NT


NT - 16.04.1985, Side 6

NT - 16.04.1985, Side 6
Þriðjudagur 16. apríl 1985 6 Tværþjóðirálslandi - í tvennum skilningi Eftir byggðajafnvægistímabil framsóknaráratugarins hefur nú aftur hafist fólksflótti af lands- byggðinni til Stór-Reykajvíkur og jafnhliða lækkar verðgildi fast- eigna á landsbyggðinni en hækk- ar í Reykjavík að sama skapi. ■ Þessa dagana heyrist oft sagt að í landi okkar búi tvær þjóðir, - eða að þróunin stefni óðfluga í þá átt að þjóðin skiptist í tvennt, hina ríku og hina fátæku. Víst mun vera allmikið hæft í þessu, því miður, en væntanlega skiptist þjóðin ekki í tvennt út af því, þannig að auðjöfrar byggi ann- an hluta landsins og fátækling- ar hinn hlutann, heldur er átt við að mismunur lífskjara fólksins er orðinn gífurlegur og fer enn vaxandi. Stefnir nú óðfluga að þjóðfélagi hinna fáu auðj öfra og snauða fj ölda. Af verkunum skuluð þér þekkjaþá! Ýmislegt mætti upp telja sem valdið hefur og veldur þessari óheillavænlegu þróun, en ekki er ætlunin að gera það hér. Þó er augljóst að hin pólitísku öfl spila mikið inn í þetta mál. Við höfum marga stjórnmála- flokka, sem allir þykjast vilja vinna að almenningsheill, en kjósendum gengur ekki vel að átta sig á hinum eiginlegu stefnum þeirra. íhaldsflokkur- inn, sem nú kallar sig Sjálf- stæöisflokk, er þeirra lang- stærstur og hin raunverulega stefna hans er að auka hlut hinna ríku á kostnað þeirra fátækari. Stefnuskráin segir að vísu annað. En „af verkunum skuluð þér þekkja þá“. M.a. vegna sundurlyndis á vinstri vængnum hefur veldi þessa eina flokks á þeim hægri farið vaxandi undanfarin ár. Þeir flokkar sem telja sig verkalýðs- eða alþýðuflokka - þeir hafa brugðist. Og áhrif miðflokk- anna (Framsóknar- og Al- þýðuflokka) hafa farið þverr- andi. Að vísu sýna skoðana- kannanir síðustu daga ört vax- andi fylgi Alþýðuflokksins eft- ir að framagosinn Jón Baldvin komst þar til valda, en væntan- lega reynist það bóla sem hjaðnar fyrr en varir. Eins og stendur er sagt að framagosinn fái góðar undirtektir á lands- byggðinni, en væntanlega rifj- ast upp fljótlega að hingað til hefur Alþýðuflokkurinn ekki verið sveitunum hagstæður og að Jón Baldvin hefur ekki verið dreifbýlinu hliðhollur í kjördæmamálinu til dæmis. Það á kannski við um hann, sem sagt var um annan Reyk- víking að hann „þykist mikill Þingeyingur, þegar hann er á Húsavík“ Peningaófl eru voldug Segja má að orsök vaxandi mismunar á lífskjörum sé að vissu leyti fólkinu sjálfu að kenna. Það hefur ekki notað tækifærin, sem það fær fjórða hvert ár, til að efla þá flokka sem vel hafa reynst, heldur hafa margir sveiflast sitt á hvað milli öfgaaflanna til hægri og vinstri eða þá kosið nýja flokka sem engin reynsla hefur verið af og ekki hafa haft möguleika á að vinna nein stórvirki. Peningaöfl og Reykjavíkur- vald spila einnig inn í þetta mál. Nýlega heyrði ég sérfróð- an mann halda því fram (í útvarpi) að orsök síðustu geng- isfellingar hafi verið vaxta- kapphlaup bankanna. Bank- arnir höfou nefnilega fengiði aukið frelsi og_ fóru þá strax; með miklu auglýsingaskrumi, að keppa um sparifé lands- manna. Hvort sem maðurinn hefur rétt fyrir sér eða ekki þá er vald peningaaflanna mikið og áhrif þeirra víða læsileg. Klofningur þjóðarinnar? Á sama tíma og talað er um tvær þjóðir í landinu, hina ríku og hina fátæku, hyllir undir aðra skiptingu þjóðarinnar í tvennt. Ánnars vegar er Stór- Reykjavík og hins vegar lands- byggðin. Vonandi þarf ekki til þess að koma, en kannski er slíkur klofningur þjóðarinnar eina vopn íbúa dreifbýlisins í baráttunni fyrir lífskjörum og eignum. Eftir byggðajafnvægistíma- bil framsóknaráratugarins hef- ur nú aftur hafist fólksflótti af landsbyggðinni til Stór- Reykjavíkur og jafnhliða lækkar verðgildi fasteigna á landsbyggðinni en hækkar í Reykjavík að sama skapi. Ef fólk neyðist til að yfirgefa dreifbýlið í stórum stíl þá verða eignir þess þar ill- eða óseljanlegar og þannig tapa menn eignum sínum að veru- legu eða öllu leyti og flytja „suður“ slyppir og snauðir. Þetta virðist nú blasa við fjöl- mörgum bændunum. Dreifbýlið gagnvart Reykjavíkurvaldi Frumástæðan til þess að koma af stað hreyfingu í lands- byggðinni, til að standa vörð um rétt dreifbýlisins gagnvart Reykjavíkurvaldinu, ætla ég að hafi verið kjördæmamálið, en íbúar höfuðborgarsvæðisins sækja mjög á að fá verulega aukið hlutfall alþingismanna í sinn hlut. Hefur verið talsvert deilt um þetta. Þykir fólki á landbyggðinni að vonum hart að þurfa að láta af hendi kannski þau einu réttindi sem það hefur meira af, en að flestu leyti öðru stöndum við á landsbyggðinni verr að vígi en Reykvíkingar og því fer fjarri að fólk á suðvesturhorninu hafi ástæðu til að kvarta yfir sínum hlut miðað við dreifbýlið. Fjandskapast við f lokkinn og byggðastefnuna Reykvískir hafa mjög séð ofsjónum yfir því fjármagni, sem fór til uppbyggingar út um landsbyggðina vegna byggða- stefnunnar. Kenna þeir Fram- sóknarflokknum um byggða- stefnuna (sem út af fyrir sig er réttmætt enda byggðastefnan af hinu góða) og hafa fjand- skapast mikið við flokkinn vegna hennar. Þeim hefur tek- ist að reyta af flokknum mikið fylgi þar á suðvesturhorninu og tapaði hann þannig tveimur af þremur þingsætum sínum í Reykjaneskjördæmi og Reykja- vík í síðustu kosningum. Kenna ýmsir tlokksmenn þar á horninu byggðastefnunni um þetta afhroð og vilja knýja fram mannaskipti og stefnu- breytingu og hefur orðið talsvert ágengt. Ber þannig talsvert á barningi innan flokksins, milli Stór-Reykjavíkur og lands- byggðarinnar og það mið? óhjákvæmilega að því að veikja flokkinn, eins og mis- sætti innan stjórnmálaflokka jafnan hlýtur að gera. Dreifbýlið haldi sínum hlut En Framsóknarflokkurinn hefur verið og er enn helsta varnarvígi dreifbýlisins innan og utan veggja Alþingis og er því mjög óhagstætt að áhrif hans minnki. Þar með er ekki sagt að hann sé Reykjavík neikvæður, enda er skynsam- leg byggðastefna, eins og flokkurinn hefur beitt sér fyrir, til þess gjörð að dreifbýlið blómgist jafnt og höfuðborgar- svæðið. Haldi sínum hlut. Hlutfallslega meiri uppbygg- ing atvinnulífs á höfuðborgar- svæðinu heldur en ánnars- staðar veldur hinsvegar fólksflótta þangað. Það er óhagstætt fyrir bæði svæðin að straumurinn haldi áfram og aukist hann veldur það óheyri- legum vandræðum. Á síðari árum hefur flokkurinn einnig tapað nokkru fylgi í öðrum kjördæmum, líklega aðailega til Alþýðubandalagsins. (Gæti bent til að forysta flokksins sé heldur mikið til hægri). Allt veikir þetta stöðu dreifbýlisins, enda leggja hinir flokkarnir höfuðáherslu á Reykjavíkur- svæðið og atkvæðafjöldann. Öfgaöflin krækja saman klónum Reynslan sem við höfum af meðferð kjördæmamáls undanfarna áratugi er sú, að andstæðingar Framsóknar- Ef fólki á landsbyggðinni, í sveit- um og kaupstöðum, ber gæfu til . að standa saman og gera samtök- in öflug, þá á árangurinn að geta orðið mikill og góður til hagsbóta og blessunar fyrir landið og þjóð- ina, einnig suðvesturhornið og íbúa þess. flokksins taka saman höndum til að klekkja verulega á honum. Hafa öfgaöflin til hægri og vinstri þannig krækt saman klónum þegar þau hafa séð tækifæri, en jafnan hefur Framsókn staðið þær holskefl- ur af sér nokkuð vel. Það verður örðugra nú, m.a. vegna þess að flokksblaðið hefur ver- ið gert „frjálst og óháð“ svo flokkurinn hefur ekkert mál- gagn lengur. í hvert sinn sem kjördæmabreyting hefur verið gerð hafa áhrif dreifbýlisins minnkað og veldi Reykjavíkur aukist. Veit fólkið af hverju þjóðartekjur skapast? En það er fleira en kjör- dæmamálið sem hvetur fólk á landbyggðinni til að sameinast í baráttu fyrir rétti sínum og eignum. Má í stuttu máli segja að í flestu sitji landsbyggðar- fólk skör lægra en höfuðborg- arbúar í þessu þjóðfélagi t.d. er geypilegur munur á verði rafmagns. Það sem ég geri ráð fyrir að vegi þó þyngra er hinn síbyljandi áróður gegn höfuð- atvinnuvegum þjóðarinnar, einkum þá landbúnaði, sem nokkrir Reykvíkingar hafa í frammi. Eru þar fremstir í flokki ritstjórar DV og fleiri „Jónasar". Þegar erfiðleikar steðja að atvinnuvegunum er tækifærið notað og áróðurinn hertur og virðist nú eiga að ganga af verulegum hluta byggðarinnar í sveitunum dauðri. Við það munu þorpin og kaupstaðirnir út um landið missa margan spón úr aski sínum. Svo er sjá að búið sé að gera lýðinn svo ringlaðan að hann hafi ekki hugmynd um á hverju þjóðin lifir. Kannski reynist nauðsynlegt að skipta þjóðinni til að reykvískir átti sig á að það er ekki verslun og annað slíkt, sem skapar verð- mætin sem þjóðin lifir af. Landsbyggðin þarf ekki að ótt- ast um sinn hag ef hún losnaði við Reykjavík því mestan hluta þeirra verðmæta sem þjóðin lifir af leggur lands- byggðin til. Þrjár nýjar hreyfingar sem hafa sama marfcmið Núerukomnar (ganga.m.k. þrjár hreyfingar, sem allar hafa sama markmið „til verndar byggð um allt landl*. Sýnir það mikla þörf að nær samtímis skuli fara af stað þrenn samtök með nálega sömu hugsjón. „Siðlaus blaðamennskaÉÍ ■ „Hér er um ógeðslega blaðamennsku að ræða af versta tagi, sem þjónar ekki öðrum tilgangi en þeim í versta falli að staðfesta neikvæða sjálfsímynd unglingsins og eyðileggja það uppbyggilega starf sem átt hefur sér stað á fjölskylduheimilinu í Búðar- gerði.“ Það sem um er rætt er frétta- flutningur NT í síðustu viku af blóðugum átökum á unglinga- heimili í borginni. Það er Gunnar Sandholt forstöðu- maður hjá Félagsmálastofnun sem hefur orðið. Viðtalið birt- ist í Þjóðviljanum undir fyrir- sögninni „Ritstjórn NT kærð“ og fylgir sögunni að nefndur Gunnar hefur ákveðið að kæra blaðið fyrir siðareglunefnd. En hvað var ógeðslegt. Gerist daglega? Af samtölum Gunnars og forstöðumanns þessa heimilis Hjördísar Hjartardóttur við ritstjóra má merkja að aðal- atriðið er ekki að NT hafi farið rangt rneð staðreyndir. Aðal- atriðið er myndbirting af vett- vangi og það að málinu skuli hafa verið slegið upp. Aðal- atriðið er að sjálfsmynd ung- linganna hefur verið svert og þeim vafalítið gert erfiðara uppdráttar eftir að svona at- burðir vitnast. Nú er, fyrir það fyrsta aug- Ijóst að þarna gerðust mjög alvarlegir hlutir. Unglingar, gengu í skrokk hver á öðrum með slíkum djöfulskap að mesta mildi má vera að ekki hlutust stórskaðar eða mann- tjón af. Um þetta ber sjónar- vottum saman. Margar þær stympingar sem leitt hafa af sér mannslát hér á landi, - morðmál í munni almennings, - komast ekki í hálfkvisti við þann berserksgang sem þarna átti sér stað. Það er svo for- sjóninni fyrir að þakka að ekki fór verr. Þarna slógu menn frá sér af aflefli með þungum kylfum og glerbortum var skutlað í átt til nærstaddra. Á einum stað lá opinn vasahnífur á gólfinu sent aðkomandi bjargaði úr hönd- um unglingana meðan leikur- inn stóð sem hæst. Frammi á stigapalli lá einn í roti. Um þetta segir Hjördís Hjartardóttir í Þjóðviijanum, að það gerist því miður oft á dag að lögregla sé kvödd á vettvang í heimahús til þess að stilla til friðar. Það að gera fréttir úr atvikum sem þessum þjóni þeim einum tilgangi að ýta undir það sjónarmið að unglingar séu óþjóðalýður. Undirritaður getur vel skilið að þeir sem ganga með þær hugmyndir, að átök eins og hér er rætt um, gerist daglega og oft á dag, láti sér detta í hug að unglingar séu óþjóðalýður. En sem betur fer bendir ekkert til að svo sé. Því fer fjarri að átök af þessari gráðu séu dag- legt brauð í henni Reykjavík. Vemdadar ranghugmyndir En þau þekkjast og það er sjálfsagt að láta sveitamanninn sem blundar í mörgum frónbú- anum vita af því að borgin við sæinn er ekki lengur lítill sveitabær. Ávana og fíkniefni hafa rænt margan góðan dreng svo allri skynsemi, réttsýni og glóru að bæði mér og þér stendur ógn af. Þegar svo þessir strákar vakna upp úr brjálæðinu eftir mislukkuð eða vel lukkuð fólskuverk í hálf sturluðu hugarástandi segja Gunnar Sandholt og hans líkar að ekki megi nú eyðileggja sjálfsímynd þeirra. Hafi sem sagt ekkert alvarlegt gerst, eins og morð, nauðgun eða annað sem ekki er hægt að halda lögreglunni alveg frá þá er best að gleyma öllu saman. Forða því eftir fremsta megni að blöðin kom- ist í málið og kæra þau ef þau gera það. Ef að það er eitthvað bogið við sjálfsímynd þeirra drengja sem áttu í hlut í Búðargerðinu þá er það góðs viti. Hitt væri skelfilegt til að hugsa að menn vöknuðu upp með hreina sam- visku og fullvissu um eigin ágæti að afstöðnu öðru eins blóðbaði. Það að telja atburði sem þessa ekki fréttnæma ýta undir þá skoðun að svona séu nú allir blessaðir unglingarnir og ekkert sé við því að gera. Þögn fjölmiðla um atburð sem þennan hefur ótal ókosti. Fyrir það fyrsta þá hefur fjöldi manns orðið vitni að látunum í Búðargerði umrædda nótt, séð þar alblóðuga kófdrukkna pilta og lögreglulið. Ef nú ekki kæmi svo stafkrókur um þetta í blöðum hvað á þá fólkið að halda. Eru atburðir sem þessir daglegt brauð, - eins og Hjör- dís gefur í skyn? Og hvað þá með hina sem aldrei sjá neitt þessu líkt. Er það hlutverk blaða að halda að fólki, að í henni Reykjavík gerist aldrei neitt vont? Dæmin sanna að við þurfum að sýna stöðugt meiri verkárni, vera betur á varðbergi gegn hvers- kyns óeðli og fólskuverkum, einmitt hér í henni Reykjavík. _Síðast nú um helgina var ungur ’piltur stunginn hnífi í kviðar- holið, að því er virðist að tilefnislausu. Átti að þegja um það líka? Eða átti kannski að þegja um það ef fólinu hefði nú mistekist sitt fólskulega ætl- unarverk? En það er líka þriðji hópur- inn sem þessi fréttaflutningur getur orðið að liði. Ungling- arnir sjálfir. Þeir sem hér komu við sögu eru hálffull- orðnir menn sem brátt skynja að þeir verða að standa á eigin fótum. Þá á sama tíiha er ■mikilvægt að þeir geri grein- armun á réttu og röngu. Flestir þeir sem augu hafa í höfðinu og kynnst hafa íslensk- um síbrotamönnum reka sig á hvernig þetta fólk byggir upp heim ranghugmynda þar sem öll afbrot eru einhverjum öðr- um að kenna og öll afskipti lögreglu komin til af illgirni. Það er allt í lagi að þessir drengir fái að vita að það er, fleiri en lögregla sem líta at- burði sem þessa alvarlegum augum! Það að þeir fái að taka afleiðingum gerða sinna á sem flestum vígstöðvum getur orðið þeim hollt til þess að læra hvaða hegðun samfélagið samþykkir og hverri það hafnar.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.