NT - 16.04.1985, Blaðsíða 10
f Þriðjudagur 16. apríl 1985 10
1 M 0 3 3 ■i 3 Ifi
Framhaldsskólinn - hvert ber að stef na?
Erindi Gerðar Steinþórsdóttur á ráðstefnu um uppeldi og nám í breyttu þjóðfélagi
■ Þróun framhaldsskólans
hefúr orðið mjög ör á síðustu
árum. Segja má að skólakerfið
hafi sprungið á miðjum sjöunda
áratugnum, þegar eftirspurn
eftir framhaldsnámi óx. Ekki
komst nema hluti hvers árgangs
inn í menntaskóla og aðrir skól-
ar sem völ var á, eins og iðnskól-
ar, virtust ekki fullnægja þörf-
inni.
Til þess að svara eftirspurn og
auka fjölbreytni voru stofnaðar
framhaldsdeildir gagnfræða-
skóla 1969 og voru þær starf-
ræktar við 30-40 skóla. Þessi
úrlausn var þó hvergi fullnægj-
andi.
Segja má að stofnun MH
marki tímamót í málefnum
framhaldsskóla hér á landi.
Hann tók til starfa árið 1966 og
árið 1972 var tekin upp nám-
skipan sem víða hefur rutt sér
braut, svokallað áfangakerfí.
Með fræðslulögunum 1946
var menntaskólunum skipað í
þá stöðu sem þeir eru í, þ.e. 4
ára skóla. Með tilkomu áfanga-
kerfisins kom ný gerð stúdents-
prófs til sögunnar gerólík hinni
eldri að allri gerð. Nú var náms-
efni skipt í áfanga sem lauk með
prófi ístaðlöngu upplestrarleyf-
anna og einkunnarkvarðinn
gerður grófari. AB. Markmið
áfangakerfisins var og er að
gera skólann sveigjanlegri, þar
sem komið er til móts viö nem-
cndur með mismunandi náms-
hæfileika og áhugasvið. Þar er
hægt að endurtaka próf í einum
áfanga sem ncmandinn hefur
ekki staðist en halda áfram í
öðrum þar sem þekking nem-
andans er fullnægjandi. Einnig
er farið mishratt yfir námsefnið
í hópunum og nokkurt frjáls-
ræði í vali.
Guömundi Arnlaugssyni
fyrsta rektor MH fórust svo
orð á ráðstefnu á vegum BHM
(kenn.blað mars ’84): „Reynsla
okkar í MN af áfangakerfinu
fyrstu árin sannfærði mig um að
við værum á réttri braut. Sitt-
livað kom á óvart, ekki síst það
hve munurinn á námsgetu og
vinnuhraða nemenda var mikill,
miklu meiri en mig hafði órað
fyrir" (bls. 9).
Fyrir 10 árum tók svo Fjöl-
brautaskólinn í Breiðholti til
starfa á grundvelli laga um
stofnun og rekstur fjölbrauta-
skóla frá 1973. Starfsvið skólans
var mjög víktækt; en til að geta
boðið upp á verulega fjölbreytni
í námsvali þarf nemendafjöldi
að vera töluverður. (1450) Nú
starfa fjölbrautaskólar í öllum
landsfjórðungum.
í stuttu erindi er ekki hægt að
gera ítarlega grein fyrir svo
risastóru verkefni sem fram-
haldsskóli og háskóli er. Má
nefna að á skólaárinu 1982-83
stunduðu .um 14 þús. nemendur
framhaldsnám í 73 stofnunum
um landiðallt. Þáerathyglisvert
að 30% allra framhaldsskóla-
nema stunda nám utan þess
kjördæmis sem þeir eiga lög-
heimili í.
Það var brýnt í kjölfar grunn-
skólalaganna 1974 að huga ræki-
lega að framhaldsskólanum.
Það ár skipaði þáverandi
menntamálaráðherra Vilhjálm-
ur Hjálmarsson nefnd til að
semja frumvarp til laga um
framhaldsskóla, og lagði það
fram á Alþingi í fyrsta sinn 1976.
Frumvarp þetta heíur verið lagt
fram 6 sinnum með nokkrum
breytingum hverju sinni síðast
1982. (VH 3, RA 1, IG 2). Það
sem einkum kom í veg fyrir
samþykkt frumvarpsins er, að
sögn, ágreiningur um skiptingu
skólakostnaðar, milli ríkis og
sveitarfélags. Þetta ákvæði var
tekið út úr frumvarpinu 1982 en
það var þá lagt fram í þinglok
fremur til kynningar en af-
greiðslu.
í greinargerð sem fylgir síð-
ustu gerð frumvarpsins stendur:
„Á þeim tíma sem frumvarpið
hefur verið á döfinni höfur þörf-
in á samræmdri löggjöf um
framhaldsskólastigið orðið æ
brýnni.” Er tvennt nefnt því til
staðfestingar: framkvæmd
grunnskólalaganna og sú stað-
reynd að veruleg þróun hefur
átt sér stað á sviði framhalds-
skólanáms víða um land, bæði
er varðar framboð menntunar
svo og starfshætti skóla.
Því miður virðist ekki blása
byrlega nú fyrir þessu frum-
varpi. Af ummælum núverandi
menntamálaráðherra, Ragn-
hildar Helgadóttur, má ráða að
hún telji að frumvarpiö miði að
því að steypa alla skóla í sama
mót og því sé hún andvíg. Þessi
ummæli eru villandi og gefa
alranga mynd.
Af lestri frumvarpsins og ítar-
legri greinargerð sem því fylgir
er deginum Ijósara að um engar
þvingunaraðgerðir er að ræða. I
greinargerð segir m.a.: „í þessu
sambandi ber aö hafa hugfast
að frumvarpi því sem hér er lagt
fram er ætlað að stuðla að því
að Alþingi setji „rammalög-
gjöf“ sem rúmi frelsi og sveigj-
anlcika án þess að slakað sé á
kröfum um nauðsynlega sam-
ræmingu framhaldsskólastigsins
í heild."
Með frelsi og sveigjanleika er
átt við að skólar, geti starfað
áfram í svipaðri mynd. í grein-
argerðinni er þetta orðað svo:
„engin ákvæði í frumvarpinu
hindra það að einstakir skólar
geti starfað áfram með svipuð-
um hætti og þeir gera nú.
Af því sem hér hefur verið
sagt ættu meginmarkið frum-
varpsins að vera ljós. En þar
sem hér cr mikið í húfi mun ég
drepa á nokkur ákvæði frum-
varpsins. (10. k, 31. gr). Hér er
um samræmdan framhaldsskóla
að ræða en strax í upphafi er
sleginn varnagli með orðinu en
einstakir skólar geta borið sér-
stakt nafn, t.d. tengt stað, hefð
eða sérstöku hlutverki."
Námið skal fara fram á mis-
löngum námsbrautum og vera
undirbúningur undir starf eða
áframhaldandi nám. Leggja
skal áherslu á tengsl verklegra
og bóklegra þátta námsins og
auk skyldunámsefnis skal gefinn
kostur á frjálsum valgreinum.
Af öllum námsbrautum skulu
vera leiðir til framhaldsnáms og
einnig markaðar sem greiðastar
leiðir milli námsbrauta.
Um skólaskipan segir að
brautirnár geti verið mismun-
andi innan sömu stofnunar, eða
skipulagslega tengdar brautir í
aðskildum stofnunum eða að-
skildar brautir í sérgreinum.
Það er mcnntamálaráðuneyt-
ið sem hefur forgöngu um gerð
áætlana um umbætur í starfi
skóla, rannsókna og tilrauna í
skólum, námskrárgerð, samn-
ingu námsefnis eftir því sem
þörf krefur svo eitthvað sé
nefnt.
Þá er kafli um fullorðins-
fræðslu þar sem kveðið er á um
kvöldskóla fyrir 19 ára og eldri
og almennar deildir án til-
skilinnar undirbúnings-
menntunar. Sérstakt frumvarp
til laga um fullorðinsfræðslu
hefur verið lagt fram á þingi en
ekki náð fram að ganga.
í kaflanum um starfslið er
t.d. ákvæði um náms- og starfs-
ráðgjöf, félagslega ráðgjöf og-
sálfræðiþjónustu. Þá er ákvæði
þess efnis að í hverjum lands-
hluta skuli vera eins fjölbreytt
val námsbrauta og við verði
komið.
Verður hér látið staðar
numið, en spurt hvað vinnist við
samþykkt þessa frumvarps, því
að ljóst er að framhaldsskólinn
hefur þróast í þá átt sem hér er
lýst. Svarið er að ýmsir lausir
endar eru nú í framhaldsskólun-
um, námsbrautir eru mismun-
andi uppbyggðar í skólunum
sem leiðir til efasemda um rétt-
indi nemenda auk þess sem
nemendur eiga á hættu að fá
ekki nám sitt viðurkennt ef þeir
flytjast milli skóla. (Dæmi:
nemandi sem var einn vetur í
Iðnskólanum, síðan í MH, fékk
ekkert af náminu viðurkennt).
Þau ummæli menntamálaráð-
herra að hún vilji láta semja lög
um hvern skóla en varpa þar
með þessu frumvarpi fyrir róða,
er skref aftur á bak til 7. ára-
tugarins.
Ég mun nú fjalla um hlutfall
nemenda eftir kynjum í fram-
haldsskólum og val þeirra á
námsbrautum. Aðgengilegastar
upplýsingar eru til um stúdents-
próf. Ef miðað er við árið 40 frá
stofnun lýðveldisins, þá voru
konur lengi fjórðungur þeirra
sem útskrifuðust, en þá voru í
raun fáir útvaldir sem tóku stúd-
entspróf, smám saman jókst
nemendafjöldi og hlutfall
kvenna og á síðasta áratug þessa
tímabils urðu konur fleiri til að
Ijúka stúdentsprófi. Árið 1944
útskrifuðu 2 skólar stúdenta en
núna eru skólarnir 19. En þegar
litið er á val námsbrauta kemur
fram sláandi munur eftir
kynjum, þótt konurnar sæki
vissulega fram. 1981-82 luku
214 konur stúdentsprófi á mála-
braut á móti 52 körium (4-1), en
á raunvísindabraut luku 192
stúlkur prófi á móti 308 körlum
(2-3), konur voru helmingi fleiri
á félagsbraut en mesta jafnvæg-
ið var á viðskiptabraut.
í 19. júní, ársriti KRFÍ 1981
eru viðtöl við konur sem hafa
brotið af sér hlekki vanans. Þar
segir Hrönn Hjaltadóttir, loft-
skeytamaður og nemi í útvarps-
virkjun, m.a. „Ég man t.d. að í
Kennaraskólanum yrti stærð-
fræðikennarinn aldrei á okkur
stelpurnar, jafnvel ekki þær sem
voru áhugasamar og duglegar í
stærðfræði. Það er alveg Ijóst að
hefð og fordómar í garð kvenna
eiga hér stóran hlut að máli en
æ fleiri konur láta slíkt lönd og
leið.
Ef litið er á Iðnskólann i Rvík
er kyngreiningin glögg. Skólaár-
ið 1970-71 voru konur 10%
nemenda, eða 95 talsins en 10
árum síðar 18% eða 198 talsins,
þar af 90 í hársnrytingu, en sjá
má að þær leita á ný mið s.s. í
húsgagnabólstrun tréiðnir og út-
varpsvirkjun, 1981 hafði ein
kona lokið námi frá Vélskólan-
um, 1 lokið námi frá Stýri-
mannaskólanum, 1 lokið fram-
haldsnámi í fisktækni frá Fisk-
vinnsluskólanum, sem veitir
réttindi til að sjá um stjórn
frystihúsa. Hins vegar höfðu 15
konurog 166 karlar (11%) lokið
námi við Fiskvinnsluskólarm
sem gefur réttindi til verkstjórn-
ar í frystihúsum og vera
matsmenn. Á sama tíma eru
aðrir skólar kvennaskólar, eins
og Fósturskólinn, Þroskaþjálfa-
skólinn og Iítið sem bendir til
breytinga þar í náinni framtíð.
Ekki er hægt að ganga hér
fram hjá fullorðinsfræðslunni,
og minna á að „svo lengi lærir
sem lifir.” Þeir aðilar sem
lengstan feril eiga í þessum
málum eru Námsflokkar Rvíkur
og Bréfaskólinn (’39 og ’40).
Þátttaka kvenna er meiri í full-
orðinsfræðslu en á færri sviðum.
Ef litið er til öldungadeild-
anna hafa þær komið konum
fremur til góða en körlum, 453
konur hafa útskrifast þaðan frá
upphafi og 186 karlar. Það hefur
vissulega margt gerst á 8. ára-
tugnum til bóta, en ekki allt
smollið saman sem skyldi enda
þensla snögg. Löggjöf um fram-
Tialdsskólann og fullorðinsfræð-
slu ætti að vera stórt skref fram
á við.
Mér þykir rétt að gera nokkra
grein fyrir háskólastiginu
jafnframt: Kennaraháskólan-
um, Tækniskóla íslands og Há-
skóla íslands.
Kennaraskólanum var breytt
í háskóla með einu pennastriki,
ef svo má segja, árið 1971.
Vönduð kennaramenntun er
þjóðinni örugglega mikilvægari
en flest annað. Góðir skólar eru
satt að segja óhugsandi án
menntaðra, áhugasamra og
gagnrýninna kennara. I
Kennaraskólanum náðist fyrst
jafnt hlutfall kvenna og karla og
á 7. áratugnum komust konur í
meirihluta og eru núna 70-80%
af heildar nemendafjölda Kenn-
araháskólans. Ég tel það miður
að kennarastéttin verði kvenna-
stétt, ekki vegna þess að konur
séu ekki jafnhæfar og karlar,
heldur er nemendum hollt að
kynnast konum og körlum jafnt
sem uppalendum. Æskilegt væri
að KI og HÍ hefðu meiri sam-
vinnu sín á milli í uppeldisfræð-
um og endurmenntun. Vitað er
að þessir tveir aðilar hafa ræðst
við en þriðja aðila vantar frá
menntamálaráðuneytinu til að
koma skrið á málið. Að þessu
atriði vék Jónas Pálsson fyrrv.
rektor KÍ í ávarpi á 75 ára
afmæli KÍ 1982.
í þessu ávarpi lagði Jónas
áherslu á að frumvarp til endur-
skoðaðra laga um KI næði fram
að ganga en það var lagt fram á
tveimur þingum (1976-7 og
1977-8), endurskoða þyrfti
námskrá skólans, styrkja
kennslufræðina, minntist á
mikilvægi rannsókna og fagnaði
því að Rannsóknastofnun upp-
eldismála væri í þann veginn að
taka til starfa. Talaði um mikil-
vægi eins árs framhaldsnáms í
flestum greinum.
Á sama tíma og kennarastétt-
in er að verða kvennastétt hefur
1 kona lokið prófi frá Tækni-
skóla íslands sem tengist iðnaði,
María Jóna Gunnarsdóttir. All-
ar aðrar konur frá TÍ eru meina-
tæknar (218/5). í viðtali í 19.
júní 1981 kemurfram áhugavert
viðhorf hjá Maríu, sem rétt er
að huga að: „Tæknifræðin er...
með barnavagn" bls. 28).
Ég ætla að leyfa mér að
fullyrða að það yrði þjóðfélag-
inu til góðs og hagsbóta að
konur hösluðu sér völl á öllum
sviðum og karlar tækju sinn
skerf í umönnunar- og þjón-
ustuhlutverkinu. Ein kona í
starfi skiptir ekki sköpum en
hún vísar öðrum leið, vinnur
starf brautryðjandans sem aldr-
ei getur orðið létt verk. Ég tel
að Jafnréttisráð eigi að hafa
forystu í þessu máli, en til þess
skorti það nú mannafla.
Er þá komið að HÍ og mun ég
fyrst lesa samantekt (stytta) sem
einn þátttakandi í undirbún-
ingshópnum, Sigurður Stein-
þórsson prófessor gerði, og
byggir að nokkru á Skýrslu
Þróunarnefndar H.í. sem kom
út á liðnu ári: „Fram á
miðjan... utan við H.í.“
Valdimar K. Jónsson prófessor
átti sæti í þróunamefndinni og seg-
ir í grein í BHM blaðinu (okt ’84)
að verði ekki bætt úr verði Hl
sýndarmennsku háskóli eða fara
verði þá leið að loka skólanum
fyrir fjöldanum og halda uppi
mannsæmandi staðli fyrir fáa
útvalda. Bæta má við að rædd er
sú leið að taka upp skólagjöld til
að greiða laun kennara.
Að lokum nokkur orð um val
í námsbrautir við HÍ. Konur
eru 40% þeirra sem Ijúka námi,
en þær fara í styttra nám en
karlar. Þær eru í meirihluta í
tvcimur deildum: heimspeki-
deild og félagsvísindadeild og
er það í samræmi við námsval í
framhaldsskólanum sem áður
var vikið að. í læknadeild hefur
orðið fjölgun en þar ræður
mestu hjúkrunarfræði og
sjúkraþjálfun (51/3). 1 kona á
móti 3 körlum lýkur læknis-
fræði. í verkfræði- og raunvís-
indadeild eru karlar yfir 90% í
byggingaverkfræði, vélav., raf-
magnsverkfr. og fl., en konur
eru yfir 40% í landafræði, jarð-
fræði og efnafræði jafnvel í
matvælafræði. En segja má
með rétti að konur hafi unnið á
í nánast öllum deildum.
Háskóli íslands
Fram á miðjan 7. áratuginn
fjölgaði nemendum í H.í. til-
tölulega liægt: kenndar voru
hinar hefðbundnu embættis-
greinar, guðfræði, læknis- og
lögfræði, auk viðskiptafræði og
fyrrihluta verkfræði og lyfja-
fræði svo og tungumála-, sögu-
og norrænunáms heimspeki-
deildar. Árið 1969 voru þar
nýinnritaðir um 450 og heildar-
fjöldi stúdenta 1250.
Þá byltingu, sem í Háskólan-
um varð skömmu fyrir 1970, má
að mestu leyti rekja til sam-
þykkta sem gerðar voru á ráð-
stefnu um mál háskólans og
æðri menntunar tæpum 10 árum
áður, og sem framkvæmdar
voru kerfisbundið árið þar á
eftir. Meðal þeirra samþykkta
mun hafa verið stofnun Vísinda-
sjóðs, og flutningur ýinissa
námsgreina inn í landið, sem
áður höfðu verið sóttar til út-
landa. Af þessum sökum hefur
orðið gífurleg fjölgun nemenda
við skólann, m.a. tekin upp
kennsla til lokaprófs í verk-
fræði, til BS-prófs í raungrein-
um, og ýmsar nýjar hugvísinda-
greinar (t.d. félagsfræði og
heimspeki) til BA-prófs).
í spá um nemendafjölda o.fl.
til aldamóta, sem birtist í nýút-
kominni 5-ára þróunaráætlun
H.Í., er gert ráð fyrir að jafn-
vægi í nemendafjölda náist upp
úr 1985, nýinnritaðir verði þá
um 1800 á ári, nemendafjöldi
um 5200, og 37% hvers árgangs
Ijúki prófi.
Framan af þessu fjölgunar-
tímabili gekk nokkuð með ný-
byggingar háskólans, en hin síð-
ari ár hefur gengið mjög illa
með þær af ýmsum ástæðum.
Kunnugir segja að (a) háskól-
inn hafi nú u.þ.b. helming þess
húsnæðis, sem stofnun af hans
stærð þyrfti að hafa og (b) 200
milljónir (eitt togaraverð) á ári
frá ríkinu myndu tryggja eðli-
legan byggingahraða.
Ástand húsnæðismála háskól-
ans er nú slíkt að hann er
dreifður á yfir 30 staði í bænum,
engin aðstaða er fyrir fjölmenna
fyrirlestra, og vantar tilfinnan-
lega stóra sali, og verk-kennsla
er í verulegum ólestri í mörgum
greinum. (Þannig eru l.-árs
æfingar í eðlisfræði nú kenndar
í 14 hópum, þ.á.m. bæði á
laugardögum og sunnudögum,
en í lífefnafræði er verkleg
kennsla í 9 hópum.)
Launakjör háskólakennara
eru slík að þeir neyðast til þess
að kenna miklu meira en þeim
eða stúdentum er hollt, margir
leiðast út í vinnu utan háskólans
til að drýgja tekjur sínar. Auk
þess er aðstaða til rannsókna -
en rannsóknir eru taldar undir-
stöðu- og skilgreiningaratriði há-
skólastarfs samanborið við aðra
kennslu - í mörgum greinum
engin eða ófullnægjandi. Allt
þetta - húsnæðisskortur, að-
stöðuleysi, bág launakjör og
lágt hlutfall fastra kennara mið-
að við fjölda stúdenta og alltof
hátt hlutfall stundakennara
miðað við fasta ógna háskólan-
um sem fyrsta flokks mennta-
stofnun.
Fyrir fáeinum árum skilaði
nefnd um rannsóknir við há-
skólann áliti; þar voru m.a.
tillögur um stórfellda eflingu
Vísindasjóðs. Svo hefur lengi
verið, að beinar fjárveitingar til
rannsókna hafa verið mjög af
skornum skammti, og hefur
Vísindasjóður, svo veikur sem
hann er, verið meginstoð ýmissa
nýrra rannsókna, auk þess sem
erlendir aðilar hafa iðulega
styrkt rannsóknir hér.
í þeim áætlunum, sem gerðar
voru af þróunarnefnd, er ekki
reiknað með ýmsum nýjungum
í kennsluháttum eða námsgrein-
um við Háskólann. Þar ber að
nefna tvennt: Að tekið verði
upp formlegt framhaldsnám, til
MÁ/MS eða doktorsprófs, í
vissum greinum, og að greinar,
sem nú eru ekki við háskólann
verði teknar upp, t.d. húsagerð-
arlist og tónlist. Húsagerðarlist
sækja Islendingar algerlega til
útlanda, en ýmis rök eru fyrir
því að sérstakar íslenskar rann-
sóknir ætti að stunda á þessu
sviði, m.a. m.t.t. séríslenskra
aðstæðna í veðurfari, sólarhæð,
húshitun, byggingarefnum o.fl.
Veðurfræði er ekki kennd hér
og ekki fiskifræði. Við Tónlist-
arskólann í Reykjavík mun vera
unnið að BS-námi, sem er alger-
lega utan við H.í.