NT


NT - 01.04.1985, Síða 9

NT - 01.04.1985, Síða 9
annan stað í sprungunni," sagði Kristján en benti jafn- framt á að ekkert er vitað um það hvort sá hluti gólfsins sem hann stóð síðast á hafi haft örugga festu, „Eg heyrði alltaf við og við þunga bresti, óhugnanlega • bresti," segir Kristján þegar blaðamaður færir í tal hvort einhver hreyfing hafi verið á jöklinum. Björn Ingvarsson sá björgunarmanna sem seig nið- ur til Kristjáns, fræðir okkur á því að oft komi fyrir að sprung- ur sem þessar lokist og nýjar opnist, en slík hreyfing er ekki mjög hröð. Að degi til var góð birta niðri í sprungunni og sagði Kristján að speglun sem varð í sprunguveggjunum hefði verið einkar athyglisverð og skemmtileg að sjá. Samband upp - björgun „Eað voru verstu augnablik- in fyrst á eftir meðan lífið hékk á þeim þræði að hinir hefðu ekki dottið í sprungu líka,“ sagði Kristján en um hálftíma tók fyrir félaga hans, þá Rúnar Jónsson og Friðrik Sigurðs- son að komast að sprungu- barminum þar sem brotnað hafði undan Kristjáni. Þeir þurftu að koma á sig líflínu og gátu eftir það kallast á. Ekki sást milli íverustaðar Kristjáns og hinna en með herkjum gátu þeir kallast á og sent vistir með kaðli niður. Félagar Kristjáns hífðu upp farangur hans og í fyrstu töldu þeir að þeir myndu geta náð Kristjáni upp einnig. En sú von brást því þeir höfðu ekki nægilegá festu fyrir vað uppi á sprungubarminum til þess að ráðlegt teldist að ætla að hífa hann upp 15 metra. Ástæða þess að þeir félagar villtust þarna inn á hættulegt svæði töldu þeir vera að áttaviti hefði gefið ranga stefnu og við lítið annað að styðjast þar eð skyggnið var lélegt. 17:55 náðu þeir Rúnar og Friðrik svo fjarskiptasambandi við flugvél og báðu þá um að fá til sín sendan betri vað og ísskrúfur til þess að ná festu. Þegar Kristján datt niður mátti minnstu muna að hinir tveir færu á eftir honum. „Ég sá hann bara hverfa og snjór- inn brotnaði við tána á skíðun- um hjá mér,“ sagði Friðrik. „Þeir hugsuðu vel um mig og veittu mér móralskan stuðn- ing þarna niðri sem var ekki hvað minnst um vert. Um nóttina kölluðu þeir til mín á tveggja tíma fresti,“ sagði Kristján. Það var svo snemma í fyrra- kvöld að björgunarsveitir bæði að austan og sunnan nálguðust leitarstaðinn og skutu Rúnar og Friðrik þá upp neyðarblys- um til þess að leiðbeina hinum Mánudagur 1. apríl 1985 9 ■ . Aldrei neinar efasemdir um að björgun tækist og okkur hefði raunar dugað að fá sent til okkar betri vaði og ísskrúfur, sögðu þeir félagar þegar NT ræddi við þá inni við Greniöldu í gærdag. Talið frá vinstri, Kristján, sá þeirra sem sat í sprungunni, Rúnar og Friðrik. ■ Gró I, snjóbfll Slysavarnadeildar Fljótsdælinga rennir sér niður að bflfærum vegi þar sem fjölmiðlar og félagar biðu. í þeirri iðulausu hríð og myrkri • sem þarna var. Eitt þeirra réði úrslitum þegar Björn lngvarsson kom auga á það. Hann var svo sendur niður í sigstól til Kristjáns sem ekki hafði getað komið stóln- um á sig sjálfur. Stóll þessi var allt annarrar tegundar en þeir sem hann þekkti og niðri var myrkur. Þrjátíu og tveggja stunda veru í iðrum Vatnajökuls var lokið og Björn Ingvarsson bjargaði súpudiski Kristjáns með þannig að jökulsprungan sat eftir blönk af minjagripum um gestinn. Þeir félagar komu niður í byggð á sunnudegi en höfðu upphaflega ætlað ofan af jökli á föstudag og koma niður í Bárðardal í kvöld, mánudag, gangandi á skíðum. Þeir lögðu upp frá Breiðamerkurjökli sunnudaginn 24. mars og höfðu gengið yfir jökulinn í byl, skafrennirígi og kulda, mest -30 C, og gist í tjaldi um nætur. Kristján vildi að lokum koma á framfæri til fjölmiðla-1 fólks að það gætti varkárni . þannig að ekki kæmi fyrir að' aðstandendur heyrðu að mað- ur lægi stórslasaður í sprungu, þegar slíkt værimeð öllu til- hæfulaust. Fréttir Ljóstfráupp- hafi að erfitt varaðbeita þyrlum ■ Þótt björgunarsveitirnar frá Akureyri, Mývatnssveit og Reykjavík sem þátt tóku í leitinni að Akureyringunum þremur á Vatnajökli hafi ekki komið við sögu í lokaþætti leitarinnar er ekki þar með sagt að þær hafi farið fýluferð. Þegar frá upphafi var Ijóst að erfíðleikum yrði bundið að nota þyrlur til björgunar og því nauðsynlegt að senda björgun- armenn frá sem flestum áttum. Hlutverk norðanmannanna var kannske erfiðast. Upp- ganga á jökulinn við Kverkfjöll er erfið við venjulegar aðstæð- ur, hvað þá þær aðstæður sem ríktu þegar slysið átti sér stað. Gífurleg snjóflóðahætta er á þeim slóðum og þeirsem hefðu freistað uppgöngu þar hefðu verið í miklurn lífsháska. Eigi að síður voru norðanmennirnir þess albúnir að reyna það. Akureyringarnir biðu í Þor- steinsskála í Herðubreiðar- lindum eftir snjóleitartækjum og sporhundum, en það kom aldrei til þess að á þeim þyrfti að halda. Sunnanmennirnir voru skammt undan þegar Austfirð- ingarnir komu á slysstaðinn, en síðasti áfanginn hefði reynst þeim drjúgur. Þeii hefðuorðið að taka á sig alllangan krók til að geta komist að slysstaðnum frá sömu átt og Austfirðingarn- ir. Þar var leiðin greiðust þótt torfær væri. Austfirðingarnir komu sem sagt auðveldustu leiðina, og þar við bættist að þeir sem þar voru í för þekktu svæðið þar sem slysið varð eins og ióðina heima hjá sér og það gildir sennilega um flesta sem lögðu af stað til leitarinnar. Eftir stendur að leitin var afrek sem allir sem þátt tóku í eiga heiður skilinn fyrir. Vatnajökull er eitthvert ægi- legasta veðravíti á hnettinum og slysstaðurinn á afar erfiðu - svæði til yfirferðar. Svæðið er reyndar talið mun erfiðara nú en venjulega, þar sem veðurfar hefur verið óvenju milt í vetur og sprungur ná mun lengra upp í jökulinn en venjulega. Það er sennilega skýringin á því að Akureyringarnir sem allir eru þrautreyndir jökla- menn skyldu lenda í þessum erfiðleikum. Bandaríkjamennirnir vanmátu aðstæðurnar ■ Sú ákvörðun að senda 4 Bandaríkja- menn fótgangandi eftir jöklinum á slys- staðinn í Kverkfjöllum virðist ekki hafa mælst vel fyrir hjá stjórnendum leitarinn- ar. íslendingarnir töldu það tiltæki von- laust frá upphafi eins og kom á daginn. Mönnunum var ætlað að fara gangandi með ofviðrið í fangið á slóðum þar sem snjóbílar og vélsleðar komust ekki nema fetið. íslendingarnir sem stjórnuðu leit- inni höfðu áætlað að nota þyrlu hersins til að flytja vélsleða inn að Grímsvötnum en hætt var við það vegna ákvörðunarinnar um setja mennina fjóra niður. Björgunarsveitarstarfsmaður sem NT ræddi við í gær sagði að ákvörðun Banda- ríkjamannanpa hefði verið tekin af góðum hug sem auðvitað bæri að meta mikils en hún hefði byggst á vanmati á aðstæðum. Bandaríkjamennirnir voru vel búnir og aldrei var talin ástæða til að óttast um þá, en það kostaði nokkra fyrirhöfn að miða staðsetningu þeirra út úr lofti og sækja þá síðan með þyrlu. - MJÖLK ER GÓÐ

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.