NT - 01.04.1985, Page 3

NT - 01.04.1985, Page 3
 Mánudagur 1. apríl 1985 Rannsóknarleiðangur Hafrannsóknarstofnunar: Lítill þorskafli á vertíðarsvæðinu - veldur hafrannsóknarmönnum vonbrigðum „Þaö sem mér finnst einna athyglisveröast við þessar afla- tölur og veldur mér vonbrigð- um, er það hvað togararnir sem voru á vertíðarsvæðunum sunn- an- og suðvestanlands, Vest- mannaey og Hoffell, fá lítinn þorsk núna um hávertíðina. Vestmannaey fær aöeins rúm 7 tonn af þorski í um 100 togum, en annars fyrst og fremst karfa. Hoffell fékk tæp 15 tonn. Sú ályktun sem ég dreg af þessu er sú, að jafnvel þótt netabátarnir hafi verið að fiska svona vel, þá sé ekki nein ósköp af þorski þarna á ferðinni, heldursé hann á takmörkuðum svæðum," sagði Jakob Jakobsson. for- stöðumaður Hafrannsóknar- stofnunar varðandi aflatölur úr rannsóknarleiðangrinum sem stofnunin er nýkomin úr á 5 togurum hringinn í kringuin landið, dagana 8. til 25. niars. Þorskafla á sóknareiningu í leiðangrinum í heild sagði Jakob, lauslega áætlað, svipað- an og í fyrri ieiðöngrum stofn- unarinnar af þessu tagi. Rannsóknir á ástandi þorsk- stofnsins voru höfuðmarkmið leiðangursins, en miklum gögn- um var jafnframt safnað um flesta botnlæga nytjastofna. Alls voru um 300 þús. fiskar lengdar- mældir, þar af um 100 þús. þorskar, en 25 fisktegundir voru mældar. í lengdardreifingunni sagði Jakob athýglisverðast að mikið er af 25 cm löngum þorski. Það er 2ja ára fiskur, sem þeir hjá Hafrannsókn reikna með að verði a.m.k. meðalárgangur. Á honurn ætti að fara að bera í aflanum eftir 2 ár, þá um 55 cm löngum og um 2ja kílóa þungum. Heildarafli þeirra 5 togara sem þátt tóku í leiðangrinum var um340tonn,þarafum 130tonn ■ Rannsóknarmenn þurftu að hafa hraðar hendur að komast yfir að lengdarmæla 300.000 fiska og safna 11 þúsund kvörn- um til aldursgreiningar auk ýmissa annarra rannsóknar- starfa á aðeins tveim vikum. Þessir tveir voru um horð í togaranum Vestmannaey. NT-mynd Inga Gísla. af þorski og annað eins af karfa. Afli einstakra togara var mjög misjafn eftir svæðum og fiski- tegundum. Mestan afla hafði Páll Pálsson, um 118 tonn, á Breiöafjaröar- og Vestfjarða- miðurn, þar af 53 tonn af karfa og 38 tonn af þorski. Hjá Vest- mannaey, á SV-miðum var karfi um 52 af alls um 80 tonna afla. Hoffeil á SA- og Austfjarða- miðum fékk tæp 52 tonn af blönduöum afla, um 15-17 tonii af Itverri tegund af; þorski karfa og ýsu. Á miðunum norðan og austanlands var afli tregur, en uppistaðan þorskur. T.d. fékk Arnar á NV- og NA-miðum rúm 49 tonn af [rorski af alls um 59 tonna afla. Svipað hlutfall var hjá Drangey á NA- og A-iniðum, um 21 tonn af þorski af alls 32ja tonna afla. ■ Þessi tafla sýnir niður- stöður nýjustu skoðana- könnunar NT borið saman viö úrslit síðustu könnunar sem framkvæmd var fyrir réttum mánuði síðan og í mism. mism. NT NT frá kosn. frá mars feb. feh. 1983 kosn. Alþyðuflokkur 22,5% 23,5% (-1,0) 11,5% (+11) Framsóknarfl. 18,5% 15,0% (+3,5) 19,0% (-0,5) Bandalagjafn- aðarmanna 4,5% 5,5% (-1,0) 7,5% (-3,0) Sjálfstæðisfl. 34,0% 33,0% (+1,0) 39,0% (-5,0) Alþýðubandalag 13,0% 14,5% (-1,5) 17,5% (-4,5) Kvennalistinn 7,5% 6,5% (+1,0) 5,5% (+2,0) Flokkur inannsins 0,5% 1,5% (-1,0) samanburði við úrslit síðustu alþingiskosninga. Svo virðist sem vöxtur sá er hljóp í Alþýðuflokkinn með kosningu Jóns Baldvins hafi nú stöðvast og sömuleið- is sú smækkun Sjálfstæðis- flokksins sem hlaust af vexti Alþýðuflokksins. Állar tölur í töflunni eru „afrúnnaðar" þannig að þær standa á heilu eða hálfu prós- enti. Tölur í svigum gefa til kynna tap eða ávinning frá síðustu könnun, eða frá al- þingiskosningunum. í töflunni er ekki tekið tilllit til þeirra sem ekki trcystu sér til að taka afstöðu til stjórnmálaflokka, en þeir voru alls 209 eða rétt innan við 35%. Nánar verður skýrt frá niðurstöðum skoðana- könnunarinnar á morgun. HJA AGLI EV-KJOR - OPIN-KJÖR í dag og næstu daga bjóðum við ó OPNUM-EV-KJÖRUM: Fiat 131 Mirafiori 1978. Fiat Uno 45 1984 Lada sport 1981. Fiat 125 station 1980. Toyota Mark I11974. Fiat 127 1978. Lada sport 1978. Volvo 245 station 1978 Ford Mustang HT1967. Datsun Cherry 1982. Alfa Sud 1978. Wartburg 1981. Mercedes Benz 280 S1974. V.W. fast-back 1973. Fiat 132 1600 1979. Getum boðið mikið af bílum er mega greiðast með fasteignatryggðum veðskuldabréfum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. U *?• V örugg viðskipti við leiðandi fyrirtæki 1 verslun með notaða bíla. EV - KJÖRIN ERU ALLRA - KJÖR. Sífelld bílasala allan ársins hring. ALLTÁ SAMA STAЗSÍFELLD ÞJÓNUSTA 1929 BÍLAÚRVALIÐ ER SÍBREYTILEGT FRÁ DEGI TIL DAGS notaðir bílar í eigu umboðsins EGILL, VILHJALMSSON HF Smiðjuvegi 4c — Kópavogi — Sími 79944—79775 1985 MUNIÐ EV-KJÖRIN VINSÆLU, AÐ ÓGLEYMDRI SKIPTIVERSLUNINNI

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.