NT

Ulloq

NT - 08.03.1985, Qupperneq 10

NT - 08.03.1985, Qupperneq 10
Föstudagur 8. mars 1985 10 Gerður Steinþórsdóttir borgarfulltrúi: T ef It á tæpasta vað í fjárhags- áætlun Reykjavíkurborgar Fyrri hluti ■ Fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar fyrir árið 1985 var afgreidd í borgarstjórn 7. febrú- ar sl. Mbl. lýsti því yfir í fyrirsögn leiðara 19. jan. að bjartara væri yfir Rvík. Þetta var sagt ári eftir að Davíö borgarstjóri var krýndur skattkóngur ársins 1984. En afrek hansvarfólgið í því að útsvarið var hækkað um 42%, aðstöðugjöld um 52% og fastcignagjöldin um 57,9%, svo talið sé í stighækk- andi röð þótt útsvarið vegi þyngst. Á sama tíma fór verð- bólga stiglækkandi og kaupi launafólks var haldið niðri. í fyrra hækkuðu tekjur borgar- sjóðs um 780 m. kr. hvorki meira né minna - en útgjöldin einungis um 350 m. kr.,þannig að skattheimtan var gífurleg umfram hækkun rekstrar- gjalda. Á þessi atriði benti Kritján Benediktsson, borg- arfulltrúi í ræðu sini á fundi borgarstjórnar 17. janúar og bætti viö ." Við þurfum ekkert að undrast það þótt fjárhagur Reykjavíkurborgar sé nú í árs- byrjun 1985 mcð miklum blóma." En Krisjtán gal þess einnig að þrátt fyrir ofsköttun á síðasta ári ætti ckki að slaka á klónni nú cins og vikið vcrður að síðar. Sú mynd sem sjálfstæðis- menn vilja hins vegar halda er allt önnur. Daginn cftir fram- lagningu fjárhagsáætlunar er fyrirsögn Mbl.: „Sameinar öfl- ugan framkvæmdavilja og hóf- semi í álagningum." Og í Stak- steinum 24. jan. eru þessi atriði endurtckin í síbylju, sérstak- lcga í skattlagningu. Við afgreiðslu þessarar fjár- hagsáætlunar cr aðeins rúmt ár í borgarstjórnarkosningar og ber áætlunin þess glögg mcrki. Veitt cr vel og ríflega til ýmissa framkvæmda sem lítillar sam- úðar hafa notið undanfarin tvö og hálft ár. Vil ég ncl’na fram- lag til dagvistarheimila og íbúða fyrir aldraða. Kjarasamningarnir í haust Borgarstjóri dró ekki dul á það í ræðu sinni í borgarstjórn 17. jan. að teflt væri á tæpasta vað með hliösjón af verðlags- hækkunum, t.d. er ekki gert ráð fyrir launahækkunum 1. september. ■ Seljahverfi. I þessari ræðu rakti borgar- stjóri gang kjarasamninga í löngu máli, cn nefndi ekki að hann, cinn sveitarstjóra á land- inu, grciddi atkvæði gegn til- lögu sáttasemjara og Reykja- víkurborg greiddi ekki, eitt sveitarfélaga, laun I. október en með því átti borgarstjóri drjúgan þátt í aö magna deilur milli launamanna og hins opin- bera. Minni ráðstöfunartekjur Ég mun nú gera grein fyrir aliflestum breytingatillögum borgarfulltrúa Framsóknar- flokksins við afgreiðslu fjár- hagsáætlunar. Við gerðum til- lögu um lækkun útsvars, að útsvarsstuðullinn lækkaði úr 11% í 10.5% sem þýðir 22% hækkun á milli ára. Við viljum þessa lækkun útsvars núna til að létta á eða gefa til baka eitthvað af ofsköttun liðinsárs. - l'að hefur veriö býsna fróð- legt að fylgjast með leik borg- arstjórans að útsvarsstuðlin- um. Lækkun stuðulsins annað árið í röð „á að skila sér í auknum ráðstöfunartekjum" en lækkunin skilaði sér í 42% hækkun í fyrra og núna 25.5% hækkun! Er hækkunin ekki raunveruleiki þegar litið er í vasa skattborgaranna? Vesturbæjarskólinn hornreka Verður nú greint frá fræðslu- málunum. Borgarstjóri tíund- aði í löngu máli byggingu skóla í Grafarvogi sem verður fyrir- myndarskóli og mun spretta upp eins og blóm í haga. Til hans er áætlað 30 m. kr. og verður Ista áfanga af fjórum lokið næsta haust. Það er ekki seinna vænna því þar eru núna um 500 íbúðir þótt nemendur í nýjum hverfum eins og Ar- túnsholti, Selási og Eiðsgranda verði að sætta sig við akstur í skóla. En Grafarvogurinn er nú svo sérstakur. Á hinn bóg- inn eyddi borgarstjóri broti úr setningu í nýjan Vesturbæjar- skóla og nefndi fyrirhugaðar byrjunarframkvæmdir á þessu ári fyrir 8 m. kr. Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar í fyrra töld- um við borgarfulltrúar Fram- sóknarflokksins óverjandi að skipa Vesturbæjarskólanum afturfyrirGrafarvogsskóla. Af sömu ástæðu fluttum við nú tillögu þess efnis að framlag til byggingar Vesturbæjarskóla yrði hækkað um 12 m. og yrði þá alls 20 m. kr. á þessu ári. Áuk starfsemi í gamla Vestur- bæjarskólanum er kennt í Mið- bæjarskólanum. Vil ég ítreka þá skoðun starfsmanna skólans að hér er um algert bráða- birgðaástand að ræða sem hægt er að sætta sig við um stuttan tíma en ekki til lengdar. Mið- bæjarskólinn tilheyrir öðru hverfi og kennarar og skóla- stjóri þurfa að þeytast á milli aðalhúss og útibúss. Því er það brýnt að framkvæmdir við Vesturbæjarskólann dragist ekki. Vegna þessara flutninga í Miðbæjarskólann þarf að ráða gangavörð og lá fyrir ósk Vesturbæjarskólans þar að lút- Við afgreiðslu þessarar fjárhagsáætlunar er aðeins rúmt ár í borgarstjórnarkosning- ar og ber áætiunin þess glögg merki. Veitt er vel og ríflega til ýmissa framkvæmda sem lítillar samúðar hafa notið undanfarin tvö og hálft ár. andi. Borgarráð samþykkti ráðningu gangavarðar í hálft starf, sem ekki mun nægja, og gerðum við því tillögu um gangavörð í fullt starf, sem ekki náðist fram. Mikilvægt hlutverk Námsflokka Reykjavíkur Er þá komið að því að ræða Námsflokka Reykjavíkur. Við endurfluttum tillögu frá síð- asta ári um ráðningu aðstoð- arforstöðumanns við Náms- flokka Reykjavíkur. Því miður eru námsÓokkarnir ekki á vin- sældalista hjá núverandi meiri- hluta, og er það synd að meiri- hlutinn skuli ekki sjá að þeir gegna enn mikilvægu hlut- verki. Nemendafjöldi talarþar skýrasta máli, en í fyrrahaust voru nemendur 1430 á haust- önn og í haust höfðu 1700 skráð sig en verkfallið gerði strik í reikningtnn. Forstöðu- maður hefur aðeins leyfi fyrir einum skrifstofumanni og tveir eru í hálfu starfi. Skólinn er núna rekinn á níu stöðum víðsvegar um borgina og eru kennarar 73 talsins. í svo stórri og dreifðri stofnun hlýtur fólk við stjórnun og við skrifstofu- störf að vera langt undir lág- marki. Vanmat meirihlutans kom glögglega fram í ræðu fyrrv. formanns fræðsluráðs, Markúsar Arnar Antonssonar, við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir ári. Hann ræddi fyrst um tilkomu öldungadeilda og sagði svo: „Því má vel vera að hlut- verk námsflokkanna sé einmitt að breytast núna um þessar mundir og við eigum að vera opin fyrir því og ekki að fara að festa þar í sessi aukið starfslið, ef um væri að ræða að gera einhverjar skipulags- breytingar þar á, núna á næst- unni." Ekki hef ég heyrt minnst einu orði á skipulagsbreytingar og þætti undarlegt að ástæða þætti til að breyta skóla sem hefur yfir 1000 nemendur. Kim Smage í Norræna húsinu: Óvenjulegur spennuhöfundur eftir Ingibjörgu Hafstað ■ Kim Smage er nú stödd hér á Iandi í boði Norræna hússins. Hún heldur fyrirlestur í Nor- ræna húsinu á norskri bók- menntakynningu laugardaginn 9. þessa mánaðar. Kirn Smage vakti mikla athygli með fyrstu bók sinni „Nattdrykk" (Kafað um nótt) sem hún sendi frá sér haustið 1983. Gagnrýnendur töldu bæði form og innihald óvenjulegt, og það má til sanns vegar færa; það er mjög sjald- ■ Kim Smage gæft að kvenhöfundar skrifi glæpasögu með konu í aðalhlut- verki, svo óvenjulegt að sumir gagnrýnendur bókarinnar sáu ekki annað en yfirborðið þ.e. glæpasögu. Söguþráður bókar- innar er í örstuttu máli þessi: Ung stúlka, Hilke að nafni, stundar köfun í frítíma sínum. Hún verður vitni aö morði á tveim félögum sínum á hafs- botni eina nóttina. Morðingj- arnir veita henni eftirför og lýsingin á æðisgengnum flótta hennar, og þeim ævintýrum og hörmungum sem hún lendir í, er mjög spennandi. Allt fer vel að lokum, morðingjarnir eru settir á bak við lás og slá og aöalpersónan verður ástfangin í löggunni sem aðstoðaði við handtökuna. í fljótu bragði virðist söguþráðurinn sem sé harla ófrumlegur. En það leynist önnur saga í djúpgerð þessarar sögu. Sú er þroskasaga ungrar konu sem ferðast í dæmigerðum karla- heimi. Á leið sinni þarf hún að takast á við verðmætamat, valdabaráttu og hugarfar sem þar tíðkast samtímis því að varðveita sjálfsímynd sína. Hún getur verið töff, stundum þarf hún að beita ofbeldi í sjálfsvörn en fyrst og fremst er hún þrjósk, full af lífskrafti og vilja til að lifa af. Strax eftir morðin hefjast hjá henni kröftugar blæðingar sem vara til söguloka. Þær minna stöðugt á mótsagnirnar sem eru milli innri veruleika hennar og ónáttúrunnar í þeim ytri. í yfirfærðri merkingu má segja að hún kafi niður í sína eigin sálarkirnu og takist á við það sem hún finnur þar. ( í þeirri vinnu er hún jafn einmana og einangruð frá öðru fólki og kafarinn á hafsbotni). Hún kemst að þeirri niðurstöðu að hún eigi engra kosta völ, það sé ekki kostur á að geta farið inn í karlaheiminn á þeirra forsend- um. það þýði dauða fyrir hana sem konu. Hún verður að kom- ast undan þeim, afhjúpa þá og vitna um gerðir þeirra til þess að

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.