NT - 16.03.1985, Blaðsíða 6

NT - 16.03.1985, Blaðsíða 6
Laugardagur 16. mars 1985 6 Jón Kristjánsson alþingismaður Hvers virði er land- búnaðurinn þjóðinni? Hvers virði er landbún- aðurinn þjóðinni? Það blandast engum hugur um það að nú eru umbrotatím- ar í þjóðfélaginu, miklar breyt- ingar eru framundan á undir- stöðuatvinnuvegum þjóðar- innar sjávarútvegi og landbún- aði. Þeir sem stunda þessar atvinnugreinar standa frammi fyrir breyttum viðhorfum, utanaðkomandi aðstæðursetja vexti þeirra og viðgangi skorður. í sjávarútvegi kemur ástand fiskstofna í veg fyrir að hægt sé að nýta auðlindir hafs- ins að vild, einnig koma markaðsmál þar við sögu. í landbúnaði setja markaðs- erfiðleikar erlendis atvinnu- greininni þröngar skorður. Erfiðleikar í útflutningi land- búnaðarvara eiga uppruna sinn að rekja til mikillar og viðvar- andi verðbólgu hér innanlands og ríkisstyrkja til landbúnaðar í öllum nágrannalöndunum og mestir eru ríkisstyrkirnir þó í föðurlandi frjálshyggjunnar, Bandaríkjunum. Gildi landbúnaðar Allar þróaðar þjóðir kapp- kosta að halda landbúnaðar- framleiðslu sinni og brauðfæða þjóðina. Þetta þykir sjálfsagt bæði af öryggisástæðum og því, að landbúnaðarfram- leiðsla skapar atvinnu, er hluti af þjóðfélaginu, hluti af því mannlífi sem lifað er. Gildi landbúnaðar fyrir ís- lendinga er ótvírætt. Með því að efla byggö í sveitum er landinu öllu haldið í byggð og önnur leið er óhugsandi. Það ætti ekki að vera neinn ágrein- ingur um það markmið að vernda landbúnaðinn til þess að framleiða fyrir innlendan markaö, enda hef ég Irú á því að uni slíkt sé samstaða þegar á reynir. Stærð landbúnaðarí atvinnulífinu í ágúst I98l skilaði nefnd sem vann aö úttekt á gildi landbúnaðarins fyrir þjóð- félagið áfangaskýrslu. Þar voru m.a. þessar upplýsingar um mannal'la í landbúnaði og greinum honum tengdum. Miðaðerviðárin l978og 1979. Við frumframleiðslu eru 6834 ársverk - við kjötiðnað ll98 ársverk - við mjólkuriðnaö 540 ársverk - við skinnaiðnað 1421 ársverk - við verslunarþjónustu sem tengist landbúnaði beint (fóðurbætir, vélar og áburður) 320 ársverk. Þarna eru ekki öll kurl kom- in til grafar, t.d. er ekki nietið starfsfólk búnaðarsambanda, bændaskóla, rannsóknarstofn- ana né yfirstjórn landbúnaðar- ins, en fjölmörg störf eru á því sviði m.a. í höfuðborginni. Þrátt fyrir þetta er þarna um 10.313 ársverk að ræða, þótt enn vanti fjölmargt sem telst til óbeinna áhrifa þessarar at- vinnustarfsemi. Þótt landbúnaðurinn afli ekki mikils gjaldeyris með út- flutningi miðað við sjávarútveg er hann gjaldeyrissparandi at- vinnuvegur og vandséð er hvaðan okkur ættu að koma gjaldeyristekjur til innflutn- ings landbúnaðarvara um þess- ar mundir. Þar að auki má geta þcss að ullar- og skinnaiðnað- urinn skapar verulegar gjald- eyristekjur því úlflutningur þeirra vara nam 5% af útflutn- ingstekjunum á síðasta ári og nam upphæð útfluttra ullar- og skinnavara l,l milljarði króna. Af þessu sést að þegar rætt er um landbúnaðinn sem at- vinnugrein er ekki um neitt smámál að ræða og þýðing hans fyrir aðrar atvinnugreinar okkar tengjast í eina órjúfan- lega kcðju og þar getur engin grein án annarrar verið. Það væri meiri sæmd í því að skilja það og viðurkenna og láta af því að etja saman bændum og neytendum og ala á tortryggni þeirra á milli. Hvað er framundan í landbúnaði? Bændur og samtök þeirra hafa markað þá stefnu að draga úr mjólkur- og kjötfram- leiðslu og minnka þar með þörfina fyrir útflutningsupp- bætur. Mjög mikið hefur dreg- ið úr framleiðslunni á undan- förnum árum, og valda þessar breyttu aðstæður bændum miklum vanda. Tekjurnar minnka og afkoman verður lakari. Það er eðlilega spurt scm svo livað framundan sé í land- búnaðinum, með hverjum hætti bændurgeti haft nægilega framleiðslu til þess að tryggja sér mannsæmandi kjör. Hvernig á að tryggja öfluga byggð í sveitum. Bændur hafa ekki vikist und- an því að gera breytingar á sinni atvinnugrein, og þá skort- ir ekki vilja til þess að taka á þeim vandamálum sem við er að etja. Hins vegar er ekki óeðlilegt aö þeir vilji fá trygg- ingu fyrir sambærilegum kjör- um við aðrar stéttir þjóðfélags- ins og vilji vita með hverjum hætti á að standa að uppbygg- ingu í atvinnugreininni, einnig í hinum hefðbundnu greinum. Loðdýrarækt þykir álitleg atvinnugrein um jressar mund- ir og ber að efla liana. Þetta er útflutningsatvinnuvegur scm við eigum að hafa alla burði til þess að stunda. Hún tengist sjávarútvegi og öðrum grein- um í landbúnaði um fóðuröfl- un og í þessari búgrein eru ekki greiddar neinar útflutn- ingsuppbætur. Ef vel tekst til ætti hún að veita mjögmörgum atvinnu á komandi árum, og það þarf að beina auknu fjár- ntagni til uppbyggingar í loð- dýraræktinni nú, þegar fyrstu sporin eru stigin og hún hefur sannað þegnrétt sinn í íslensku atvinnulífi. Hins vegar á ekki að etja saman búgreinum og taka þá stefnu að öll lánafyrir- greiðsla eigi að falla niður til gömlu búgreinanna. Það er einfaldlega ekki hægt að klippa þannig á. Bændur í mjólkur- og sauðfjárframleiðslu geta verið með vel rekin bú, og góðan bústofn, þótt nauðsyn beri til að endurnýja hús eða vélakost. Ef klippt er algjör- lega á slíka hluti er snaran reyrð að hálsinum á viðkom- andi bændum og möguleikar þeirra að engu gerðir. Alveg það sama gildir um vinnslustöðvar . landbúnaðar- vara. Uppbygging og tækni- væðing verður að halda áfram á þeim vettvangi til þess að tryggt sé að neytendur fái gæðavöru og fjölbreytni aukist í framboði landbúnaðarvara. Slíkt er nauðsyn. Lánafyrir- greiðslan verður að beinast að því að viðhalda arðsömum búum og auka sem allra mest hagkvæmni í búrekstrinum. Vonir eru bundnar við nýjar greinar í sveitum, svo sem fiskiræktina og ferðamanna- þjónustu, svo eitthvað sé nefnt. Þessu ber að huga að, en gæta verður þess að fiski- ræktin á enn langt í land að verða almenn búgrein. Það verður að halda vel vöku sinni á þessu sviði, og stórefla rann- sóknir frá því sem nú er. Framtíðarmöguleikar Oft heyrist því haldið fram að komið sé á leiðarenda í hinum gömlu atvinnuvegum sjávarútvegi og landbúnaði. Þessar greinar geti ekki staðið undir aukinni velsæld né veitt fleirum atvinnu. Þetta kann að vera rétt að því leyti að fólki í þessum greinum kann að fækka hlutfallslega með auk- inni tækni. Hins vegar skal varað við fullyrðingum um að þessar atvinnugreinar geti ekki skilað meiru í þjóðarbúið en nú er. Þær geta það vissulega, og væri hægt að ræða þá full- yrðingu nánar í annarri grein, því ótal möguleikar eru ónýttir á þessum sviðum sem nýtast með aukinni hagræðingu, vöruvöndun, ötulu sölustarfi og nýjungum í framleiðslu. Það er hægt að horfa með bjartsýni til framtíðarinnar í þessu efni, en hafna þeim úrtölum sem því miður heyrast allt of oft. Löggjöf um landbúnaðarmál Um þessar mundir vinnur nefnd á vegum stjórnarflokk- anna að endurskoðun á lögun- um um Framleiðsluráð land- búnaðarins. Sú endurskoðun og lagasetning sem af henni leiðir verður að tryggja land- búnaðinn í sessi og bæta hag bændastéttarinnar. Það þarfað tryggja það áð lífvænlegt sé í þessari atvinnugrein og ungt fólk hafi möguleika til þcss að hasla sér völl í henni, skapa sér þar lífsviðurværi og starfsvett- vang. Annars er voðinn vís. Það hefur verið lög á það áhersla í umræðum að útflutn- ingsuppbætur beri að leggja niður í áföngum. Séu þær lagð- ar niður þarf að tryggja það að það fjármagn, sem fer í þær nú, verði lagt í aðra starfsemi í landbúnaði sem álitlegri þykir en kjöt- og mjólkurfram- leiðsla. Slíkt er hagkvæmt og allir ættu að geta verið sam- mála um það markmið. Hins vegar er það mín skoðun að útflutningsuppbætur verði að vera fyrir hendi að einhverju marki þannig að við höldum okkar nærtækustu kjöt- mörkuðum t.d. Færeyjamark- aði og slítum ekki öll tengsl sem myndast hafa í viðskiptum með landbúnaðarvörur á undanförnum árum. Það hefur einnig verið lögð áhersla á það í umræðum, einkum af talsmönnum Sjálf- stæðisflokksins, að skilja beri á milli vinnslustöðva og bænda. Nú er fyrirkomulagið þannig að bændur reka sjálfir vinnslustöðvarnar og þær reka umboðssölu með landbúnað- arafurðir. Það mætti hugsa sér það að vinnslustöðvarnar keyptu búvörur af bændum, síðan væri það þeirra m,ál hvort selt væri með tapi eða hagnaði. Það er hins vegar sannfæring mín að slíkt skref er ekki hægt að taka nema tryggja hag bænda í breyttu fyrirkomulagi, og að sú samábyrgð sem felst í núverandi fyrirkomulagi sé ekki brotin niður. Vonandi sér þessi endur- skoðun dagsins ljós von bráðar og frumvarp um nýskipan þess- ara mála. Óvissuástand er þreytandi fyrir bændastéttina og breytingar í landbúnaðinum verða að tryggja það að blóm- leg byggð haldist í sveitum, þar séu möguleikar fyrir ungt fólk að hasla sér völl. Slíkt er lífsnauðsyn fyrir þjóðina alla, þessi hlekkur í keðjunni má ekki rofna. Allar þróaðar þjóðir kappkosta að halda landbúnaðarframleiðslu sinni og brauðfæða þjóðina. Þetta þykir sjálf- sagt bæði af öryggisástæðum og því, að landbúnaðarframleiðsla skapar at- vinnu, er hluti af þjóðfélaginu, hluti af því mannlífi sem lifað er. Kosningar og kennaradeila ■ Ekki leystist kennara- deilan í vikunni og horfir nú illa með skólahafd í framhalds- skólum meö þeim alvarlegu afleiðingum sem það getur haft fyrir þá l() þúsund nemendur sem meira og minna eru kennaralausir. Ríkisstjórnin reyndi í vikunni að leysa deil- una með ályktun, en kennur- um fannst ekki nógu afdrátt- arlaust að orði kveðið um kjarabætur sér til handa til þess að það réttlætti það að þeir hyrfu aftur til starfa. Mismunandi afstaða ríkisins » Staðan er þannig núna að fjármálaráðuneytið hefur boð- ið kennurum 5% kauphækkun og l-3 launaflokka, sem leið- réttingu á þeim launamun sem er með kennurum og öðrum ríkisstarfsmönnum, með sam- bærilega menntun, svk. skýrslu menntamálaráðuneytisins. Með þessu boði sínu telur samninganefnd ríkisins að einnig sé tekið tillit til þeirra auknu krafna sem gerðar hafa verið til kennara og endurmats- skýrsla menntamálaráðuneyt- isins ber vitni um. Kennarar telja hins vegar að meira felist í yfirlýsingu ríkisstjórnarinar, þ.e. að auk nefndra launa- flokkahækkana eigi aö koma hækkun þar sern tekið verði sérstakt tillit til hinna auknu krafna sem gerðar hafa verið til kennarastarfsins á undan- förnum árum. Hins vegar telja þeir sig ekki geta gengið inn uppá þessa samþykkt á meðan túlkun samninganefndar ríkis- ins, og þar með Alberts, sé miklu þrengri. 1700 króna hækkun Tilboð fjármálaráðuneytis- ins felur það í sér að kennari með 4 ára háskólamenntun fengi í byrjunarlaun 22.500 krónur, en hefur nú 20.800 krónur. Það er hækkun um 1700 krónur. Kennari með meiri menntun og lengri sarfs- aldur sem hefur nú 25.000 krónur fengi samkvæmt tilboð- inu 28.000 krónur. .Kcnnarar telja flestir víðsfjarri að þessar hækkanir bæti jáeim nægilega það bil, sem þeir vilja brúa, til þess að það réttlæti inngöngu. Sagan endurtekur sig Svo virðist að í kennaradeil- unni sé að endurtaka sig sama sagan og í haustmánuðum í verkfalli BSRB. Forsætisráð- herra reynir að leysa deiluna með sanngjörnum hætti en til- lögur hans ná ekki fram að ganga í samninganefnd ríkis- ins. Sé horft beint á samþykkt ríkisstjórnarinar verður ekki betur séð en að ríkisstjórnin vilji ganga að einhverju leyti til móts við kennara. Yfirlýsingin er þeim hins vegar ekki næg trygging meðan tilboðin frá Indriða og félögum eru ekki betri en þetta. Hinn hlutlausi kjaradóm- ur? Ragnhildur Helgadóttir tal- aði þannig á Alþingi í fyrradag að deilan væri komin úr hönd- um ríkisstjórnarinnar í hinn hlutalausa Kjaradóm. Nú væri bara að bíða og sjá hver niður- staða hans yrði. Þarna horfir Ragnhildur framhjá því að ríkisstjórnin er annar aðilinn fyrir Kjaradómi og niðurstöð- ur hans fara eftir því hvaða kröfur ríkið setur fram. Hún er varnaraðili í málinu og dóm- urinn vcrður aldrei lægri en kröfur varnaraðilans eru. Ein aðferð til að leysa deiluna strax er að ríkisstjórnin geri það ljóst hvaða varnarkröfur hún ætli að leggja fram í dómnum. Heildartekjur eða dagvinnutekjur Til dæmis liggur fyrir saman- burður við ríkisstarfsmenn á almennum vinnumarkaði og kemur þar í Ijós verulegur munur á launum kennara og annarra. Kennarar vilja túlka þessar niðurstöður sem svo að bera skuli saman kjör fólks á almennum vinnumarkaði og dagvinnutekjur kennara. Fjármálaráðuneytið vill hins vegar túlka þær svo að bera skuli saman laun á almennum vinnumarkaði og heildartekjur kennara þ.e. dagvinnutekjur plús yfirvinnutekjur. Á þessu er reginmunur og ljóst er að kennarar geta aldrei sætt sig við túlkun ráðuneytisins í þess- um efnum. Ef ríkisstjórnin æfi t.d út þá yfirlýsingu að ún féllist á túlkun kennara í þessum efnum fyrir Kjaradómi þá væri deilan þar með örugg- lega leyst. Þannig er málið alls ekki komið úr höndum ríkis- stjórnarinnar eins og mennta- málaráðherra vill vera láta; þvert á móti er hún í ágætis aðstöðu til þess að leysa málið strax. Talað niður til kennara Kennaradeilan er auðvitað ekkert grín. Hana verður að leysa með þeim hætti að aðilar geti sæmilega við unað. Sú lausn gæti byggst á launahækk- un sem kænii á nokkru árabili og hefði sáralítið skriðugildi þar sem viðurkennt er af flest- um að kennarar hafi dregist afturúr miðað við sambærilega starfshópa og að eðli kennara- starfsins hafi breyst. Slík lausn hefði betri varanleg áhrif held- ur en sú ,.lausn“ að keyrt væri yfir kennara, hluti þeirra sneri aftur en þeir sem betri vinnu fengju hyrfu til annarra starfa. Slík valtaralausn rnyndi enn skerpa þá mynd að launafólk annarsvegar og ríkisstjórn hins vegar standi gráir fyrir járnum andspænis hvor öðrum. Það má vissulega deila um það hvort kennarar hefðu átt að hlíta framlengingunni, en úr því sem komið er þýðir ekki að karpa um það og enná minni þýðingu hefur það tiltæki menntamálaráðherra að „tala

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.