NT - 29.03.1985, Page 11

NT - 29.03.1985, Page 11
Föstudagur 29. mars 1985 11 Hrávöruframlciðaruii Framlciðandi Heildsali Smásali Texti: Magnús Ólafsson ...skatturinn mun hafa í för með sér umtalsverða hækk- un á byggingar- kostnaði. ■ Þessi skýringarmynd fylgir athugasemdum við frumvarp um virðisaukaskatt og skulum við styðjast við hana til að skýra út framkvæmd skattheimtunnar í reyndinni. Hér er gengið út frá að varan fari gegnum fjögur framleiðslustig og til einföldunar þarf hrávöruframleiðandinn ekki að kaupa aðföng til framleiðslunnar. Hann selur aðföng til framleiðandans fyrir 1000 kr. og leggur 210 kr. virðisaukaskatt ofan á, sem hann borgar í ríkissjóð. Framleiðandinn, sem kaupir vöruna á 1210, fær hins vegar þessar 210 kr. endurgreiddar úr ríkissjóði og borgar þannig í raun aðeins 1000 kr. Þegar framleiðandinn er búinn að fullvinna vöruna, selur hann heUdsalanum hana á 1600 kr. (auk þess sem hann leggur síðan skatt ofan á). Þannig hefur starfsemi hans skapað 600 kr. virðisauka og á þennan virðisauka er lagður 21% skattur eða kr. 126 og það er upphæðin, sem framleiðandinn skilar í raun í ríkissjóð. TU einföldunar og í samræmi við skýringarmyndina, er hins vegar gert ráð fyrir að framleiðandinn leggi 21% skatt á 1600 kr., þ.e. 336 kr. og þær borgar hann í ríkissjóð. Þannig gengur varan gegnum framleiðslustigin fjögur og við sjáum að endanlegt verð tU neytandans er 2783 kr. og þar af fara 483 kr. í ríkissjóð sem 21% virðisaukaskattur. Mismunurinn á þessu og söluskattinum liggur hins vegar í því, að í stað þess að öll upphæðin komi frá smásalanum, koma aðeins 105 kr. þaðan, en 210 kr. frá hrávöruframleiðandanum, 126 kr. frá framleiðandanum og 42 kr. frá heildsalanum. Við sjáum að í stað þess að hafa aðeins einn greiðanda, eru nú fjórír. Þetta gerir kerfið óhjákvæmilega umfangsmeira. Upphæðimar hjá hverjum greiðenda eru hins vegar minni en í söluskattskerfinu og gerir það skattsvikahvötina minni, segja sumir. Hnökrar á söluskattskerfinu Samkvæmt gamla sölu- skattskerfinu okkar á skattur aðeins að leggjast á síðasta stig viðskiptanna, þ.e. á sölu til neytenda og er hann því nefnd- ur einstigsskattur. Frá þessu kerfi hafa síðan verið veittar ýmsar undantekningar og við skulum líta á nokkur vanda- mál, sem hafa komið upp í þessu kerfi og eru meðal helstu vopna þeirra, sem vilja leggja skattinn niður til að taka upp virðisaukaskattinn. Skattsvikin og undanþágurnar Það söluskattskerfi, sem við búum við í dag, kom til með lögum nr. 10 árið 1960, þegar veltuskatturinn var tekinn upp. Við gildistöku laganna var hlutfallið 3%, en í dag 24%. Þessi stöðuga hækkun á söluskattshlutfallinu gegnum árin hefur haft hvetjandi áhrif í þá átt að stinga undan skatti, enda til mikils að vinna. Þessi háa tala hefur einnig haft í för með sér æ meiri ásókn í undan- þágur. Sem dæmi um undan- þágur má nefna matvörur, áburð, varahluti til flugvéla- viðgerða, þjónusta lögfræð- inga, fólksflutningar o.s.frv. Þá hafa ýmsar tímabundnar undanþágur verið veittar, t.d. á starfsemi tívolía. Undanþágurnar hafa gert að verkum, að erfitt er að halda aðgreindri sölu á söluskatts- skyldri og söluskattsfrj álsri vöru. Beita þarf mjög flóknum aðferðum til að finna sölu- skattsstofninn hjá hinum ýmsu innheimtuaðilum. Þetta hefur auðveldað skattsvik. Uppsöfnun söluskatts En það eru fleiri hnökrar á núgildandi kerfi og vega þar hin svonefndu uppsöfnunará- hrif söluskattsins þyngst. Þau koma til þegar fyrirtæki kaupir vöru (t.d. orku), sem er með ■ ■■ landbúnaðarvörur munu hækka um 19% þann dag sem skatturinn verður tekinn upp. Þessi mikla hækkun mun óhjákvæmilega draga úr neyslu, sem aftur myndi hafa samdrátt í för með sér. Að mati margraerhannþeg* ar orðinn nægileg- ur. álögðum söluskatti þrátt fyrir að hana eigi að nota í fram- ieiðslunni. Þannig verður endanlegt verð framleiðslunn- ar hærra en ella því söluskattur hefur verið lagður ofan á sölu- skatt. Þessi uppsöfnunaráhrif eru skaðleg, því þau vinna augljós- lega gegn sérhæfingu og því verkaskiptingu milli fyrirtækja. Því meira, sem fyrirtæki kaupir frá öðrum fyrirtækjum í tengsl- um við framleiðslu sína, því hærra verður verðið. Þetta hef- ur áhrif á val kaupenda og rýrir stöðu íslenskra vara utan lands sem innan í samkeppni við vörur framleiddar erlendis. Áhrifin af uppsöfnun sölu- skatts eru mismikil eftir at- vinnugreinum og ræðst það m.a. af samsetningu rekstrar- kostnaðar og almennum undanþágum frá söluskatti. Það er því ekki óeðlilegt, að stjórnvöld hafi íhugað endur- greiðslur á uppsöfnuðum sölu- skatti og voru þær fyrst teknar upp árið 1974 vegna útfluttra iðnaðarvara 1973. Síðan hafa þessar endurgreiðslur verið með óreglulegum hætti, en þó færst í fastara form á síðustu árum. Útfluttar iðnaðarvörur hafa hér orðið fyrir valinu til að jafna samkeppnisaðstöðu okk- ar á erlendum mörkuðum, en nokkrar heimamarkaðsgreinar hafa einnig fengið endur- greiðslur. Þannig er ekki með aðrar greinar, eins og t.d. út- fluttar sjávarafurðir, en þar er um veruleg uppsöfnunaráhrif að ræða. Þessi uppsöfnun er sennilega mest í landbúnaði svo og í vinnslu landbúnaðarafurða, en minnst í fiskveiðum. Kostir sölu- skattskerfisins Söluskattskerfi okkar ís- lendinga hefur þó óneitanlega marga kosti,sem við ættum ekki að gleyma í umræðunni um virðisaukaskatt. Þar ber hæst, að framkvæmd kerfisins er mjög einföld, ódýr og litlu ■ ■• Reynslan frá ná- grannalöndum okk- ar sýnir þó, að undanþágumar hverfaallsekkimeð virðisaukaskattin- um. Það má því bú- astvið,aðkröfurum undanþágur komi fljótlega upp á Is- landiogverðiþávís- að til fordæma í ná- grannalöndum okkar. hefur verið til kostað. Þá eru söluskattsskyldir aðilar frekar fáir, ef miðað er við umfang skattsins, og fylgir því ótvíræð- ur kostur. Endurbætur á núverandi kerfi Nú er vitað til þess, að virðisaukaskatturinn er óhemju flókinn og umfangs- mikill í framkvæmd. Til að nefna aðeins eitt dæmi má benda á, að skattskyldum aðil- um mun fjölga úr 9000 í 19500 við breytinguna eða um 120%. Þá má einnig benda á, að í athugasemdum við frumvarp ...nú eru til 11 að- ferðir við skattsvik í Noregi, en þær voru aðeins þrjár í gamla söluskattskerfinu. til laga um virðisaukaskatt er fullyrt að þörf á virku eftirliti skattyfirvalda mun „ekki verða minni með tilkomu virðisauka- skatts.“ T.a.m. þyrfti að efla mjög allt bókhaldseftirlit frá því sem nú er. Nú starfa um 20-25 menn hjá yfirvöldum við störf, sem snerta aðeins söluskattinn. Við breytingu yfir í virðisaukaskatt þyrfti að fjölga um a.m.k. 100%. Veigamesta atriðið í þessu sambandi er þó það óhagræði, sem snýr að atvinnurekendum, því það má búast við að þeir þurfi að vinna mun meir við ...Á ttalíu var t.d. metið, að 40% tekna ríkisins af virðisaukaskattin- um kæmu aldrei í ríkiskassann. uppgjör virðisaukaskatts en söluskatts auk þess, sem sá fyrrnefndi mun snerta 10500 fleiri aðila en sá síðarnefndi. Þá má ekki gleyma, að breyt- ingunni sjálfri mun fylgja mik- ill kostnaður. Það er því ekki að undra, þótt sumir vilji frekar reyna að gera endurbætur á núverandi kerfi í stað þess að taka upp virðisaukaskattinn. Slíkar endurbætur þyrftu að ráðast gegn skattsvikunum, afnema undanþágurnar og leysa upp- söfnunarvandamálið. Ótrú- lega lítið hefur verið um hug- myndir að heildarlausn þessa vandamáls og er SUF tillagan sennilega hin eina, sem getur talist vera heilsteypt. Lítum aðeins nánar á þá hugmynd. SUF tillagan Þessi hugmynd kom fram fullmótuð á síðasta ári og felur í sér endurbætur á núverandi söluskattskerfi. í örstuttu máli er lagt til, að allar undanþágur verði afnumdar, þ.m.t. á land- búnaðarafurðir, en jafnhliða því verði söluskattshlutfallið lækkað. Með þessum hætti er hægt að koma í veg fyrir meint skattsvik í versluninni, jafn- framt því sem hvötin til skatt- svika myndi minnka með lægri skatthlutfalli. En til að bæta heimilum upp kostnaðarauka vegna matarkaupa, felur tillag- an í sér stórfelldar endur- greiðslur til heimila í samræmi við þær auknu tekjur, sem ríkið myndi fá með afnámi undanþága. Slíkar endur- greiðslur yrðu mánaðarlegar og færu einfaldlega fram gegn- um skattkerfið. Þegar hugmyndin var útfærð á síðasta ári, voru endur- greiðslurnar reiknaðar kr. 7500 á hvert mannsbarn á ári, eða 30000 kr. á fjögurra manna fjölskyldu. Rétt er að taka fram, að þetta endurgreiðslu- kerfi yrði mjög einfalt í framkvæmd. Til viðbótar má síðan nefna, að gegn uppsöfnunaráhrifun- um má ráðast meðvíðtækari endurgreiðslum svipuðum þeim, sem nú þegar tíðkast varðandi útfluttar iðnaðarvör- ur. Niðurstödur Söluskatturinn er mikilvæg- asti tekjustofn íslenska ríkis- ins, því hátt í 40% af heildar- skatttekjum þess koma frá honum og er það hærra hlutfall en gengur og gerist erlendis með sambærilega skatta. Öll umræða um þennan skatt og þá sérstaklega allar breytingar á honum eru því mjög mikil- vægar. Það er ekki tilgangur þessar- ar úttektar að leggja dóm á upptöku virðisaukaskattsins. Þann dóm verða lesendursjálf- ir að fella. f þessum niðurstöð- um er ætlunin að draga saman þau atriði málsins, sem ætla má að séu mikilvægust. Söluskattskerfið hefur alvar- lega galla: Undanþágur eru þungar í vöfum og auðvelda skattsvik. Þá vinna uppsöfn- unaráhrifin gegn eðlilegum viðskiptum. Meðan skatturinn er svo hár og hann er á íslandi, er hvötin til skattsvika veruleg, sérstaklega þar sem hann er innheimtur á aðeins einu við- skiptastigi. A hinn bóginn hefur kerfið ótvíræða kosti: Það er sáraein- falt í framkvæmd og kostai ákaflega lítið fjármagn. Virðisaukaskattskerfið hef ur aðlaðandi kosti, a.m.k fræðilega séð: Greiðendum fjölgar, þannig að um minm upphæð frá hverjum aðila er að ræða, svo hvötin til skatt- svika minnkar. Ekki er um nein uppsöfnunaráhrif að ræða, svo skatturinn er hlut- laus, ef undanþágur verða ekki . veittar. Fullyrt er, að í kerfinu sé sjálfseftirlit hvað skattsvik varðar. Kerfið er hins vegar ekki heldur gallalaust: Það er mjög þungt í vöfum og kostnaðar- samt. Það virðist heldur ekki hafa komið í veg fyrir skattsvik, sbr. dæmin frá Evr- ópu hér að ofan. Ásókn í undanþágur og eftirlátsemin virðist einnig vera nákvæmlega hin sama og í söluskattskerf- inu. Virðisaukaskattinum er ætl- að að leysa söluskattinn af hólmi og þau vandamál, sem við hann loða. Þetta er mjög dýr lausn og því grundvallar- atriði að spyrja sjálfan sig hvort lausnin skapi ekki verri vandamál en hún leysir. Með skattinum á að afnema allar undanþágur. Það værí hægt að gera í söluskattskerf- inu án þess að taka upp virðis- aukaskatt. Jafnvel þótt undan- þágur yrðu afnumdar um tíma, er ekki þar með sagt að þær kæmu ekki seinna til. Reynsl- an frá Evrópu sýnir okkur, að skattkerfin þar eru full af undanþágum og ásóknin í þær vex með árunum. Með skattinum á að koma í veg fyrir skattsvik. Reynslan í Evrópu sýnir okkur að þrátt fyrir allt er mjög mikið um skattsvik í þessu kerfi, sbr. 40% skattsvikin á Ítalíu og skattsvikaleiðirnar 11 í Noregi. Með skattinum eiga upp- söfnunaráhrifin að hverfa. Leiðréttingar vegna uppsafn- aðs söluskatts hafa átt sér stað á Islandi í meir en tíu ár vegna útfluttra iðnaðarvara og spurn- ing hvort ekki væri hægt að víkka þær endurgreiðslur í Ijósi þeirrar reynslu, sem tíu ár hafa veitt stjórnvöldum. Ert þú hlynntur upptöku virðisaukaskattsins? Magnús Ólafsson.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.