NT - 01.04.1985, Page 7

NT - 01.04.1985, Page 7
Mánudagur 1. apríl 1985 7 ■ Einar Sveinn Þórðarson og Katrín Hall dansa Dafnis og Klói. Fagurt sjónarspil Þjóðleikhúsið: Dafnis og Klói. Ballctt eftir Nönnu Ólafsdótt- ur. Tónlist eftir Maurice Ravel. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. Stjórn- andi: Nanna Ólafsdóttir. ■ Sagan af Dafnis og Klói hefur skipað sérstakt rúm í huga mínum frá því að ég las hina frábærlega fögru klass- ísku þýðingu Friðriks Þórðar- sonar 1966. Þessi indæla sveita- sælusaga saklausra ásta lifir í sagnaarfi heimsins vegna þess, eins og segir í leikskrá, „hversu listilega hún er samin og hún hefur það umfram aðrar sögur síns tíma að hún hefur að geyma Ijóðrænar umhverfislýs- ingar og höfundur leyfir sér að velta vöngum yfir persónum og atvikum". Sagan segir frá ást- um þeirra Dafnis og Klói, og því hvernig Dafnis lærði blíðu- brögðin hjá annarri konu og gat um síðir komið því fram við Klói sem hann vildi, eins og segir í lok sögunnar: „Og Klói komst um síðir að raun um að það sem þau höfðu haft sér að leik í hjásetunni voru barnavipur einar.“ Ballett Nönnu Ólafsdóttur við tónlist Ravels var fögur og skemmtileg sýning, enda fork- unnarvel tekið á frumsýningu á þriðjudagskvöldið. Raunar fannst mér ballettinn erótísk- ari en við hefði mátt búast, miðað við barnalegan hrein- leika sögunnar. En allt um það: sýningin var litskrúðug og lifandi, haglega upp sett og augnayndi. Og tónlist Ravels er einkar fögur á að hlýða. Mér dettur ekki í hug að setjast í dómarasæti yfir ís- lenska ballettinum, skárra væri það. En af þeim sýningum sem ég hef séð í seinni tíð þykir mér Ijóst að þessi listgrein hafi náð góðum þroska á voru landi. Og sýningin á Dafnis og Klói er tímamótaviðburður að því leyti að hér mun vera um að ræða fyrsta íslenska ballett- in í fullri lengd án erlends liðsauka. Hér verður öllu að tjalda til, enda sýningin mann- mörg í meira lagi. í henni taka þátt um 40 manns. Má nærri geta hverja útsjónarsemi hefur þurft til að koma öllu vel fyrir, og fannst mér hópatriðin eink- ar vel af hendi leyst. Mest mæðir á Einari Sveini Þórðarsyni í hlutverki Dafnis þar sem hann er á sviðinu nánast allan tímann. Túlkun hans var einkar athyglisverð og örugg, kunnátta hans virðist mikil. A frumsýningu dansaði Helena Jóhannsdóttir hlutverk Klói en Katrín Hall fer með það á móti henni. Helena mun ekki hafa farið með svo stórt hlutverk fyrr og skilaði því með prýði. Af öðrum leikend- um er ástæða til að nefna sérstaklega Birgittu Heide í hlutverki Lykenon sem leiðir Dafnis inn í launhelgar ástar- innar, - það hlutverk er þrung- ið erótík sem Birgitta túlkaði ágætlega. Hinar hvítklæddu skógardísir voru Auður Bjarnadóttir og Ásdís Magn- úsdóttir, einhverjar helstu stjörnur vorar í ballett, leik- andi og þokkafullar og settu mikinn svip á sýninguna. Engin leið er, enda ástæðu- laust, að nafngreina dansara fleiri en gert hefur verið. Heildarsvipurinn skiptir mestu og hann var góður. Þó er ég ekki frá því að tilkoma Flosa Olafssonar í lokin í hlutverki Bakkusar hafi sett fullmikinn farsasvip á sýninguna enáhorf- endur kunnu vel að meta þenn- an káta vínguð. Tónlist Ravels er býsna fjöl- breytileg og áreiðanlega ekki einfalt mál að semja ballett við hana. Nanna hefur dregið sér- staklega fram frjósemisdýrkun sögunnar, litir búninga allir í jarðlitum, gult og brúnt, og skógarlundur sviðsins var hæfi- leg umgerð um verkið. Öllum þessum mikla fjölda 'sem að sýningunni stóð var vel fagnað að leikslokum, og trúi ég ekki öðru en margir hafi ánægju af að leiða augum þetta fagra sjónarspil á sviði Þjóð- leikhússins. Með þessari sýn- ingu er leikhúsið vissulega að rækja eina helstu menningar- skyldu sína. Hafa allir sóma af sem að þessu stóðu. Gunnar Stefánsson Malsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Magnús Ólalsson (ábm). Markaðsslj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason Innblaðsstj.: Oddur Ólalsson Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrifstotur: Síðumúli 15, Reykjavik. Simi: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, iþróttir 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsimar: 686387 og 686306 Verð i lausasölu 30 kr. og 35 kr. um helgar. Áskrift 330 kr. Á eins árs afmælinu ■ í dag er liðið eitt ár frá því að Nútímin hf. tók við rekstri Tímans. Á þessu ári hafa skipst á góð tímabil og slæm eins og gengur og gerist á einu ári. Rúmum þremur vikum eftir að Nútímin tók við rekstri blaðsins, voru gerðar á því umfangsmiklar breytingar, sem margar hverjar ollu talsverðum deilum á sínum tíma og ber þá hæst að nafni blaðsins skuli hafa verið breytt úr Tíminn í NT. Þessar breytingar höfðu það meginmarkmið, að auka þjónustu blaðsins við lesendur sína og bjóða upp á fjölbreyttara lesefni en áður. Þannig var blaðsíðum fjölgað um meir en helming, teknar voru upp erlendar fréttir, íþróttafréttasíður, svo og innlendum fréttasíðum fjölgað verulega. Þá var farið að gefa út síðdegisblað á fyrsta virka degi hverrar viku. Móttökur almennings fyrstu mánuðina eftir breytinguna voru með ólíkindum góðar og ljóst var að NT hafði fyllt eitthvert tómarúm á íslensk- um blaðamarkaði. Fyrstu mánuðina eftir breyting- una seldust þúsundir eintaka af NT í lausasölu, en slíkt hafði áður verið óþekkt í sögu blaðsins. Þá gerðust þúsundir manna áskrifendur að blaðinu bæði af eigin frumkvæði og eins í kjölfar áskrifenda- herferða blaðsins. Þessi áskrifendaaukning náði hámarki sínu í ágústlok og septemberbyrjun meðan á heimilissýningunni í Reykjavík stóð, en á því tímabili gerðust nær tvö þúsund manns áskrifendur að blaðinu. -* Sama dag og þeirri sýningu lauk, hófst hins ”| vegar verkfall bókagerðamanna og stóð það í sex vikur. Reyndist verkfallið blaðinu mjög dýrkeypt og erfiðara en öðrum blöðum, því breytingin á blaðinu og markaðssetningin hafði kostað mjög mikla fjármuni. Sú fjárfesting, sem hefði átt að skila sér á haustdögum, var þannig að miklu leyti farin forgörðum. I staðinn blasti við kostnaður upp á hundruð þúsunda á degi hverjum án þess að tekjur kæmu á móti. Vikurnar eftir verkfallið, reyndust bæði erfiðar og oft mjög viðkvæmar. Um síðustu áramót, var hins vegar komið svigrúm til að halda frekari framfara og útbreiðslustarfsemi áfram. Óhætt er að fullyrða, að reynslan af þeirri starfsemi hefur gefið blaðinu aftur byr undir báða vængi. Á aðeins þremur mánuðum hafa á þriðja þúsund nýrra áskrifenda bæst í hóp þeirra, sem þegar eru fyrir hendi og enn á ný er lausasöluaukning orðin að veruleika. Reyndar hefur velgengni blaðsins verið slík, að NT hefur fullan hug á að gerast aðili að opinberu upplagseftirliti sem allra fyrst. Aðeins örfá tímarit og eitt dagblað, Morgunblaðið, taka þátt í slíku eftirliti. Þær móttökur, sem NT hefur fengið á fyrsta starfsári sínu, hafa verið með slíkum ágætum, að ljóst er að blaðið hefur fest sig vel í sessi meðal almennings á íslandi. Fyrir það kunnum við r landsmönnum bestu þakkir.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.