NT


NT - 01.04.1985, Síða 4

NT - 01.04.1985, Síða 4
- Sveinn Sigur- bjarnarson bílstjóri og eigandi Tanna Alls ekki búinn að fá nóg ■ Sveinn Sigurbjarnar- son stýrði snjóbílnum Tanna sem fann Akureyr- ingana þrjá sem höfðust við í Kverkfjöllum. Um þrjú leytið í gærdag skammt frá Greniöldu; komu blaðamenn til móts við leiðangursmenn frá' Slysavarnafélagsdeildinni Gró á Egilsstöðum. Björg- unarmenn höfðu þá verið á ferðinni í rúma tvo sólar- hringa. í samtali við NT sagði Sveinn að ferðin hefði gengið að óskum og burtséð frá smávægilegum vandræðum, og erfiðri færð hefði allt gengið eins og í sögu. „Þegar við fundum mennina vorum við stadd- ir um það bil hálfan kíló- metra frá þéim stað sem flugvél Flugmálastjórnar hafði gefið upp. Við vor- um komnir með bílana út á sjálft sprungusvæðið og því erfitt um vik. Þegar við erum að keyra fram hjá þeim stað sem Akur- eyringurinn hafði fallið niður í sprunguna, sjáum við neyðarblysi skotið upp um það bil fjörutíu metr- um frá okkur. Skömmu síðar gátum við því tekið réttu stefnuna á staðinn, og komum auga á menn- ina.“ Sveinn bætti því við að björgunin hefði tekið skamman tíma og eftir það hefði verið fljótgert að hlúa að manninum. Þessi þriggja daga ferð, verður hún til þess að þú hættir fjallaferðum í bili? „Nei ég hef ekki fengið nóg. Ég er búinn að á- kveða að fara fimm daga reisu upp á hálendi um páskana og það stendur. Það þarf meira en þetta til þess að maður fái nóg. Þetta var í raun og veru ekki leit fyrr en undir það síðasta, þegar við leituð- um að staðnum sem fiug- málastjórnarvélin miðaði út. Annars er hálfgerður hlandhrollur í manni núna, og það sem er cfst á óska- listanum cr gufubað, og svefn," sagði Sveinn að lokum. Mánudagur 1. apríl 1985 Rætt við mennina sem voru við talstöðvarnar í byggð á Egilsstöðum: í raun og veru var aldrei leitað eftir okkar aðstoð ■ Sveinn Sigurbjarnarson bflstjóri á snjóbílnumTanna var við aksturinn í rúma tvo sólarhringa, og telur sig ekki hafa fengið nóg. „Ég fer í fimm daga reisu á hálendið um páskana.“ Nimvnd Arni Bjama ■ Fjarskipti og eftirlit með leiðangri snjóbílanna tveggja sem fóru frá Egilsstöðum önnuðust meðlimir úr Slysavama- félagsdeildinni Gró frá Fljótsdals- héraði. Fremstir í flokki þeirra manna sem voru við talstöðv- arnar í byggð voru þeir Völund- ur Jóhannsson og Jóhann Gnðmundsson. í samtali við NT rétt eftir að komið var niður ■ byggð sögðu þeir félagar að fjarskipti milli bílanna og heima- byggðar hefðu verið með ágæt- um, en hins vegar var verra með samræmd fjarskipti sem fóru í gegnum flugvél flugmálastjórn- ar, og síðar Fokkervél landhelg- isgæslunnar. Völundur sagði að þegar vél gæslunnar hefði tekið upp fjar- skiptasamræmingu af flugmála- stjórnarvélinni, vareins og sam- bandið versnaði um allan helming. „Ég tel að ástæðan fyrir því sé fyrst og fremst sú að loftnet það sem er um borð í Fokker fiugvél landhelgisgæsl- unnar sé utan á liggjandi og þegar vélin sneri hliðinni í okk- ur var sambandið lítið eða ekkert. Þetta er hlutur sem verður að laga, því ef eitthvað hefði borið út af þá hefðum við orðið sambandslausir við aðrar sveitir sem að leitinni stóðu," sagði Völundur. Var leitað til ykkar eftir aðstoð? Jóhann varð fyrir svörum að þessu sinni. „Nei, það var í raun og veru aldrei leitað til okkar og okkur barst til eyrna á skotspón- um, að ferðamenn væru týndir, Völundur Jóhannsson t.v. og Jóhann Guðmundsson Iengst t.h. voru við talstöðvar í stjórnstöðinni á Egilsstööum. NT mynd Árni Bjarna og síðan í fréttum sjónvarpsins var greint frá slysinu, og þá höfðum við samband við Hann- es Hafstein hjá Slysavarnafé- laginu. Það var síðan hans ósk að við sendum snjóbíl af stað. Síðan var haft samband við Svein Sigurbjarnarson og hann beðinn um að koma með Tanna og var það auðsótt. Tanni var síðan kominn af stað um fimm- leytið aðfaranótt laugardags." Kunnið þið einhverjar við- hlítandi skýringar á því að ekki var haft samband við ykkur? „Við gerum bara það sem við getum, um leið og við vitum að við getum eitthvað gert. En sem sagt, við vissum þetta kortéri ■ áður en þetta kemur í sjónvarpi. Við vitum hvar rétta og stysta leiðin er í raun og veru, en það virðist bara gleymast í þessu tilviki hjá sunnanmönnum," sagði Jóhann. Völundur benti á að eðlileg- ast hefði verið að tala við Slysa- vamafélagsdeildina Gró á Fljóts- dalshéraði. „Fyrir þremur árum þá var Brúarjökull mældur út með lórantækjum og það var Tanni sem notaður var í þeirri mælingu." Hvað heyrðuð þið í stöðinni þegar þremenningarnir voru fundnir? „Við heyrðum þá segja: við heyrum í þeim. Þetta var endur tekið nokkrum sinnum, og síð- an heyrum við kallað, og ein- hver spyr hvort blysið hafi sést. Við köllum í þá og spyrjumst fyrir um blysin, og í þann mund kemur annað blys og síðan kem- ur í ljós að blysunum er skotið í fjörutíu metra fjarlægð frá Tanna,“ sagði Jóhann. Að lokum voru þeir félagar inntir eftir því hvaða lærdóm mætti draga af þessari leit? Þeir voru sammála um að leita ætti til þeirra manna sem þekktu aðstæður og væru í bestu aðstöðunni til þess að komast á slysstað sem fyrst. HUSGOGN OG INNRÉTTINGAR SUÐURLANDSBRAUT18 Finnsku veggskápasamstæðurnar vinsælu eru komnar aftur. Yerð 29. 850.- með ljósum. „Himinn og jörð runnu saman!“ ■ Þrír björgunarmannanna á Vatnajökli komu með þyrlu Land- helgisgæslunnar til Reykjavíkur kl. 13:30 í gær. Þeir voru fluttir með þ^rlu gæslunnar á föstudagskvöldið á jokulinn til að koma Akureyringun- um þremur til hjálpar. Vegna veðurofsans á föstudags- kvöld reyndist ekki unnt að lenda nægilega nálægt slysstaðnum svo þeir slógust í för með öðrum björgunar- mönnum á snjósleðum. NT hitti þá Jón Baldursson, Helga Benediktsson og Pétur Hermannsson á Reykjavíkurflugvelli við komu þeirra í gær. „Við vorum kallaðir út klukkan níu á föstudagskvöldið og lögðum af stað um ellefu með þyrlu Landhelgisgæsl- unnar. Ætlunin var að við færum tveir út með búnað nálægt staðnum sem búið var að miða út að mennirnir væru og hjálpuðum þeim að ná félaga sínum upp úr sprungunni. Þegar til kom var svo slæmt skyggni þar að ekki var viðlit að lenda, himinn og jörð runnu saman í einu kófi. Enda kom svó í Ijós að fyrsta miðunin var ekki nákvæmlega rétt þannig að við hefðum sjálfsagt ekki bætt ástandið ef við hefðum farið út á jökulinn. Síðan vorum við settir út neðar á jöklinum í hóp sem var þar á snjóbíl og héldum áfram með þeim upp á Grímsfjöll og norður undir Kverkfjöll þar sem við hittum vélsleðaflokkinn. Þá var það mikið kóf og myrkur og við komnir að sprungusvæði sem þurfti að krækja fyrir þannig að við ákváðum að halda þar kyrru fyrir yfir nóttina. Snjóbíll- inn Tanni frá Eskifirði var þá kominn upp austan Brúarjökuls og stefndi til okkar. Þeir komu síðan auga á menn- ina og voru fljótir að ná manninum upp úr sprungunni. Við vorum þá aðeins í um tveggja mílna fjarlægð.“ Helstu erfiðleikarnir að sögn leitarmanna voru í sambandi við fjar- skiptin. Mikill fjöldi stöðva var í gangi hjá hinum ýmsu leitarflokkum og auk þess ólíkar stöðvar sem ekki náðu saman. Að öðru leyti töldu þeir skipulag leitarinnar hafa verið með ágætum eftir að komið var á staðinn en yfirstjórn hefði mátt vera í fastari skorðum í byrjun. ■ Fyrstu íslensku björgunarmennirnir til byggða voru þeir Jón Baldursson, formaður Hjálparsveitar skáta í Reykjavík, Helgi Benediktsson, einnig úr Hjálpar- sveit skáta og Pétur Hermannsson, úr, Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík. Þeir félagar, sem þarna sjást með Benóný Ásgrímssyni, Landhelgisgæslunni, komu til Reykjavíkur laust eftir hádegi í gær, með þyrlu Landhelgisgæslunnar. NT-mynd: Ari.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.