NT - 05.03.1985, Síða 20
Yfirbyggður hjá Ragnari Valssyni. Fullklæddur, með sóllúgu bg
toppgrind, litað gler, útvarp, litur: hvítur og rauður. Verð kr.
580.000,-. Skipti möguleg á ódýrari bíl.
SUÐURLANDSBRAUT 16 - SIMI 35200
■ Landamæri Spánar og Gíbraltar. Nú er liðinn mánuður frá því að landamærin voru opnuð aftur
eftir sextán ára hlé. Síðan hefur verið stöðugur straumur ferðamanna yfir landamærin. Símamynd-POLFOTO
Yolvo Lapplander árg. 1980
fór á skrá 1984.
Spánverjar og Bretar
ræða um Gíbraltarflug
MatliM-Revter
■ Embættismenn frá Bret-
landi og Spáni hittust í Madrid
í gær til umræðna um flugsam-
göngur bresku nýlendunnar f
Gíbraltar.
Markmið umræðnanna var
m.a. að ræða tillögur um sam-
vinnu milli Spánverja og Breta
um rekstur Gíbraltarflugvallar
auk |>ess sem Bretar hafa farið
fram á að Spánverjar létti af
takmörkunum sem þeir hafa
sett á flugsamgöngur nýlend-
unnar.
Nú er aðeins einn mánuður
frá því Spánverjar heimiluðu
samgöngur á milli Gíbraltar og
Spánar eftir sextán' ára sam-
göngubann. Spænskir og
bresktr embættismenn hittust í
seinasta mánuði í Genf og
ræddu um framtíð nýlendunnar
sern Spánverjar krefjast að fá
aftur yfirráð yfir.
Jarðskjálftar í Chile:
Verstu náttúruham
farir í fimmtán ár
Santiago-Reuter
■ Að minnsta kosti 124 létust
og tvö þúsund særðust í miklum
jarðskjálfta í miðhéruðum
Chile í fyrrinótt. Stjórnvöld
segja jarðskjálftana verstu nátt-
úruhamfarir í Chile í 15 ár.
Stjórnvöld segja að næstum
því 8000 manns hafi misst heim-
ili sín í jarðskjálftanum og
blaðamenn í landinu segja að í
sumum smábæjum mitt á milli
höfuðborgarinnar Santiago og
hafnarborgarinnar Valparaiso
hafa allt að 70% allra húsa
eyðilagst.
Mikil skelfing greip um sig í
Chile við jarðskjálftann. Sjúkl-
ingar voru fluttir úr sjúkrahús-
um og mörg þúsund íbúar Sant-
Þriðjudagur 5. mars 1985 20
Kínverskir þingmenn
heimsækja Sovétríkin
Moávi-Rwfef
■ Kínversk þingmannasendi-
nefnd er nú í tíu daga heimsókn
í Sovétríkjunum í fyrsta skipti í
tuttugu ár.
Heimsókn nefndarinnar, sem
er undir forystu Zhang Chengxi-
an, félaga í fastanefnd Komm-
únistaflokks Kína, er talin sýna
batnandi samskipti Kínverja og
Sovétmanna sem slitu öllum
vináttutengslum fyrir rúmum
tveimur áratugum.
Á undanförnum árum hafa
Sovétmenn margoft lýst því yfir
að þeir vilji bæta samskipti sín
við Kínverja. Kínverjar hafa
sett þrjú skilyrði fyrir bættum
samskiptum. Þau eru: Sovét-
menn fækki í um hálfrar milljón
manna herliði við landamæri
Kína, þeir kalli heim hermenn
sína í Afganistan og hætti stuðn-
ingi við hersetu Víetnama í
Kambódíu.
Sovétmenn hafa ekki orðið
við þessum skilyrðum og Kín-
verjar hafa dregið nokkuð úr
kröfum sínum. Þeir hafa gefið í
skyn að það sé nóg að Sovét-
menn komi aðeins að nokkru
leyti til móts við skilyrðin, t.d.
með því að fækka nokkuð í
hernum við kínversku landa-
mærin eða minnka hernaðarað-
stoð við Víetnama.
Sovéska fréttastofan Tass
hafði það eftir Zhang Chengxi-
an eftir komu hans til Moskvu
að hann væri ánægður með það
að sambandið milli sovéska og
kínverska þingsins hefði nú ver-
ið tekið upp að nýju. Slíkt væri
mikilvægt fyrir samskipti þess-
ara tveggja ríkja.
Yfirmanni UPI fréttastofunnar vikið úr embætti
WasMnfton-Reæéer
■ Tveir aðaleigendur alþjóða-
fréttastofunnar UPl hafa rekið
forstjóra fyrirtækisins og til-
kynnt að þeir muni draga úr
áhrifum sínum á stjórn fyrir-
tækisins til að tryggja framtíð
bess.
Douglas Ruhe og William
Geissler náðu völdum í UPI
árið 1982. Þeir segjast hafa
rekið Luis Nogales forstjóra
fyrirtækisins og Ray Wechsler
fjármálaráðgjafa til að auðvelda
breytingar á því hverjir skuli
eiga fyrirtækið.
Eftir 20 ára taprekstur sýndi
UPI loksins 1.1 millión dollara
hagnað á seinasta ársfjórðungi
1984 eftir að starfsfólk fyrir-
tækisins samþykkti 25% kaup-
skerðingu. Áðaleigendur UPI
segjast nú vilja fá meira fjár-
magn inn í fyrirtækið til að
tryggja áframhaldandi vöxt
þess.
iago bjuggu um sig undir berum
himni af ótta við að nýja og
harðari jarðskálfta.
Framleiðsla við hluta ríkis-
rekna koparfyrirtækisins, Co-
delco, stöðvaðist og hafnar-
mannvirki skemmdust. En at-
vinnurekendur segja að fram-
leiðslan muni komast í samt lag
innan þriggja daga.
Fyrsta jarðskjálftahrinan
stóð í einar fjórar mínútur en
síðar fylgdu nokkrir smærri
kippir. Flestir létust eða særðust
í Santiago þar sem rúmlega
þriðjungur 12 milljón íbúa Chile
á heima.
■ Þessi strætisvagn var illa leikinn eftir jarðskálftann í Santiago í Chile. Múrsteinar hrundu úr
byggingum og brutu yfirbyggingu vagnsins. simamvnd:POi.FOTO
Sviss:
Pólitískir
brennuvargar
Genf-Reuter:
■ Áðuróþekkturstjórn-
málahópur „Óháðu sell-
urnar“ hefur á undanförn-
um mánuði kveikt fimm
sinnum í opinberum bygg-
ingum og byggingum
stjórnmálaflokka til að
leggja áherslu á andstöðu
gegn bæði fasisma og
kommúnisma.
Hópur þessi hefur lýst á
hendur sér ábyrgð á
íkveikju í höfuðbækistöð
svissneska kommúnista-
flokksins og hann hefur
einnig kveikt í sönghöll,
komið fyrir sprengju fyrir
utan lögreglustöð og
kveikt í lestarvögnum á
aðaljárnbrautarstöðinni í
Genf.
Nýjasta árás hópsins var
fólgin í því að kveikja í
sex herbílum fyrir utan
herbúðir í Genf. Þetta er
jafnframt sjötta árás
Óháðu sellanna.
Nicaragua:
190 féllu
íbardögum
Managua-Reuter:
■ Um 190 skæruliðar og
óbreyttir borgarar féllu í
síðasta mánuði í átökum
við hægrisinnaða skæru-
liða sem njóta stuðnings
Bandaríkjamanna.
Talsmaður varnarmála-
ráðuneytisins sagði um
helgina að skæruhðar hafi
myrf 20 óbreytta borgara,
og rænt 66. Stjórnarher-
menn felldu 166 skæruliða
í síðasta mánuði og særðu
80. Hann upplýsti ekki um
mannfall í stjórnarhern-
um.