NT - 05.03.1985, Side 11
Þriðjudagur 5. mars 1985 11
Texti: Bjarni Harðarson, blaðamaður
byrjun 1979 eða rúmum sjö
árum eftir að kaupsamningur
var gerður. Frá þeim tíma
höfðu greiðslur fyrir íbúðina
legið á bankabók og voru nú
orðnir harla verðlitlir pening-
ar. Samkvæmt mati nam féð
hálfu verði íbúðarinnar þann
30. maí 1979.
Og enn héldu áfram mála-
ferli þvi næsta skref þeirra
mæðgina í þessu máli var að
fara fram á skaðabætur frá
ríkinu vegna þess að það hafði
valdið þeim Svövu og sonum
hennar, fjárhagslegu tjóni.
Bæjarþing Reykjavíkur sýkn-
aði ríkissjóð af kröfu stefnanda
og sama gerði hæstiréttur. En
þar skilaði einn dómara sérat-
kvæði þar sem hann telur að
dómsmálaráðuneytið hafi með
drætti á afgreiðslu málsins
brugðist svo skjólstæðingum
sínum, sonum Svövu að bóta-
skylt væri.
Hæstiréttur byggir dóm sinn
á fyrri niðurstöðu þess efnis að
afgreiðsla dómsmálaráðuneyt- ■
is hafi verið „lögmæt stjórnar-
athöfn.“ Þá segir í dómi undir-
réttar, sem hæstiréttur stað-
festir, að samningsaðilar hafi
mátt gera ráð fyrir að öflun
leyfis dómsmálaráðuneytis
gæti tekið nokkurn tíma. Sé
hugsað til ummæla Þorsteins
Thorarensens yfirfjárráðanda
er ekki hægt að ætla að nokkur
hafi búist við þeirri 22 mánaða
töf sem varð.
Sigurgeir Jónsson hæstarétt-
ardómari skilaði sératkvæði í
málinu og segir þar að hann sé
sammála því að um lögmæta
stjórnaathöfn hafi verið að
ræða. En á móti vitnar hann í
lagagrein þar sem segir að
lögráðamaður skuli varðveita
fé skjólstæðings síns og bæta
„tjón af lögráðamannsstörfum
sínum, ef hann veldur þeim af
ásetningi eða gáleysi.“ Telur
Sigurgeir að í kaupsamningi
hafi legið fyrir allar upplýsing-
ar sem snertu málið varðandi
söluverð og greiðslukjör.
„Hafi skoðun húsnæðisins ver-
ið nauðsynleg bar ráðuneytinu
að hlutast til um að yfirfjárráð-
andi framkvæmdi hana eða
léti framkvæma. Einu upplýs-
ingarnar sem ég get séð að
kynni að hafa vantað til þess
að æðsti stjórnandi fjárráða
ómyndugra gæti tekið afstöðu
til þessa máls, eru um það,
hvað gera átti við söluandvirð-
ið. Um það atriði gat kaupandi
eða lögmaður hans trauðla
veitt upplýsingar.“ í þessu síð-
asta atriði felst gagnrýni Sig-
urgeirs á að eftir að upplýs-
ingaskorti hefur verið borið
við af ráðuneytinu verður
samtal við kaupanda íbúðar til
þess að salan er heimiluð.
„Hinn 23. maí synjar ráðu-
neytið beiðni um samþykkt
sölunnar „eins og málið liggur
nú fyrir.“ Hinn 3. ágúst 1973
neitar ráðuneytið enn að sam-
þykkja söluna „að svo búnu“,
en hinn 26. apríl 1974 sam-
þykkir ráðuneytið söluna „eftir
að lögmaður kaupenda hafði
gengið í málið,“ segirennfrem-
ur í sératkvæði Sigurgeirs.
Niðurstaða Sigurgeirs í þessu
máli er því skýlaus að sinnu-
leysi ráðuneytisins hafi hér
valdið tjóninu.
Störf við tölvuskjái
verða að vera mannleg
■ Nýlega var haldið í Dussel-
dorf í Vestur-Þýskalandi fyrsta
heimsþingið um vinnuumhverfi
og voru meginmálefni þingsins
um hönnun tölvuskjáa ', lykla-
borða, skrifstofuhúsgagna sér-
hæfðra fyrir tölvu „terminala"
og vinnuherbergi. Umræðan
gekk einkum út frá þeirri stað-
reynd að í dag er fengist við
rúmlega 80% af öllum upplýs-
ingum með sjónskynjun.
Komið hefur í ljós, að fyrri
áhyggjur um að tölvuskjáir
hefðu skaðleg áhrif a' sjón
þeirra, sem við þá vinna, eru
mjög ýktar.En það hafa einkum
verið slæmar líkamsstellingar
við tölvuskjáina tímunum
saman, sem hafa haft slæmar
afleiðingar fyrir starfsfólkið.
Það er því nauðsynlegt að upp-
lýsingar á tölvuskjám séu þann-
ig framsettar að líkamlegt erfiði
sé í lágmarki.
Nú þegar eru í gildi almennar
reglur til að tryggja að vinnu-
staðir fullnægi kröfum um vinnu-
aðbúnað. Til dæmis skal fjar-
lægð starfsmanns frá skjánum
vera a.m.k. 1,20 metrar og
nægilegt pláss verður að vera
fyrir bréfsefni.
Umhverfið skal vera sem á-
kjósanlegast. Hendur starfs-
mannsins verða að hvíla á-
reynslulaust á lófajöðrunum og
lærleggur verður að vera í lárétt-
ri stöðu. Þumalfingursreglan er
því þunn borðplata og lágt
lyklaborð. Skrifstofan á að vera
mjög vel lýst þó enn séu deildar
meiningar um lýsingu sjálfra
vinnuborðanna. Reyndin hefur
verið sú, að samhæfð hefur
verið loftlýsing, sem beint er að
skrifborðinu, og svo viðbótar-
ljós á borðinu sjálfu. Ófullnægj-
andi lýsing er aðalkvörtunarefni
starfsfólks, og kvartar það í því
sambandi yfir höfuðverk, augn-
þreytu og að það sjái tvöfalt.
Almennt séð, þá ætti lýsing að
samsvara skilyrðum dagsbirtu.
Það hefur gefið góða útkomu
þegar starfsmaður horfir við
vinnu sína frá glugganum og þá
meira inn í vinnuherbergið
sjálft.
Það er óæskilegt að geyma
skjöl í plasthulstrum, sem
endurvarpa ljósinu og það verða
að vera sterkar andstæður í
bréfsefni eins og á tölvuskjánum
sjálfum. Ef svo ber við, þá er
nauðsynlegt að ráðfæra sig við
sjónglerjasérfræðing. Ef starfs-
maður þarfnast sérstakra gler-
augna við vinnu sína þá ber
vinnuveitanda að sjá honum
fyrir slíkum gleraugum.
Margir sérfræðingar halda því
fram að vinna við tölvuskjái ætti
að vera takmörkuð og vinnu-
staður, þar sem sömu starfs-
menn sinntu mismunandi störf-
um væri ákjósanlegastur. Aftur
á móti hefur þessi staðhæfing
ekki enn sem komið er verið
vísindalega sönnuð.
Einar Hannesson:
50 fiskeldis- og hafbeit-
arstöðvar hér á landi
Fljótalax h.f.
Þá er að geta um Fljótalax
h.f. að Reykjarhóli í Haganes-
hreppi, sem er í eigu sam-
nefnds hlutafélags. Fram-
kvæmdir hófust 1982 og hefur
stöðin verið í uppbyggingu
síðan. Þar er m.a. 1.000 fer-
metra eldishús. Stöðin nýtir
lindarvatn og heitt vatn sem er
þarna, en unnið er að borun til
að tryggja aukið vatnsrennsli
til stöðvarinnar. Fljótalax hef-
ur alið upp laxaseiði, selt
gönguseiði til annarra, m.a. til
Noregs, til áframhaldandi
eldis, og staðið fyrir hafbeitar-
tilraun í samvinnu við aðra.
Fljót h.f
Þetta er hafbeitarfélag sem
fyrrnefnd stöð Fljótalax,
stendur að ásamt Sambandi
ísl. samvinnufélaga, Kaupfé-
lagi Skagfirðinga og Veiðifé-
laginu Flóka. Starfsemi þessi
er á vatnasvæði nefnds veiði-
félags, sem tekur til vatna-
svæðis Flókadalsár í Haganes-
hreppi. Heimtur hafa fengist
af sleppingu gönguseiða á veg-
um félagsins undanfarin ár.
Austurland
Um stöðu fiskeldismála á
Austurlandi þarf ekki að hafa
mörg orð, vegna þess að þar er
engin fiskeldisstöð. Austur-
land býr, eins og kunnugt er,
illa að nýtanlegum jarðhita, en
aðgangur að heitu vatni er
lykilsatriði í fiskeldi í fersku
vatni, eins og kunnugt er. Um
eldi á laxi í sjó gegnir öðru
máli þó að hitastig sjávar ráði
auðvitað mestu um, hvort að
unnt sé að stunda fiskeldi í sjó.
Fleira kemur til en hagstætt
hitastig sjávar. Aðstaða þarf
að vera góð fyrir netkvíar;
aðdjúpt og skjólgott. Tilraun
með laxeldi í sjó á Fáskrúðs-
firði var gerð um miðjan sein-
asta áratug.'Laxiijn varfóðrað-
ur í netkví samfleytt í nokkur
misseri. Framkvæmd þessi varð
fyrir ýmsum skakkaföllum
vegna veðurs og vinda. Sýnt er
að hitastig sjávar við Austur-
land leyfir ekki fiskeldi í sjó
árið um kring. Vafalaust verð-
ur sumareldi á laxi eða um
lengri tíma tekið upp á Austur-
landi þegar þróun í fiskeldi í
sjó er lengra á veg komin, en
nú er.
Suðvesturhornið
Fyrr hefur verið hér í NT
rætt nokkuð um laxahafbeitina
á Reykjanesi. Fyrsta Iaxaklak-
ið hér á landi var sem kunnugt
er á Reynivöllum í Kjós árið
1884. Elsta samfellda starfsem-
in af þessu tagi er hjá Klakstöð
Rafmagnsveitu Reykjavíkur
við Elliðaár eða í rúmlega 50
ár. Eldi sumaralinna laxaseiða
hófst í stöð RR 1953 og eldi
gönguseiða af laxi síðar. Árið
1951 hófst fiskeldisþáttur með
dönsku sniði, ef svo má að orði
komast, þegar fiskeldisstöðin
að Laxalóni hóf eldi regnboga-
silungs til slátrunar og sölu á
erlendum markaði, en stöðin
hefur selt bæði fyrr og síðar
hrogn og regnbogasilung til
annarra landa, og innanlands,
silung til matar. Síðar hófst á
Laxalóni eldi á laxi og silungi
■ Laxeldisstöð að Húsatóftum í Grindavík.
■ Laxeldisstöð Hólalax h.f. í Hjaltadal.
til fiskræktar, hafbeitar og
áframhaldandi eldis.
Þegar Laxeldisstöð ríkisins í
Kollafirði kom til sögunnar
1961, komst verulegur skriður
á laxeldið. Þá hófst fóðrun
laxaseiða allt upp í göngustærð
og hafist var handa um ýmsar
nýjungar í laxeldi og hafbeit.
Eldisstöðin að Keldum hóf
starf síðari hluta sjöunda ára-
tugarins, en sú stöð var fyrst í
eigu dr. Snorra Hallgrímsson-
ar og félaga og síðar Tilrauna-
stöðvar -Háskólans í meina-
fræðum að Keldum. Seinustu
átta árin hafa tekið til starfa
nokkrar fiskeldisstöðvar á
Reykjanesi, elst er stöð Eldis
h.f. í Grindavík, sem Sigurður
St. Helgason að Húsatóftum
stendur fyrir, þá Pólarlax h.f. í
Straumsvík, sem fyrr hefur
verið nefnd, Klakstöðin við
Myrkurtjörn í Mosfellssveit og
Laxeldisstöð SVFR að
Skógarnesi í Reykjadal.
Nýjustu fiskeldisstöðvarnar
eru: FiskeldiGrindavíkurh.f.,
íslandslax h.f. og Sjávargull
h.f., allar í Grindavík.
Laxeldi í sjó
Fiskifélag íslands var með
tilraunir í laxeldi í sjó í smáum
stíl fyrir um 10 árum. Þær
hófust í Hvammsvík í Kjós og
lauk í Höfnum á Reykjanesi.
Tilraunir voru gerðar í Lax-
eldisstöð ríkisins í Kollafirði í
þeim tilgangi fyrst og fremst að
kanna seltuþol laxaseiða úr
stöðinni. Mikilvægar upplýs-
ingar fengust með þessu, er
tryggði góð sjógönguhæf laxa-
seiði. Sjóeldi h.f. í Osabotnum
í Höfnum hefur verið með
sjókvíar og selt eldislax úr
þeim á markað, eins og kunn-
ugt er.
Hringferð lokið
Með grein þessari er lokið
hringferð um landið, hvað
snertir fiskeldis- og hafbeitar-
stöðvar. Botn er því sleginn í
verkefni þetta, sem vonandi
hefur upplýst lesendur nokkuð
um stöðu fiskeldismála hér á
landi. Fiskeldisstöðvar eru
orðnar býsna margar, þó að
enn sjáist merki um hversu
ung þessi búskapargrein er í
landinu.