NT

Ulloq

NT - 08.03.1985, Qupperneq 8

NT - 08.03.1985, Qupperneq 8
Föstudagur 8. mars 1985 8 fa orðið Dag- bók ■ Þann 8. mars gangast undirrituð samtök fyrir bar- áttufundi í Félagsstofnun stú- denta undir yfirskriftinni: Gegn launastefnu ríkisstjórn- arinnar. Fundurinn hefst kl. 20:30, en húsið verður opnað kl. 20.00. Ávörp flytja: Anni Haugen Bjarnfríður Léósdóttir Margrét Pála Ólafsdóttir Vilborg Porsteinsdóttir Wincie Jóhannsdóttir Gladys Baez frá Nicaragua Ljóðalestur: Berglind Gunnarsdóttir Ingibjörg Haraldsdóttir Sonja B. Jónsdóttir Tónlist: Sif Ragnhildardóttir Abdouhl Guðmundur Hallvarðsson Tómas R. Einarsson Fjóla Ólafsdóttir Þóra Stefánsdóttir Kynnir: Bríet Héðinsdóttir Kl. 23.00-03 Plötusnúningur Andreu Jónsdóttur mcð meiru. Samtök kvenna á vinnumarkaði Kvennaí'rambuðið í Reykjavík Kvennafylking Alþýðubanda- lagsins Kvennalistinn Samnorræni Textiltriennalen ■ Samnorræni Textiltrienn- alen er í undirbúningi og styrk- ir hafa fengist frá Norræna menningarmálasjóðnum og frá menntamálaráðuneyti Islands og sambærilegum stofnunum í Finnlandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Færeyjum. Samnorræni Textiltriennal- en verður opnaður 8. júní 1985 í Gallerí F I5 í Moss, Noregi, þaðan kemur sýningin til íslands í byrjun ágúst I985 og verður á Kjarvalsstöðum. 590 verk bárust til dómnefndar fyrir 3. Samnorræna Textiltri- ennalen, 86 verk voru tekin til sýningar. Innsendingargögn liggja frammi í Gallerí Langbrók fyr- ir 4. Samnorræna Textiltrienn- alen. Triennalnefndin. Neskirkja ■ Föstuguðsþjónusta í kvöld kl. 20. Séra Guðmundur Óskar Óla- son. Fréttatilkynning ■ Al-Anon fjölskyldudeild- irnar halda opinn kynningar- fund laugardaginn 9. mars kl. 14.00 í Langholtskirkju. Þær eru alþjóðlegur félags- skapur aðstandenda alkóhó- lista, sem hefur þróast í Banda- ríkjunum og víðar síðastliðin 40 ár og hér á landi frá árinu 1972. Allir þeir sem tengjast alkó- hólistuin eða öðrum vímuefna- neytendum á einhvern hátt eiga kost á betra lífi eftir Al-Anon leiðinni. Undirbúningsnefnd. Endurtakið tónleikana Hæ Væri ekki hægt að sýna lagið „Save a prayer", þar sem það er svo geysivinsælt þessa dag- ana. Þá á ég við að sýna það í Skonrokki, þar sem þar er svo mikið um gömul lög. Ég er alveg viss um að margir taka undir þetta. Ég er ein þeirra sem misstu af tónleikunum með Duran Duran á milli jóla og nýárs. Væri ekki möguíeiki að endur- sýna þessa tónleika? 7128-3129 Ps. Gaman væri ef þið gæt- um birt mynd af hljómsveitinni og þá sérstaklega Simon Le Bon. ■ Er þetta nógu góð mynd af Simon Le Bon? þarf betri Náttúruunnandi skrifar: ■ Að undanförnu hafa birst í blöðum nokkrar greinar sem tengjast náttúrugripum og náttúrugripasafni. í þeim efn- um er skemmst að minnast greinar í helgarblaði NT um gcirfuglinn, sem varla hefur heyrst minnst á síðan hann kom hingað til landsins. Það er hreint óþolandi hversu tak- markaður áhugi virðist vera meðal almennings og stjórn- valda á því að koma upp mannsæmandi náttúrgripa- safni, en núverandi safn býr við aðstöðu sem jaðrar við að vera móðgandi. í náttúrugripa- safninu rúmast aðeins lítið brot allra þeirra áhugaverðu muna sem safnið hefur umráð yfir, megnið er geymt í kössum og handröðum í kjöllurum og ■ Megnið af munum safnsins er geymt í kjöllurum og á háaloftum. háaloftum þar sem enginn get- ur notið þeirra. Ég er tiltölulega nýkomin úr utanlandsferð þar sem ég, heimsótti fjölda náttúrugripa- safna og það verður að teljast ótrúlegt hve lífleg og skemmti- leg slík söfn geta verið. Á þessu ferðlagi mínu kollsteypt- ist sú hugmynd mín að söfn væru dauflegir staðir, þar sem gamlir munir rykfalla undir glerjum. Víða voru þetta lif- andi stofnanir þar sem fólk kom saman til þess að spjalla, fræðast, fá sér hressingu, og skemmta sér, enda var ólíkt betur að þessum stofnunum búið en tíðkast hér á landi. Þarna gat að líta hin ýmsu fyrirbæri náttúrunnar, dýr, plöntur, og menn í náttúrulegu umhverfi og í raun mætti segja að maður skoðaði ekki söfn af þessu tagi heldur tæki þátt í starfsemi þeirra og upplifði þau. Það er kominn tími til að stórátak sé gert í náttúrugripa- safnsmálum hér á landi og hvet ég eindregið til þess að al- menningur leggi þessu máli lið. ■ Skyldi allur þessi póstur komast til skila? Hættum að kvarta . . ................ Öll saman og hjálpum ríkis- - hjalpum rikisstjormnm i staðinn stjóminni að íeysa þann ema- hagsvanda sem við okkur ■ Eftir nokkurra ára dvöl á °g ;dlt yfirleitt erfiðara. blasir. íslandi aftur, eftir áralanga Og nú er mál að við stöndum Ánægður skattgreiðandi. dvöl erlendis, get égekki orða bundist lengur. Óánægja og heimtufrekja sumra hér er með ólíkindum - og mest þeirra sem hafa það best. Lífið hér, samanborið við víða erlendis þar sem ég þekki til, er þægilegt, notalegt og fyrirhafnarlítið. Sjálfur rek ég litla innflutningsverlsun sem nægir til að framfleyta mér og fjölskyldu minni, og hef ég yfir litlu að kvarta. Erlendis er algengt að menn þurfi að ferðast í um klukku- tíma á dag til og frá vinnu. Þá er ýmiss kostnaður því samfara við að búa erlendis sem við sleppum við. Þá ríkir í Reykjavík sann- kölluð hámenning og þarf eng- inn að kvarta yfir menningar- skorti sem býr hér. Þá má nefna aldeilis ágæta sjónvarps- dagskrá og vil ég færa sjón- varpinu þakkir fyrir stórgóð- ann framhaldsþátt, Shogun, sem öll mín fjölskylda fylgist með af áhuga og ánægju. Nei, ég vil hvetja þá sem mest kvarta og kveina, að kynna sér lífshætti-erlendis, ■ Shogun er stórgóður framhaldsþáttur, skrifar „ánægður þar sem glæpir eru mun tíðari skattgreiðandi“. Misjöfn póst- þjón- usta ■ Ástæðan fyrir því að ég skrifa eftirfarandi, er sú að athyglisvert er hversu stíft er auglýst í ríkisútvarpinu, að fólk skrifi vel og vandlega utan á allan póst svo hann komist örugglega til skila. Það er mjög gott að minna fólk á þetta atriði ásamt svo mörgu öðru, en ég verð að segja fyrir mína parta, að í sumum tilfellum dugir ekki til að merkja póstinn vel. Ég get bent á að á tæpum tveimur árum hef ég lent í því að fá ekki í hendurnar tvo pakka, og sömuleiðis tvö bréf, sem ég hef átt von á og vitað af á leiðinni. Ég spyr hvort þetta sé eitt- hvert einsdæmi í póstflutninga- kerfinu og sömuleiðis hvað verður um þennan póst, sem ekki kemst á áfangastað. Rósa Guðmundsdóttir.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.