NT - 16.04.1985, Page 5
Þriðjudagur 16. apríl 1985 1 5
Jafnt vægi atkvæða samþykkt á landsfundi Sjálfstæðismanna:
Fundarmenn af landsbyggðinni
vissu ekki hvað þeir gerðu!
■ Þótt Sjálfstæðismcnn hafi
stillt saman strengi sína á nýliðn-
um landsfundi kom samt greini-
lega í Ijós að það eru ýmis mál
sem verulegur ágreiningur er
um innan flokksins. Tillaga alls-
herjarnefndar um að atkvæði í
þingkosningum ættu að vera
jafnvæg, óháð búsetu, var sam-
þykkt og virtist sem fundar-
menn af landsbyggðinni hefðu
ekki gert sér grein fyrir hvað
þeir voru að samþykkja fyrr en
nokkru eftir atkvæðagreiðsl-
una.
Tillagan hljóðaði á þá leið, að
landsfundurinn beindi því til
þingflokksins að hann beitti sér
fyrir því að endurskoðun á
stjórnarskrá lýðveldisins ýrði
lokið hið fyrsta og það væri í
samræmi við þá grundallarreglu
flokksins um jafnan rétt ein-
staklinganna að það væri ófrá-
víkjanleg krafa að allir kjósend-
ur væru jafnréttháir og vægi
atkvæða væri j afnt óháð búsetu.
Þegar landsbyggðarfulltrú-
arnir gerðu sér grein fyrir hvað
í raun hefði verið samþykkt
varð uppi fótur og fit og þess var
krafist að tillagan yrði tekin
aftur á dagskrá. Pálmi Jónsson
þingmaður var þar fremstur í
flokki og lagði til að áður sam-
þykktri tillögu yrði vísað frá en
það var Þorsteinn Pálsson sem
tók af skarið um að málið yrði
tekið fyrir aftur. Einar Guð-
finnsson úr Bolungarvík lagði
til að ályktun allsherjarnefndar
yrði vísað til miðstjórnar og
þingflokksins og var það úr eftir
snarpar umræður. Lofaði Þor-
steinn Pálsson því að skipa
nefnd til að kanna málið.
Mál þetta vakti mikinn úlfa-
þyt og var ein ástæðan fyrir því
að það var tekið uþp aftur sögð
sú, að atkvæðagreiðsla hefði
farið fram meðan margir fulltrú-
ar voru uppteknir við nefndar-
störf. Mikill ágreiningur er urn
þetta mál innan flokksins, aðal-
lega milli fulltrúa af landsbyggð-
inni annars vegar og höfuðborg-
arsvæðisins hins vegar, en einn-
ig munu vera meiri skilningur
fyrir þessari tillögu meðal yngra
fólksins innan Sjálfstæðisflokks-
ins. Þótti sumum sem for-
manninum, sem fylgdist með
atkvæðagreiðslunni, hefði verið
það í lófa lagið að fresta málinu,
þar til nefndarstörfum væri lok-
ið til að komast hjá þessari
óþægilegu uppákomu.
■ Sjálfstæðismönnum var svo mikið í mun að sýna fram á það á landsfundinum að þeir
gengju í takt allir sem einn að fulltrúar landsbyggðarinnar sofnuðu á verðinum og
samþykktu tillögu um jafnt vægi atkvæða, óháð búsetu, án þess að vita hvað þeir gerðu.
NT*mynd: Sverrir
crp>
w
Félagsfundur
verður haldinn fímmtudaginn 18. apríl 1985
kl. 20.00 að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð.
Dagskra:
1. Félagsmál
2. Önnur mál.
3. Erindi: Framtíð málmiðnaðar á íslandi. Ingj-
aldur Hannibalsson forst. I.T.I.
Mætið vel og stundvíslega.
Stjórn Félags járniðnaöarmanna.
Kosning til mið-
stjórnar á iands*
fundi Sjálf*
stæðisflokks:
Davíð
ervin-
sæll!
■ Davíð Oddsson borg-
arstjóri í Reykjavík hlaut
lang flest atkvæða við
kosningu fulltrúa til mið-
stjórnar á landsfundi sjálf-
stæðismanna, sem lauk á
sunnudaginn, en þrír nýir
fulltrúar koma inn í stjórn-
ina meðan að einn, Jón
Magnússon.fellur út.
Nýliðar í miðstjórn eru
Gunnar Ragnars forstjóri
á Akureyri, Erlendur G.
Eysteinsson bóndi Stóru-
Giljá og Sigurður Einars-
son útgerðarmaður í Vest-
mannaeyjum. Aðrir sem
hlutu kosningu voru Björg
Einarsdóttir Reykjavík,
Bjöm Þórhallsson Reykja-
vík, Davíð Sch. Thor-
steinsson Garðabæ, Einar
K. Guðfinnsson Bolung-
arvík, Geir Hallgrímsson
utanríkisráðherra, Jónas
H. Haralz Kópavogi og
Katrín Fjeldsted Reykja-
vík. Út féll Jón Magnús-
son lögmaður í Reykjavík
en tveir fyrrverandi fulltrú-
ar gáfu ekki kost á sér til
endurkjörs.
■ Jakob Bjömsson orkumálastjóri flytur ávarp við setningu
Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna í gær. NT-mynd: Svemr.
Jarðhitaskóli HSÞ settur í gær:
Ellefu nemendur
frá fimm löndum
- á þessu starfsári
■ Jarðhitaskóli Háskóla
Sameinuðu þjóðanna var
settur í sjötta sinn í gær. Á
þessu starfsári verða ellefu
nemendur við sérhæfða
starfsþjálfun í skólanum,
þrír frá Eþíópíu, þrír frá
Kenýa, þrír frá Kína, einn
frá Thailandi og einn frá
Tyrklandi.
Nemendur Jarðhitaskól-
ans hafa verið 47, að með-
töldum þeim, sem nú stunda
þar nám, og hafa þeir komið
frá 15 þróunarlöndum, en
auk þess hafa komið fjórir
einstaklingar frá V-Evrópu-
löndum á eigin kostnað.
Nám við skólann tekur 6
mánuði, en 19 manns hafa
jafnframt komið í styttri
námsferðir, allt frá tveimur
vikum til þriggja mánaða.
Nemendur skólans starfa
allir við ríkisstofnanir í
heimalöndum sínum og
margir fyrrum nemendur
eru í leiðandi stöðum í jarð-
hitamálum heima.
ísland og Sameinuðu
þjóðirnar skipta með sér
kostnaði við rekstur Jarð-
hitaskólans og er litið á
framlag íslands sem hluta
þróunaraðstoðar. Skólinn
er rekinn innan Orkustofn-
unar og kennarar við hann
eru flestir sérfræðingar við
Jarðhitadeild Orkustofnun-
ar. Á þessu ári munu fleiri
sérfræðingar koma þar við
sögu m.a. frá Háskóla
íslands.
fyrir tað og seigfljótandi mykju.
Aratuga reynsla á íslandi.
Tvær stærðir
Spr 3,0m3 verð kr. 82.500,-
Til afgreiðslu strax
Spr 4,2m3 verð kr. 103.600.-
Til afgreiðslu nú þegar.
Hafið samband við sölumenn okkar,
sem veita allar nánari upplýsingar
G/obus/f
LÁGMOLI 5, SlMI 81555
# HOWARD
Keðjudreifari