NT - 16.03.1985, Blaðsíða 22

NT - 16.03.1985, Blaðsíða 22
Laugardagur 16. mars 1985 22 500. leikur „Leibba“ með KA: Þjálfari liðsins er Steen Kyst Hansen. Gunnar Jóhannsson, formaður BTÍ er fararstjóri liðs- ins og niun hann ásamt Halldóri Haralz, varaformanni BTÍ, sitja þing Alþjóðasambandsins og Borðtennissambands Evrópu. ■ Jón Arnþórsson fyrrverandi formaður KA tilkynnti um „500 krónu veltuna" sem fyrrverandi og núverandi formenn KA og handknattleiksdeildar hafa sett af stað. Fólk skrifaði sig á lista og lagði með því fram 500 krónur í ferðakostnað fyrir Þorleif og frú í utanlandsferð í suinar.Ni-immi: Borðtennislandslið á HM í Gautaborg 10 landsleikir hjá körlum en 7 hjá konum ■ Landsliðið í borðtennis, konur og karlar, mun taka þátt í Heimsmeistaramótinu í borð- tennis sem fram fer í Gautaborg 27. mars-8. apríl. Fyrstu 5 dagana verða leiknir 1() landsleikir hjá karlaliðinu en 7 hjá konunum. Eftir það er einstaklingskeppnin, einliða- leikir og tvíliða- og tvenndar- leikir. Liðið sem keppir á HM er þannig skipað: Stefán Konráðsson, Stjörnunni, Tómas Guðjónsson, Tómas Sölvason og Kristinn Már Emilsson. allir úr KR. Ragn- hildur Sigurðardóttir og Sigrún Bjarnadóttir, báðar úr UMSB. Mótherjar liðanna eru þessir: Karlar: Malasía, Nýja Sjáland, Saudi Arabía, Zimbabwe, Equador, Jersey og Palestína. Konur: Spánn, ísrael, Búlgaría og Perú. Eftir þessa leiki eru leiknir 3 leikir í milliriðli. Leikir okkar keppenda í fyrstu umferð í ein- staklingskeppninni: Einliðaleikur Tómas G - Alexander Tovan, Venesuela Kristinn - Ahrned Mohammed Zaed, Yemen Tómas S. - Dexter Smith, Bermuda Stefán - Yiptong Chan Hoy Ling, Máritaníu Sigrún - Beudihardia Lilite Winarni, Indónesíu. Tvíliðaleikur Stefán/Kristinn - sitja yfir í fyrstu umferð Tómas/Tómas - Shimizu/Ona, Japan Sigrún/Miriam Hazan, Israel - Barua/Roy, Indlandi Tvenndarkeppni Kristinn Már/Sigrún - Fejer/Al- boise, Rúmeníu. Mikið um dýrðir Frá Gylfa Kristjánssyni frcttamanni NT á Akureyri ■ Pað var mikið um dýrðir í íþróttahöllinni á Akureyri í fyrrakvöld. Þá fór þar fram leikur KA og FH í handknatt- leik, og var leikurinn heiðurs- leikur fyrir Þorleif Ananíasson sem lék sinn 500.leik með KA á 21 árs ferli sínum í meistara- flokki. Það var engu líkara en Þor- leifur ætti stórafmæli, því gjafir og viðurkenningar sem honum bárust fyrir leikinn voru talsvert á annan tug. Þeir sem heiðruðu hann á þessum merku tímamót- um voru Handknattleiksdeild KA, aðalstjórn KA, félagar Þorleifs í liðinu, fyrrverandi fé- lagar hans í meistaraflokki, andstæðingarnir Þór, Hand- knattleikssamband íslands, ættingjar Þorleifs afhentu hon- um blómakörfurogheiðursgest- urinn Birgir Björnsson sem varð fyrstur hérlendis til að þess að leika 500 leiki með sama félag- inu og er fyrrverandi þjálfari Þorleifs afhenti honum gjöf. Mönnum tekst til að á ferli sínum í meistaraflokki hafi Þor- leifur mætt á tæplega 2000 æfingar, og mörkin sem hann hefur skorað í þessum 500 leikj- um eru á bilinu 2500-3000. Hann hefur því lagt mikið af mörkum, og uppskorið sam- kvæmt því sem einn vinsælasti handknattleiksmaður á Akur- eyri um langt árabil. - Um leikinn sjálfan er það að segja að þeir 600 áhorfendur sem mættu sáu FH vinna sigur 28:22 í skemmtilegum en frem- ■ Oddsskarðsmótið í stórsvigi var haldið 23.-24. febrúar 1985. Úrslit: 8 ára og yngri, stúlkur 1) Hjálmdís Tómasdóttir Nk. 2) Fanney Sveinbjörnsdóttir Nk. 3) Freyja Dögg Frímannsdóttir Nk. ur rólegum leik, en kvöldið í heild var vel heppnað og sjálf- sagt ógleymanlegt „Leibba hin- um síunga“. 11-12 ára stúlkur 1) Anna Sveinbjörnsdóttir Nk. 2) Anna María Bogadóttir Nk. 3) Harpa G. Aðalbergsdóttir Sey. 11-12 ára drengir 1) Karl R. Róbertsson Nk. 2) Dagfinnur Ómarsson Nk. 3) Pétur Jónsson Esk. ■ Þorleifur og eiginkona hans frú Ingveldur Jónsdóttir taka á móti fagnaðarlátum áhorfenda. Oddsskarðs- mót: Tætarar á vildarkjörum Við sendum þér tætarann í dag og þú greiðir í sumar og haust. 60" kr. 31.500-- 70" kr. 42.000.- I AI 4 I 4 Bíldshöfða 8 - Simar 68-66-55 & 68-66-80 EM1988: í V-Þýskalandi ■ Fulltrúanefnd UEFA ákvað í fyrradag að Evrópukeppnin í knattspyrnu 1988 fari fram í Vestur-Þýskalandi og einnig var það ákveðið að ekki yrði leikið í Vestur-Berlín. Talsmenn UEFA sögðu eftir að þessi ákvörð- un var gerð opinber að hún Itefði verið tekin án tillits til þess pólitíska moldviðris sem fylgdi umræðum um málið. Hermann Neuberger, formaður DBF, þýska knattspyrnusambandsins, sagðist vera ánægður með ákvörðunina. „Vissulega hefði verið gaman ef opnunarleikur keppninnar hefði verið í Berlín, en það er ekki hægt að fá allt sem hugurinn girnist. Það verður aldrei til góðs þegar pólitík og íþróttum er blandað saman“. Neuberger bætti við að hann tryði því ekki að vestur-þýska stjórnin myndi enn um sinn sækja fast að Berlín yrði inni í myndinni. Talsmaður stjórnarinnar vildi ekki segja neitt um málið að svo stöddu, fyrst þyrfti gögn frá fundi fulltrúanefndarinnar sem fram fór í Lissa- bon að berast. Borgarstjórinn í V-Berlín sagðist vera von- svikinn yfir þessum málalokum. Kökubasar ■ íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík og ná- grenni, heldur KÖKUBASAR laugardaginn 16. mars nk. kl. 14.00 í Félagsmiðstöðinni að Hátúni 12. Þar verða allskonar kökur á boðstólum. Eitthvað við allra hæfi. Ágóði fer til starfsenii Í.F.R. Sjón er sögu ríkari. KOMIÐ OG KAUPIÐ HEILSUBRAUÐ Stjórn Í.F.R. ■ Svanhildur Kristjónsdóttir íþróttamaður Kópavogs og afreks- maður UMSK 1984 ásamt fráfarandi formanni UMSK Kristjáni Sveinbjörnssyni. 61.þing UMSK: Mikið um að vera ■ 61. ársþing UMSK varhald- ið þann 10. febrúar sl. í Kópa- vogi í boði Breiðabliks. Það kom fram í skýrslu stjórnar að liðið starfsár hefur verið eitt það annasamasta sem sögur fara af. Má þar nefna: Gaukinn ’84, Landsmót UMFÍ og húsnæðismál sambandsins, en UMSK hefur tekið 300nr húsnæði til leigu að Mjölnisholti 14, í Reykjavík og innréttað það og endurlegir svo út til hinna ýmsu félagasamtaka. Þinggestir snæddu hádeg- isverð í boði bæjarstjórnar Kópavogs. Þar var Jóni Inga Ragnarssyni Breiðablik afhent- ur Félagsmálaskjöldur UMSK og fylgir honum nafnbótin Fé- lagsmálamaður UMSK 1985. Svanhildur Kristjónsdóttir fráls- íþróttakona úr Breiðablik var útnefnd afreksmaður UMSK 1984. Þá var Olympíukeppend- um úr röðum UMSK afhent áritað eintak af sögu UMFI „Ræktun lýðs og lands“, en það voru þeir Brynjar Kvaran hand- knattleiksmaður úr Stjörnunni, og Gunnlaugur Jónasson og Jón Pétursson siglingamenn úr Ými. Þá var Hermanni Guðmunds- syni framkvæmdastjóra ÍSÍ af- hentur áletraður silfurdiskur frá UMSK fyrir ánægjulega sam- fylgd í íþróttamálum í gegnum árin. Áður hafði Pálmi Gíslason formaður UMFÍ sæmt Axel Jónsson fyrrverandi alþingis- mann og formann UMSK gull- merki UMFÍ. Margir góðir gestir mættu í þingið og má þar nefna: Pálma Gíslason forni. UMFÍ, Sigurð Geirdal framkv.stj., Jón Guð- björnsson gjaldkera UMFÍ, Svein Björnsson forseta ÍSÍ. Real í úrslit - í Evrópukeppni meistaraliða ■ Real Madrid er komið í úrslit Evrópukeppni meistaraliða í körfuknatt- leik. Real vann Banco Roma í síðasta undanúr- slitaleiknum í fyrrakvöld með 97 stigum gegn 90. ítalirnir réðu lögum og lofum í fyrri hálfleik og leiddu 52-41 í hléi. En Real komst aftur inn í leikinn með því að skora 7 stig í röð á fyrstu tveimur mínútum seinni hálfleiks, og þegar 6 mínútur voru eftir jöfnuðu þeir 75-75. Eftir það var sigur Real öruggur. 8 ára og yngri, drengir 1) Grétar Jóhannsson Nk. 2) Stefán Ríkharðsson Nk. 3) Helgi Jónas Gudfinnsson Nk. 9-10 ára, stúlkur 1) Vilhelmína Smóradóttir Nk. 2) Sigrún Haraldsdóttir Nk. 3) Jóhanna Kristín Malmquist Nk. 9-10 óra drengir 1) Birgir Karl Ólafsson Sey. 2) ívar Kristinsson Nk. 3) Baldur Kristinsson Sev. 13-14 óra stúlkur 1) Gerður Guðmundsdóttir Nk. 2) Hlin Jensdóttir Nk. 3) Jóna Lind Sævarsdóttir Nk. 13-14 óra drengir 1) Kristjón Örn Kristjónsson Nk. 2) Viggó Sigursteinsson Nk. 3) Jóhann Þ. Þórðarson Nk. 15-16 stúlkur 1) Ásgerður Edda Jónsdóttir Eg. 15-16 drengir 1) Birkir Sveinsson Nk. 2) Valur Guðmundsson Sey.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.