NT - 08.03.1985, Side 11

NT - 08.03.1985, Side 11
Þessi rök eru því ekki haldbær. Hins vegar gæti sú afstaða verið dæmigerð fyrir karla að óþarft sé að ráða aðstoðarfor- stöðumann konu. Tillaga þessi náði ekki fram að ganga. Þurftafrek skólaskrifstofa Verður nú farið nokkrum orðum um breytingu á yfir- stjórn fræðslumála. Varðandi breytinguna létu talsmenn meirihlutans það skýrt koma fram að hún hefði ekki kostnað í för með sér fyrir borgina. Borgarstjóri lét þau orð falla í blaðaviðtali, að borgin hefði greitt meira til fræðsluskrif- stofunnar en henni bæri. í umsögn meirihluta fræðsluráðs frá 16. maí 1983 varðandi breytinguna kemur þettá afar glöggt fram: „Sú skipulagsbreyting sem kveður á um aðskilnað fræðsluskrif- stofu Reykjavíkurumdæmisog skólaskrifstofu Reykjavíkur mun ekki kalla á aukið starfs- mannahald né innri skipu- lagsbreytingu hvors þáttar. Fræðsluskrifstofu Reykjavík- ur. eins og hún starfar í dag, verður að því er starfsmanna- hald snertir, skipt niður á hinar tvær nýju rekstrareiningar. Breytingin hefur ekki í för með sér kostnaðarauka fyrir borgarsjóð, sem er auðvitað höfuðatriðið.“ Skólaskrifstof- an tók til starfa 1. júní á síðasta ári og gerði nú í fyrsta sinn fjárhagsáætlun. Hvað er að tíra? Kom á daginn að skrifstofukostnaður hækkar úr 4.592.982 kr. í 7.447.400 kr. sem er 62% hækkun á milli ára. Hvar eru loforð meirihlut- ans? Á borgarstjórnarfundin- um fengust engin svör við því í hverju þessi mikla kostnaðar- liækkun væri fólgin. Rétt er að frani komi að fjárhagsáætlun skólaskrifstofu fékk ekki form- lega afgreiðslu í fræðsluráði, heldur var lögð þar fram (ein- ungis heildartölur) og síðan vísað til borgarráðs. Tel ég slík vinnubrögð í hæsta máta furðuleg. Ein vélrituð síða frá fræðslustjóra Reykjavíkur- umdæmis fylgdi áætlun skóla- skrifstofu merkt: „Framlag Reykjavíkurborgar 1985 v/ Fræðsluskrifstofu Reykjavík- urumdæmis." Þar var einn lið- ur sem nefnist nemendafram- lag að upphæð 1.227.656 kr. Þetta framlag er ekki inni á fjárhagsáætlun borgarinnar og hefur færðslustjóri sent borg- arstjóra bréf þar sem hún telur að borginni beri að greiða þetta framlag skv. lögum. Við Guðrún Ágústsdóttir lögðum fram fyrirspurn varðandi þetta mál: „Hvers vegna er nem- endaframlag að upphæð 1.227.656 kr. ekki inni á fjár- hagsáætlun og með hvaða hætti ætlar Reykjavíkurborg að inna þessa greiðslu af hendi sem fer til greiðslu á launum annarra hafa möguleika á að halda áfram að lifa og það á sínum eigin forsendum. Endirinn er ekki jafn klisjukenndur og hann lítur út fyrir að vera í fljótu bragði. Löggan sem hún fellur fyrir heitir því táknræna nafni Viðar. Hún áttar sig á því að ein getur hún ekki bjargað heimin- um en hönd í hönd eiga þau kannski möguleika, hún og Viðar. Seinni bók Kirn Smage „Or- igo“ korn út síðastliðið haust. Origo er að einhverju leyti heimildar skáldsaga. Sögustað- inn kallar höfundurinn Myr en það leynist engum sem svolítið þekkja til að hér er á ferðinni lýsing á lítilli eyju. Gossen Möre og Romsdal (norðan við Bergen). NATO hefur lengi haft aðstöðu á eyjunni. og fyrir skömmu var tekið að byggja upp radarstöð þrátt fvrir harða Föstudagur 8. mars 1985 11 starfsmanna en fræðslustjóra svo og til greiðslu á öðrum rekstrargjöldum." Engin svör fengust á fundinum við þessari fyrirspurn, og bíðum við átekta. Heimilisiðnaður og saga Varðandi styrki til fræðslu- mála gerðum við tvær breyt- ingatillögur. Fyrst að Heimilis- iðnaðarskólinn fengi 100 þús. kr. í stað 30 þús. Skólinn sótti um 170 þús. kr. sem eru hálf laun skólastjóra. Þessi skóli hefur algjöra sérstöðu að því leyti að hann leggur metnað sinn í að kynna og kenna þjóðleg íslensk vinnubrögð á sviði handmennta og varðveitir með því verkmenntun geng- inna kynslóða. Slíkt ber að meta. Þessu fengu áhorfendur að kynnast í sjónvarpinu í þættinum Saga og samtíð þar sem skólastjóri Handmennta- skólans óf á gamlan vefstól. í skólanum stunda um 500 nem- endur nám og eru námskeið á vetri 50-60 taisins. Hin tillagan var um aukinn styrk til Safns til sögu Reykja- víkur. Sögufélagið bað um 335 þús. kr. en meirihlutinn gerði tillögu um 35 þús. kr. Slík upphæð er nánasarleg þegar haft er í huga að hér er rit sem snertir sérstaklega sögu Reykjavíkur. Héreráferðinni 6. bindi í ritröð og heitir „Úr sveit í borg. Búskapur í Reykjavík 1870 til 1940" eftir Þórunni Valdimarsdóttur cand. mag. Við gerðum tillögu um að styrkurinn yrði 80 þús. kr., sem var fellt. Vélfryst skautasvell Vík ég þá að íþróttamálum. Við gerðum tillögu um að hafnar yrðu framkvæmdir við 1. áfanga vélfrysts skautasvells á lóð sem lengi hefur verið frátekin í Laugardal. Áætluð- um við til þeirra framkvæmda 22 m. kr. en sambærileg upp- hæð þyrfti að koma til á næsta ári til að svellið yrði tilbúið. Áætlunin miðar við gröft, kjallara, undirstöðu og gólf, en þegar liggur fyrir áætlun um skautahöll, sem vinna má í fjórum áföngum. Hér er um löglegt svell, 40x60 fermetra að stærð. Gerð vélfrysts skautasvells hefur dregist úr hömlu, og er ekki vansalaust að slíkt svell skuli ekki finnast í höfðuborginni á 200 ára af- mæli hennar. Tíðarfar er hér ákaflega rysjótt og þvi lítið á náttúrulegu svelli að byggja, þótt það hafi vissulega sinn sjarma. Skautaíþróttin er skemmtileg og fögur íþrótt eins og sjónvarpsáhorfendur fá iðulega að sjá á skerminum þegar sýndur er listdans á skautum. Það er orðið tíma- bært að þjóðin læri þessa íþrótt ekki síður en sund og svig. Gjaldskrá sundstaða hækkar Við gerum nú eins og í fyrra tillögu um að gjaldskrá sund- staða standi undir 70% kostn- aðar en ekki 80% eins og meirihlutinn stefnir að. Þetta þýðir að framlag borgarinnar hækkar um 1.069.741 kr. til viðbótar við þær 8.876.086 kr. sem eru á fjárhagsáætlun. Varðandi styrki til íþrótta- mála gerðum við tvær breyt- ingatillögur: að Frjálsíþrótta- sambandi íslands yrði veittur umbeðinn styrkur kr. 50 þús. vegna Reykjavíkurleika í júní, sem er brot af áætluðum kostn- aði 200 þús. Varðandi beiðni Skíðadeildar Víkings vegna aðkomu að skíðaskála þá náði hún fram að ganga í borgar- ráði. Höggmyndir liggja undir skemmdum Greinargerð nefndar sem skipuð var haustið 1982 til að vinna að tillögum um merk- ingu höggmynda í eigu borgar- innar, viðgerð og hreinsun á þeim. í greinargerðinni kemur fram að þrjár höggmyndir liggja undir skemmdum og sjö stöplar a.m.k. eru nær ónýtir vegna alkalivirkni. Skv. fjár- hagsáætlun á að bjarga einu þessara verka, Stóði Ragnars Kjartanssonar, sem er reyndar brýnasta verkefið, en hin verk- in eru Piltur og stúlka eftir Ásmund Sveinsson og Hafmey eftir Guðmund Einarsson. Einnig bendir nefndin á ýmis önnur brýn verkefni, svo sem hreinsun og lokafrágang á nokkrum verkanna, en alls eru höggmyndir í borginni 73 talsins, sem er mikið safn. Við borgarfulltrúar Framsóknar- flokksins viljum hækka þessa uphæð til að knýja á um að- gerðir. Listasafn og leikhús. Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar var stofnað 1. des. sl. Eigandi safnsins er ekkja lista- mannsins og sótti um styrk að upphæð 250 þús. kr. Skv. fjár- hagsáætlun safnsins hyggst eig- andi skrá listaverk fyrir 75 þús. kr., áætlar leigu fyrir lista- verkageymslu 120 þús. auk skrifstofukostnaðar o.fl. Við lögðum til að hið nýstofnaða safn fengi 100 þús kr. í stað 0 til þess að skapa því einhverií rekstrargrundvöll. Þetta var fellt. Ennfremur gerðum við tillögu um að styrkur til EGG- leikhússins, yrði 100 þús. kr. í staðO kr. Leikhúsið hefur svo sannarlega sannað tilverurétt sinn og er skemmst að minnast sýningar leihússins í haust „Skjaldbakan kemst þangað líka“, eftir Árna Ibsen, sem var aðstandendum öllum til sóma. Af umsókninni mátti sjá að leiksýningar EGG-leikhúss- ins grundvallast á mikilli sjálf- boðavinnu, en þrjú verk eru fyrirhuguð og kostnaður við hvert áætlað 150-300 þús. Þessi tillga var felld. andstöðu eyjarskeggja. Áróðursaðferðir ráðamanna koma íslenskum lesendum kunnuglega fyrir sjónir. í fyrstu var eingöngu talað um litlar saklausar radarstöðvar sem hefðu svo til ekkert hernaðar- legt gildi. Þeim var fyrst og fremst ætlað að fylgjast með fiskiflota Norðmanna og innan- landsflugi. íbúar eyjarinnar voru vantrúaðir enda hræddir um að hér væri að rísa upplagt skotmark á stríðstímum. Smám saman kenrur í ljós að hér er um stórfellda hernaðarlega upp- byggingu að ræða og eyjan er orðin mikilvægur liður í vígbún- aðarumsvifum NATO á Norður-Atlantshafinu. Fólkið situr eftir með sárt ennið. úrkula vonar um að geta haft einhver áhrif á-líf sijt og umhverfi. Inn í þctta sögusvið er svo fléttað spennandi atburðum þar sem hin femíníska aðalpersóna úr fyrstu bókinni lendir í miðri atburðarás vígbúnaðakapp- hlaups stórveldanna og baráttu almennings gegn brjálæðislegri hernaðarhyggju þeirra og undir- lægjuhætti norskra stjórnvalda. Áð mínu mati eru báðar bæk- ur Kim Smage vel þess virði að kynna sér þær. Hér er eitthvað fyrir alla.bæði þá sem vilja lesa góða spennusögu og þá sem til tilbreytingar hefðu gaman af að sjá meðvitaða kvenpersónu í aðalhlutverki á sviði sem hingað til hefur verið helgað körlum eingöngu. Og bækurnar eru ekki síst athyglisverðar fyrir þá sem vilja skoða þær í kvenna- pólitísku samhengi. Þeim sem hafa áhuga á að kynnast þessari frumlegu norsku skáldkonu betur gefst tækifæri til þess í Norræna hús- inu á morgun^laugardag.. 8. mars Andrés P. Matthíasson 90 ára, Haukadalur - Hrafnista, R. í litlu vinalegu herbergi á Hrafnistu í Reykjavík. situr fámáll, grannholda, meðal hár öldungur og rýnir í bók við daufa skammdegisbirtuna. Sjónin er aðeins farin að gefa sig, en gleraugu notar hann ekki, það er bara óþarfi. Þó hann hafi átt nokkur, þá sá hann fjandakornið ekkert betur með þeim. Gigtarskömmin er aftur á móti hlaupin í hann og gerir honum lífið leitt, en tein- réttur eins og ungur íþróttamað- ur situr hann nú þarna í arm- stólnum sínum undir gluggan- um, milli náttborðsins og sjón- varpsins, sem erfitt er að læra á. Það er alveg sama hvernig hann spilar á takkana, það vill bara engin mynd koma á skjáinn. Líklega væri best að gefa það einhverjum svo það angri hann ekki lengur. Annars má það svo sem vera þarna. Hann pírir augun svo þau mynda mjó strik í grófri húð- inni, sem áður fyrr mátti þola marga salta gusuna, kalda og heita. Koparbrúnt varð hörund- ið á langri siglingu undir hvítum seglum suður við miðbaug. Þá var gaman að lifa, fikra sig eins og loftfimleikamaður eftir ránum, himinhátt yfir dekkinu. fylgjast með flugfiskunum og hákörlunum fyrir neðan sig í löðrinu. Og þegar hann renndi sér stystu leið úr efstu rám niður á þiljur. Það lék enginn eftir „íslendingnum" eins og hann var kallaður um borð í „Sís“. Hann leggur varlega frá sér bókina á borðið. Rauður vasa- klútur er borinn gætilega að vitunum, dimmur hljómur berst út í þögnina. Já - það er margs að minnast frá þessum árum. Hann hellir úr tóbaksbauknum á handarbakið, mótar mjóan hrygg úr brúnum kornunum. Jóhannes bróðursonur hans skráði víst þær minningar hérna um árið. Á örskotsstund er tóbaks- hrúgan horfin í bæði nasaholin á þessu myndarlega konganefi. Maður hefur þó myndir af skútunum hérna hjá sér, hann lætur hálf opin augun líða yfir myndaröðina á veggnum. Haukur hennar Huldu systur hans færði lionum þessar mynd- ir einu sinni. Já - Haukur og Dóra líta stundum inn til hans. Bókin er aftur komin milli sterklegra og sinaberra hand- anna. Það var víst í gær sem þau komu Sigrún systurdóttir og Sig- urdór, aldeilis færandi hendi, koma reyndar mánaðarlega með vasapeningana hans. Já - þau fylltu kæliskápinn, sem hún Nóa frænka gaf honum, með allrahanda krásum. Það er svo gott að geta snarlað á næturnar þegar hann verður andvaka. Hann á góða að, ekki vantar það, en sumir mættu nú láta sjá sig oftar, blessaðir. Látum okkur sjá, hvar var hann kominn í bókinní? Stór eyrun sýnast enn þá stærri þar sem hann situr þarna í daufri dagsbirtunni. Heyrninni fór að hraka fyrir nokkrum árum, en tæknin hefur bætt úr því. Heyrnartækið setur hann stundum á sig, svona þegar nánir ættingar koma í heim- sókn, það er óþarfi að vera með það dagsdaglega í eyrunum, engin er nú prýðin af svona apparati. Hárið sem farið er að þynnast faldar nú hvítu eins og öldurót- ið. Jafnvel ennþá finnur hann fyrir ólgu í djúprauðu blóðinu, sem vill þá lita á honum ásjón- una í hvítri umgjörðinni. Já - ljósa peysan. Líklega er hann búinn að vera of lengi í rúllu- kragapeysunni og sólbrúnu bux- unum. Inn kemur myndarleg kona með brauð og kökur á diski, kaffibrúsa. - Gjörðu svo vel Andrés minn -, hún kyssir hann létt á ennið. - Til hamingju með afmælið -. Hann lítur á hana fjarrænum augum þar sem hún hverfur jafn hljóðlega út og hún kom inn. Já - það er gott að vera hér á Hraínistu hjá honum Rafni og mikið eru stúlkurnar góðar við hann og maturinn maður, eins og best verður á kosið. Hann var nú vanur ýmsu á sjónum þau sextíu ár sem hann stundaði bæði róðra og siglingar. Já - hann var misjöfnu vanur. Herða skal stálið í eldi svo það bíti. Þau voru stormsöm og erfið árin þegar þau Kristjana bjuggu saman, kreppuár, en mikið var hún góð kona og heitt elskaði hann hana Kristjönu. Hvað var blessuð konan að segja? Til hamingju með ... Er áttundi mars í dag? Hann rís hægt á fætur, gengur að dagatalinu sem hangir yfir rúminu hans. Hefur hann gieymt að rífa af? Það ber ekki á öðru. Honum verður litið á myndina af þeim Kristjönu saman, sem hangir við hliðina á dagatalinu. Kæra Kristjana. Hann snertir glerið. Þau voru ekki mörg árin sem þau fengu að njótast. Maðurinn með Ijá- inn sá fyrir því. 8. mars, það er fæðingardag- urinn hans í dag, maður hefði nú einhvern tíma lyft glasi á þessum degi, en það heyrir fortíðinni til, svo er þetta orðið svo dýrt. Bara að maður fengi bjórinn.. Já - það var árið 1895, sem hann kom íþennan heim, vestur í Haukadal við Dýrafjörð var það. Hann tyllir sér aftur á stólinn. Bókin, sem hann var að lesa, hvílir á uppbúnu rúminu. Hún mamma, hún Marsibil Ólafsdóttir, hún var mikill kvenskörungur, sterk kona, eignaðist fimmtán börn, fjögur létustu reyndar í æsku. Það voru bara eðlileg afföll í þá daga. Rauði klúturinn er aftur kom- inn á loft, nú er hávaðinn enn mciri en áður. Hún Marsibil, eða þá hann pabbi, sem var allt í öllu í sveitinni. Faktor var hann, útgerðarmaður, skólafröm- uður, sat á þingi fyrir Vestfirð- ingana. Kunni ein sjö eða tíu tungumál. Hvernig liann talaði við fransmennina í Haukadal. Það var hrein unun á að hlýða. Mörg er minningin frá bcrnskudögunum fyrir vestan. Hann fær sér aftur í nefið. Níutíu ár, það er langur tími. Er hann ekki elstur? Jú - hann er elstur af sínum systkinum, sem eftir lifa. Það er orðið honum nokkuð erfitt að muna aldursröðina á þessum stóra hópi, já - mjög svo erfitt, en ellefu komust þau á legg. En hann gleymir seint þeirri stundu þegar ísaksen, gamli skútuskipstjórinn kvaddi hann forðum. ísaksen hafði stungið að honum, svo lítið bar á, fimmpunda seðli að gjöf, tók óstyrkum höndum sínum um hans, segjandi að hann hafi þær sterkustu hendur sem Guð hafi skapað. Klappaði svo á handar- bök hans að skilnaði. Já -gamli góði fsaksen. Hann seilist í NT blaðið sem liggur samanbrotið á borðinu. Stúlkan hafði víst komið með það áðan. Hann breiðir úr blað- inu, flettir því og - já - 8. mars, hér stendur það svart á hvítu, það ber ekki á öðru. Heill þér níræðum. Frændi Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eöaminningargreinum í blaöinu, erbent á, að þær þurfa aö berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa aö vera vélritaðar.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.