NT - 16.04.1985, Page 1
Þriðjudagur 16. apríl 1985 -100. tbl. 69. árg.
Stjórnarfrumvarp um Framleiðsluráð landbúnaðarins:
Stiglækkandi útflutnings-
I ■ . ......
bætur en ekki afnumdar!
■ Drög að frumvarpi til nýrra Fram-
leiðsluráðslaga verða afhent stjórnar-
andstöðuþingmönnum í dag en stjórn-
arþingmenn hafa nú haft drögin í
nokkra daga og á morgun tekur
aukaþing Stéttarsambands bænda
frumvarpið fyrir.
Meðal efnisatriða frumvarpsdrag-
anna eru meðal annars stiglækkandi
útflutningsbætur landbúnaðarafurða
úr þeim 10% af heildarverðmæti
afurða sem þær eru í dag í 4% árið
1990, en ekki er gert ráð fyrir að
afnema þær alveg. 1986 verða þær
7%, þá 6% og næstu tvö ár 5%. Á
sama tíma rennur bróðurpartur þess
sem sparast til uppbyggingu nýrra
búgreina eða 2% 1986, 3% það
næsta, þá 4% og 5% 1990. Einhverjar
breytingar eru þó á þeim viðmiðunum
sem nefndar hundraðstölur eru reikn-
aðar með senr lækka bótaréttinn jafn-
vel enn meir.
Af öðrum atriðum frumvarpsdrag-
anna má nefna að vald sexmanna-
nefndar verður minnkað þannig að ný
nefnd mun ákveða heildsöluverð
landbúnaðarvara og er oddamaður.
verðlagsstjóri. Sexmannanefndin
mun sem fyrr ákveða verðið til bænda.
Þær breytingar verða svo á Græn-
metisversluninni samkvæmt drögun-
um að Framleiðsluráð hættir rekstri
hennar í júní á næsta ári og verður
heimilað að bændur yfirtaki rekstur
hennar en ríkið mun áfram eiga
fasteignir verslunarinnar.
útvarps-
lagafrum-
varpiö?
Draumar, sýnir, æskuæði...
■ „Ameríski draumurinn“ hefur, að því cr virðist, náð tökum á þessum saklausu íslcnsku ungmennum sem „dimmitcruðu" ásamt
skólasystkinum sínum í Menntaskólanum í Reykjavík í gær og glöddust yfir að löngu og umhleypingasömu kennsluári væri senn að
Ijúka og stúdentshúfan, þetta eftirsótta menntatákn, á næstu grösum! NT-m.vnd: Svcrrir
■ Ef að líkum lætur verður
útvarpslagafrumvarpið afgreitt
frá menntamálanefnd neðri
deildar til þriðju umræðu í dag,
að sögn Olafs Þ. Þórðarsonar
varaformanns nefndarinnar.
Hljótt hefur verið um frumvarp
þetta, síðan fyrir páska er at-
kvæðagreiðsla fór fram að lok-
inni annarri umræðu, en þá
drógu flutningsmenn breyting-
artillagna þær flestar til baka,
en hyggjast leggja þær fram að
nýju við þriðju umræðu.
Halldór Blöndal formaður
nefndarinnar lét þau orð falla í
samtali við NT á landsfundi
Sjálfstæðisflokksins að útvarps-
lagafrumvarpið væri komið úr
nefnd fyrir Vt mánuði síðan en
vegna veikinda Ólafs Þ. Þórðar-
sonar og utanlandsferðar for-
sætisráðherra hefði þingflokkur
Framsóknarflokksins ekki enn
tekið málið fyrir. Það væri
ástæðan fyrir því að frumvarpið
hefði ekki verið tekið fyrir á
Alþingi.
Þorskkvótinn aukinn um 12.500 tonn:
UU hefði heldur viljað
geyma þorskinn í sjónum
Léleg afkoma batnar ekki nema með aukinni verðmætasköpun, segir sjávarútvegsráðherra
■ „Égheldekkiaðþessiaukn-
ing skipti sköpum fyrir okkur og
hugsanlega hefði þessi fiskur
verið betur geymdur í sjónunt."
sagði Ágúst Einarsson hjá LÍÚ
þegar NT leitaði álits hans á
aukningu þorskkvótans sent
sjávarútvegsráðuneytið ákvað í
gær. Þorskkvótinn var aukinn
um 5% frá upphaflegu afla-
marki sem skiptist í réttu hlut-
falli milli allra sem áður hafa
fengið kvóta á þorsk.
Ágúst Einarsson sagði enn-
fremur að LÍÚ hefði þegar lagt
til að kvótinn yrði ekki aukinn
á árinu og því gæti hann ekki
fagnað þessari ákvörðun. Sagði
Ágúst að með þessu stefni allt í
það að þorskaflinn verði 290-
300 þúsund tonn á árinu og
miðað við þá fiskgengd sem
verið hefur á helstu hrygningar-
svæðum orkaði ákvörðunin tví-
mælis.
Halldór Ásgrímsson sagði
þegar NT bar undir hann um-
mæli Ágústs að hann hefði trú á
að útgerðarmenn myndu kapp-
kosta að gera sem mest úr þeim
kvóta sem þeir fengju. Sömu-
leiðis væri kvartað undan lélegri
afkomu sem myndi ekki batna
nema verðmæti ykjust og staða
sjávarútvegsins í lancknu væri mjög
slæm. Þá sagði sjávarútvegsráð-
herra eina ástæðu þess að þessi
ákvörðun var tekin vera að
markaðshorfur í ár væru mjög
góðar og til dæmis væru líkur á
að það myndi vanta saltfisk á
markaði okkar síðar á árinu og
mjög óskynsamlegt að láta það
gerast. „En það má alltaf deila
um það hvað á að taka í ár og
hvað á. næstu árum,“ sagði
Halldór.
í samtali við NT sagði Jakob
Jakobsson forstjóri Hafrann-
sóknarstofnunar að þessi aukn-
ing væri ekki að þeirra tillögum
en þeir hefðu gert grein fyrir að
þorskurinn hafi þyngst meira en
áætlað var. „Við teljum að það
sé þegar of hörð sókn en 5% til
eða frá skipta ekki þeim sköpum
að stofninn þurrkist út,“ sagði
Jakob.
Aflakvóti þorsks eykst núna
úr 250 þúsund tonnum í 262
þúsund tonn en ekki er reiknað
með að til frekari aukningar á
þorskaflamarki komi á árinu.
Öll skip fá 5% aukningu á kvóta
sínum, hvort sem er afla eða
sóknarmark og smábátar sömu
aukningu á sínum sameiginlega
kvóta.
Útflutningsverðmæti þessar-
ar kvótaaukningar munu nema
900 milljónum króna.
Suður-Afríka:
Kynllf í
svart/
hvítu
— bls. 20.
Siðlaus blaða-
mennska:
Sjá
Itíma
og
Sjómannadeilan
á Vestfjörðum:
Ekki séð
fyrir
endann
■ Sáttafundi á milli
Sjómannafélags fsafjarðar
og Útvegsmannafélags
Vestfjarða verður haldið
áfram núna kl. 9.30, en
fundi, sem hófst kl. 13 í
gær var frestað laust fyrir
kl. 22. Að sögn Guðlaugs
Þorvaldssonar ríkissátta-
semjara, sem er vestur á
ísafirði, skiptust aðilar á
tilboðum og eru þau til
umræðu. Guðlaugur
sagði, að málin hefðu
skýrst eftir viðræðurnar í
gær, en ekki sæi þó enn
fyrir endann á deilunni.
Sáttafundur með Al-
þýðusambandi Vestfjarða
og útvegsmönnum vegna
sjómanna annars staðar á
Vestfjörðum hefur svo
verið boðaður síðdegis í
dag.