NT - 05.03.1985, Síða 6
IU'
Þriðjudagur 5. mars 1985 6
T ekst Frjálsly nda f lokknum í
Vestur-Þýskalandi að halda velli?
Þórarinn
Þórarinsson
skrifar:
stjóraefni sósíaldemókrata í
Vestur-Berlín, og Oskar Lafon-
taine, sem er leiðtogi sósíal-
demókrata í Saar, telja sam-
vinnu við Græningja útilok-
aða.
Lafontaine hefur vakið
mikla athygli í kosningabarátt-
unni. Hann er rétt fertugur, en
hefur verið borgarstjóri í Saar-
brúcken í 10 ár. Hann er nú
lalinn mesti ræðugarpur sós-
íaldemókrata. Hann hampar
mjög gömlu ' vígorði Reagans
og spyr kjósendur, hvort þeir
búi nú við betri kjör en meðan
Helmut Schmidt fór með
stjórnarforustuna. Hins vegar
er hann mjög andsnúinn Reag-
an í varnarmálum og berst
fyrir því, að öll kjarnavopn
verði gerð útlæg frá Vestur-
Þýskalandi. Hann erdómharð-
ur í garð Bandaríkjastjórnar
og segir efnahagsbatann vestra
byggjast á fjárflótta frá Vestur-
Evrópu og arðráni í þriðja
heiminum.
Því er spáð, að það geti haft
mikil áhrif á stefnu sósíaldem-
ókrata, ef Lafontaine sigrar í
Saar.
Kosningarnar í Saar og Vestur-Berlín geta orðið sögulegar
■ Á SUNNUDAGINN
kemur fara fram kosningar til
fylkisþingsins í Saar og borg-
arstjórnarinnar í Vestur-
Berlín. Kosningabaráttunni á
báðum þessum stöðum hefur
verið veitt sérstök athygli og
þá aðallega með tilliti til þess,
hvort Frjálslyndi flokkurinn
muni þurrkast út á báðum
stöðunum, en það gæti orðið
upphafið að endalokum hans,
sem yrðu þá að líkindum í
kosningunum til sambands-
þingsins í Bonn fyrri hluta árs
1987.
Til þess að flokkurinn haldi
áfram að eiga fulltrúa á fylkis-
þinginu í Saar og í borgar-
stjórninni í Vestur-Berlín þarf
hann að fá 5% greiddra at-
kvæða. Hann fékk 5.6% at-
kvæðanna í seinustu borgar-
stjórnarkosningum í Vestur-
Berlín og 6.9% í seinustu fylk-
isþingskosningum í Saar. Nú
spá skoðanakannanir honum
ekki nema 3% fylgis á báðum
þessum stöðum.
Útlitið var því allt annað en
glæsilegt, þegar flokkurinn
hélt þing sitt um fyrri helgi.
Samt reyndu fulltrúarnir að
vera bjartsýnir og telja sér
a.m.k. trú um, að flokkurinn
myndi alltaf halda velli í þing-
kosningunum 1987. Sú stefna,
sem var mörkuð á þinginu,
miðaðist við það.
Það er margt, sem veldur
því, að Frjálslyndi flokkurinn
hefur búið við andstreymi að
undanförnu. Fyrst eru þaö
Græningjarnir, sem hafa náð
til sín vinstri sinnuðu fólki sem
áður hallaðist að Frjálslynda
flokknum. Næst koma svo
samvinnuslitin við sósíaldemó-
krata og stjórnarsamvinnan
við kristilegu flokkana. Þá yfir-
gáfu allmargir vinstri sinnaðir
menn flokkinn. Loks hefursvo
komið til sögunnar ýms um-
deildur fjárstuðningur gróða-
fyrirtækja og varð einn aöal-
leiðtogi flokksins, Otto
Lambsdorff, að láta bæði af
ráðherradómi og þingmennsku
vegna þess.
ÞAÐ bjargaði vafalítið
Frjálslynda flokknum í þing-
kosningunum 1983, að ýmsir
kjósendur kristilegu flokkanna
snerust til liðs við hann til þess,
að hann dytti ekki út úr þing-
inu. Þeir töldu kristilegu flokk-
ana ekki líklega til að fá einir
meirihluta á þingi. Þess vegna
væri nauðsynlegt, að Frjáls-
lyndi flokkurinn væri þar
áfram, en hann hafði þá fyrir
nokkru hafið stjórnarsam-
■ Oskar Lafontaine
vinnu við kristilegu flokkana.
Þetta átti mikinn þátt í því, að
flokkurinn fékk talsvert meira
fylgi en skoðanakannanir
höfðu spáð honum. Hann hélt
því vel velli.
Það kom glöggt í Ijós á
flokksþinginu, að þennan leik
ætlar flokkurinn að leika aftur.
Stefnan, sem þingið markaði,
er meira til hægri en áður.
Hans-Dietrich Genscher utan-
ríkisráðherra, sem lét af
flokksforustunni eftir að hafa
gegnt henni í ellefu ár, var
harðorður í garð vinstri manna
í flokknum. Hinn nýkjörni for-
maður, Martin Bangemann
efnahagsmálaráðherra var þó
enn harðorðari og vísaði þeim
óbeint úr flokknum. Það er
bersýnilega markmið flokks-
forustunnar eins og nú háttar
að afla flokknum fyrst og
fremst fylgis hægri sinnaðra
kjósenda.
Hún treystir því bersýnilega
ekki að geta keppt með góðum
árangri við Græningja og sós-
íaldemókrata á vinstra
vængnum. Þess vegna verður
reynt að ná fylgi frá kristilegu
flokkunum.
Kristilegu flokkarnir gera
sér þetta vel ljóst. Þeir reyna
áreiðanlega að sporna gegn
þessu, en eiga ekki hægt um
vik, þar sem ekki er líklegt að
þeir haldi þingmeirihluta, án
Frjálslynda flokksins.
ÞANNIG eiga stjórnarflokk-
arnir í Vestur-Þýskalandi við
vanda að stríða. En þeir eru
ekki einir um það, heldur gildir
þetta einnig um sósíaldemó-
krata, sem eru helsti stjórnar-
andstöðuflokkurinn. Þeim
stafar vaxandi hætta frá Græn-
ingjum, sem safna um sig ýms-
um andspyrnuhópum og ó-
ánægðu fólki. Fylgi þeirra fer
hraðvaxandi, án þess að þeir
hafi nokkra ákveðna stefnu,
þegar umhverfismál eru
undanskilin. Þannig spá skoð-
anakannanir því, að þeir tvö-
faldi fylgi sitt í Vestur-Berlín
og næstum eins mikið í Saar.
Kristilegu flokkarnir fara nú
með völd bæði í Vestur-Berlín
og Saar með stuðningi Frjáls-
lynda flokksins. Þeir missa
þessi völd, ef Frjálslyndi flokk-
urinn þurrkast út. Þá kemur að
sósíaldemókrötum að reyna að
vinna með Græningjum. Það
hefur ekki gefist vel, þar sem
það hefur verið reynt. Bæði
Hans Apel fyrrverandi fjár-
málaráðherra, sem er borgar-
■ Hans Bangemann og Hans-Dietrich Genscher
Um pólitískar mannaráðningar
og einkaútvarp viðskiptajöfra
■ Það er ansi fróðlegt viðtal
'við Ævar Kjartansson í NT í
gær en Ævar hefur eins og
kunnugt er sótt um stöður
innan útvarpsins án þess að fá,
þrátt fyrir að hafa stuðning
samstarfsmanna sinna í þær.
Ævar og viðmælandi hans
blaðamaðurinn Egill Helgason
eru ekki í neinum vafa að
þarna ráði pólitísk sjónarmið,
að Ævar sé út í kuldanuin af
pólitískum orsökum.
Ævar líkir þessu kerfi okkar
við erfðastéttirnar á Indlandi.
„Þarna ert þú kominn, og það
er vonlaust fyrir þig að komast
í stöðu þar sem þú telur að
hæfileikar þínir og reynsla
muni njóta sín. Þetta er nátt-
úrlega eitt skýrasta dæmið af
mýmörgum um óeðlileg tök
stjórnmálaflokkanna á Ríkis-
útvarpinu. Það er í hæsta máta
óeðlilegt að útvarpsráð skuli
vera með puttana í manna-
ráðningum, enda hefur það
margoft sýnt sig að fagleg sjón-
armið eru látin víkja fyrir
flokkspólitískum hagsmun-
um.“
Gætu þeir sem ráðnir
eru pólitískt...?
Þarna er miklu máli hreyft.
Nú er það ekkert óeðlilegt að
þingkjörið Útvarpsráð hafi
með mannaráðningar að gera.
Þingmenn eru jú fulltrúar
okkar, almennings í landinu
og tæplega til önnur og betri
leið. Væri t.d. betra að starfs-
fólk sjálft réði því hverjir
kæmu til starfa hjá Útvarpinu.
Er tryggt að hjá því, t.d.
útvarpsstjóra réði faglegt mat.
Nú er t.d. útvarpsstjóri harður
fr j álshyggj usj álfstæðismaöur.
Eru nokkrar líkur til að hann
yrði ópólitískur í manna-
ráðningum, og eftir því sem
hann réði fleiri sjálfstæðismenn
yrðu auðvitað meiri líkur á því
að fleiri sjálfstæðismenn
yrðu ráðnir. Spurningin er
kannski þessi: Eru starfs-
mönnum Útvarpsins, sem
ráðnir eru pólitískt, treystandi
til að ráða ekki nýja menn eftir
einhverju öðru en pólitískum
línum? Hitt er svo rétt hjá
Ævari að þó að Útvarpsráð
velji menn er náttúrlega
ótækt hvað ráðið gerir það oft
og einatt á pólitískum forsend-
um og er mál hans mjög gott
dæmi um það. En mér finnst
ekki önnur lausn en að kalla á
betra siðferði í pólitíkinni.
Engin lausn að færa valdið frá
þingkjörnum fulltrúum okkar.
Tvennskonar
stjórnmálamenn
Annars má í grófum dráttum
skipta íslenskum stjórnmála-
mönnum í tvennt. Það eru þeir
sem líta á það sem hlutverk sitt
í stjórnmálum að koma
flokksbræðrum og vinum í ör-
ugga höfn um leið og þeir
vinna að því að pólitískir skoð-
anabræður nái rótfestu sem
víðast. Fyrir þessum hópi, sem
er miklu fjölmennari en hinn,
eru stjórnmálaflokkarnir hags-
munatæki í þröngri merkingu
þess orðs. Leið til fjár og
frama í samfélaginu. Hinn
hópurinn lítur ekki á flokk
sinn eða stöðu sem hagsmuna-
tæki fyrir vini og vandamenn
heldur telur sig hafa fengið
umboð til að stjórna þessu
landi af mannviti og þekkingu.
Slíkir sijórnmálamenn, og víst
eru þeir til, ganga ekki frá
mannaráðningum í fjöl-
skylduboðum, heldur reyna að
láta réttsýni og faglegt mat
ráða gerðum sínum. Báðir
hóparnir eru þó bundnir