NT

Ulloq

NT - 08.03.1985, Qupperneq 20

NT - 08.03.1985, Qupperneq 20
_ Volvoveldið einskorðast ekki við bílaframleiðslu heldur teygir það sig inn á flest svið sænsks þjóðlífs. Meðöl, menning og dýrar íþróttakeppnir eru einnig meðal viðfangsefna þessa stórfyrirtækis og Gyllenhammar, forstjóri Volvo, hefur sett fram hugmyndir um hraðbraut sem mvndi tengia Volvoveldið í Svíþjóð beint við meginland Evrópu. Svíþjóð: Ríki launþegasjóða eða Volvostjórnar? ?u»rú, ■ Kostir og gallar laun- þegasjóða hafa verið ofar- lega á baugi í stjórnmálaum- ræðu undanfarin ár. Vafa- laust mun sú umræða verða ráðandi í þingkosningunum í haust. Forystumenn stjórnar- andstöðuflokkanna hafa tilkynnt, að beri þeir sigur úr býtum í haust, muni þeir leggja niður launþegasjóð- ina. í staðinn fær hver sænsk- ur ríkisborgari, sem á sparifé á verðbréfareikningi, greidd- ar u.þ.b. 1000 s.kr. Launþegasjóðirnir tóku til starfa 1982, eftir tuttugu ára margþættar athuganir og um- ræður. Launþegasjóðirnir eru fimm talsins og eru í eigu verkalýðsfélaganna. Fjár til sjóðanna er aflað með sér- stökum sköttum á hagnað fyrirtækja. Fjármagnið notar síðan stjórn launþegasjóð- anna til að kaupa verðbréf í sænskum fyrirtækjum. Eftir 50-100 ár (skiptar skoðanir meðal sérfræðinga) má reikna með að launþegarnir, fyrir tilstilli launþegasjóð- anna, hafi fengið yfirráðin í sænskum atvinnufyrirtækj- um. Á síðustu tveimur til þremur árum hefur þó komið í Ijós að líkur á þjóðnýtingu fyrirtækjanna eru hverfandi. Heldur virðist stefna í „Vol- vonýtingu“ þeirra. Á örfáum árum hefur Volvo tekist að skipa sér í röð öflugustu fyrirtækja heims. Volvo hefur tryggt sér sæti meðal tuttugu fremstu fyrirtækja Evrópu og er yfirgnæfandi stærst í Svíþjóð. Það ber að hafa hugfast að Svíþjóð er lítið land (u.þ.b. 8 milljónir íbúa). Fyrirtæki sem Volvo öðlast þess vegna auðveld- lega mikil völd. Volvo stjórn- ar iðnaði með 200.000 starfs- mönnum. Heildarveltan er u.þ.b. 200 milljarðar s.kr. og nemur 1/4 hluta heildarþjóð- arframleiðslu Svía (BNP). Petta er helmingi meira en velta sænska ríkisins á ári. Á s.l. ári hafa kaup Volvo á stórfyrirtækjum vakið mikla athygli. Fyrir nokkrum vikum keypti Volvo líftækni- fyrirtækið Pharmacia (' en Volvo telur slík fyrirtæki vera tekjulind framtíðarinn- ar). Eftir uppgjörið um síðustu áramót átti Volvo 12 rnillj- arða s.kr. í peningakassan- um. Pharmacia kostaði u.þ.b. 700 milljónir. Eftir eru rúmir 11 milljarðar sem hægt er að verja til að kaupa fleiri fyrirtæki. Fyrir milli- göngu dótturfyrirtækisins STC hefur Volvo samþykkt að kaupa olíu frá íran fyrir 2,3 milljarða s.kr. Olíuvið- skiptafyrirtækið STC mun svo selja olíuna til hæstbjóð- anda. Önnur velheppnuð áætlun var, að Volvo tókst að fá sænska ríkið til að kosta bygg- ingu nýrrar bílaverksmiðju, sem á að framleiða u.þ.b. 40.000 fólksbíla á ári. Verk- smiðjan verður byggð í borg- inni Uddevalla (fyrir norðan Gautaborg). Ástæðan er sú, að eini stóriðnaðurinn í Uddevalla, skipalyfta, sem veitti þremur þúsundum manna atvinnu, varð gjald- þrota. Volvo sá sér leik á borði og bað ríkisstjórnina að verja þeim peningum, sem Volvo á í Fjárfestinga- bankanum, til að leysa vandann í Uddevalla. Aug- ljóst er að Volvo er sá aðili sem hagnast mest á þessari „kreppuúrlausnargjöf" ríkis- stjórnarinnar til Uddevalla. Áhrifa Volvo gætir jafnvel á sviði íþrótta- og menning- armála. Til dæmis hefur Volvo séð um að greiða allan kostnað Sinfóníuhljómsveit- arinnar í Gautaborg og fram að þessu hefur Volvo borgað mestan hluta grand-prix keppninnar í tennis um heim allan. Vitanlega fær Volvo á sig gott orð fyrir slíkt „ör- læti“. Per Gyllenhammar for- stjóri Volvo er forseti „Hringborðsins" (The Ro- und Table), sem er samtök helstu toppmanna iðnaðar- fyrirtækja í Evrópu. Þeir hafa m.a. á dagskrá tillögu um að endurbyggja hrað- brautakerfið í Evrópu. Hraðbrautin milli Oslóar og Parísar, þ.e. „Scandinavian Link“, sem enn er hugarfóst- ur Gyllenhammars, mun stytta aksturstímann milli Skandinavíu og meginlands Evrópu verulega. Gyllen- hammar var í stjórn Pjóðar- flokksins í nokkur ár, en nú vinnur hann eingöngu við Volvo. Per Afrell, verðbréfasér- fræðingur Dagens Nyheter telur að Gyllenhammar sé það ljóst, að vettvangur valdatafls stjórnmálalífsins hefur færst til og að það fer nú að mestu leyti fr’am á göngum og skrifstofum Volvo í Gautaborg. Afrell spáir því, að á meðan stjórn Volvo er í höndum færustu forstjóra landsins, sé ekkert að óttast. En sá dagur þegar þessir menn láta af stjórn, getur haft alvarlegar af- leiðingar fyrir landið. Á skömmum tíma hefur Volvo áunnið sér miklu meiri völd og áhrif en launþegasjóðirnir koma nokkurn tíma til með að fá. Gengi bandaríska dollar- ans á stóran þátt í ævintýra- legum hagnaði fyrirtækisins. Ennfremur hafa djarfar nýj- ungar í gerð fólksbíla skilað miklum arði. Milljarða- gróðanum, sem flæðir inn í landið, skal samkvæmt á- kvörðun sænska ríkisbank- ans að mestu leyti varið til fiárfestinga í Svíþjóð. Ástæða þess að Volvo getur keypt stórfyrirtæki er sú, að Volvo „þjáist“ af yfirgreiðslugetu, þ.e. á erfitt með að eyða peningunum. Volvo reynir að komast hjá því að annar stór eigandi komist til áhrifa í fyrirtæk- inu, en launþegasjóðirnir gætu orðið eigendur í Volvo. Til að tryggja völd sín hafa valdhafarnir komið sér sam- an um svokallaða „kross- eign" (korsvist ágande). Pað þýðir að Volvo og nokkur önnur fyrirtæki, sem kallast tar „vinir Volvo“, eiga hæfilega stóra hluta hvort í öðru. Á þann hátt tekst þeim að vega upp á móti áhrifum annarra aðila. Svíar kalla þetta kerfi líka „kretskortet", þ.e. „stjórnkortið" í samræmi við nútíma rafeindamál. Peir, sem eru á öndverðum meiði, nefna kerfið ormagryfjuna. Vinir Volvo í þessari „kross- eign“ eru m.a byggingafyrir- tækið Skanska og líftæknifyr- irtækið Cardo. Fj ármálaráðherrann Kjell-Olof Feldt hefur impr- að á því að kannski sé Volvo of stórt. Aðrir telja að landið sé að öllu leyti komið undir Volvo. Pess vegna telur Jac- ob Palmstierna forstjóri í Skandinaviska Enskilda Banken (S-E banken) það vera mjög þýðingarmikið, að Volvo geti sér góðan orðstír erlendis til að Svíar fái hag- stæðari lánakjör erlendis. Völdin koma sér að flestu leyti vel fyrir Volvo. En jafn ör framþróun og orðið hefur á nokkrum árum í fyrirtæk- inu getur skaðað lýðræðið og margbreytni þjóðfélagsins. Ef til vill nefnast skandin- avísku löndin í framfiðinni Noregur og Volvoþjóð. Föstudagur 8. mars 1985

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.