NT - 08.03.1985, Blaðsíða 6

NT - 08.03.1985, Blaðsíða 6
 Föstudagur 8. mars 1985 6 Dr. Magni Guðmundsson: Þáttur um daginn og veginn 25/21985 ■ „Öllum þykir lofið gott,“ er sagt. Vissulega væri skemmtilegt að geta komið fram fyrir hljóðnemann og borið lof á okkar göfugu þjóð og þá ekki síst landsfeðurna. Það væri að minnsta kosti vin- sælla en að gagnrýna stjórnar- stefnuna. Slík gagnrýni er ekki vel þegin hérlendis, - raunar engin gagnrýni, jafnvel þó að hún sé jákvæð og uppbyggj- andi. Maður, sem var lang- dvölum við nám í Sovétríkjun- um, hefur greint mér frá því, að þar í landi sé skörp gagnrýni í fjölmiðlum á bókstaflega allt og alla, nema Kremlverjana sjálfa. Á þá má' ekki anda. Enda þótt við séum ekki farnir að beita þá, sem andæfa, varð- haldi eða hælisvist, eins og þeir austur þar, verða menn hér á ýmsan hátt að gjalda fyrir skoðanir sínar. Um það eru mörg dæmi. Fyrir eitt að minnsta kosti má hrósa íslendingum. Þeir hafa um langt árabil haldið atvinnuleysi í lágmarki. Það skyggir hins vegar nokkuð á ágæti okkar að þessu leyti, að þetta hefir tekist fyrir erlendar lántökur, ekki fyrir stjórnvisku okkar. Án erlendrar lántöku, vaxandi frá ári til árs, hefði atvinnuleysi vafalítið verið svipað að tiltölu og í nágranna- löndunum. Við höfum líka frámkvæmt ósköpin öll fyrir annarra fé. Skuldir okkar við útlönd eru komnar yfir hættu- mörk. Yfirvöld í peningamál- um hafa látið viðvaranir sem vind um cyrun þjóta og bætt láni við lán. Mér koma í hug orð hins kunna og vinsæla listamanns. Þorsteins Ö. Step- hensen, sem hann mælti í út- Erindi dr. Magna Guðmundssonar hagfræðings sem hann flutti í útvarpið vakti verðskuldaða athygli. NT fór þess á leit við höfundinn að fá að birta erindi hans og veitti hann leyfi til þess. Fjölmargir hafa haft samband við NT, símleiðis og bréflega og farið þess á leit að fá erindið á prenti. varpserindi fyrir nokkrum árum: „í hvert sinn sem barn fæðist á íslendi, þá er lagður í vöggu þess 175 þúsund króna reikningur í erlendum gjald- eyri, sem það á að bera ábyrgð á.“ Upphæðin, sem ég nefndi, er heimfærð til stöðunnar núna. Erlendar skuldir á ein- stakling - per capita eins og sagt er - eru hér hinar hæstu í helmi. Ástæða þess, að ég hefi gert peningamálin að umræðuefni um nokkurt skeið, er einfald- lega sú, að aðrir hagfræðingar. hafa verið þögulir um misfell- urnar, hins vegar margir til að verja þær. GunnarTómasson í Alþjóðabankanum hefirþorað að segja sannleikann um þessi efni. Engin skyldi þó ætla, að við séum einir á báti. Þegar ég gagnrýni stjórn peningamála, er það ekki af óvild til eins eða neins. Ég geri það af þegn- skyldu. Eg hefi langan náms- og starfsferil að baki á þessu sérstaka sviði og finn mig knú- inn til að segja það, sem ég veit sannast og réttast. Ætla ég nú að yfirfara nokkur veigamiki! atriði i hagfræði pcningamála og leiðrétta rangfærslur. Ein lævísasta aðferðin við að villa almenningi sýn í vaxta- málum er mistúlkun hagfræði- hugtaksins raunvextir. Með raunvöxtum er einfaldlega átt við vexti að frádreginni verð- bólgu. Ef vextir eru t.d. 15% en verðbólga reiknast 10%, eru raunvextir 5%; þeir eru þá jákvæðir sem svo er kallað. Ef vextir eru hins vegar 10% en verðbólga 15%, eru raunvextir +5%, eða neikvæðir. En nú koma áróðurskarlar lánskjara- vísitölunnar til skjalanna og kalla vexti aðeins þann hluta vaxta, sem er ofar verðbólgu- mörkum. Þetta stangast að sjálfsögðu á við skilgreiningu vaxtahugtaksins, sem er á þá lund, að vextir eru verðið, sem greitt er fyrir notkun peninga yfir ákveðið tímaskeið, - allt verðið. Vextir eru líka skil- greindir sem mismunur fjár- hæðar, sem fengin er að láni, og þeirrar, sem endurgreidd er. Þarna er ekkert undan skilið. En ruglingurinn er að teygja sig inn í daglega um- ræðu. í sjónvarpsþætti fyrir skömmu var lánskostnaður sýndur í töfluformi. Lán hafði hækkað á tímabili um 54%, en vextir voru sagðir 3% aðeins, einum 51 hundraðshluta vaxtanna var sleppt, líkt og lánið hefði aukist af einhverj- um ósýnilegum eða dularfull- um orsökum. Slík talnameð- ferð er villandi og varhuga- verð. Við eigum að nefna hlut- ina réttum nöfnum. Það eru aðallega þrenns konar rök, sem yfirvöld pen- ingamála hafa notað til þess að réttlæta hávexti og þar með verðtryggingu lána, en ekkert þeirra fær staðist. Rök I. Hækkun innlánsvaxta eykur sparnað í landinu. Þessi staðhæfing er röng. Endur- teknar kannanir nú og fyrr, austan hafs og vestan, hafa ekki leitt í Ijós neitt sannanlegt samband þarna á milli. Fyrir kemur að vísu, að heildar- sparnaður aukist eitthvað þeg- ar vextir eru hækkaðir, en oftar hitt, að heildarsparnaður standi í stað eða beinlínis minnki. Auðvelt er að átta sig á þessu. Þegar vextir almennt eru hækkaðir, eykst rekstrar- kostnaður fyrirtækja, og hagn- aðurinn, sem lagður er til hliðar, dvín. Á sama hátt auk- ast útgjöld einstaklinga, eink- um íbúðarbyggjenda, vegna hærri vaxtabyrði, og minna er aflögu til sparnaðar. Á móti þessu kemur vaxtahækkunin sjálf, sem leggst við innláns- reikningana. Þannig að þeir haldast yfir heildina lítið breyttir. Hins vegar verða gjarnan tilfærslur milli þessara reikinga, þegar fólk eltir hæstu vexti. Menn reyna að selja verðbréf sín og leggja féð inn á hávaxtareikningana. Það leiðir til þess, að ríkissjóður verður að bjóða mun hærri ávöxtun skuldabréfa sinna, sem skattþegnin verður svo að borga um það er lýkur, og ekki eykur það á sparnaðinn. Ef einhver heldur, að þetta séu gömul sannindi, en ekki ný - sannindi frá dögum tiltölu- lega stöðugs verðlags og vaxta - skal honum bent á þetta: Frá og með 1978 var létt hömlum af innlánsvöxtum í Bandaríkj- unum, sem leiddi beint og óbeint til vaxtahækkana frá 5% nefnt ár og upp í 21 !ó% árið 1981. Þetta var liðlega fjórföldun vaxta, meira en 400% hækkun, sem var stærri sveifla en varð hér - í landi óðaverðbólgu - á sama tíma. Eigi að síður stóð persónulegur sparnaður í stað vestra. Hann hélst óbreyttur 6% af persónu- legum ráðstöfunartekjum, hinn sami og á árunum eftir 1970 þegar vextirnir voru nei- kvæðir, minni en verðbólgan. Þarf frekar vitnanna við? Rök II. Hækkun útlánsvaxta dregur úr eftirspurn lána. Þetta er ekki heldur svo í reynd. Ef vaxtahækkun á að geta haft slík áhrif, verða vextirnir að vera virkir sem svo er kallað (effective). Til þess þarf öflug verðbréfaviðskipti á opnum markaði, þar sem miðbankinn stillir peningaframboði í hóf - með sölu skuldabréfa þegar peningaframboðið er of mikið og kaupum skuldabréfa þegar það er of lítið. Engin skipuleg verðbréfaviðskipti eru hér, enda þótt miðbanki/seðlabaki hafi starfað í landinu nærfellt aldarfjórðung. Hins vegar höfum við beinar hömlur, þar sem lán eru skömmtuð eða hámark sett á heildarútlán. Það er auðvitað mun öflugri ráð- stöfun en breyting á vaxtakjör- um. Segir sig sjálft, að ekki þarf að hækka vexti til að draga úr útlánum, þegar þau eru takmörkuð með þessum hætti. Sumar skýringar, sem ráðamenn bankamála gefa á pólitík sinni, eru svo fráleitar, að í þeim felst lítilsvirðing á dómgreind almennings. Jón Baldvin gegn jafnaðarmönnum ■ Hafi það einhvern tíma verið æðsti draumur Jóns Bald- vins Hannibalssonar að verða frægur maður, þá er hann nú kominn í tölu þeirra, sem eru svo lánsamir að geta látið æðsta draum sinn rætast. Jón Baldvin er nefnilega ekki bara heimsfrægur á íslandi, heldur einnig út um alla Skandinavíu og nú bíðum við eiginlega bara eftir því að allsherjarþingSam- einuðu þjóðanna verði haldið á íslandi, því þá er ekki að efa að Jóni Baldvin takist á auga- bragði að verða frægur út um allan heim. Frægð og vinsældir Það er á hinn bóginn kannski ekki alltaf alveg sama fyrir hvað menn verða frægir. Og raunar er, því miður, full ástæða til að ætla að frægð Jóns Baldvins á Norðurlöndun- um sé töluvert meiri en vin- sældir hans á sömu slóðum. Til að allir skilji óhjákvæmilega hvað við er átt skal hér minnt á Idi Amin, harðstjóra í Ug- anda sem vissulega var frægur út um allan heim, en ekki að sama skapi vinsæll. Allir vita svo hvernig fór fyrir honum. Hafandi misst þessi umrnæli úr ritvélinni og á prent, þannig að þau verða ekki aftur tekin, vil ég nota tækifærið og biðja Jón Baldvin þegar í stað af- sökunar á þeim svo og alla flokka íslenskra jafnaðar- manna og þjóðina í heild. Jafnaðarmenn og kjarn- orkuvopn En svo áfram sé haldið að ræða frægð Jóns Baldvins á Norðurlöndum, þá skapast hún af því, að sögn ekki ómerkari aðila en sænska ríkis- útvarpsins,að hinum nýja for- manni íslenskra jafnaðar- manna tókst að „móðga“ alla formenn norrænu bræðraflokk- anna. Sú hugmynd að Norðurlönd- in taki sig saman og lýsi sig kjarnorkuvopnalaust svæði, á miklu fylgi að fagna á Norður- löndum og jafnaðarmanna- flokkarnir eru yfirleitt hlynntir henni þótt menn geri misjafnar kröfur til stórveldanna í þessu efni. Afstaða íslenskra jafnað- armanna, eins og hún er túlkuð af formanni Alþýðuflokksins, sker sig mjög úr. Á meðan jafnaðarmenn á Norðurlönd- um eru ýmis fylgjandi hlut- leysisafstöðu í utanríkismálum (í Svíþjóð og Finnlandi) eða boða sjálfstæða utanríkis- stefnu innan NATÓ (í Noregi og Danmörku), verður ekki glögglega séður munur á af- stöðu Jóns Baldvins til utan- ríkismála annars vegar og af- stöðu hörðustu einstefnu- manna í Sjálfstæðisflokknum hins vegar. Þessi afstaða, sem í raun leyfir enga sjálfstæða utan- ríkisstefnu, byggir fyrst og fremst á því sem kallað hefur verið hin svart/hvíta heims- mynd og haldið hefur verið að ■ Er Jón Baldvin hinn eini sanni boðberi jafnaðarstefn- unnar og jafnaðarmannaflokk- arnir á Norðurlöndum bara laumukommar? íslensku þjóðinni af þvílíku offorsi um áratuga skeið að með því hefur nánast tekist að heilaþvo fjölda fólks. „Ferfætlingar góðir“ Talsmenn hinnarsvart/hvítu heimsmyndar, með lang- stærsta og langútbreiddasta dagblað landsins í broddi fylk- ingar, minna á köflum ákaflega á kindakórinn sæla í bók Georgs Orwells um félaga Napóieon, sem jarmaði jafnan hástöfum „ferfætlingar góðir - tvífætlingar vondir“. Málflutn- ingi þeirra má nefnilega koma fyrir í slagorði af þessu tagi: „Kanar góðir- Rússarvondii". Rökin fyrir þessari einföldu en jafnframt auðvitað kol- röngu heimsmynd, hafa alla tíð verið fábrotin og einföld. Þar hefur Rússagrýluna borið hæst og hluti af henni er reynd- ar það orð sem nú hefur verið nokkuð á vörum fréttamanna að undanförnu „Finnlandlser- ing. Það er kannski gott dæmi um þann heilaþvott sem þessi samfelldi áróður hefur skapað að orð eins og „Finnlandiser- ing“ skuli vera formannni stjórnmálaflokks svo tamt á tungu, að hann beiti því sem veigamikilli röksemd í sjón- varpsþætti, án umhugsunar - en sjái sig svo tilneyddan að biðja heila þjóð afsökunar á ummælunum fáeinum mánuð- um síðar. Það er út af fyrir sig merki um heiðarleika og drengskaparlund að viður- kenna mistök sín og biðjast afsökunar á þeim og slíkir eiginleikar eru alltof sjaldgæfir meðal stjórnmálamanna, jafnt íslenskra sem erlendra. Engu að síður eru þessi ummæli afar nærtækt dæmi um þau geigvænlegu áhrif sem sí- endurtekinn áróður getur haft. Sjálfstæð utanrfkis* stefna íslenska þjóðin hefur alltof lengi verið klofin í tvær allt of andstæðar fylkingar í afstöð- unni til utanríkismála. Umræða um þessi mál hefur af einhverjum ástæðum ein-

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.