NT - 12.03.1985, Blaðsíða 3
m
Þriðjudagur 12. mars 1985 3
„Ekki vinnudeila heldur lögbrot“
- segir Ármann Magnússon fyrrverandi formaður úthlutunarnefndar atvinnuleyfa bifreiðastjóra
■ „Deila sú sem leigubflstjór-
ar standa í við Steindórsstöðina
er til komin útaf hæstaréttar-
dómi sem féll í júní, og kvað
skýrt á um það að ekki hefði
verið heimilt fyrir flmm aðila að
selja 45 atvinnuleyfl. Þennan
hæstaréttardóm hafa bflstjórar
á Seindóri ekki virt,“ sagði
Ármann Magnússon fyrrver-
andi formaður úthlutunarnefnd-
ar atvinnuleyfa atvinnubflstjóra
þegar NT innti hann eftir því
um hvað deilan snerist.
Ármann vildi benda á að
þrátt fyrir að lögregla telji um
vinnudeilu vera að ræða, sé það
ekki rétt. „Hér er um að ræða
skýlaust brot á reglugerð og
hæstaréttardómi, og mig furðar
að nokkur geti efast um hver
hafi rétt fyrir sér í þessu máli,
með tilvist reglugerðarinnar. í
annarri grein reglugerðarinnar
frá 1983, sem fjallarum ráðstöf-
un atvinnuleyfa leigubílstjóra,
segir m.a.: „Enginn bifreiða-
stjóri má aka allt að 8 farþega
leigubifreið til mannflutninga,
nema hann hafi afgreiðslu hjá
bifreiðastöð, og hafi öðlast at-
vinnuleyfi sem leigubílstjóri. “
Þetta reglugerðarákvæði er
það skýrt að það hlýtur að taka
allan vafa af um rétt þeirra
bílstjóra sem eru að aka Íeyfis-
lausir hjá Steindóri."
Hverníg stendur á því að
leigubílstjórar taka nú til þess-
ara ráða?
„Leigubílstjórar eru orðnir
langþreyttir á að bíða þann
tíma sem hefur tekið að fá
Hæstarétt til þess að úrskurða
um ólögmæti Steindórsmálsins.
Síðan, loksins þegar dómur er
fallinn, og bílstjórar halda
áfram eins og ekkert hafi í
skorist þá fjirðar maður sig á því
hvers vegna lögreglan hefur
ekki tekið meira á málinu, en
raun ber vitni.
Síðastliðinn júlímánuð sendi
samgöngumálaráðuneytið bréf
til lögreglustjóra þess efnis að
lögreglan skyldi hjálpa til við
lokun Steindórsstöðvarinnar,
eftir 11. október ef á þyrfti að
halda. Ég get ekki séð að neitt
hafi verið gert í því máli. Lög-
reglan verður að athuga að hér
er um lögbrot að ræða, ekki
vinnudeilu."
Nú flytja leigubílstjórar
pakka og smásendingar. Er það
löglegt?
„Já, frá því að ég hóf störf þá
hefur alltaf verið um að ræða
ferðir með ýmsa pakka og send-
ingar. Þegar lög eru sett um
takmarkanir á leigubifreiðum,
þá er tekið fram að bifreiða-
stjórar skuli í engu missa áunnin
réttindi. Það liggur því ljóst
fyrir að flutningar á ýmsum
pökkum og sendingum fylgja
þessum atvinnuleyfum.“
Að lokum sagði Ármann, að
það væri ekki að undra þó að
600 manna stétt taki til sinna
ráða, eftir að hafa horft upp á,
að stjórnvöld aðhefðust ekkert
í málinu í fjögur ár, þrátt fyrir
að um meint lögbrot væri að
ræða.
„Alvarlegar
ásakanir“
- sögðu Framamenn í gær
■ Nokkrir meðlimir bifreiða-
stjórafélagsins Frama komu á
skrifstofu félagsins í gær og
ræddu atburði þá sem áttu sér
stað síðastliðið laugardags-
kvöld, þegar framrúður brotn-
uðu í tveimur sendiferðabílum
frá Sendibílum hf.
Guðmundur Valdimarsson
formaður Frama sagði í samtali
við NT að ekki hefði verið um
fund að ræða, heldur hefðu
þessir menn óskað eftir því að
ræða málin.
Hljóðið í mönnum var þungt,
og sveið mönnum þær ásakanir
sem bifreiðastjóri sendibifreið-
arinnar bar fram í fjölmiðlum í
„Afskipti
lögreglu
ítakt
við málið“
■ „Þetta er ekki rinnu-
deila, þetta er fyrst og
fremst deila um rétt
manns til þess að stunda
þessa tilteknu atvinnu-
grein, án réttinda. Það er
ekki vinnudeila í mínum
skilningi,“ sagði Bjarki
Elíasson, yflrlögreglu-
þjónn, í samtali við NT í
gær.
Bjarki sagðist vísa á bug
öllum ásökunum um að
lögregla hefði ekki sinnt
þessu máli sem skyldi, og
taldi að það væri ekki í
verkahring leigubílstjóra
eða annarra að hirta einn
eða neinn með ofbeldi,
þrátt fyrir að um lögbrot
væri að ræða. Það væri
lögreglunnar að skerast
þar í leikinn, og rannsaka
málið.
Finnst þér að afskipti
lögreglunnar af þessu máli
hafi verið í lágmarki?
„Ég held að þau afskipti
sem þarna hafa komið til
af hendi lögreglunnar hafi
verið í takt við það sem
átti sér stað. Það voru
teknar skýrslur af þeim
mönnum sem voru við-
riðnir stöðvanir á leigubíl-
um. Máliðhefurveriðfull-
rannsakað, og ég veit ekki
betur en að málið verði
lagt fyrir ríkissaksóknara í
dag,“ sagði Bjarki að
lokum.
gær.
Þá sagði Guðmundur að rang-
túlkun hefði átt sér stað í fjöl-
miðlum, þar sem ekki var verið
að elta sendiferðabílana, heldur
einungis einn leigubíl, sem
starfræktur er frá Steindórsstöð-
inni og hefur ekki starfsleyfi.
„Þeir virðast ekki þola að
tapa í Hæstarétti, ntálið snýst
um það, og er eftirstöðvar af
hæstaréttardómnum. Þeir una
ekki dómnum,“ sagði Guð-
mundur að lokum.
■ Bifreiðastjórar ræða málin í
húsakynnum Frama í gær.
NT-mynd Sverrir.
■ „69. grein stjórnarskrárinn-
ar segir til um að ekki megi setja
hömlur á atvinnufrelsi manna
nema almenningsheill krefjist,
og þarf þá sérstakt lagaboð til.
Það skilja allir hvað þetta
þýðir. Við neitum því algerlega
að einhver reglugerð sem sett er
seinna, geti yfirunniö þetta
ákvæði í stjórnarskránni. Bæði
Bjami Benediktsson og Ólafur
Jóhannesson sem voru einu lög-
lærðu mennirnir á þingi þegar
að þessi reglugerð er sett árið
1956, lýstu því yfir að þetta væri
stjórnarskrárbrot,“ sagði Guð-
mundur Ásmundsson í samtali
við NT í gær, þegar hann var
inntur álits á þróun mála í
deilu leigubflstjóra.
Guðmundur sagði að þeir ætl-
uðu að láta reyna á þetta.
„Svona einokunarhringur, eins
og Frami er, lætur aldrei undan
nema gegn árásum. Það verður
að gera árásir á svona einokun-
arhringi. Það hljóta allir að sjá
þegar þeir eru upplýstir um
þetta mál, hversu rotið og ólýð-
ræðislegt kerfi þetta er.“
- Telur þú að bílstjóri sem
ekur hjá þér á stöðinni, og hefur
ekki leyfi atvinnubílstjóra brjóti
reglugerð þá sem sett var 1983
um ráðstöfun atvinnuleyfa?
„Reglugerðin er markleysa.
Á þeirri forsendu að það er 69.
grein stjórnarskrárinnar sem
gildir."
- Eruð þið ekki að flýta ykkur
talsvert ef þið gefið ykkur að
um stjórnarskrárbrot sé að ræða
áður en fjallað er um málið hjá
dómstólum?
„Nei, og á sömu forsendu ber
að líta á bílstjóra þann, sem
lagður hefur verið í einelti af
Frama, sem saklausan. Hann
hefur ekki verið dæmdur. Frami
hefur þegar fellt dóm, og það er
ekki í fyrsta skipti sem það
kemur fyrir áður en dómur
fellur hjá dómstólum. Það er
lögbrot.“
Að lokum vildi Guðmundur
að það kæmi fram að honum
fyndist hegðun Frama með
stuðningi forráðamanna þeirra
undanfarna daga, sýna að Frami
væri veik samtök, en ekki sterk,
og einokunarstarfsemi þeirra
væri að bresta.
Telur þú að með þessum
atburðum síðasta hálfa mánuð-
inn verði einokunarveldi Frama
brotið á bak aftur?
„Já.“
■ Bifreiðastöð Steindórs, sem hefur verið mikið í fjölmiðlum upp á síðkastið vegna deilna sem risið hafa milli bflstjóra. NT-mynd: Ari.