NT - 16.03.1985, Blaðsíða 7
Guðni Ágústsson:
Frelsi gróðaafl-
anna drepurokkur
■ íslenskt þjóðfélag á kross-
götum eina ferðina enn. þó
líklega fremur en oft áður á
síðustu áratugum.
Líklega ríkir nú meiri óvissa
um framvindu efnahagsmála á
íslandi en verið en verið hefur
um áratugi.
Orsakirnar eru margar bæði
okkur sjálfum að kenna og
ekki síður vegna þess að öðrum
megin íheiminum ríkirhungur
og fátækt, en hinum megin of-
framleiðsla og yfirgangur.
Mikill hluti auðugra þjóða
tekst á við gífurleg vandamál
og er atvinnuleysið stærst
þeirra, hugsa sér þúsundir
ungra manna um víða veröld
sem ólust upp undir þeim aga
að vinnan væri móðir
mannsins, en þrátt fyrir gott
nám og góða hæfileika hafnar
markaðurinn þessu fólki og vill
ekki hagnýta hæfileika þess.
Stjórnmálamenn margra þjóða
óttast þessa þróun og ekki
síður hina að áður höfðu þeir
svo gott sem ákveðið að heilu
heimsáifurnar skyldu vera eitt
markaðssvæði með fríverslun
og bandalögum milli þjóð-
anna.
Nú fara hinar sömu þjóðir
eins og kettir kringum heitan
graut og hafa pretti í frammi til
að draga úr innflutningi í sín
lönd og ennfremur beita
styrkjum til að geta selt öðrum
afrakstur eigin framleiðslu.
Liggjum hundflatir
En við íslendingar með
stutta reynslu í stjórn eigin
mála liggjum hundflatir og
kaupum allt hvað við getum og
flytjum inn fast ög fljótandi og
allt þar á milli, engar hömlur,
engar kúnstir, auglýst í fjöl-
miðlum og fólkið kaupir.
Aldrei heyrast stjórnmála-
menn harma gjaldeyrisstöð-
una, en hvern mánuð er þó
keypt inn í landið fyrir stærri
upphæð en selt er til útlanda
fyrir, viðskiptajöfnuður óhag-
stæður um svo og svo marga
tugi milljóna.
Innflutningsaðilinn dafnar
og hundruð ef ekki þúsundir
manna hér á landi hafa umboð
og innflutning að aðalvinnu
eða auka og tekst með þessu
innflutningsfrelsi og oft léleg-
um erlendum varningi að kné-
setja verkþekkingu og atvinnu-
starfsemi, sem hefur gengið
vel og gefið mörgum lífsviður-
væri, þokkaleg laun og ham-
ingju.
Öryggisleysi
fáránleikans
Fast er sótt að stjórnvöldum
að gefa allt frjálst, flytja inn
einnig t.d. erlendar landbún-
aðarafurðir, nóg er framleitt
og girnilegur er ódýri bitinn í
svipinn, og nógir sem vilja
umboð og hagnað af slíku.
Sem dæmi eru kartöflur of-
t’ramleiðsluvara víða um heim.
Útlendingar svo gott sem gefa
kartöflur hingað í verksmiðj-
ur. Þetta þiggjum við og köll-
um skerðingu á frelsi að stöðva
þennan ósóma á sama tíma og
okkar kartöflubændur hafa
aðeins selt brot framleiðslunn-
ar og hin íslenska kartafla er í
hundruðum tonna í sekkjum í
kartöflugeymslum hjá bænd-
um okkar og verður sjálfsagt
ekið fyrir björg með vorinu en
íslenski bóndinn og fjölskylda
hans smáhrökklast frá lífsstarfi
sínu í þessu öryggisleysi fárán-
leikans. Einhverjarfjölskyldur
í Reykjavík hafa svo auðvitað
hagnað af innflutningi á út-
lendum kartöflum. Hvað næst
spyr margur, smjör, mjólkuraf-
urðir eða kjöt, þeir hjá
verslunarráðinu telja að stefna
beri að 30% innflutningi á
landbúnaðarvörum. Hafa þeir
ekki lykla að hjörtum valdhafa
Sjálfstæðisflokksins og minnk-
andi Framsóknarflokkur fær
vart rönd við reist. Annars
staðar er vart hjálpar að vænta
nema kannski frá nokkrum
framsóknarmönnum í Alþýðu-
bandalaginu og Sjálfstæðis-
flokknum, en slíkir þjóðvarn-
armenn fá víst litlu ráðið í
þeim síðarnefnda.
í alvöru talað, hvert stefnir
Annars staðar er
vart hjálpar að
vænta nema
kannski frá nokkr-
um framsóknar-
mönnum í Alþýðu-
bandalaginu og
Sjálfstæðis-
flokknum, en slík-
ir þjóðvarnar-
menn fá víst litlu
ráðið í þeim síðar-
nefnda
þetta og hvað eigum við að
vinna við þegar þessi eyðilegg-
ing hefur náð hámarki sem
nálgast nú óðum?
Hvert sem litið er greiðum
við fremur útlendingum laun
en okkar fólki. Fatasaumur,
skósmíði, fínsmíði eru deyj-
andi greinar. Húsgögn, hurðir
og jafnvel heilu húsin skulu
flutt inn fullfrágengin með
tækjum og tólum. Matvöru,
brauði o.fl. úðað rotvarnarefn-
um er staflað í hillur verslana,
allt úr útlandinu, en strangt er
fylgst með dagstimpli íslenskr-
ar hollvöru.
Ný stefna í atvinnu- og efna-
hagsmálum verður að líta
dagsins ljós, sem miðar að því
að vernda og hjálpa íslensku
hugviti og handverki til að
standast ofurafl erlends tjár-
magns og gróðahyggju inn-
flutningsaflanna.
Á krossgötum
íslensk alþýða verður að rísa
fjólkinu til varnar og afneita
þeirri eyðileggingu sem nú
blasir við, stöðva verður afl
þess braskaralýðs sem inn-
flutninginn stundar.
Við stöndum á krossgötum
sem í ævintýrinu forðum, álf-
arnir (innflutningsaðallinn)
koma úr öllum áttum og bjóða
gull og gersemar, klæði, mat
og drykk. Ef við svörum og
þiggjum boð þessarar ginning-
ar fer fyrir okkur sem Fúsa í
ævintýrinu þegar álfkonan
bauö flotskjöld og honum varð
að orði „sjáldan hef ég flotinu
neitað"; hann ærðist og varð
vitlaus.
Viö skulum fremur bíða
dags og standa af okkur öll
tilboðin og vera okkur sjálfum
nóg, gera mat og fat úr öllu því
sem við þurfum og selja úr
landinu fyrir fleiri milljónir en
við kaupum fyrir, látum ekki
innflutningsaðalinn blekkja
okkur né svikna samninga og
fjármagn auðugra þjóða. Það
er ekki hér verið að tala um
bann en þetta óhóf á drasli
knésetur allt hér á skömmum
tíma.
Hvort verða þaðokkarörlög
að bíta í floskjöldinn, eða
velja þróttmikla framtíð nýrrar
og endurvakinnar atvinnu-
stefnu með hagsæld þjóðar og
eigin barna að leiðarljósi?
íslendingar látum ekki eyði-
leggja flest eða allt sem fyrir er
í landinu vegna sterkrar áróð--
ursstöðu gróðaafla sem geta á
stuttum tíma reynst þjóðinni
verri þjónustumenn en danska
einokunin þó með öðrum hætti
sé; mátturinn og framtakið
verður dregið úr þjóöinni með
þessu háttalagi.
Guðni Ágústsson
Selfossi
niður" til kennara; saka þá um
að vera nemendum stnum vont
fordæmi, tala um að þetta
athæfi þeirra muni hafa varan-
leg og ill áhrif á siðferði skóla-
stafsins og annað í þeim dúr.
Með þessu yfirstéttartali er
menntamálaráðherra að
hverfa frá þeirri viðleitni sem
hún óneitanlega sýndi til þess
að leysa deiluna þegar hún lét
taka saman skýrslu sem sýndi
svart á hvítu að tal kennara
um, að þeir hefðu dregist aftur-
úr og að eðli kennarastarfsins
hefði breyst, væri réttmætt.
■ Þeir fjalla um stjórnarsamstarfið a sunnudaginn.
Sjálfstæðisflokkurinn
dregur lappirnar
Það fer ekki framhjá neinum
að skjálfti er kominn í stjórnar-
samstarfið. Landsfundur Sjálf-
stæðisflokksins er í aprílmán-
uði og telja menn fullvíst að
þar verði tekin ákvörðun um
kosnignar. Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur enda dregið lappirn-
ar í stjórnarsamstarfinu frá
áramótum þegar endanlega
var gert út af við tilraunir
Þorsteins Pálssonar að komast
inn í ríkisstjórnina. Þannig
hefur afgreiðsla fjölmargra
ríkisstjórnarmála tafist í þing-
flokki Sjálfsartðisflokksins og
er nú Ijóst að stjórnin kemur
flokki Sjálfstæðisflokksins og
ekki næstum því öllum þeim
málum gegnum þingið sem hún
ætlaði sér.
Því erá þetta minnst hér að á
sunnudaginn efna framsóknar-
menn til fundar í höfuðborg-
inni þar sem þeir Steingrímur
Hermannsson og Haraldur
Ólafsson ræða um framtíð
stjórnarinnar. Þar kemur ör-
ugglega sitthvað fróðlegt í ljós
og vonandi láta framsóknar-
menn ekki íhaldið um það að
ákveða stað og stund þeirrar
baráttu um velferðarþjóðfé-
lagið sem næstu þingkosningar
óneitanlega verða.
Ný viðreisn?
Á löggjafaþinginu hefur
nefnilega æ meir verið að bera
á löngun í nýja viðreisnar-
stjórn og kemur það t.d. vel í
Ijós á mánudaginn hvort Al-
þýðuflokkur og Sjálfstæðis-
flokkur standa saman að þeirri
breytingartillögu Friðriks Sop-
hussonar að leyfa beri auglýs-
ingar í staðbundnum útvarps-
stöðvum. Þaðeralltafaðkoma
betur og betur í Ijós aö sjálf-
stæðismenn eru ekki að breyta •
útvarpslögunum til þess að
auka frelsi eins eða neins. Það
sem vakir fyrir þeim er að
opna fyrir það að fjársterkir
nienn geti grætt undir yfirskini
útvarpsreksturs og þá fyrst og
fremst risaveldið ísfilm sem
ætlar sér það hlutverk að taka
við af Ríkisútvarpinu sern
stærsti loftmiðill hér á höfuð-
borgarsvæðinu. Það gróðafyr--
irtæki vill fá öll réttindi til
ágóða en mun að sjálfsögðu
ekki taka á sig neinar skyldur
á borð við þær sem ríksiútvarp-
ið hefur, t.d. þá að ná til allra
landsmanna. Hins vegar mun
samþykkt frumvarpsins og þá
einkum og sér í lagi samþykkt
breytingartillögu Friðriksauka
skattbyrði þegnanna, því að
breytingin þýðir minni auglýs-
ingatekjur Ríkisútvarps og þar
með hærri afnotagjöld. Sam-
þykkt þessa frumvarps mun
með ýmsu öðru færa okkur
nær því að þjóðfélag okkar
verði opinn leikvöllur fyrir
gróðapunga, en að slíku þjóð-
félagi stefna ýmis öfl leynt og
Ijóst.
Baldur Kristjánsson.
IHW
Málsvarl frjálslyndis,
samvinnu og félagshyggju
Útgefandi: Nútíminn h.l.
Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm).
Markaðsstj.: Haukur Haraldsson
Auglýsingastj.: Steingrimur Gislason
Innblaösstj.: Oddur Ólafsson
Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson
Skrilstofur: Síðumúli 15, Reykjavík.
Simi: 686300. Auglýsingasimi: 18300
Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn
686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild
686538.
Setning og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Blaöaprent h.f.
Kvöldsimar: 686387 og 686306
Verð i lausasölu 30 kr. og 35 kr. um helgar. Áskrift 330 kr.
Stefnumarkandi yfir-
lýsing ríkisstjórnar
■ Pví miður stefnir í það að kennaradeilan
leysist ekki fyrir páska þar sem úrskurðar Kjara-
dóms er ekki að vænta fyrir þá tíð. Hins vegar er
enn hægt að finna lausn á deilunni ef báðir aðilar
leggja sig fram t.d. ef samninganefnd ríkisins
tekur mið af ályktun ríkisstjórnarinnar frá í
fyrradag þar sem hún, vanst lýsir því yfir að
eðlilegt sé að tekið verði tillit til þeirra auknu
krafna, sem gerðar eru til kennara og leiðréttur
verði, við röðun í launaflokka sá launamunur, sem
er á kennurum og öðrum ríkisstarfsmönnum með
sambærilega menntun.
Þá samþykkti ríkisstjórnin einnig fyrir atbeina
forsætis-ráðherra, stefnumarkandi ályktun um
kjaramál opinberra starfsmanna. Þeirri samþykkt
er rétt að gefa gaum. Þar segir:
„í framhaldi af þeirn umræðum, sem fram hafa
farið, unt samanburð á kjörum opinberra
starfsmanna og manna með sambærilega
menntun, sérhæfni og ábyrgð, sem vinna hlið-
stæð störf á hinum almenna vinnumarkaði, lýsir
ríkisstjórnin því yfir, að hún er reiðubúin til
reglubundins samstarfs á sviði kjararannsókna
við samtök opinberra starfsmanna.
Tilgangur slíkra kjararannsókna yrði að
tryggja eðlilegt samræmi í kjörum milli ríkis-
starfsmanna og manna í sambærilegum störfum
á hinum almenna vinnumarkaði. í sama tilgangi
leggur ríkisstjórnin áherslu á, að lokið verði
sem fyrst þeirri samanburðarathugun, sem nú
er unnið að samkvæmt samkomulagi ríkisins og
Launamálaráðs bandalags háskólamanna.“
Þessi samþykkt lýsir vilja ríkisstjórnarinnar til
að leiðrétta kjör opinberra starfsmanna og færa
þau til eðlilegs samræmis við kjör á hinum
almenna vinnumarkaði. Slík breyting verður hins
vegar ekki gerð á einni nóttu, án þess að veruleg
kollsteypa hljótist af, engum til góðs, öðrunt en
þeint sem hafa fjármagn til að hagnast á gengisfell-
ingum og verðbólgu.
Forystumenn opinberra starfsmann hljóta að
meta þennan vilja og ganga til reglubundins
samráðs á sviði kjararannsókna við ríkisvaldið.
Þannig eigum við auðvitað að leysa okkar
vandamál. Verkföll og uppsagnir gera ekki annað
en að auka vandann og eru vatn á millu þeirra afla
sem eiga þá ósk heitasta að standa á rústum
velferðarsamfélagsins.
Nýr stórmeistari
Öll íslenska þjóðin samgleðst Helga Ólafssyni
yfir þeim áfanga sem hann náði í íþrótt sinni eða
list, hvort sem menn kjósa að nefna það, á
skámótinu í Kaupmannahöfn. Vonandi verður
afrek hans einnig til þess að hvetja aðra íslenska
skákmeistara til frekari dáða. Þess skal einnig
óskað, að framganga afreksmanna okkar verði til
þess að efla almennt skáklíf í landinu. Þau
uppeldislegu áhrif sem felast í iðkun skákarinnar
sem tómstundaiðju eru ómetanleg. í því Ijósi ber
einnig að meta afrek Helga Ólafssonar.