NT - 16.04.1985, Blaðsíða 2

NT - 16.04.1985, Blaðsíða 2
Þriðjudagur 16. apríl 1985 Skák Lokaúrslit á Skákþingi íslands, iandsliðsflokki: Nýliðinn varð í öðru sæti ■ Karl Porsteins stóð uppi sem sigurvegari á Skákþingi fs- lands sem lauk um helgina. Hann hafði tryggt sér sigur fyrir síðustu umferð og því var aðeins spurning hversu mikið bilið yrði milli hans og næstu manna. Annað sætið kom í hlut Þrastar Pórhallssonar sem hlaut 8 vinn- inga en hann hélt sér í fremstu röð allt mótið. í 3. - 4. sæti urðu svo þeir Davíð Ólafsson og Róbert Harðarson sem hlutu l/i vinning. Þeir byrjuðu báðir illa en sóttu í sig veðrið og tryggðu sér áframhaldandi þátt- töku í landsliðsflokki eins og þeir Þröstur og Karl. Úrslit í 13. umferðinni á laug- ardaginn urðu þessi: Gylfi-Dan /r.Vi Karl - Lárus 1:0 Andri - Benedikt /2:/2 Haukur - Ásgeir 1:0 Pálmi-Róbert 0:1 Davíð - Þröstur /2:/2 Halldór - Hilmar /2:/: Á föstudagskvöldið voru tefldar nokkrar biðskákir og þá vann Benedikt Hauk, Ásgeir sigraði Halldór og Haukur vann Lárus. Jafntefli varð í skák Þrastar og Halldórs. í skákpistli mínum í laugardagsblaðinu var greint rangt frá úrslitunum í skák Þrastar og Halldórs. Með því að ná jafntefli í þessari skák tókst Þresti að krækja sér í 2. sætið. Er það sannarlega glæsi- legur árangur af nýliða að vera. Árangur Róberts er viðundandi og Davíð getur rétt eins og Þröstur unað glaður við sitt en þetta var í fyrsta sinn sem hann teflir í landsliðsflokki. Lokaniðurstaðan í mótinu varð þessi. 1. Karl Þorsteins 10 v. 2. Þröstur Þórhallsson 8 v. 3.-4. Róbert Harðarson ogDav- íð Ólafsson 1/2 v. 5.-9. v. Hauk- ur Angantýsson, Benedikt Jón- asson, Lárus Jóhannesson, Dan Hansson og Hilmar Karlsson allir með 6'/5 v. 10.-11. Ásgeir Þór Árnason og Andri Áss Grétarsson 6 v. hvor. 12. Hall- dór G. Einarsson 5'/2 v. 13. Pálmi Pétursson 4/2 v. 14. Gylfi Þórhallsson 31/: v. Einvígi Margeirs Péturssonar og Schvidler hófst Israel í gær: Karl Þorsteins „Skákmeistari íslands 1985“. Frumvarp um þingsköp Alþingis: Er Alþingi líkara málskrafs- samkundu en löggjafarsamkundu? ■ Meginnýmæli í frumvarpi um þingsköp Alþingis sem lagt var fyrir Alþingi í síðustu viku og tekið var til fyrstu umræðu í efri deild í gær eru að stjórn þingsins verði efid með skipulegum og markvissum vinnubrögðum, fjölgað verði fastanefndum í sam- einuðu þingi, settar reglur um hnitmiðaðri meðferð þingsályktun- artillagna en verið hefur, breytt verði reglum um fyrirspurnir þannig að umræðan verði einungis bundin við fyrirspyrjenda og viðkomandi ráðherra og ræðutími styttur. Einnig er lagt til að sett verði ákvæði um umræöur utan dagskrár en um það efni hefur ekkert verið að finna í þingsköpuni. kyns málskrafi um einskis nýta hluti og fluttar væru tillögur um ómerkileg efni, en það væri erfitt að dæma um það hvaða mál ættu rétt til flutnings og liver ekki. Kjarabaráttan i bönkunum? . Helgi Olafsson stórmeistari skrifar um skák Margeir tapaði fyrstu skákinni Það var Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaðs þings og formaður þingnefndar sem annast hefur samningu frumvarpsins, sem mælti fyrir því og kom m.a. fram í máli hans að þingmenn stæðu frammi fyrir ýmsum vanda er varðaði starfshætti og vinnubrögð Al- þingis. Nefndi hann sem dæmi hina miklu aukningu þingsálykt- unartillagna en gildandi reglur um þær eru efnislega frá árinu 1905! Ótakmarkaðar umræður- um þingsályktunartillögur og lítt takmarkaðar umræður um fyrirspurnir taki nú allt of mik- inn tíma af störfum á Alþingi, slíkt kreppi að svigrúmi fyrir sjálft löggjafarstarfið og breyti svipmóti löggjafarsamkomunn- ar í yfirbragð málskrafssam- kundu. Fæli það jafnvel þing- menn frá góðri fundarsetu, „því þeim sé ekki ætlandi að sitja undir því sem þeim þykir fánýti, nema þeir eigi sjálfir hlut að máli”. Haraldur Ólafsson nefndi í ræðu sinni að æskilegt væri að deildarfundir hefðu meiri tíma cn nú er og að til hagræðis væri að hafa þingfundi að morgni, í stað þess sem nú er en þeir hefjast kl. 14. síðdegis. Davíð Aðalsteinsson sagði m.a. að of mikið væri af alls Bankastjóri af hugsjón! ■ „Égberekkikinnroðafyrir mínar tekjur sem banka- stjóri,“ er haft eftir Jónasi Haralz frjálshyggjupostula og bankastjóra Landsbankans á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins. Jónas gaf þar ennfremur í skyn að bankastjórnin væri honum hugsjón, launin skiptu hann litlu eða engu máli. „Ég hef aldrei skipt mér af því hvaða laun ég fengi né spurt um þau. Hjá mér hafa aðrir þættir verið mikilvægari en launin,“ voru orð Jónasar á landsfundinum. Ja, það væri aldeilis munur ef allir launþegar tækju Jónas sér til fyrirmyndar og hættu þessu eilífa þrasi um smámuni eins og krónurnar í launaum- slaginu... Bankastjórar fá 450.000 kr. vísitölubundinn launaauka ■ Eftir mikið japl og fuður hófst einvígi Margeirs Péturssonar og Israelsmannsins Schvidler loks i litlum bæ skammt frá Haifa, Beersheva. Fyrsta skák einvígis- ins var tefld í gær og lauk með sigri ísraelsmannsins sem hafði hvítt. Að sögn Braga Kristjáns- sonar, aðstoðarmanns Margeirs, lenti Margeir í miklum erfiðleik- um í byrjun tafls og varð að játa sig sigraðan eftir 41 leik. Eins og fram hefur komið í fréttum þá hefur staðið mikið stapp um þetta einvígi, mótsstað- inn, dómara og niðurstöðu ef skákmennirnir skilja jafnir. Helme hinn finnski sem mikið hefur komið við sögu þessa einvíg- is, en hann er svæðisforseti Norð- urlandaskáksambandanna, úr- skurðaði eigi alls fyrir löngu að Margeir kæmist áfram á jöfnu vegna betri árangurs á svæðamót- inu sem haldið var í Gausdal í janúar s.l. Margeir deildi þar efsta sætinu með Norðmanninum Agdestein en tapaði síðan fyrir honum í einvígi í Reykjavík í febrúar. Schvidler varð í 2.-3. sæti á svæðamóti sem haldið var í ísrael og komst áfram með því að gera jafnt við V-Þjóðverjann Lau í einvígi og komst áfram á betri stigum úr svæðamótinu. Að sögn Braga Kristjánssonar eru allar aðstæður hinar bestu á mótsstað. Kvað hann Margeir staðráðinn í að leggja ekki árar í bát þrátt fyrir erfiða byrjun. 2. skák einvígisins verður tefld í dag og stýrir Margeir þá hvítu mönnunum. - i stað bílahlunninda sem gilt hafa hingað til WUMHK h ■ Þetta er miklu sniðugra en að standa í verkfölium til að kría út bara að láta engan vita! 1000 kr. hækkun strákar - munum Hreinsanir í flokknum? ■ Ungir sjálfstæðismenn settu nokkuð svip sinn á nýaf- staðinn landsfund og björguðu að margra áliti „andliti" hans útávið með því að fá sam- þykktan nokkuð skeleggan verkefnalista fyrir flokkinn. En ungu mennirnir settu ekki síður svip sinn á næturlíf Reykjavíkurborgar um helgina og var þar margt skrafað sem ekki var látið hátt fara á sjálf- um fundinum. Voru margir ungu mannanna reiðir út í eldri kynslóð flokksins og þótti hún sýna allt of mikla linkind og vera til trafala við að koma merkum málum fram. Kvað einn ungur útgerðarmaður af Vestfjörðum svo fast að orði „öls við pel“ í Þórscafé að „það yrði að losa flokkinn við gömlu mennina" og tilgreindi síðan nokkur nöfn, svo sem þingmenn kjördæmis síns, til þess að eitthvað róttækt færi að gerast.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.