NT

Ulloq

NT - 08.03.1985, Qupperneq 23

NT - 08.03.1985, Qupperneq 23
».*> I * t * H I ».♦ tti t Úrslitakeppni 2. deildar í handknattleik: KA fær forskot Föstudagur 8. mars 1985 23 Iþróttir ■ Geir Hallsteinsson niun leika með í 500. leik Þorleifs Ananías- sonar gegn FH á miðvikudag. Vonandi verður ekki þjarmað að Geir í leiknum eins og á þessari m.vnd. 500. leikur Þorleifs Ananíassonar með KA: Geir verður med ■ Nú hefur verið ákveðið að úrslitaumferðirnar tvær í topp- keppni annarrar deildar í hand- Handknattleikur: Úrslitakeppni yngri flokka ■ Á morgun 9. mars verdur úrslitakeppni yngri flokkanna i handknattleik í gangi. Leikid verd- ur i 2. ílokki karla og kvenna. Stelpurnar leika í Hafnaríirdi í tveimur riðlum á laugardag en úr- slitaleikirnir fara fram á sunnudag- inn kl. 15:00-16:30. í A-riðli eru FH, ÍR, Selfoss, Sindri og Stjarnan en í B-riðli eru KR, Víkingur, Haukar og Grótta. 2. flokkur karla leikur að Varmá i Mosfellssveit og einnig í tveimur riðlum. A-riðil skipa: KR, Haukar, Víkingur og FH en B-riðil UMFA, Stjarnan, Þróttur, og Valur. Leikið verður í riðlunum á laugardag en tvö efstu liðin úr hvorum riðli leika á sunnudag um 1.-2. og 3.-4. sæti. Hefjast úrslitaleikirnir á sunnudag- inn kl. 14:30. Úrslitakeppni hinna flokkanna verður 16.-17. mars. 3. flokkur karla leikur i Hafnarfirði og 3. flokkur kvenna í Vestmannaeyjum. 4. flokkur karla keppir á Akureyri og 5. flokkur karla að Varmá. knattleik karla verði á Akureyri og í Hafnarfirði. Það að leikið verður á Akureyri gefur KA aukna möguleika á að komast upp í 1. deild, þar sem liðið fær þá helming leikjanna í úrslita- keppninni á heimavelli. Það styrkir einnig Hauka að þeir fá heimavöll, en möguleikar þeirra á fyrstudeildarsæti eru hverf- andi þar sem þeir hafa svo miklu færri stig en hin liðin þrjú, KA, HK og Fram. Einum leik er ólokið í annarri deild áður en úrslitaumferðirnar í efri og neðri hluta hefjast. Það er leikur Fram og Fylkis, og verða Framarar að teljast mjög sigurstranglegir. Vinni Framar- ar leikinn hefja þeir úrslita- umferðirnar með 24 stig upp á vasann. KA hefur 22 og HK 20. Haukar reka svo lestina með 14 stig. Staðan er hér annars staðar á síðunni. Baráttan um fyrstu deildar sætin mun því standa á milli þriggja efstu liðanna. Staðsetn- ing úrslitaumferðanna kemur hvað verst við HK. þar sem liðið á möguleika en hefur fæst stig þeirra þriggja efstu. og fær engan leik á heimavelli. Fram- arar standa hetur að vígi. hafa forystu. Það má spyrja sem svo, hvort ekki er ósanngjarnt að leika tvær úrslitaumferðir yfir- leitt á heimavelli nokkurs þeirra liða sem keppa, þar sern aðeins tvö lið komast að meðsína velli. En þá má einnig spyrja, hvar er þann völl að finna sem ekki er heimavöllur einhvers þessara liða... Frá Gjlfa Kristjánssyni frcttamanni NT á Akureyri: ■ Þorleifur Ananíasson mun leika sinn 500. leik með meist- araflokki KA í handknattleik miðvikudaginn 13. mars næst- komandi. Þorleifur hefur nú leikið 499 leiki og í tilefni af þessum áfanga munu íslandsmeistarar FH fara norður á Akureyri og leika gegn KA 500. Icik Þorleifs. Geir Hallsteinsson fyrrum landsliðskappi og leikmaður FH í mörg herrans ár mun taka þátt í leiknum. Ekki mun þátttaka Geirs þó verða rneð venjulegu móti því hann leikur fyrri hálf- leikinn með FH-strákunum sem hann þjálfaði í niörg ár. en í leikhléi mun hann skipta um treyju og lcika með KA í seinni hálfleik. Þá er hara spurningin hvort hann hafi kennt þeim FH-ingum allt sem hann kann cða hvort hann lumi á „leyni-hrögðum" sem hann opinherar þeim nú fyrir úrslitakeppnina um ís- landsmeistaratitilinn... HK náði jafntefli - gegn Fram í 2. deild - Ármann vann Gróttu Gomes markahæstur - í keppni ADIDAS um gullskóinn ■ Portúgalinn Gomesog írinn ■ HK náði í fyrrakvöld jafn- tefli, 20-20, gegn Fram í 2. deildarkeppni karla á íslands- mótinu í handknattleik. Eftir hnífjafnan leik allan tímann hafði Fram forystu 20-19 og HK átti sókn og örfáar sekúndur til leiksloka. Þá brutu Framarar illa af sér, HK fékk víti og Björn Björnsson skoraði örugglega, 20-20. HK leiddi oftast í fyrri hálf- leik, en stutt var á milli. HK hafði yfir 9-8 í leikhléi. í síðari hálfleik skiptust liðin á um að hafa forystu, og lokasekúndun- um hefur verið lýst. Mörk HK skoruðu: Björn Björnsson 9, Arsæll Snorrason 5, Jón Einarsson, Ragnar Ólafsson og Rúnar Einarsson 2 hver. Fram: Egill Jóhannesson 4, Dagur Jón- asson, Hermann Björnsson, Óskar Þor- steinsson og Agnar Sigurðsson 3 hver, Tryggvi Tryggvason, Brynjar Stefáns- son, Erlendur Davíðsson og Jón Árni eitt hver. Ármann vann Gróttu 22-18 í Laugardalshöll á þriðjudags- kvöld, eftir að hafa haft yfir 8-7 í hálfleik. Haukur Haraldsson var markahæstur Ármenninga með 6 mörk, en Bragi Sigurðs- son gerði 5. Árni Friðleifsson skoraði mest Gróttumanna, 8 mörk. STAÐAN 1 2. DEILD: Fram ........... 13 10 2 1 307-2B5 22 KA ............. 14 11 0 3 328-283 22 HK ............ 14 9 2 3 296-281 20 Haukar.......... 14 7 0 7 318-318 14 Fylkir.......... 13 4 2 7 2B8-275 10 Ármann......... 14 5 0 9 297-307 10 Grótta ......... 14 2 3 9 291-313 7 Þór AK.......... 14 2 1 11 276 335 6 McGaughney eru efstir í keppn- inni um gullskó Adidas 1985. Gomes sem lekur með Porto í heimalandi sínu hefur gert 27 mörk í 20 leikjun en McGaug- hney hjá Linfield hefur skorað 26 mörk í 19 leikjum. Röð næstu manna er svona: 3. Halilhodzic, Nantes........ 21 í 27 leikjum 4. Mavros, AEK................. 19 í 19 leikjum 5. Polster, Austria Vín....... 18 í 16 leikjum 6. McDougall, Aberdeen........ 18 i 28 leikjum 7. Czerniatynski, Anderlecht.......18 í 21 leik 8. Ernst, Dynamo Berlín....... 18 í 16 leikjum 9. Vujovic, Hajduk Split...... 17 i 20 leikjum 10. Martens, La Gantoise ...........17 i 21 leik 11. Buscher, Brest ............ 17 í 27 leikjum 12. Thompson, West Bromwich Alb. ........................... 17i301eikjum Knattspyrnuúrslit A-Þýskaland ÚRSLIT í 1. DEILD UM HELGINA: Hansa Rostock-Brandenburg ... 2-1 Rot-Weiss-Lok Leipzig ........3-3 Magdeburg-Karl-Marx-Stadt ... 1-1 Stahl Riesa-Dresden...........2-2 Wismut Aue-D. Berlin..........1-1 Leipzig-Motor Suhl ..........4-0 Carl Zeiss Jena-Vorwaerts...2-0 STAÐA EFSTU LIÐA: Dynamo Berlin 16 12 3 1 50-16 27 Dynamo Dresden 16 9 6 1 41-15 24 Lok Leipzig 16 10 3 3 39-17 23 Magdeburg 16 6 7 3 30-21 19 Wismut Aue 16 6 7 3 23-22 19 Brasilía Úrslitakeppnin um brasiliska meistaratitilinn í knattspyrnu stend- ur nú sem hæst og er keppt i tveimur riðlum. Úrslitin á föstudag urðu þessi: Flamengo-Fluminense...........0-0 Guarani-V. Da Gama............0-1 Santos-America................3-1 Nautico-Corinthians ..........0-0 Gremio-Bahia..................0-0 At. Mineiro-Goias ............2-1 Sao Paulo-Santa Cruz..........2-1 Staða efstu liða er sú að í A-riðli eru At. Mineiro og Gremio efst með 11 stig en Guarani hefur 10.1 B-riðli er Flamengo efst með 12 stig en Vasco de Gama hefur 11. Sviss ÚRSLIT í FYRSTU DEILD UM HELG- INA: Xamax Neuchatel-Wettingen ... 0-0 Grasshoppers-Lausanne.........2-2 Winterthur-Lucerne ..........4-0 Young Boys-Basle ............0-0 Zug-Servette.................0-2 Aarau-Chaux-de-Fonds.........1-0 STADA EFSTU LIÐA: Servette 16 11 5 0 42 8 27 Aarau 16 8 6 2 35 24 22 Xamax Neuch 16 7 6 3 30 18 20 St. Gallen 15 8 3 4 39 19 19 Grasshoppers 16 7 4 5 24 21 18 Zurich 15 6 5 4 29 23 17 Young boys 16 7 3 6 23 21 17 Lausanne 16 5 7 4 25 26 17 Ungverjaland ÚRSLIT í 1. DEILD UM HELGINA: Vídeoton-Eger ...............3-1 Pecs-Osepel .................0-0 Szombathely-MTK UM ..........1-0 Bekescsaba-Ferencuaros ......3-1 Raba Eto-Zalaegerszeg........2-1 Vasas-Debrecen...............2-1 BP Honvod-Tatabanya ..........3-0 Ujpest Dozsa-Szeged..........3-1 STAÐA EFSTU LIÐA: Videoton 16 10 4 2 27-13 24 BP Honved 16 9 4 3 23-11 22 Raba Eto 16 8 4 4 29-24 20 Debrechen 16 7 6 3 21-16 20 Haladas 16 7 4 5 19-13 18 Ujpest Dozsa 16 7 3 6 20-14 17 Þýskir punktar...þýskir punktar...þýskir punktar Frá Guðmundi Karlssyni fréttamanni NT í V-Þýska- landi: ■ Ásgeir Sigurvinsson, knatt- spyrnumaður í Stuttgart er nú sem óðast að ná sér eftir meiðslin sem hann varð fyrir fyrir um það bil mánuði. Ásgeir er talinn geta leikið þar næsta leik, það er ekki í kvöld, heldur í næstu viku. Kicker skýrir frá því í gær að nú geti Stuttgart fagnað, Sigurvinsson sé að verða heill... ...Lárus Guðmundsson er nú í toppformi, og gengur honum og fél- ögum hans í Bayer Urdingen vel þessa dagana. Lárus fékk 2 í flestum blöð- um í einkunn fyrir leik sinn um síðustu helgi gegn Köln, og þótti með sterkustu leikmönnum Urdingen í leiknum. Það kom því mjög á óvart að Lárus var tekinn útaf á 67. mínútu og þóttust fáir skilja þá ákvörðun þjálfarans. Lárus „jarðaði" í leiknum varnarmann Kölnar, Prestin, en sá „jarðar" að venju Karl Heinz Rummenigge þegar þeir mætast... ...Atli Eðvaldsson knattspyrnu- maður í Dússeldorf er nýlega fluttur í nýtt hús, sem hann keypti í miðborg Diisseldorf. Hins vegar rennur samn- ingur Atla við félagið út í vor, og spurningin er hvort Atli verður í Dússeldorf áfram... ...Janus Guðlaugsson er nú sem óðast að jafna sig eftir flensuna sem eins og hvert annað hundsbit kom á eftir hundsbitinu sem Janus varð fyrir á dögunum. Líklegt er að Janus leiki næsta leik, hann hefur hafið æfingar. Þó er það ekki alveg víst, því Fortuna Köln sigraði 2-0 í síðasta leik, sem gerði það að verkum að þjálfarinn hætti við að hætta. Þess vegna er ekki ólíklegt að sama lið byrji og vann síðast... ...Þeir sem sáu leik Inter Milanó og Köln í Evrópukeppni UEFA í fyrrakvöld voru flestir sammála um eitt atriði: Aðstæður voru vart boð- legar. Völlurinn í Mílanó var eitt drullusvað, og þoka svo mikil að vart sást milli markanna... ...Tony Schumacher var helsta hetja Kölnar í leiknum, eins og NT skýrði frá í gær. Toni varði oft ævintýralega, m.a. frá Karli-Heinz Rummenigge og Franco Causio. Hann varði t.d. þrumuskalla Alto- belli einu sinni, en hélt ekki boltanum og hann hrökk út í teig. Þaðan kom þrumuskot og Toni varði í horn. Úr horninu kom enn eitt skot, Toni varði og boltinn hrökk út í teig. En þar var Franco Causio sem skoraði viðstöðu- laust eina mark leiksins. Toni verður því vart sakaður um markið... ...Enn um Köln. Pierre Littbarski leikur ekki með Köln í síðari leiknum gegn Mílanó. Hann mun þá taka út keppnisbann. Þrátt fyrir það eru Kölnarbúar mjög bjartsýnir... ...Werder Bremen þykir nú mjög líklegur kandidat í baráttunni um V-Þýskalandsmeistaratitilinn í knatt- spyrnu. Bayern Múnchen hefur haft yfirburðaforystu í mestallan vetur, en undir jól og síðan eftir áramót hefur það forskot að mestu gufað upp. Bremen er með tveimur stigum ’færra en Bayern, en á leik til góða... ...Rolf Schafstall, þjálfari VFB Bochum, ef afar vel látinn þar. Samn- ingur hans við félagið var í vikunni framlengdur um tvö ár... ...Armin Jáeger, varamarkvörður VFB Stuttgart, framlengdi í vikunni samning sinn við félagið um tvö ár. Þetta kom mjög á óvart. Helmut Roleder, aðalmarkvörður liðsins og svo góður að honum verður lítt þokað á næstunni a.m.k. framlengdi nefnilega sinn samning fyrir stuttu um þrjú ár. Jáeger þykir afar snjall markvörður, og bjuggust tlestir við að hann mundi fá góðan samning við eitthvert annað Búndeslígulið með vorinu... ...Guido Buchwald, miðvallar- leikmaður VFB Stuttgart, og v-þýska landsliðsins í knattspyrnu í fyrra, hefur framlengt sinn samning við félagið um eitt ár. Buchwald er mjög góður knattspyrnumaður, og er meiðslum hans í vetur kennt um stóran hluta af slæmu gengi VFB, þar sem samstarf hans og Ásgeirs Sigur- vinssonar þykir með miklum ágætum. Buchwald hefur verið með eindæm- um óheppinn. Síðastliðið haust ökla- brotnaði hann, stuttu fyrir keppnis- tímabil. Þegar hann hafði náð sér eftir uppskurð og fór að leika eftir jól, öklabrotnaði hann aftur á innanhúss- móti... Bifreiðaverkstæðið Dvergur Smiðjuvegi 38 E Kópavogi auglýsir Gerum við flestar tegundir bifreiða Lada- Leyland þjónusta. Látið okkur yfirfara bifreiðina fyrir veturinh. Verið veikomin Bifreiðaverkstæðið Dvergur Smiðjuvegi 28 E Kópavogi sími: 74488 P.s. Geymið auglýsinguna r

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.