NT - 12.03.1985, Blaðsíða 20
Útlönd
EBE:
Aukin nýting framleiðslugetu
Atvinnutækifæri hafa þó ekki skapast
Brussel-Reuter:
■ Uppsveifla í efnahagslífinu
hefur leitt til þess að nýting
framleiðslugetu hefur- aukist í
löndum Efnahagsbandalags
Evrópu (EBE).
Þetta kemur fram í niðurstöð-
um nýlegrar rannsóknar frá
EBE. Samkvæmt niðurstöðum
hefur aukin framleiðni ekki leitt
til sköpunar nýrra atvinnutæki-
færa. Nefnd sú sem framkvæmdi
rannsóknina á vegum EBE segir
að fjárfestingar verði að aukast
verulega og grípa verði til sér-
stakra aðgerða til að koma á
hreyfanlegum vinnutíma ef
árangur á að nást í baráttunni
gegn atvinnuleysinu.
I niðurstöðum rannsóknar-
innar segir að tekist hafi að
milda áhrif sterkrar stöðu
Bandaríkjadollara á hráefna-
verð og gert er ráð fyrir að fyrir
að framleiðslukostnaður iðnað-
arins muni minnka.
Nýting framleiðslugetu var
um 81,7% í janúar en hún hafði
verið 79,4%. í sama mánuði
1984.
Þriðjudagur 12. mars 1985 20
Gæsirstandavörð
um skoskt viskí
London-Reutcr
■ Eitt frægasta viskífyrir-
tæki Skota, Ballantine, hefur
komið sér upp gaggandi
gæsahóp til að gæta viskís í
vöruhúsum fyrirtækisins sem
þekja um 40 ekrur.
Gæsirnar spranga um
vöruhúsin og gagga af öllum
lífs og sálarkröftum sjái þær
óviðkomandi einstaklinga
ryðjast inn á varðsvæðið.
Viskíið senr gæsirnar gæta
þannig er metið á um 700
milljón sterlingspund.
Hugmyndin að gæsavörsl-
unni kom frá sögum um að
Rómverjar hefðu notað gæs-
jr til að vara sig við árásum
Gallverja þegar Rómverjar
ríktu á Bretlandseyjum.
■ Stjórnmálaskýrendur telja líklegt að Mitterrand muni gera alvöru úr kosningaloforðum um að koma
á hlutfallskosningum og tryggja þannig betur valdastöðu Sósíalistaflokksins.
Franska hægrisveiflan:
Mun Mitterrand koma á
nýjum kosningalögum?
Paris-Reuter
■ Fulltrúar frá Sósíaldemo-
krataflokkum í Vestur-Evrópu
og frá Kommúnistaflokkum í
Austur-Evrópu luku nú um
helgina þriggja daga ráðstefnu
um öryggismál í Evrópu.
Að sögn ráðstefnugesta sner-
ust umræðurnar aðallega um
það hvernig Evrópuríkin geti
stuðlað að því að draga úr
spennu í samskiptum risaveld-
anna Sovétríkjanna og Banda-
ríkjanna. Einnig var mikið rætt
um rannsóknir Bandaríkja-
nianna á sviði geimvopna og
tillögur þeirra urn kjarnorku-
varnarkerfi sem byggi á vopna-
búnaði í geimnum. Pá voru
kjarnorkuvopn í Austur- og
Vestur-Evrópu einnig til um-
ræðu.
Ráðstefnugestir voru sam-
mála um að mikilvægt væri að
viöræðurnar, sem nú eru að
hefjast í Genf, beri árangur sem
allra fyrst.
Fulltrúarnir ákváðu að hittast
aftur síðar á þessu ári til frekari
umræðna.
■ Hægrisveiflan í kosningun-
um í Frakklandi á sunnudag
mun líklega hvetja Francois
Mitterrand forseta Frakklands
til að koma á meiriháttar um-
bótum á kosningafyrirkomulagi
landsins.
Bæjar- og sveitarstjómarkosn-
ingarnar í Frakklandi eru síð-
ustu kosningarnar sem ná til alls
landsins fyrir þingkosningarnar
á næsta ári. í fyrri hluta kosning-
anna um helgina urðu hægri-
flokkarnir skýrir sigurvegarar
með um 58% atkvæða en vinstri
flokkarnir fengu um 41%.
Stjórnmálaskýrendur sögðu
að Sósíalistaflokkurinn sem hef-
ur aðeins 25% fylgi, þurfi nú
meira á að halda en nokkru
sinni að kosningalögum sé
breytt ef flokkurinn á að tryggja
sér völd í kosningunum á næsta
ári.
Mitterrand hefur sagt að hann
ætli að gera alvöru úr kosninga-
■ Kvenprestum í Noregi fjölg-
ar hratt og er gert ráð fyrir að
innan 30 ára verði annar hver
prestur í norsku ríkiskirkjunni
kona.
Niðurstöður rannsóknar sem
Samband norskra kvenguð-
fræðinga (NKT) gerði sýna þó,
að staða kvenna er mun verri en
starfsbræðra þeirra í klerka-
loforðum um að afnema núver-
andi fyrirkomulag og koma á
hlutfallskosningum. Seinni hluti
bæjar- og sveitarstjórnarkosn-
inganna fer fram á sunnudaginn
kemur.
stétt.
Kvenguðfræðingar mæta
gjarnan mótstöðu þegar þeir/
þær sækja um stöður. Margar
þeirra kvarta yfir að gengið hafi
verið fram hjá þeim við ráðning-
ar. Andstaðan er mikiu meiri
gegn kvenprestum en karlprest-
um í söfnuðunum og svipuðum
stofnunum eða félögum. Fjórir
Alþjóðabank-
inn aðstoðar
Kínverja
■ Alþjóðabankinn hefur ákveð-
ið að lána Kínverjum 117 milljónir
dollara til að bæta og auka við
orkuveitukerfið í Austur- og Suð-
austur Kína þar sem mikilvægustu
iðnaðarhéruð Kínverja eru.
Féð verður m.a. notað til að
leggja 500 kílóvolta rafmagnslínur
um 683 km leið frá Xuzhou til
Shanghai og reisa spennistöðvar í
fjórum borgum sem línan mun
liggja um. Hluti lánsins verður
einnig notaður til að bæta síma-
kerfi í Shanghai og Nanking.
í fréttatilkynningu frá Alþjóða-
bankanum segir að þessum verk-
efnum verði lokið á miðju ári
1988. Auk þeirra 117 milljóna
dollara, sem bankinn lánar til
framkvæmdanna, munu kínversk-
ir bankarlána 151,4 milljónir doll-
ara og ríkisstjórn Kína leggja fram
4,4 miiljónir dollara.
Svisslend-
ingar vilja
ekki lengra
sumarfrí
■ Tillaga um að lengja sumarfrí
allra yfir fertugt um eina viku var
felld í almennum kosningum í
Sviss nú um helgina.
Kjósendur í 14 af 24 kantonum
í Sviss höfnuðu lengingu sumar-
frísins úr fjórum vikunt í fimm.
Samkvæmt svissneskum lögum
verða lagabreytingar sem þessi að
vera samþykktar bæði af meiri-
hluta allra kjósenda í landinu og í
meirihluta af kantonunum.
af ellefu biskupum Noregs neita
að ráða kvenguðfræðinga.
Samband norskra kvenguð-
fræðinga hvetur nú meðlifni sína
til að sækja um æðri stöður
innan norsku ríkiskirkjunnar.
Sambandið vonast til að innan
tíðar verði fyrsti kvenbiskupinn
skipaður.
(Norinform)
Umboðsmann
vantar í Grindavík
Upplýsingar gefur Kjartan Ás-
mundsson í síma 686300.
Kommar í austri
og kratar í vestri
ræða öryggismál
Noordwijkerhoul, llollundi-Reuler
Kvenprestum í Noregi mismunað
UMBOÐSMENN
Akureyri Soffia Ásgeirsdóttir. Háalundi 7, s. 24582 og
Halldór Ásgeirsson, Hjarðarlundi 4, s. 22594.
Akranes Elsa Sigurðardóttir, Deildartúni 10, s. 93-1602.
Borgarnes Guðný Þorgeirsdóttir, Kveldúlfsgötu 12, s. 93-7226.
Hellissandur Víglundur Höskuldsson, Snæfellsási 15, s. 93-6737.
Rif Snædís Kristinsdóttir, Háarifi 49, s. 93-6629.
Ólafsvík Margrét Skarphéðinsdóttir, Vallarholti 24, s. 93-6306.
Grundarfjörður Jóhanna Gústafsdóttlr, Fagurhólstúni 15, s. 93-8669
Stykkishólmur Erla Lárusdóttir, Silfurgötu 25, s. 93-84010.
Búðardalur Sólveig Ingvadóttir, Gunnarsbraut 7, s. 93-4142.
Patreksfjörður Ingibjörg Haraldsdóttir, Túngötu 6, s. 94-1353.
Tálknafjörður Níels Ársælsson, Hamraborg, s. 94-2656 (2514).
Bildudalur Jóna M. Jónsdóttir, Tjarnarbraut 5, s. 94-2206.
Flateyri Guðrún Kristjánsdóttir, Brimnesvegi 2, s. 94-7673.
Suðureyri Sigrún Edda Edvardsdóttir, Sætúni 2, s. 94-6170.
Bolungarvík Kristrún Benediktsdóttir, Hafnargötu 115, s. 94-7366.
ísafjörður Svanfríður G. Bjarnadóttir, Pólsgötu 5, s. 94-3527.
Þingeyri Karitas Jónsdóttir Brekkugötu 54, sími 94-8131
Súðavík Heiðar Guðbrandsson, Neðri Grund, s. 94-4954.
Hólmavík Guðbjörg Stefánsdóttir, Bröttugötu 4, s. 95-3149
Hvammstangi Baldur Jessen, Kirkjuvegi, s. 95-1368.
Blönduós Snorri Bjarnason, Urðarbraut 20, s. 95-4581.
Skagaströnd Ingibjörg Skúladóttir, s. 95-4885.
Sauðárkrókur Guttormur Óskarsson, Skaf.braut 25, s. 95-5200.
Siglufjörður Friðfinna Simonardóttir. Aðalgötu 21, s. 96-71208.
Ólafsfjörður Helga Jónsdóttir, Hrannarbyggð 8. s. 96-62308.
Dalvik Brynjar Friðleifsson, Ásvegi 9, s. 96-61214.
Grenivík Ómar Þór Júlíusson, Túngötu 16, s. 96-33142.
Húsavík Hafliði Jósteinsson, Garðarsbraut 53, s. 96-41765.
Kópasker Þórhalla Baldvinsdóttír, Akurgeröi 7, s. 96-52151.
Raufarhöfn Ófeigur I. Gylfason, Sólvöllum, s. 96-51258.
Reynihlíð Þuriður Snæbjarnardóttir, Skútahrauni 13, s. 96-44173.
Þórshöfn Kristinn Jóhannsson, Austurvegi 1, s. 96-81157.
Breiðdalsvík Jóhanna Guömundsdóttir, Selnesi 36, s. 96-5688.
Borgarfjörður eystri Hallgrímur Vigfússon, Vinaminni.
Vopnafjörður Jóhanna Aðalsteinsdóttir, s. 97-3251.
Egilsstaðir Páll Pétursson, Árskógum 13, s. 97-1350.
Seyðisfjörður Svanur Sigmarsson, Oddagötu 4. s. 97-2360.
Neskaupstaður Marín Árnadóttir, Víöimýri 18, s. 97-7523.
Eskifjörður Jónas Bjarnason, Strandgötu 73, s. 6262.
Reyðarfjörður Marinó Sigurbjörnsson, Heiðavegi 12, s. 97-4119.
Fáskrúðsfjörður Sonja Andrésdóttir, Þingholti, s. 97-5148.
Stöðvarfjörður Stefán Magnússon, Undralandi, s. 97-5839.
Djúpivogur Rúnar Sigurðsson, Garði, s. 97-8820.
Höfn Ingibjörg Ragnarsdóttir, Smárabraut 13, s. 97-8255
Hvolsvöllur Bára Sólmundardóttir, Sólheimum, s. 99-8172.
Hella Hrafnhildur Þórarinsdóttir, Geitasandi 3, s. 99-5904
Selfoss Helga Snorradóttir, Tryggvavegi 5, s. 99-1658.
Stokkseyri Sturla G. Pálsson, s. 99-3274.
Eyrarbakki Ragnheiður Marteinsd, Hvammi, s. 99-3402.
Þorlákshöfn Þóra Sigurðardóttir, Sambyggð 4, s. 99-3924.
Hveragerði Sigríður Ósk Einarsdóttir, Heiðabrún 46, s. 99-4665
Vík Guðrún Árnadóttir, Mánabraut 14, s. 99-7233.
Vestmannaeyjar Ingveldur Gisladóttir, Bröttugötu 26, s. 98-2270.
Garður Kristjana Óttarsdóttir, Lyngbraut 6, s. 92-7058.
Sandgerði Snjólaug Sigfúsdóttir, Suðurgötu 18, s. 92-7455.
Keflavík Guðríður Waage, Austurbraut 1, s. 2883.
Ingibjörg Einarsdóttir, Suðurgjötu 37, s. 4390.
Ytri Njarðvik Kristinn Ingimundarson, Hafnargata 72, s. 3826.
Innri Njarðvík Guðríður Árnadóttir, Kópabraut 16, s. 92-6074
Hafnaríjörður Maria Sigþórsdóttir, Austurgötu 29, B, S. 54476.
Garðabær Sigrún Kristmannsdóttir, Hofslundi 4, s. 43956.
Mosfelissveit Jónina Ármannsdóttir, Arnartanga 57, 666481