NT - 16.04.1985, Page 9
Þriðjudagur 16. apríl 1985 9
_ ii__________l\/lir»r
Minning feðga:
Úlfar Kristjónsson
skipstjóri og
Óttar Úlfarsson
Það hefur ríkt djúp sorg yfir
íbúum Ólafsvíkur síðan fregnin
kom svo snöggt, svo óvænt,.
Bergvík SH 43 hvarf skyndilega
á heimsiglingunni úr fiskiróðri
með fimm vöskum sjómönnum
á besta aldri innanborðs.
Byggðarlag eins og Ólafsvík,
þar sem öll afkoma íbúanna
hefur ávallt byggst á sjósókn og
aflabrögðum hefur orðið að sjá
á bak fjölda sjómanna á liðnum
áratugum í hafið. Slík blóðtaka
var oft árlegur viðburður þegar
farkosturinn voru litlir opnir
árabátar, en þegar velbúin
traust skip eru komin til sög-
unnar, er eins og allir séru óvið-
búnir slíkum atburðum, og
i áhrifinverðajafnvelenn sárari.
Sjómenn í óíafsvík hafa
ávallt verið í fremstu röð, miklir
aflamenn, sem með starfi sínu
hafa lagt grunninn að uppbygg-
ingu byggðarlagsins öðrum
fremur, sem m.a. hefur orðið til
þess að fátæka sjávarplássið Ól-
afsvík er nú orðið að myndar-
legum bæ, þar sem velmegun
ríkir.
Að missa heila skipshöfn,
eins og hér hefur gerst er mikið
áfall fyrir byggðarlagið, sem ald-
ei verður bætt. Það ríkir því
djúp sorg í Ólafsvík.
S.l. sunnudag voru jarðsettir
í Ólafsvík tveir úr skipshöfn-
inni. Skipstjórinn Úlfar Kristj-
ánsson og sonur hans Jóhann
Óttar.
Úlfar var fæddur 3. maí 1941
að Ytri-Bug í Fróðárhreppi,
var því aðeins 43 ára gamall.
Foreldrar hans eru Jóhanna
Kristjánsdóttir og Kristján
Jónsson. Barnahópurinn var
stór, fátækt mikil á þeim árum,
lífsbaráttan hörð, en upp kom-
ust börnin og urðu fyrirmynd
annarra að koma sér áfram
enda kraftmikið fólk. Þegar
Kristján lést 1947, fluttist Jó-
hanna með barnahópinn stóra
til Ólafsvíkur skömmu síðar.
Þar hófst nýr kafli í sögu þessar-
ar fjölskyldu, sem vert væri að
skráð yrði. Jóhanna Kristjáns-
dóttir var hamhleypa til vinnu
enda mjög eftirsótt til allra
starfa og vel látin, vann hún
fullan vinnudag fram á áttræðis-
aldur. Lifir hún enn hálfníræð.
Saga hennar er hetjusaga.
Eins og áður sagði voru börn-
in fra Ytri-Bug kraftmikið fólk
sem hefir komist vel áfram og
tekið virkan þátt í uppbyggingu
á utanverðu Snæfellsnesi. Sjó-
sókn varð hlutskipti bræðranna.
Sigurður er skipstjóri og aðal-
eigandi aflaskipsins Skarðsvík,
Guðmundur lengst af skipstjóri
og aðaleigandi báts og síðar
togara er bar nafnið „Lárus
Hitler
William Carr: Hitler. A Study
in Personality and Politics.
Edward Arnold 1978.
200 bls.
■ Adólf heitinn Hitler, saga
hans, umhverfi og persóna,
valda fræðimönnum sífelldum
heilabrotum. Um Hitler hafa
líklega verið skrifaðar fleiri
lærðar bækur og ritgerðir en um
nokkurn annan mann 20. aldar
og hið sama má segja um sögu
Þriðja ríkisins. Engu að síður er
grundvallarspurningunni í
sambandi við Hitler enn ósvar-
að: Hvernig gat einn maður haft
svo mikil og afgerandi áhrif á
samfélag sitt og veröldina í
heild?
í þessari bók er leitað svars
við þessari spurningu og þótt
athuganir höfundar séu að flestu
leyti mjög athyglisverðar og rit-
ið læsilegt, verða svörin engan
veginn tæmandi.
Höfundur gengur út frá þeirri
staðreynd í upphafi, að Hitler
hafi alls ekki verið ieiksoppur
ópersónulegra afla né heldur
hafi hann einn mótað atburða-
rásina. Þvert á móti beri að líta
á Hitler sem einstakling og
kanna viðbrögð hans við at-
burðum og samfélagsþróun
sinnar samtíðar.
Samkvæmt þessari grundvall-
arforsendu lítur höfundur á þá
atburði í sögu Hitlers og Þýska-
lands, sem helst höfðu áhrif á
hann sem stjórnmálamann.
Hann kannar fyrst og ræðir
áhrif auðmýkingarinnar, sem
fólst í Versalasamningunum, og
afleiðingar þeirrar félagslegu
ókyrrðar, er ríkti í Þýskalandi á
millistríðsárunum. Þessir at-
burðir höfðu, að áliti höfundar,
og reyndar flestra annarra, sem
um þessi mál hafa ritað, afger-
andi áhrif á feril Hitlers sem
stjórnmálamanns. Að því. leyti
var hann knúinn áfram af rás
viðburðanna, eins og ef til vill
flestir samtímamenn. Eftir að
Hitler komst til valda, mótaði
hann á hinn bóginn oft atburð-
arásina, t.d. er hann blandaði
sér í stríðsreksturinn og tók
fram fyrir hendur herforingja
sinna, m ,a með því að fyrir-
skipa innrásina í Rússland.
Þessir þættir mega allir frem-
ur teljast upprifjun en tilreiðsla
nýrra staðreynda, en í síðari
hluta bókarinnar tekur höfund-
ur til athugunar, þætti, sem
minna hefur verið fjallað um og
kemur þar með eitt og annað
athyglisvert.
Hann ræðir t.a.m. allýtarlega
um lífsfílósófiu Hitlers og áhrif
hins félagslega Darwinisma á
stjórnmálastefnu hans. Enn-
fremur kannar hann áhrif arkít-
ektúrs, tónlistar, einkum
Wagners, og trúarbragða á
stjórnmálahugmyndir nasista og
Hitlers persónulega. Loks er
ýtarlegur kafli um heilsufar
Hitlers, þar sem m.a. eru teknar
til athugunar ýmsar frásagnir
kunnugra um þá þætti.
Þetta er fróðleg bók og vel
skrifuð, en gildi hennar er öðru
fremur fólgið í því, að í henni
eru dregin saman ýmis höfuð-
atriði þess, sem áður hefur verið
um Hitler skrifað.
Jón Þ. Þór.
Sveinsson". Björn og Einar eig-
endur bátanna „Garðars 1“ og
„Garðars II“. Einar er skipstjóri
á „Garðari H“ og Úlfar skip-
stjóri og aðaleigandi Bervíkur.
Sigurvin yngsti bróðirinn var
með bræðrum sínum til sjós en
lærði síðar til framreiðslustarfa
og er nú starfandi þjónn í
Reykjavík. Þessi upptalning
segir sína sögu um bræðurna frá
Ytri-Bug. Sama er að segja um
systurnar, lífssaga þessa fólks er
spegilmynd þess afls, sem er
forsenda uppbyggingar í land-
inu.
Úlfar Kristjánsson, var lífs-
glaður, traustur og vinsæll með-
al samtíðarmanna. Hann var
með afbrigðum aflasæll, ekki
síður en bræður hans, var lífs-
ganga hans til fyrirmyndar. Eig-
inkona hans er Sæunn Alda
Jóhannesdóttir, en faðir hennar
var Jóhannes Jónsson frá Nesi.
Kenndur við Öndverðarnes.
Mikill dugnaðar- og aflamaður.
Var Úlfar með tengdaföður sín-
um við sjósókn meðan Jóhannes
lifði, fór vel á með þeim. Úlfar
og Sæunn Alda voru sérlega
samhent, komu sér upp fallegu
heimili á Ólafsvík, voru nýbúin
að endurnýja það með nýju
glæsilegu húsi að Sandholti 44.
Jóhann Óttar, hann var vel
gerður ungur maður, sem vildi
feta í fótspor föður síns og
sækja sjóinn. Nú eru þeir feðgar
allir. Lífshlaup þeirra var stutt
en afgerandi, þeir skilja eftir sig
minningu sem ekki fyrnist yfir.
Þeir settu sterkan svip á mann-
lífið í Ólafsvík. Ég mun ávallt
minnast Úlfars Kristjánssonar
með sérstökum hlýhug. Hann
hafði ávallt góð áhrif, glaðlynd-
ur og hreinskiptinn. Við hjónin
sendum Sæunni Öldu og öllum
ástvinum þeirra feðga einlægar
samúðarkveðjur og biðjum Guð
að styrkja þau í sorg þeirra.
Blessuð sé minning þeirra
feðga. Alexander Stefánsson.
Kreisler S
strengjasveitin
■ Fyrri tónleikar Kreisler
strengjasveitarinnar hér á
landi voru í Bústaðakirkju
miðvikudaginn 10. apríl.
Áheyrendur hefðu gjarnan
mátt vera fleiri, en þeir sem
komu, voru ekki sviknir um
mjög góðan konsert. Strengja-
sveit þessi var upphaflega
stofnuð 1978 af nemendum
Konunglega tónlistarskólans í
Manchester; hún tók upp nýtt
nafn, Kreisler String Orchest-
er, á síðasta ári og „nýtur nú
vaxandi virðingar í grósku-
miklu tónlistarlífi Lundún-
aborgar". í hljómsveitinni eru
23 hljóðfæraleikarar auk
stjórnanda, þar af einn íslend-
ingur, Arnþór Jónsson kné-
fiðlari - a.m.k. meðan á Is-
landsdvölinni stendur.
Kreisler strengjasveitin er
mjög vel samæfð og samhæfð,
og góður andi virðist ríkja í
henni, enda hefur hún þá
dyggð til að bera sem óumdeil-
anlegust er; að vera skipuð
ungu fólki. Stjórnandinn, Mic-
hael Thomas, er 25 ára fiðlu-
snillingur sem jafnframt því
að stjórna og spila með Kreisl-
er strengjasveitinni, er 1. fiðl-
ari Brodsky-strengjakvartetts-
ins, sem er orðinn einn eftir-
sóttasti kvartett Englendinga,
segir í skránni.
Á miðvikudaginn spilaði
annar einleikari, Ian Belton, í
A-moll fiðlukonsert Bachs, og
var það verulega fínn flutning-
ur. Á efnisskrá voru þrjú verk:
Tilbrigði við stef eftir Frank
Bridge eftir Benjamin Britten
áðurnefndur fiðlukonsert af-
mælisbarnsins Jóhanns Sebastí-
ans Bach, og loks Serenaða
fyrir strengi eftir Antonin
Dvorak. Allt eru þetta vel
j þekkt verk og margspiluð, svo
og aukalagið, Adagio fyrir
strengi eftir Samuel Barber,
sem er hans stóra tillegg til
tónlistarinnar. Allt þetta spil-
aði Kreisler stengjasveitin
mjög vel, enda fyrsta flokks
hljómsveit og vel samhæfð eins
og áður sagði. Hér á landi
kann vel að vera að Nýja
strengjasveitin gæti jafnast á
við þessa, því hún mun hafa
æft reglulega um nokkurra ára
skeið. Vonandi heyri&t í henni
áður en langt um líður.
Sigurður Steinþórsson.
Hver ræktar stærstu kart-
öflu á íslandi í sumar?
ntynd í fullri stærð. En þetta
var ekki stærsta kartafla er
uppskorin var á Norðurlönd-
um í fyrra. Stærst var sú, er
fékkst af akri í Svíþjóð og vó
ekki minna en 1450 grömm.
Vænn rótarávöxtur það og
sennilega hæfastur til
skepnufóðurs.
hver uppsker stærsta kartöflu
á íslandi á komandi hausti?
Síðastliðið haust var stærsta
kartafla í Noregi við upptöku
sú, sem þessi mynd sýnir.
Hún vó þá 1340 grömm.
Um jólaleytið hafði hún
lést nokkuð og vó þá 1280
grömm. Tegundin er „Ey-
vindur“. Hér er hún sýnd á
■ Nú, þegarsumarerfram-
undan og útsæði kartaflna
spírar í útsæðiskössunum,
áður en það er fært til gró-
anda á akri eða í sáðreit, er
það auðvitað algjör gáta hver
uppskeran reynist á komandi
hausti. Verður hún langt
fram yfir neysluþörf þjóðar-
innar á komandi ári eða reyn-
ist hún með öllu ófullnægj-
andi í þeim efnum eins og
árið 1983? Hvað um það? En