NT - 29.03.1985, Page 20
1 a Föstudagur 29. mars 1985 20
Útlönd
„Við erum auðmýktir“
segja pakistanskir flóttamenn í Svíþjóð
■ „Við héldum að í Svíþjóð
ríkti réttlæti og virðing fyrir
manneskjunni. En sem flótta-
menn höfum við verið auðmýkt-
ir og niðurlægðir. Hvað sem er
er betra en þetta,“ segja tals-
menn 150 flóttumanna ahm-
adiya-múhameðstrúar frá Pak-
istan sem hafa í örvæntingu
sinni dregið til baka umsóknir
sínar um pólitískt hæli í
Svíþjóð.
Þeir hafa ennfremur yfirgefið
flóttamannastofnanir þær sem
þeir dvöldu og leitað skjóls í
moskum og hjá einkaaðilum.
Lögum samkvæmt er nú heimilt
að vísa þeim umsvifalaust aftur
til Pakistan.
Ástæðan fyrir því að flótta-
mennirnir gripu til þessa ráðs er
sú að stofnunin sem sér um
málefni innflytjenda hefur enn
ekki viðurkennt þá sem flótta-
menn og hefur umsóknum
flestra þeirra verið vísað frá.
Ahmadiyar eru trúarlegur
minnihlutahópur 4 milljóna
manna í Pakistan, en þar búa
alls 70 milljónir manna, og eru
þeir trúboðar múhameðstrú-
armanna. Meðlimirnirerueink-
um menntamenn og velstætt
fólk og vilja þeir aðlaga trúna
breyttum tímum.
Áhmadiyar hafa annað veifið
sætt ofsóknum og í apríl í fyrra
setti einræðisstjórn hersins lög
sem banna þeim að iðka trú
sína.
Síðan hafa þeir þurft að klæð-
ast sérstökum fötum og bera
merki, eins og gyðingastjörnu,
á enninu. Yfirvöld í Pakistan
beina reiði almennings að þess-
um trúarhópi með því að kenna
þeim um bókstaflega allt sem !
miður fer í landinu.
Hamid Ullah, einn af leiðtog-
um hópsins í Pakistan, segir að
innflytjendastofnunin hafi neit-
að honum um hæli á þeirri
forsendu að hann hafi haft of
litla peninga undir höndum og
að hann hafi ekki haft vega-
bréfsáritun og hafi auk þess
ekkert að óttast í Pakistan. „En
ég kom ekki hingað sem túristi
- ég flúði til þess að bjarga lífi
mínu.“
Annar flóttamaður hefur það
til marks um meðferðina sem
þeir sæta í Svíþjóð að í flótta-
mannastofnuninni hafi hvað eft-
ir annað verið borið á borð fyrir
þá svínakjöt þótt alkunna sé að
múhameðstrúarmönnum er
bannað að leggja sér slíkt til
■ Khalid Munir, Hamid Ullah og Abdul Quadeer - talsmenn ahmadiya-múhameðstrúarmannanna
sem hafa nú í örvæntingu sinni dregið til baka umsóknir sínar um pólitískt hæli í Svíþjóð. En í Pakistan
bíða þeirra ofsóknir.
munns. Og svarið sem þeir fá
þegar þeir kvarta er: „Við báð-
um ykkur ekki um að koma
hingað.“
Sami flóttamaður gagnrýnir
einnig meðferð lögreglunnar á
sínu fólki, segir hana hafa að-
skilið foreldra og börn dögum
saman og fólk hafi ekki fengið
að þrífa sig svo dögum skipti.
Auk þess hafi lögreglan vanvirt
trú þeirra með því að grýta
trúarriti þeirra, Kóraninum, í
gólfið og kalla það bölvað kjaft-
æði.
En nú vona hinir 150 ahma-
diyar að sænska ríkisstjórnin
breyti afstöðu sinni svo þeir
neyðist ekki til að leita til ann-
arra landa.
Suður-Afríka:
Stevie Wonder
bannaður í sjón-
varpi og útvarpi
Jóhannesarborg-Rcuter
París:
Stuttu pilsin snúa aftur
París-Reuter:
■ Suður-afríska útvarpsstöðin
hefur lýst því yfir að hún muni
stöðva allan ílutning á tónlist
bandaríska blökkusöngvarans
Stevie Wonders bæði í útvarps-
og sjónvarpsþáttum.
■ Fréttastofa Nígeríu skýrði
frá því í gær að fyrrverandi
ríkisstjóri í Norður-Kadunaríki
í Nígeríu hefði verið dæmdur í
21 árs fangelsi fyrir spillingu og
fjárdrátt.
Abba Musa Rimi var ríkis-
stjóri í Norður-Kadunaríki árið
1982. Hann var sekur fundinn
Útvarpsstöðin skýrði frá því í
fréttum að Wonder, sem hlaut
Óskarsverðlaun í fyrrakvöld
fyrir besta kvikmyndalagið árið
1984, væri settur í bann vegna
þess að hann sagðist ætla að
tileinka Nelson Mandela verð-
fyrir að hafa tekið við mútum,
dregið sér fé og sjálfur mútað
þingmönnum.
Margir tugir fyrrverandi
stjórnmálamanna hafa verið
handteknir og dæmdir fyrir
spillingu frá því að herinn tók
völd í Nígeríu í desember árið
1983.
■ Tónlist Stevie Wonders
mun ekki skemmta íbúum Suð-
ur-Afríku í bráð, a.m.k. ekki á
öldum Ijósvakans, því út-
varpið þar hefur nú bannað
hana.
launin. Mandela er leiðtogi
aðalskæruliðahópsins sem berst
fyrir því að afnema yfirráð
minnihlutans í Suður-Afríku.
Mandela var fangelsaður fyrir
20 árum sakaður um að skipu-
leggja byltingu. Enn er víða
litið á hann sem leiðtoga afríska
þjóðarráðsins, sem er bannað.
Mandela hafnaði fyrir
skömmu boði stjórnarinnar í
Suður-Afríku um frelsi að því
tilskildu að hann afneitaði notk-
un ofbeldis til að breyta póli-
tísku ástandi.
Stevie Wonder hlaut Óskars-
verðlaunin fyrir lagið „I just
called to say I love you“, úr
kvikmyndinni „Woman in red.“
■ Mini-pilsin eru komin aftur
og því styttri því betra, ef marka
má nýjustu hönnun Yves Saint
Laurent sem sýnd var á
tískusýningu í París í gær.
Fötin sem Saint Laurent hef-
ur teiknað fyrir næsta haust og
vetur - það er ekki ráð nema í
tíma sé tekið! - bera með sér að
efnisrýr pils sitja í fyrirrúmi en
þykkum svörtum sokkabuxum
er ætlað það hlutverk að verja
kvenþjóðina fyrir vetrar-
hörkunum.
Um 200 sýningarstúikur
kynntu nýju línuna, mini-pils úr
öllum hugsanlegum efnum frá
stórköflóttu skosku ullarrefni
til skínandi leðurs.
Tvö kynþokkafyllstu fata-
plöggin á þessari átta daga
tískusýningu eru sköpunarverk
Saint Laurent - stuttir pallí-
ettuskreyttir kvöldkjólar með
víðum blússum úr einhvers kon-
ar hýjalíni utan yfir og breiðum
satínlindum.
En til þess að vera trúr smekk
franskra fatahönnuða fyrir
andstæðum eru flestar kápur
Saint Laurent af síðu gerðinni.
Saint Laurent leggur meiri
áherslu á kjóla en jakkaföt og
sækir hugmyndir til austurs í
kímonó-kjóla með litríku af-
strakt- eða blómamynstri. Hann
verður með sýningu í Penkin í
maí og austrænu áhrifin eru
greinileg í notkun hans á satíni
en hann er líkt og aðrir, einnig
hrifinn af leðrinu.
Oreind skírð í
höfuðið á Mao
■ Bandaríski Nóbelsverð-
launahafinn Sheldon Glas-
how hefur skírt nýuppgötv-
aða öreind Mao í höfuðið á
hinum látna leiðtoga Kín-
verja.
Glashow, sem fékk Nób-
elsverðlaun í eðlisfærði árið
1979, segist hafa ákveðið að
skíra öreindina eftir Mao
vegna þess hvernig Mao lýsti
atóminu í ræðu á fundi
kommúnistaflokka í
Moskvu fyrir mörgum ára-
tugum. Þá sagði Mao meðal
annars: „... atómið erflókin
eining andstæðna. í því er
eining tveggja andstæðna,
kjarna og rafeinda. I kjarn-
anum er einnig eining and-
stæðna á milli róteinda og
nifteinda. Hvað varðar rót-
eindirnar eru bæði til rót-
eindir og andróteindir og auk
nifteinda eru til andnifteind-
ir. í stuttu máli sagt er eining
andstæðna alls staðar fyrir
hendi.“
Glashow segir að þessi
skoðun Maos, að náttúran
samanstandi úr endalausum
lögum þar sem stöðugt má
finna minni hluti í hverju
lagi, hafi orðið til þess að
hann ákvað að heiðra Mao
með því að kalla öreindina
eftir honum.
Fyrrverandi ríkis-
stjóri fangelsaður
Lagos-Reuter
Finnsku
yeggskápasamstæðurnar
vinsælu eru komnar aftur.
Yerð 29. 850.- með ljósum.
HÚSGÖGN OG '**
^2 kX INNRÉTTINGAR fiO cn OO
''■■^^Né^suðurlandsbraut 18 OO 03 vrvf
Melina Mercouri:
Menningarhátíð í Aþenu
Aþena-Reuter:
■ Rokktónleikar, forn-
minjar og 17. aldar málverk
verða á meðal þess sem boð-
ið verður upp á á listahátíð
sem hefst í júní í Aþenu og
mun standa yfir í sex mánuði,
að því er Melína Mercouri
menningarmálaráðherra
Grikklands sagði í gær.
Vonast er til að Francois
Mitterrand verði viðstaddur
opnun hátíðarinnar, ásamt
leiðtogum fleiri Efnahags-
bandalagsríkja, en hátíð
þessi er yfirlýsing um það að
Aþena sé menningarleg höf-
uðborg, eins og Mercouri
sagði fréttamönnum.
Á síðasta ári komu menn-
ingarmálaráðherrar Efna-
hagsbandalagslandanna .sér
saman um það að borgir í
hinum tíu aðildarlöndum
bandalagsins skuli skiptast á
um að vera menningarlegar
höfuðborgir og er hátíðin í
Aþenu fyrsta skrefið í þá átt.
Á hinni sex mánaða
dagskrá verða m.a. Breska
þjóðleikhúsið og Covent
Garden óperan, Fílharmón-
íuhljómsveitin í New York,
Schaubúhne leikhúsið í
Berlín, Nouveau leikhúsið í
Belgíu og Piccolo leikhúsið í
Mílanó.
Mercouri sagði dagskrána
endurspegla friðarvilja
grísku sósíalistastjórnarinn-
ar og fylgi hennar við afvopn-
un.
„Við getum ekki lifað af á
þessari plánetu nema friður
sé tryggður og menningin mun
tryggja friðinn,“ sagði kvik-
myndaleikkonan fyrrverandi
við fréttamenn.
Á dagskránni verður enn-
fremur sovésk rokkópera,
djasstónleikar Miles Davis
og einnig verða flutt verk
Hándels og Bachs, en á þessu
ári eru 300 ár liðin frá fæð-
ingu þeirra.
Á meðal sýninga verða
höggmyndir frá Rodin safn-
inu í París, hollenskt lands-
lag frá 1600-1800 og fundur
þýska fornleifafræðingsins
Heinrich Schliemanns (1822-
90), sem sannar sögulegan
bakgrunn Hómers-sagna um
Trjóuborg.
Mercouri, sem berst nú
fyrir því að Bretar skili
marmarahöggmyndum, sem
Eigin lávarður hafði á brott
með sér frá Aþenu í byrjun
síðustu aldar, sagðist vera
sérstaklega þakklát Bretum
fyrir aðstoðina við undibún-
ing hátíðarinnar.
„Sambandið við Bretland
er mjög vinsamlegt,“ sagði
hún fréttamönnum, „það er
bara þessi litli þyrnir og ég
held að br^ska þjóðin vilji
gjarnan leysa það vanda-
mál.“
Breska ríkisstjórnin hefur
neitað að skila feng lávarðar-
ins sem geymdur er í British
Museum.
Stein-
aldar-
forn-
minjar
í Tíbet
■ Kínverskir forn-
leifafræðingar hafa að
undanförnu grafið upp
gamla bein- og lcirmuni
skammt frá Lhasa í
Tíbet. Munirnir eru frá
því á nýsteinöld og
sagðir um þrjú þúsund
ára gamlir.
Fornminjar þessar
eru mikilvægur vitnis-
burður um mannavist
til forna í Tíbet en rituð
saga Tíbeta nær aðeins
1.300 ár aftur í tímann.
Meðal þeirra muna,
sem fornleifafræðing-
arnir hafa grafið úr
jörðu, er öx búin til úr
jaðe, stór beinnál,
steinskóflur og leirker.