NT - 12.03.1985, Blaðsíða 19
Þridjudagur 12. mars 1985 19
Útlönd
tilkynningar
Auglýsing
um nám í sérkennslufræðum við Kennaraháskóla
íslands.
Haustið 1985 gefst kennurum í grunnskólum og
sérskólum kostur á að hefia nám í sérkennslu-
fræðum við Kennaraháskóla íslands sem hér
segir:
a) Fyrsti áfangi sérkennslunáms til 30 námsein-
inga. Þetta nám er ætlað kennurum í grunn-
skólum og sérskólum sem lokið hafa almennu
kennaraprófi eða B.Ed. prófi og hafa a.m.k.
tveggja ára starfsreynslu.
b) Annar áfangi sérkennslunáms (sérhæfing) til
30 námseininga, ætlað kennurum sem nú
þegar hafa lokið 30 námseiningum í sér-
kennslu (fyrsta áfanga). Að þessu sinni verður
boðið upp á sérhæft nám fyrir þá sem kenna
eða hyggjast kenna nemendum sem eiga af
ýmsum ástæðum við alvarlega námsörðug-
leika að stríða.
Námi í hvorum áfanga fyrir sig verður dreift á
u.þ.b. tveggja ára tímabil, á árlegum starfstíma
skóla og utan. Kennarar munu því stunda námið
samhliða kennslu í grunnskólum og sérskólum
sem mynda eins konar starfsvettvang námsins.
Óskað er eftir umsóknum frá einstaklingum og
skólum sem hefðu áhuga á og aðstæður til að
mynda slíkan náms- og kennsluvettvang fyrir
hópa starfandi kennara er hyggðust stunda
ofangreint nám.
Varðandi fyrsta áfanga námsins (30 ein.) er
hugsanlegt að boðið verði upp á þennan áfanga
sem fullt eins vetrar nám. Þetta er þó háð þeim
skilyrðum, að nemendafjöldi reynist nægur.
Umsækjendur þurfa að búa yfir staðgóðri kunn-
áttu í ensku og norðurlandamálum.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
skólans.
Umsóknarfrestur er til 12. apríl 1985.
Rektor.
atvinna - atvjnna
H1 LAUSAR STÖDUR HJÁ
'V REYKJAVÍKURBORG
Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtal-
inna starfa. Starfskjör samkvæmt kjara-
samningum.
• Röntgentæknir á lungna og berklavarn-
ardeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavík-
urborgar. Fullt starf.
• Deildarfulltrúi á Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur. Starfið er meðal annars
fólgið í gjaldkerastörfumjaunaútreikning-
um, framkvæmd kjarasamninga o.þ.h.
Æskileg er starfsreynsla á þessu sviði.
Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri
heilsugæslustöðva í síma 22400 alla virka
daga frá kl. 10-11.
• Forstöðumenn við dagheimilin Völvu-
borg, Völvufelli 7, dagh./leikskóli, Iðuborg
Iðufelli 16 og leikskólann Leikfell Æsufelli
4.
•Fóstrur við Iðuborg og Hálsaborg. Upplýs-
ingar veita framkvæmdastjóri og
umsjónarfóstrur á skrifstofu dag-
vistar í síma 27277.
Umsóknum ber að skilatil starfsmanna-
halds Reykjavíkurborgar Pósthússtræti 9,
6. hæð á sérstökum umsóknareyðublöðum
sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 18.
mars 1985.
Noregur:
Tekjuafgangur ríkisins
17 milljarðar á fyrra ári
■ Efnahagshorfur í Noregi
eru jákvæðar hefur bankastjóri
Noregsbanka fullyrt. Knut Getz
Wold sagði þetta gilda bæði
um hefðbundinn iðnað og olíu-
iðnaðinn í landinu. Mestu
vandamál efnahagslífisns sagði
hann þó vera atvinnuleysið og
aukinn rekstrarkostnaður.
Á síðasta ári var tekjuaf-
gangur norska ríkisins 16,7
milljarðar n.kr. og eru tekjur
af olíufamleiðslunni þá rneð-
taldar. Þessi mikli tekjuaf-
gangur nam um 3,75% af
heildarþjóðarframleiðslu
(BNP) ársins.
Fjármálaráðuneytið gerir
ráð fyrir að tekjuafgangur í ár
verði um 5 milljarðar n.kr. eða
um 1% heildarþjóðartekna.
Noregur er eina aðildarríki
Efnahags- og þróunarstofnun-
arinnar (OECD) sem skilaði
tekjuafgangi á síðasta ári.
(Norinform)
Holland:
Skaut mann í höfudið
Sleppt lausum vegna skorts á fangaklefum
Keynir Þór Finnbogason, fréttaritarí NT í
Hollandi skrifar:
■ Um miðjan janúar gerðist
það á bar í Amsterdam að
maður var skotinn í höfuðið.
Fórnarlambið liggur með heila-
skemmdir á sjúkrahúsi en hinn
seki gengur laus.
Hinn seki, Mike B., var strax
handtekinn og ákærður fyrir
morðtilraun að yfirlögðu ráði
og játaði hann sekt sína. Eftir
nokkrar vikur í gæsluvarðhaldi
á lögreglustöðvum víðsvegar
um landið, kvað dómari upp
þann úrskurð að ef ekki fengist
pláss fyrir Mike í fangelsi innan
sólarhrings, þá yrði hann látinn
laus, þar til dæmt yrði í máli
hans.
Sólarhring síðar stóð Mike B.
á götunni, þrátt fyrir að eiga yfir
höfði séra.m.k. 12árafangelsis-
dóm. Hann kom fram í sjón-
varpsþætti ásamt lögfræðingi
sínum og talsmanni lögreglunn-
ar og lýstu þeir allir yfir undrun
og hneykslun yfir ákvörðun
dómarans sem byggð er á skorti
á fangaklefum. Hinn seki kveðst
ekki skilja að hann skyldi vera
látinn laus meðan fangaklefar
eru fullir af bílaþjófum og fólki
sem neitar að greiða sektir og
skuldir.
Fyrir rúmlega 2 árum var
Mike handtekinn fyrir að beita
stórfyrirtæki í Amsterdam
fjárkúgunum. Hann fékk að
ganga laus meðan beðið var
dóms sem kveðinn var upp vorið
1984. Hlaut Mike 2 ára fangels-
isdóm en vegna klefaskorts var
hann látinn laus og látinn bíða
með að afplána dóminn.
Fyrir rúmri viku var Mike
handtekinn enn einu sinni og
ákærður fyrir fjársvik með
fölsuðum skilríkjum. Hann ját-
aði það á sig og var því ekki
hægt að halda honum lengur
föstum.
Þetta mál hefur vakið miklar
umræður, m.a. í hollenska þing-
inu og var stjórnarandstaðan
harðorð. Fangelsismál Hollend-
inga eru í algerum ólestri vegna
gífurlegs skorts á fangaklefum.
Miklar umræður hafa verið um
fangelsismálin síðustu árin og
hefur hvað eftir annað verið
óskað eftir að klefum verði
fjölgað. Ríkisstjórnin hefursíð-
ustu árin verið að keppast við
að koma fjárhag hollenska ríkis-
ins á réttan kjöl m.a. með því
að draga saman allan ríkisrekst-
ur og hefur það m.a. komið
niður á fangelsum. Dómsmála-
ráðherra Hollendinga Korthals-
Altes kvaðst myndi setja á stofn
rannsókn til að finna út hvernig
hægt er að koma í veg fyrir að
stórglæpamenn eins og Mike B.
sé sleppt lausum.
Gasslysið í Bhopal:
Fær Union Carbide að
semja um skaðabætur?
New York-Reuter
■ Talsmaður Union Carbide
fyrirtækisins sagðist um helgina
fagna yfirlýsingu ríkisstjórnar
Indlands um að hún sé tilbúin til
samningaviðræðna um skaða-
bætur til handa fórnarlömbum
gaslekans í verksmiðju Union
Carbide í Bhopal á Indlandi. í
gaslekanum sem átti sér stað í
desember s.l. dóu 2500 manns.
Talsmaður fyrirtækisins í
Danbury Connecticut sagði við
fréttamenn: „Við höfum alltaf
haft þá afstöðu að samningar,
en ckki málaferli, séu besta og
hraðvirkasta aðferðin til að
veita fólkinu í Bhopal fébætur
vegna þess sem þar gerðist."
Um 125.000 manns særðust
þegar gas lak frá verksmiðjunni
og dreifðist um stórt svæði í
nágrenni verksmiðjunnar en
flestir íbúanna þar bjuggu í
lélcgu bráðabirgðahúsnæði.
Dómsmálaráðherra
Indlands, Asoke Sen, sagði um
helgina: „Ef skaðabæturnar
verða miklar, þá erum við til-
búnir til að komast að sam-
komulagi án málaferla."
400.000
kr. til að
bjarga tré
Frá Kcyni Þór Finnbogasyni Kunsc-
hotcn Hollandi
■ Borgarstjórnin í Til-
burg í Suður-Hollandi.
hefur ákveðið að leggja
fram það fé sem þörf er á
til að hægt sé að bjarga
rúmlega 800 ára tré sem
stendur í miðborginni.
Við athugun kom í Ijós að
tréð er í mjög slæmu ásig-
komulagi. Einn af þrem
stórum greinaklösum er
.að dcyja og ef það gerist
þarf aðeins smávindhviðu
til að tréð fjúki um. Það
hafði slæm áhrif á tréð
þegar akbraut var lögð við
það og stór verslunarmið-
stöð byggð í næsta ná-
grenni því þá seig jarðvatn
ið mjög mikið.
I byrjun aldarinnar voru
áætlanir uppi hjá borgar-
stjórninni að fjarlægja
tréð en hætt var við það
vegna ákafra mótmæla
íbúa borgarinnar.
Þctta tré hefur þurft að
þola ýmislegt gegnum árin
en hefur hingað til lifaö af.
1944 óku skriðdrekar á
það, 1961 lenti þaö í hvirf-
ilvindi og 1980 var kveikt
í því. Reyndar þurfti að
fjarlægja 3 greinar þcss
fyrir nokkrum árum þar
sem þær stofnuðu umferð-
aröryggi í hættu.
Þrátt fyrir þaö að trénu
hafi verið gefin sérstök
næring og það vökvað á
þurrkatímum síðan 1980
hefur það hrörnað mikið.
Með vorinu hefjast nauð-
synlegar björgunarað-
gerðir og er búist við að
þær muni kosta u.þ.b.
400.000 ísl. kr.
Uruguay:
Fangar endur
heimta frelsi
Montcvidco-Rculcr
■ Hátt á þriðja hundrað
pólitískir fangar í Uruguay
endurheimtu frelsi sitt í gær
eftir að þingið hafði sam-
þykkt sakaruppgjöf fyrir þá í
seinustu viku.
Fangarnir voru í haldi í
fangelsi, sem herinn byggði
um 60 km fyrir vestan höfuð-
borgina eftir að hann hrifsaði
til sín völdin árið 1973.
63 fangar, sem herdóm-
' stóll dæmdi fyrir morð, verða
áfram. í fengelsi í nokkurn
tíma þar til borgaralegur
dómstóll hefur endurskoðað
mál þeirra. Þeirsem þá verða
sekir fundnir um morð fá
dóma sína stytta um sem
svarar þrem dögum fyrir
hvern einn dag sem þeir sátu
í fangelsi hersins.
Raul Sendic, leiðtogi
Tupamaro-skæruliðanna, er
meðal þeirra 63 sem fá morð-
dóma yfir sér endurskoðaða.
T upamaro-skæruliðasam-
tökin voru brotin á bak aftur
af hernum fyrir rúmum ára-
tug.
Pólsk dagblöð
í pappírshraki
Varsjá-Rcutcr
■ Pólsk dagblöð hafa neyðst
til að fækka síðum og minnka
lesmál vegna pappírsskorts í
Póllandi þar sem erlendur gjald-
eyrir er af skornum skammti og
lítið fé til að kaupa pappír frá
útlöndum.
Söluhæsta dagblaðið, Zycie
Warszawy, hefur verið minnkað
um tvær síöur frá og með föstu-
degi í seinustu viku og önnur
blöð eiga að fylgja í kjölfarið
síðar í mánuðinum að sögn
talsmanns áætlunarnefndar
pólska ríkisins.
Miklar vetrarhörkur í Pól-
landi urðu til þess að Pólverjar
gátu ekki flutt eins mikið út af
kolum nú í vetur og þeir höfðu
reiknað með. Hluti af kolaút-
flutningstekjunum átti að renna
til pappírskaupa fyrir dagblöð-
in, sem nú neyðast til að draga
saman seglin.
Vikurit verða líka að minnka
pappírsnotkun um allt að 30%
og útgáfufyrirtæki munu fá 20%
minni pappír en áður hafði
vcrið ákveðið að þau fengju.
Pappírsskorturinn cr einnig
sagður afleiðing af ntinnkandi
pappírsframleiðslu pólskra
pappírsverksmiðja sem hafa
ekki getað endurnýjað tækja-
búnað sinn.