NT - 28.03.1985, Síða 3

NT - 28.03.1985, Síða 3
Fimmtudagur 28. mars 1985 3 iilr-------- Einar Ólafsson: Hver er ofalinn á 20 þús. kr. launum? - svari því hver sem vill ■ Það kveður við harðan tón í ályktun aðalfundar Starfs- mannafélags ríkisstofnana sem haldinn var sl. þriðjudag. NT spurði Einar Ólafsson formann félagsins hvort verkfallstónn- inn hefði verið gefínn fyrir haustið. Tvímælalaust, meiningin er ekkiönnur. Þærkjarabætursem við fengum út úr verkfallinu í haust eru svo gott sem horfnar og eins og komið er í kjaramál- um opinberra starfsmanna lifir stærstur hluti þeirra ekki af sínum launum. Nú talið þið um 20 þúsund króna lágmarkslaun? Miðað við yfirlýsingar for- sætis- og fjármálaráðherra vegna kennaradeilunnar þá hefði ég haldið að þessi 20 þús. , króna krafa væri of lág. Er það ofalinn maður sem fær 20 þús. króna laun? Svari því hver sem vill. Hefur SFR ekki tekið þátt í samráði undanfarið? „Hvorki SFR eða BSRB hef- ur verið kallað til til þess að leysa vanda launþega. BSRB er hins vegar stundum kallað til til að leysa vanda óstjórnarinnar." Nú talar aðalfundurinn um að velferðarsamfélagið sé í hættu? „Það er náttúrlega fyrst að telja að heimilin eru í hættu, en eins og hefur komið fram í fjárlögum þá er tilhneiging til þess hjá ríkisvaldinu að skera niður samneysluna t.d. heil- brigðisþjónustuna. Það er skor- ið niður og sparað í stað þess að snúa sér að raunverulegri hag- ræðingu.“ Þið talið um að sameinuð launþega hreyfíng þurfi að snú- ast til varnar.Er verkalýðshreyf- ingin sameinuð? 1977 lyftu launþegar grettis- taki þegar 100 þúsund króna krafan var borin fram til sigurs. Við þurfum á sams konar átaki að halda nú og árangri nær verkalýðshreyfingin ekki nema hún standi sameinuð.“ Nú eru tæplega 5000 félags- menn í SFR, er hiti í mönnum? „Það var einhugur um þessa ályktun á aðalfundinum og áður hafði 100 manna trúnaðar- Fá fyrirtæki á ís- landi betur stæð en Sementsverksmiðjan! ■ „Þetta frumvarp vefst fyrir mér og ég sé ekki tilganginn með því en það læðist sá grunur að mér að það séu steypustöðvarnar sem með þessum hætti vilji eignast aðild að fyrirtækinu,“ sagði Eiður Guðnason í umræðu í efri deild í gær um frumvarp til laga um stofnun hlutafélags um Sementsverksmiðju ríkisins. ■ Einar Ólafsson, formaður SFR. NT mynd Ari mannafundur samþykkt þessa stefnu samhljóða.“ Nú tala stjórnmálamenn um kollsteypu sl. haust. Leiða þess- ar kröfur ekki til nýrrar koll- steypu í haust? „Frá því að ég man eftir hafa stjórnmálamenn ekki talað um annað en að allt sé að fara fram af hamrinum. Við vitum það hins vegar að tekjur þjóðfélags- ins eru það ríflegar að menn eiga að geta lifað hér mannsæm- andi lífi. Á því er ekki nokkur vafi. Verkalýðshreyfingin hefur ekki stjórnað fjármálum þessa þjóðfélags fram að þessu.“ Kom fram hjá Eiði að sjálf- sagt væri að setja nýja löggjöf um Sementsverksmiðju ríkisins en það væru engin rök sem hnigju að hlutafélagsbreytingu. Benti Eiður enn fremur á að fram hefði farið úttekt á Sem- entsverksmiðjunni á vegum ráðuneytisins, sem ennþá væri leyniplagg, en ýmsir hefðu áhuga á að sjá það plagg og væri ekki allt jafn gáfulegt sem þar kæmi fram. Skúli Alexandersson deildi hart á frumvarp iðnaðarráð- herra og sagði rök fyrir breyt- ingunni mjög vandfundin. Hér væri Sjálfstæðisflokkurinn að hverfa frá stefnu Ólafs Thors og Péturs Ottested, sem báðir hefðu verið fylgjandi því á sín- um tíma að Sementsverksmiðj- an væri ríkisfyrirtæki. Benti Skúli á að farið væri fram á stjórnunarbreytingu á fyrirtæk- inu án þess að fyrir lægi hvort nokkrir vildu kaupa þessi 20% hlutabréfa. Um fullyrðingu þess efnis að Sementsverksmiðjan þyrfti á nýju fjármagni að halda benti Skúli á að skuldir verk- smiðjunnar væru um 120 mill- jónir meðan mannvirki og tæki væru bókfærð á 377 mill- jónir, sem væri einungis brot af nýbyggingarverði slíkrar verk- smiðju. „Staðreyndin er sú að það hníga engin rök að því að selja þurfi eignarhluta í Sem- entsverksmiðjunni vegna þess að skuldstaða fyrirtækisins sé vond. Þau eru ekki mörg fyrir- tækin á íslandi í dag sern geta státað sig af jafngóðri eignafjár- stöðu og Sementsverksmiðjan," sagði Skúli. Taldi hann að allar upplýsingar og þá fyrst og fremst saga fyrirtækisins, núver- andi staða og framtíðarmögu- leikar mæltu gegn snmþykkt frumvarpsins. Sverrir Hermannsson tók fram að hann væri þeirrar skoðunar að ríkið ætti ekki að selja meirihlutaeign sína í Sem- entsverksmiðjunni, hún væri einokunarfyrirtæki þeirrar teg- .undar sem ríkið þyrfti að eiga meirihluta í. Hann sagðist ekki hafa verið beittur neinum þrýst- ingi, síst frá steypustöðvum, um að selja Vs af hlutafé og hann vildi taka það fram að fyrirtækið yrði ekki gefið. Hann teldi að tengsl þess við atvinnulíf yrðu til bóta. Um úttektina á rekstri Sementsverksmiðjunnar sagði Sverrir að það væri ekkert leyndarmál að Kaupþing hefði unnið hana en beðið væri með að birta hana þar til stjórn fyrirtækisins og ráðgjafarfyrir- tækið hefðu komið saman. „Skýrslan var mér fagnaðarefni að mestu," sagði Sverrir og Sementsverksmiðjan er í góðu lagi og rekstur í góðu lagi. Málinu var vísað til 2. umræðu og iðnaðarnefndar. Fyrir þann vandláta Vupen leoh ARC-44 Veröiö kemur á óvart aöeins 10.900 stgr. :v ■ :,.t' Bíltaeki með sámbyggt útvarp og segulband- Hefur 2*25 watta hljómmögnun, 5 banda tónjafnara I® 5t?reQ (Rás 2), auto stoþ og med því fylgja 40 watta (AL-lpj híjómgóölr hátalarar. ý; Fyrir þann Hagsýna l/úperlech Þetta bíltækjasett er aðeins á 5.950 stgr. Sambyggt bíltæki, segulband og útvarp. Hefur 2x7 watta hljómmögnun, FM sterep (Rás 2) og auto stop,- 30 watta |AL09| hátalarar fylgja meO. "N'ýVÁ, Umbodsroenrt um land allt. Lágmúia 7 ^fieykjavík Sími 66 S3 33 v;í »v«■*

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.