu lög að ekki fari
heilu byggðalögin í eyði. Við
berjumst gegn því og teljum
það ekki mál okkar bænda ein-
göngu að koma í veg fyrir að svo
fari.“
Þá sagði Ásgeir að færi svo að
fyrrnefnd lagafrumvörp yrðu
lögð fyrir Alþingi á þessu þingi
mætti búast við því að bændur
kölluðu til aukaþings áður en
Aiþingi afgreiddi þau sem lög.
Búnaðarþing 1985 stóð í 14
daga og voru þingfundir 18
talsins. Alls voru 49 mál lögð
fyrir þingið og afgreiddi Búnað-
arþing 45 þeirra. Er þetta þing
því álíka viðamikið og stóð jafn
lengi og Búnaðarþing hafa gert
hin seinni ár. Aðspurður hvort
þetta þætti ekki langur tími til
þingstarfa benti Ásgeir á að þau
hefðu fyrir nokkuð mörgum
árum verið stytt úr því að vera
í 6 vikur í tvær og þætti nú
mörgum sem mál væru keyrð í
gegnum þingið með of miklumj
hraða.
NT mun gera málum Búnað-
arþings ýtarleg skil innan
skamms.
Kór Langholtskirkju:
Söngferðalag
um Mið-Evrópu
- kynnir ef nisskrána fyrir Reykvíkingum
■ Kór Langholtskirkju ætlar
að gera víðreist nú á ári tónlist-
arinnar og mun í sumar halda
tónleika víða í Evrópu. Loka-
undirbúningur fyrir þessa ferð
felst í þrennum tónleikum í
Reykjavík þar sem efnisskrá
Evrópuferðarinnar verður flutt.
Fyrstu tónleikarnir verða á
morgun í Langholtskirkju kl.
17.00. Kórinn syngur þá íslensk
og skandinavísk kórlög og barr-
okktónlist. Einsöngvari verður
Ólöf Kolbrún Harðardóttir.
Kórinn syngur án undirleiks
eins og í ferðinni í sumar.
Tónleikaröðinni verður
þannig háttað á hverjum tón-
leikum koma fram aðrir flyt-
jendur með helming efnisskrár.
Á morgun flytur Nýja strengja-
sveitin alkunna svítu Bachs í
h-moll nr. 2 fyrir flautu og
strengjasveit. Einleikari verður
Bernhard Wilkinson.
Kórinn byrjar tónleikahald
sitt í sumar í Vínarborg, og
einnig syngur hann fyrir austur-
ríska útvarpið og á kórahátíð í
Pernitz skammt frá Vín og í
Krems. Þá koma tónleikar í
Salzburg, og Múnchen og Inns-
bruck og upptökur fyrir þýska
útvarpið. Þaðan verður haldið
til Feneyja þar sem kórinn syng-
ur í hinni frægu Mark-
úsarkirkju.
Ekki Nýja
heldur nýja
■ I NT í gær var skýrt frá
viðureign bílstjóra Hreyfils
við ökumenn Sendibíla hf.,
sem er bílastöðin sem rekin
er á Steindórsplaninu og tók
til starfa nýlega. 1 fréttinni
var talað um „nýju sendi-
bílastöðina“ og er rétt til að
fyrirbyggja allan misskilning
að ekki er um „Nýju Sendi-
bílastöðina" að ræða. Nýja
Sendibílastöðin tók til starfa
1950, er til húsa að Knarrar-
vogi 2, og hefur um 100 bíla.
Sendibíiastöðin á Stein-
dórsplani heitir sem sé
„Sendibíiar hf.“.
■■■■■■■■
.ssagnia
Krabbameinsfélag Reykjavíkur:
Námskeið um
reykbindindi
■ Krabbameinsfélag Reykja-
víkur hefur ákveðið að efna til
námskeiðs í reykbindindi í apr-
ílmánuði næstkomandi. Nám-
skeið þetta miðast við það, að
þátttakendur hafi þegar drepið
í síðustu sígarettunni, og er
ætlast til að það verði gert hinn
2. apríl.
Til þess að auðvelda væntan-
legum þátttakendum reykbind-
indið, verða haldnir tveir undir-
búningsfundir í mars, þann 14.
og þann 20. og eru allir skyldað-
ir til að mæta, nema óviðráðan-
leg forföll komi til.
Innritun á námskeiðið er þeg-
ar hafin, og leiðbeinandi verður
Ásgeir R. Helgason fræðslufull-
trúi Krabbámeinsfélags Reykja-
víkur.
Utfararþjónusta
á Suðurlandi
■ Nú hefur verið stofnað
fyrirtæki sem ber heitið
„Útfararþjónusta Suður-
lands“ og veitir alhliða
útfararþjónustu. Eigandi
fyrirtækisins er Jón Helgi
Hálfdánarson, meðhjálp-
ari í Hveragerðiskirkju
sem jafnframt annast allan
rekstur fyrirtækisins. Út-
fararþjónustan er gerð út
frá Hveragerði og hefur
hún yfir að ráða Toyota
bifreið sem hefur verið
sérbúin til líkkistuflutn-
inga.
Tölvusýning í
Laugardalshöll:
Örtölvuver
fyrir sýn-
ingargesti
■ Tövlusýning verður sett upp
í anddyri Laugardalshallar
fimmtudaginn 7. mars og stend-
ur fram á sunnudag. Ber hún
heitið „Tölvur 85“ og er í umsjá
tölvunarfræðinema við Háskóla
íslands.
Fjölmörg fyrirtæki taka þátt í
sýningunni og munu þau bjóða
upp á margt nýtt og fróðlegt.
Mikið verður af islenskum hug-
búnaði á sýningunni en hugbún-
aðariðnaður er í mikilli fram-
sókn hér á landi. Bryddað verð-
ur uppá þeirri nýjung að setja
upp örtölvuver með einkatölvur
sérstaklega fyrir sýningargesti
þar sem þeir geta sest niður og
prófað sjálfir hinar ýmsu tölvu-
tegundir og hugbúnað. í tengsl-
um við sýninguna verður staðið
fyrir fyrirlestrum og mun hver
dagur hafa sérstaka yfriskrift.
Meðal þess sem tekið verður
fyrir er netkerfi, tölvur og
löggjöf, íslenskur hugbúnaðar-
iðnaður og tölvufræðsla á ís-
landi.
Sauðárkrókur:
Ölvun og
óspektir
■ Mikið var um ölvun
og óspektir á Sauðárkróki
aðfaranótt laugardagsins.
Farið var í tvo bíla og þeir
skemmdir og stolið úr
þeim,einnigivarslett máln-
ingu yfir annan þeirra.
Þá var riðlast á girðing-
um í kringum hús og þær
brotnar og sagði lögreglan
á Sauðárkróki að óvenju
annasamt hefði verið hjá
þeim. Ölvun hefði verið
mikil allt frá fimmtudegi
og virtist vera mikill los-
arabragur á bæjarlífinu en
allir togarar eru í höfn og
Fjölbrautarskólinn erekki
starfandi eftir að kennarar
gengu út þann 1. mars sl.
Tölvubanki
í Garðabæ
■ Iðnaðarbankin hefur opnað
nýjan tölvubanka í útibúi sínu í
Garðabæ og eru þeir nú orðnir
fimm talsins.
Nýmæli íþjónustutölvubank-
anna er að nú geta þeir sem hafa
lykilkort séð stöðu reikninga
sinna, tékka og sparireikninga á
skjá tölvubankans eins og hún
var í lok síðasta opnunardags.
Um helgar sýnir tölvubankinn
stöðuna eins og hún var á föstu-
dagsmorgni, og því geta við-
skiptavinir athugað stöðu reikn-
inga sinna hvenær sem er sjálfir,
í stað þess að þurfa að biðja um
hana hjá starfsfólki bankans.