NT - 08.03.1985, Side 4

NT - 08.03.1985, Side 4
Föstudagur 8. mars 1985 Ný hlið á byggðastefnunni: Mundi innflutningur á 5.000 ógiftum konum bjarga landsbyggðinni? ■ Landað úr Særúnu AK120 á mánudagskvöld, en Særún er einn þeirra smábáta frá Akranesi sem hafa verið að mokfiska undanfarna daga. NT-mynd: Stefán Lárns. Eindæma góður af li smábáta á Akranesi: ■ „Ýmsum sýnist einlíflð svo ömurlegt...,“ segir í þekktum texta. I mörgum landshlutum eru ógiftir karlar (fráskyldir og ekklar) 20-49 ára gamlir, mikl- um mun fleiri en konur í sömu stöðu, að af tölum þar um verður ekki annað ráðið en að um 5 þús. karlar í landinu verði dæmdir til ævilangs einlífis, - þótt allar konur yrðu hnepptar í hnappheldu hjónabandsins - nema gripið verði til einhverra róttækra ráðstafana. Þannig er t.d. útlitið fyrir unt sjötta hvern karlmann á framan- greindum aldri á Norðurlandi vestra, Austurlandi og Suður- landi, það þýðir um 1.550 fram- tíðar einsetukarlar eftir að hver einasta kona á sama aldri hefði fest sér mann. Raunar er útlitið litlu skárra hjá öðrum körlum í öllum kjördæmum utan höfuðborgarsvæðisins - skárst á Norðurlandi eystra með tæplega 8. hvern karlpening vonlítinn um væna konu í fram- tíðinni. Hvað hlutfall kynjanna snert- ir sker höfuðborgin sig úr. í Reykjavík er innan við 20. hver karl frá tvítugu til fimmtugs í hópi hinna vonlausu og 13.-14. hver í nágrannasveitarfélögun- um. Þær tölur sem hér er miðað við eru mannfjöldatölur Hag- stofunnar fyrir árið 1983. Þótt konur í landinu séu í heild aðeins 1.530 færri en karlarnir í landinu segir það ekki alla sög- una. Af þeim um 24 þús. íslend- ingum sem orðnir eru 65 ára eða eldri eru konur nefnilega í mikl- um meirihluta eða um 2.650 fleiri en karlarnir. Ásókn sumra „stútungskarla1' í „lambakjetið" hefur einnig orðið til að minnka hlutfall ógiftra kvenna í yngri aldursflokkunum. Rann í Lækinn Þessi rennilega hafnfírska bifreiö stóö í fyrrakvöld í miðjum Firðinum en tók upp á því um miðnæturhil að renna af stað og steyptist ofan í Lækinn. Bifreiðin var mannlaus og urðu því engin siys a fólki. Þess utan urðu svo engar teljandi skemmdir á bflnum og lögregla hafði hann upp á þurrt land að nýju með hjálp krana. NT-mynd: SverHr. Sumir gátu ekki dregið öll netin - því ekki var meira rúm í bátunum Tölulegar niðurstöður virðast því þær, að á móti um 23.900 ógiftum körlum á aldrinum frá tvítugu til fimmtugs komi aðeins um 18.900 konur. Alls eru ís- lendingar á þessum aldri í kring- um 101 þúsund talsins. Hlutfall ógiftra er eðlilega hæst í yngstu aldursflokkunum, en þegar kemur yfir 35 ára aldur er það aðeins um 1 af hverjum 13-14 konum sem ekki hefur prófað hjónabandið, en álíka hópur til viðbótar skilað karlinum til baka eða misst hann af öðrum orsökum. Þarna er hlutfall karl- anna miklu hærra. Svo dæmi sé tekið þá eru 244 af alls 1.069 körlum á aldrinum 35-49 ára körlum á Austurlandi enn ógiftir, eða um 23%, en aðeins 121 af 916 konum. eða einungis rúm 7%. Frá Stefáni Lárusi Pálssyni, fréttaritara NT á Akranesi: ■ „Éggatekkidregiðöllnetin sem voru úti því það var ekki rúm fyrir aflann í bátnum," sagði Omar Einarsson formaður á Ebba AK, 9 tonna bát frá Akranesi, að lokinni veiðiferð á þriðjudag, en undanfarna daga hefur afli smábáta frá Akranesi verið með eindæmum góður. Á þriðjudaginn var aflinn frá fimm til níu tonn á bát. Á Ebba eru tveir menn og giskuðu þeir á að dagsaflinn væri um níu tonn af stórum þorski eftir nótt- ina. Smábátasjómenn eiga báta sína sjálfir og eru því ekki í verkfalli. Þeir segja mikinn fisk genginn ágrunnslóð íFaxaflóa en óvíst sé hvað þessi hrota standi iengi. Sjónvarpsmál á Norðurlandaráðsþingi: Reynt verður að ná samkomulagi ■ Norðurlandaþjóðirnar starf á sviði sjónvarpsmála. Það halda áfram að ræða um sarn- er niðurstaða af Norðurlanda- Háskólamannaflótt- inn heldur áfram ■ Mikil hreyfing er nú hjá ýmsum hópum háskólamennt- aðra manna fyrir því að segja upp störfum sínum ef niðurstöð- ur Kjaradóms verða ekki viðun- andi. Þannig eru t.d. sjúkra- þjálfar um það bil að fara af stað með undirskriftir þar sem stjórn félagsins er gefin heimild til að leggja fram uppsögn fyrir hópinn ef niðurstöður Kjara- dóms verða ekki fullnægjandi. Ræða sjúkraþjálfar pm 35 þús- und króna lágmarkslaun ella muni þeir fara frá ríkinu og setja upp einkaklíník þannig að ríkið þyrfti að kaupa þjónustu þeirra á uppsprengdu sérfræð- ingaverði. Laun sjúkraþjálfa eru nú rétt um 20 þúsund krónur íslenskar á mánuði. Það er svipuð umræða í gangi t.d. hjá náttúrufræðingum, Veðurstofunni, Hafrannsókna- stofnun, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og víðar, en mál- in ekki komin á framkvæmda- stig. ráðsþinginu sem nú stendur yfir. Fyrir þingið leit svo út sem málið væri siglt í strand. Um- ræður á þinginu leiddu hins vegar í Ijós að mikill vilji var fyrir því að reynt yrði að ná samkomulagi um það. Ágrein- ingurinn hefur staðið um hvern- ig kostnaðurinn ætti að skiptast milli þjóðanna. Eiður Guðna- son formaður menningarmála- nefndar Norðurlandaráðs sagði í samtali við NT í gær að íslendingar myndu fylgjast vel með þessum málum, en ekki væri sjálfgefið fyrir fram að við myndum taka þátt í þessu sam- starfi ef af því verður. Bandaríska heilbrigðisstofnunin: Fjármálaráðuneytið gagnrýnir launasamanburð BHM: „Meðhöndlun launamálaráðs á töl- um einkennst af blekkingarvilja“ ■ „Fjármáluráöuneytið hef- ur aldrei dregið í efa gildi þeirra talnalegu upplýsinga, sem Hagstofa Islands safnaði (um laun háskólamanna á al- mennum vinnumarkaði), en mótmælt meðhöndlun launa- málaráðs BHM á þessu efni, sem einkennst hefur af blekk- ingarvilja“, segir í yfírlýsingu frá fjármálaráðuneytinu í tilefni af fullyrðingum sem hafðar eru eftir talsmönnum launamálaráðs BHM á blaða- mannafundi sem haldinn var í fyrradag. Fjármálaráðuneytið segir það rangt að nefnd á vegum þess og launamálaráðs hafi gert samanburð á kjörum háskólamenntaðra starfs- manna hjá ríkinu og öðrum vinnuveitendum, heldur hafi hún einungis aflað gagna um launagreiðslur á almennum markaði. Sá samanburður, sem BHM vísi til, sé gerður einhliða, enda hafi fjármála- ráðuneytið hafnað honum frá upphafi þar sem hann sé aug- ljóslega rangur. í samanburði, sem fjármála- ráðuneytið hefur gert á heild- arlaunagreiðslum til ríkis- starfsmanna í maí s.l. annars vegar og könnun Hagstofunn- ar hins vegar, kemur fram að launamunur einstakra stétta hefur verið frá tæpu einu pró- senti hjá lögfræðinum og upp í rúm 18% hjá verkfræðinum. þar sem munurinn var mestur, ríkisstarfsmönnunum í óhag, samkvæmt töflu ráðuneytisins. Heildarlaun hinna ýmsu stétta háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna á maíverðlagi 1984 reyndust á bilinu frá 22.845 kr. að meðaltali hjá hjúkrunarfræðingum - sem höfðu lang lægstu meðallaun- in - og upp í 44.397 kr. með- allaun hjá verkfræðingum. U.þ.b. tvöfaldur launamunur er því milli einstakra stétta ríkisstarfsmanna í þjónustu hins opinbera. Hjá framhalds- og grunnskólakennurum voru heildarlaunin 30.915 kr. að meðaltali. Miðað við desemberlaun voru meðallaun hjúkrunar- fræðinga komin upp í 27.577., þ.e. heildarlaun, og hjá verk- fræðingum 52.610 krónur. Hjá kennurum voru heildarlaunin þá 37-38 þús. krónur að meðal- tali, samkvæmt töflu fjármála- ráðuneytjsins. Styrkir til- raunastöð Háskólans ■ Tilraunastöð Háskólans í meinafræði, að Keldum, hefur nýlega verið veittur styrkur frá National Istitutes of Health, í Bandaríkjunum. Styrkurinn sem nemur 18 þús.dölum, er veittur til rannsókna á visnu, sjúkdómi í miðtaugakerfi sauðfjár, en veiran sem veldur visnu getur einnig orsakað mæðuveiki. Báðirsjúkdómarnir teljast til sérstaks flokks sjúk- dóma sem einnig leggst á menn. T.d virðist veiran sem talin er valda áunninni ónæmisbæklun (AIDS) allmikið skyld visnu- veirunni, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Keldum. Rannsóknir þær sem styrkn- um er veitt til miða að því að upplýsa á hvern hátt visnuveiran veldur skemmdum í heila og mænu kinda.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.