NT - 12.03.1985, Blaðsíða 2

NT - 12.03.1985, Blaðsíða 2
 Þriðjudagur Útvarpslagafrumvarpið til umræðu á Alþingi: Er samstaða stjórnar- þingmanna að bresta? Stefán Valgeirsson ætlar að greiða atkvæði gegn útvarpslagafrumvarpinu. ■ „Hefði það ekki verið rýt- ingsstunga í bakið?“ spurði Ólafur Þ. Þórðarson Friðrik Sophusson á Alþingi í gær ef Friðrik hefði fengið á sig breyt- ingartillögu við meirihlutaálit frá eigin flokksfélaga og vitnaði þar til breytingartillögu Friðriks við meirihlutaálit. menntamála- nefndar, en í tillögu hans er gert ráð fyrir að auglýsingar verði, alfarið leyfðar í útvarpi jafnt sem sjónvarpi við tilkomu nýrra útvarpslaga. Sagði Olafur ennfremur að til lítils væri að komast að sam- komulagi um útvarpsmálið í menntamálanefnd ef síðan væru fluttar breytingartillögur þvert á það samkomulag sem ákveðið hefði verið. „Það verður að flokkast undir uppreisn í þing- flokknum ef aöilar hans fella sig ekki við samþykkt stjórnar hans,“ sagði Ólafur ennfremur og vitnaði til þess að stjórn þingflokks Sjálfstæðisflokksins, eins og hún leggur sig, á sæti í menntamálanefnd Alþingis. Sagði Ólafur að með tillögu Friðriks myndu átökin um aug- lýsingaréttinn færast úr neðri deild í efri deild og bað hann Friðrik að hugleiða hvort hann vildi þetta mál fram eða ekki. Svo virðist sem samstaða stjórnarþingmannanna um til- lögur meirihluta menntamála- nefndar séu eitthvað að bresta því Birgir ísleifur Gunnarsson lýsti því yfir í ræðustól að til væri samkomulag milli forsætis- ráðherra og menntamálaráð- herra um að þingmenn stjórnar- innar hefðu óbundnar hendur í atkvæðagreiðslunni um auglýs- ingaþáttinn. Kvaðst hann vona að þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins styddu breytingartillögu Friðriks Sophussonar. Þess má geta að Friðrik taldi, er hann lagði tillöguna fram, ekki von- laust að fá meirihluta í neðri deild fyrir henni, með stuðningi BJ, Alþýðuflokks og nokkurra þingmanna Framsóknarflokks. í Framsóknarflokknum eru skiptar skoðanir um afstöðuna til útvarpslagafrumvarpsins og lýsti Stefán Valgeirsson því yfir á Alþingi í gær að hann myndi ekki styðja framkomið frum- varp um afnám einkaréttar ríkisútvarpsins. Sagði hann að frelsi í útvarpsmálum myndi einungis auka aðstöðumun- inn íþjóðfélaginuogværiþað þvert ofan í gefin loforð stjórn- valda. Ólafur Þ. Þórðarson sagði í samtali við NT eftir þingfund í gær að hann teldi að það væri enn samstaða innan þingflokks Framsóknarflokks- ins um að styðja breytingartil- lögur meirihluta menntamála- nefndar við útvarpslagafrum- varpið. 12. mars 1985 2 isfirska lögreglan: Lítill svefn- friður ■ Tvær bílveltur urðu með skömmu millibili á ísafirði í fyrrinótt, og lenti önnur bifreiðin út í sjó, í botni Skutulsfjarðar. Tveir farþegar voru í bílnum, auk ökumanns, en engan sakaði. Þá fór bifreið út af veginum skammt utan við Hnífsdal, en ökumaður sem var einn í bílnum, slapp ómeiddur. Næturró lögreglunnar á ísafirði var þó ekki þar með tryggð, því um kl. fjögur í fyrrinótt glumdi við þjófavarnarkerfi pósts og síma í Súðavík. fsfirska lögreglan brá við skjótt en hafði ekki erindi sem erf- iði. Ein rúða í pósthúsinu hafði verið brotin, en ekki var um önnur spjöll að ræða. Rússum mistókst að stöðva Tarkovský-hátíðina: Ekkert heyrst frá þeim aftur ■ Sovéska sendiráðið í Reykjavík hefur ekkert látið á sér kræla aftur, eftir tilraunir í lok síðustu viku til að stöðva Tarkovský-kvikmyndahátíðina, sem nú er haldin í Háskóla- bíói og Regnboganum. Á með- an hefur aðsókn að myndunum verið góð, að sögn forráða- manna hátíðarinnar. Fulltrúar sovéska sendiráðs- ins komu að máli við forstjóra Flugvél áhvolf t'rá fréttaritaru NT í Keflavík. ■ Lítil tveggja sæta kennslu- flugvél frá Suðurflug1 hf. fauk um koll á Keflavíkurflugvelli í gær. í vélinni voru tveir menn, kennari og nemandi, og sakaði þá ekki. Vélin skemmdist allnokkuð. Er óhappið varð var vélin á keyrslu á flugbrautinni fyrir framan flugstöðina. kvikmyndahúsanna tveggja og sögðust eiga sýningarrétt á myndunum og hótuðu lögsókn, ef haldið yrði fast við þá ákvörð- un að sýna þær. Aðstandendur hátíðarinnar svöruðu því þá til, að þeir hefðu keypt sýningar- réttinn í Danmörku, enda eru myndirnar allar með dönskum skýringartextum. Þá höfðu að- standendurnir ennfremur sam- band við Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra, sem hvatti þá til að halda áfram. Geir Hallgrímsson sagði í samtali við NT í gær, að starfs- menn sovéska sendiráðsins hefðu ekki haft samband við. ráðuneytið vegna þessa máls. ,5Við höfum heldur ekki sett okkur í samband við þá að svo stöddu, en við munum fylgjast með þróun mála,“ sagði Geir Hallgrímsson utanríkisráð- herra. Skákmótið í Khöfn: Jafnt hjá Islend- ingunum ■ Bæði Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson gerðu jafntefli í 9. umferð skákmótsins í Kaup- mannahöfn sem tefld var í- gær. Helgi tefldi við Pinter, sem hefur örugga forystu á mótinu, og Jóhann við Smyslov, fyrrum heims- meistara. Af öðrum úrslitum má nefna að Hansen vann Cristiansen en skák Lar- sens og DeFirmians fór í bið. Þá vann Larsen bið- skák sína úr 7. umferð í gær. Pinter er efstur á mótinu eftir 9 umferðir með 7 ]/> vinning, en Curt Hansen ei Lþðru sæti með 6 vinn- > íþgá. Larsen er í 3. sæti með 5'Á vinning og biðskák, Helgi í 4. sæti með 5 vinninga og Jóhann og Smyslov í 5.-6. sæti með 4'/2 vinning. Lítið gengur í kjaradeilu HÍK: Kennarar vilja aflétta neyðar- ástandi í skólum - fjármálaráðuneytið stingur við fótum ■ „Við erum reiðubúin til að gera bráðabirgðasamkomulag til að létta af þessu neyðar- ástandi í skólunum, gegn lág- markstryggingu af hálfu fjár- málaráðuneytisins,“ sagði Gunnlaugur Ástgeirsson, vara- /ormaður JIÍK er NT innti hann efthr stöðu mála í kjaradeilu kennara víð hið opinbera. „Það lágmark er hinsvegar langt yfír því sem Ijármálaráðuneytið hef- ur boðið, svo útlitið er ekki bjart,“ sagði Gunnlaugur. Úr öskunni í eldinn ■ Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu hcfur þurft að líta í mörg horn í leigubílastríði því sem nú virðist geisa. Bíll eins bílstjóra Sendibílastöðvarinn- ar var um helgina fluttur í port lögreglunnar við Hverfisgötu eftir að hann hafði verið króað- ur af, af bílstjórum frá öðrum stöðvum og loftinu hleypt úr dekkjunum. Bílstjórinn fékk leyfi til að gera bíl sinn ökufær- an til að hann yrði tilbúinn til aksturs daginn eftir þegar bíll- inn yrði afliendur úr vörslu lögreglunnar. Bílstjórinn fékk leyfi til þess að fara með bílinn á bensín- stöð, og bæta lofti í dekkin. Þá gerði hann sér lítið fyrir og mætti ekki aftur með bílinn í portið, heldur tók hann aftur upp iðju sína við farþegaakstur í Reykjavík. Alvörukratar settir í bann ’ •A 9K--- Gunnlaugur sagði að fjár- málaráðuneytið teldi þær leið- réttingar á kjörum kennara sem lesa megi út úr endurmats- skýrslu menntamálaráðuneytis- ins á kjörum kennara, svara til eins til þriggja launaflokka hækkunar eftir mennfun og starfsaldri. „Það finnst okkur hinsvegar allt of lítið miðað við það sem fram kemur í skýrslunni og stinga mjög í stúf við þær yfirlýsingar sem menntamálaráðherra hefur gefið,“ sagði Gunnlaugur. Að- spurður sagði hann að þessir þrír launaflokkar myndu þýða 6-9% hækkun launa, sem hann taldi fráleitt einkum með tilliti til þess launaskriðs sem orðiðl Framvinda málsins varð sú að nokkrum tímum síðar fékk lögreglan í Reykjavík tilkynn- ingu um það að umræddur bílstjóri hafði gefið sig fram við lögregluna í Hafnarfirði og leitað verndar hennar, þar sem brotnar hefðu verið rúður í tveimur bílum frá Sendibílum. Leigubíllinn var sfðan fluttur til Reykjavíkur, og tók lögregl- an hann í vörslu sína aftur. hefði frá 1970, þess vanmats sem gilt hefði á störfum kennara og þeirra krafna sem gerðar væru til kennara í starfi. Viðræður munu halda áfram milli deiluaðila í dag. Baráttufundur kvenna í FS: Fordæmir atvinnu- óöryggi ■ Baráttufundur kvenna sem haldinn var í Félags- stofnun stúdenta, 8. mars, sendi frá sér tvær ályktan- ir, þar sem atvinnuóöryggi fiskvinnslufólks var harð- lega fordæmt annarsveg- ar, og fullum stuðningi lýst við kjarabaráttu kennara hinsvegar. í ályktuninni sem sam- þykkt var vegna atvinnu- ástands fiskverkunarfólks, segir að það séu sjálfsögð mannréttindi að fisk- vinnslufólk búi við sama rétt og annað verkafólk hvað varði uppsagnar- frest. Varðandi uppsagnir framhaldsskólakennara segir, að „neyðaraðgerðir kennara“ séu eina svarið sem þeir eigi gegn „öfga- stefnu ríkisstjórnarinnar í launamálum“. Fundurinn bar yfirskrift- ina „Gegn launastefnu ríkisstjórnarinnar" og var hann nijög vel sóttur, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá aðstand- endum hans. r

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.