NT - 01.04.1985, Page 24

NT - 01.04.1985, Page 24
HRINGDU ÞÁ f SÍMA 68-65-62 Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrir hverja ábendingu sem leið ir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Síðumúla 15, Reykjavik, simi: 686300, auglýsinciar 18300 Kvöldsimar: áskrift og dreifing 686300 é ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495 Sigurður Sveinsson í samtali við NT: „Staðráðinn í að verða markahæstur" - segir Sigurður sem gerði 13 mörk um helgina ■ Sigurður Sveinsson átti enn einn stórleikinn í v-þýska hand- knattleiknum er lið hans Lemgo spilaði gegn stórliði Grosswald- stadt. Sigurður skoraði 13 mörk í leiknum en það dugði þó ekki til sigurs því Grosswaldstadt sigraði með23 mörkum gegn 20. Sigurður hóf leikinn af mikl- um krafti og er 20 mínútur voru liðnar af honum þá var staðan 8-7 fyrir Lemgo og Sigurður hafði gert 6 mörk. Þjálfari Grosswaldstadt tók þá til þess ráðs að setja „yfirfrakka" á Sigurð. Grosswaldstadt náði þá að jafna leikinn og var jafnt á öllum tölum fram að hléi. Stað- an í hálfleik var 12-12. Lemgo byrjaði af krafti í síðari hálfleik og komst í 16-14. Þetta forskot hvarf þó eins og dögg fyrir sólu er leikmenn Grosswaldstadt sigu á með góðri áðstoð dómaranna. Leiknum lauk svo með þeirra sigri 23-20 eins og fyrr greinir. Sigurður gerði alls 13 mörk í leiknum og var mjög góður þrátt fyrir að hafa á sér „yfir- frakka“ allan leikinn. Siguröur sagði í samtali við NT eftir leikinn að hann hefði fundið sig mjög vel. „Við hjá Lemgo erum staðráðnir í að halda sæti okkar í deildinni og Víkingur-Barcelona: Dómurunum mútað??? ■ Spönsk dagblöð liöfðu það eftir Bogdan Kowalczyk þjálf- ara Víkings í gær, að júgóslavn- esku dómurunum hefði verið mútað til að dæma Barcelona í hag í leik Víkings og Barcelona í Barcelona á laugardag. Leikn- um lauk meö sigri Barcelona, 22-12, og eru Víkingar þar nteð fallnir út úr Evrópukeppni bik- arliafa. NT náði ekki sambandi við Bogdan í gær vegna þess máls, en ræddi við tvo forráðamenn í handknattleiksdeild Víkings sem voru á Spáni. „Það er mín skoðun, og reyndar margra Spánverja sem ég hef heyrt í, að það hafi verið eitthvað gruggugt á bak við þetta," sagði Jakob Bjarnason liðsstjóri. „Það er verið að athuga þessa hluti núna.“ „Það hefur svo sem aldrei þótt sómi að því að kenna dómurum um ef illa fer,“ sagði Guðmundur Gíslason gjaldkeri handknattsleiksdeildarinnar. En margt af því sem þessir dómarar gerðu iief ég aldrei séð í handknattleik, þó sumt af því sjáist í öðrum íþróttagreinum. Það er svo sem ekkert brenglað við að gruna svona menn um græsku, þó ég vilji ekki segja af eða á um það. Svo voru ólæti áhorfenda til skammar." ég er staðráðinn í því að verða markahæsti leikmaður deiidar- innar,“ sagði Sigurður ennfrem- ur. Kiel, lið Jóhanns Inga, náði að sigra Reinfuchse með 29 mörkum gegn 22 og heldur liðið sér þannig í toppbaráttunni. Önnur úrslit: Massenheim-Gummersbach..... 18-22 Dankensen-Handewitt........ 22-22 Huttenberg-Bergkamen ..... . 25-21 Þetta voru slæm úrslit fyrir Atla og félaga og dregur þá enn á ný niður í fallsvað deildarinn- ar. Liverpool lá gegn United Frá Heimi Bergssyni i'réttanuinni NT í Fnglandi: ■ Skallamark Frank Stapleton eftir sendingu frá Nonnan VVhiteside réð úrslitum í leik Liv- erpool og Manchester United á Anfield Road í gær. Annars átti Liver- pool allan leikinn, en sterk vörn United og glámskyggn dómari tryggðu gestunum sigur. Dómarinn var sá eini sem ekki sá þegar Steve Nicol var skellt kylliflöt- uni innun vítateigs í lok fyrri háiileiks, og er bolt- inn fór í hönd McGrath varnarmanns Man. Utd innan vítateigs í þeim síð- ari. En ekkert var dæmt. Hanna Lóa Friðjónsdóttir íslandsmeistari í fimleikum kvenna 1985. NT-mynd ARI íslandsmeistaramót í fimleikum: YNGSTIMEISTARINN - sem við höfum eignast í fimleikum kvenna ■ Yngsta stúlka sem orðið hefur Islandsmeistari í fimleik- iim kvep.na, samanlögðunt greinum, varð það um helgina. Hún heitir Hanna Lóa Friðjóns- dóttir úr Gerplu, og er aðeins 12 ára gömul. íslar.dsmeistari -í samanlögðu hjá körlum varð Innanhússmeistaramót í sundi: Heimsmet! ■ Jónas Óskarsson íþróttafé- lagi fatlaðra Reykjavík varð í áttunda sæti í 100 metra bak- sundi karla á Innanhússmeist- aramóti íslands í sundi í gær, Tími Jónasar, 1:13,20 mínút- ur, er undir gildandi heimsmeti' fatlaðra, og engin ástæða til að ætla annað en að heimsmetið verði staðfest. Eðvarð Þ. Eðvarðsson Njarðvík sigraði í sundinu, og setti nýtt íslandsmet í 50 metra baksundi um leið, synti á 27,89 sekúndum. Eðvarð átti gantla metiö sjálfur, 28,25 sekúndur. Eðvarð setti einnig íslandsmet á laugardag, þá í 200 metra baksundi, en þá féllu þrjú ís- landsmet: Þá sigraði Eðvarð einnig Tryggva Helgason í úr- slitum 100 metra bringusunds- ins, en Tryggvi hefur hingað til verið talinn besti bringusunds- maður þjóðarinnar. Eðvarð leggur hins vcgar áherslu á baksund og á þar fjölda ís- landsmeta. - Sjá um Innan- hússmeistamótið á bls. 23. Davíð Ingason Ármanni. Önnur í kvennaflokknum Váfo Krisíín Gísiadóttir Gerpiu, fyrrum íslandsmeistari, og þriðja Dóra Óskarsdóttir Björk. Annar í karlaflokki varð Heimir Gunnarsson Ármanni, og þriðji Atli Thorarensen Ár- manni. Keppni í samanlögðu lauk á laugardag, en í gær var keppt til úrslita á einstökum áhöldum. Hanna Lóa sigraði í æfingum á tvíslá og áslá. Húnvarð önnur í æfingum á gólfi. Kristín Gísla- dóttir varð íslandsmeistari í gólfæfingum, og önnur í stökki og á slá. Dóra Óskarsdóttir sigraði í stökki, og varð þriðja á tvíslá, á slá og í gólfæfingum. Fjóla Ólafsdóttir Armanni varð önnur á tvíslá, og Sigríður Arna Ólafsdóttir Ármanni þriðja í stökki. Heimir Gunnarsson Ármanni varð íslandsmeistari í gólfæfing- um, á bogahesti og í stökki, og! annar á tvíslá. Davíð varð ís- landmeistari á svifrá, en varð að láta sér lynda annað sætið í hringjum og á bogahesti, og þriðja sæti á tvíslá og í gólf- æfingum. Atli Thorarensen Ár- manni sigraði í æfingu á tvíslá og í hringjum, og varð þriðji á svifrá og á bogahesti. Guðjón Gíslason Ármanni varð annar í gólfæfingum og á svifrá, Arnór D. Hjálmarsson Ármanni varð annar í stökki, og Kristmundur Sigmundsson Ármanni briðji. Áðaigeir Sigurðsson ÍBÁ varð þriðji í æfingum í hringjum. Landsliðið í sundi valið, bls. 23 Soffía setti þrjú íslands* met, bls. 19 íþróttir ábls. 19-24

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.