NT - 16.04.1985, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 16. apríl 1985 11
Theodór Gunnlaugsson
frá Bjarmalandi
Fæddur 27. mars 1901
Dáinn 12. mars 1985
Hér vorsins dísir vaka bjartar
nætur
og vonaeldaglæða, um betra líf
og frið.
Pá kyssir sólin sérhvert blóm
er grætur
og söngvar dagsins hefjast með
blfðum þrastaklið.
Það er táknrænt fyrir hann
Theódór að þessar ljóðlínur
skyldu vera það síðasta sem ég
fékk í bréfi frá honum.
Því miður fylgdi ekki með
hver höfundurinn væri. En hafi
þær ekki verið eftir hann
sjálfan, hafa hann og höfundur-
inn verið mjög andlega skyldir.
Því svo mjög finnst mér þær
endurspegla hann. Sem vorsins
dísir vöktu ætíð yfir, og vona-
elda glæddi um betra líf og frið.
Sem ætíð vildi kyssa hvert það
blóm er grét, í lífinu sem leið
við ljúfan þrastaklið. En þó við
sömu baráttu og allir aðrir áttu
við náttúruöflin. Þeir sem allt
sitt áttu undir veðri og vindum,
fyrir daga tækninnar.
Theódór var eitt af náttúru-
börnum sinnarkynslóðar. Hann
var bóndi og refaskytta með
meiru. Hann skrifaði bækur,
meðal annars bók um átthag-
ana, Jökulsárgljúfurogýmislegt
fleira. Hann var náttúru-
fræðingur af Guðs náð sem lært
hafði meira um hana af bók
náttúrunnar en gert verður í
skólum mannanna.
Eitt af sérsviðum hans var
refurinn. Á heiðinni áttust þeir
við um lífsbjörgina. Þeir áttu
sameiginlegra hagsmuna að
gæta. Báðir vildu lifa.
í þessari viðureign kynntist
Theódór lífsháttum tófunnar
mjög vel og bar ætíð virðingu
fyrir sjálfsbjargarviðleitni
hennar. Þó það yrði hlutskipti
hans sem vitsmunaverunnar
mannsins að hafa betur í þeirri
viðureign, með því meðal ann-
ars að læra tungumál hennar og
geta snúið á hana með því að
leika rétt hljóð eftir, eins og
allir verða að gera sem ætla að
hafa betur í slíkri viðureign.
Hefur það þó verið erfitt fyrir
Theódór að þurfa að deyða,
hann sem var unnandi lífsins
umfram allt
Þannig voru kynni mín af og
vitneskja um hinn annálaða
Ijúfling sem Theódór var, og
mér auðnaðist að vera samvist-
um við nokkrar vikur af sumrinu
1978.
Þau kynni sem öll önnur,
þann tíma sem ég dvaldi í
hinum undurfagra Axarfirði
verða mér ógleymanleg.
Það var sérstök lífsreynsla að
kynnast tveim listamönnum af
Guðs náð. Theódóri og Helga
bróður hans, sem skar út í tré,
skrautskrifaði og málaði
málverk.
Tveim rómantískum hjarð-
sveinum, sem ólust upp í heið-
anna ró. Ró sem einkenndi allt
þeirra fas. Einstaklingum þeirr-
ar kynslóðar sem kennd er við
aldamótin og hefur lifað meiri
aldahvörf en hægt er að hugsa
sér að nokkur efitrkomandi
kynslóð eigi eftir að gera. Þeir
sem áttu allt sitt undir náttúru-
öflunum og eigin styrkleik við
að takast á við lífið. Þá var litla
sem enga samfélagshjálp að fá
nema hún kostaði auðmýkingu
einstaklingsins gagnvart samfé-
laginu og gerði hann um leið að
þriðja flokks þjóðfélagsþegni.
Hringrás lífsins gekk án
íhlutunar læknavísinda. Það var
hlutskiptið í þá daga. Þess vegna
voru þeir kostir verðmætir að
geta séð fyrir og fundið á sér
veðrabrigði og önnur náttúruleg
fyrirbæri sem upp komu. Ásamt
því að vera hagsýnn og útsjónar-
samur við nýtingu þeirra efnis-
legu gæða sem til voru. Allt
hjálpaðist það að við að byggja
upp góð bú samhentra aðila.
Þeim eiginleikum voru þau
gædd Theódór og Guðrún. En
Guðrún hafði tekið við búi föð-
ur síns þrettán ára gömul, er
móðir hennar lést af barnsför-
um. Og var því vel undir það búin
taka við búinu á heiðinni með
Theódóri. Þar fæddust þeim
fimm börn. Þrjár dætur og tveir
synir, sem öll hafa haldið sig
nærri átthögunum. Dæturnar
búa á Húsavík en synirnir búa á
Austara-Landi í Axarfirði. Bæ
sem þeir keyptu á árunum eftir
1950 til að vera nær byggð.
Þangað fluttu þau með þeim
þau Theódór og Guðrún og
bjuggu þar með þeim þar til
1977, er heilsu Guðrúnar fór að
hraka, enda langur starfsdagur
að baki. Þá fluttu þau til Húsa-
víkur þar sem þau að ævikvöldi
áttu umönnun dætranna vísa.
Það varð hlutskipti Theódórs
að fara á undan yfir móðuna
miklu. Þykist ég vita að hann
muni hafa búið vel í haginn fyrir
Guðrúnu sína er hún kemur
seinna á eftir honum. Og þau
munu hlýða saman á „blíðan
þrastaklið" eins og forðum.
Því fylgir sár saknaðartilfinn-
ing að sjá á eftir ástvinum,
jafnvel þó árin hafi verið orðin
nógu mörg. En okkur er ekki
ætlað að vara að eilífu, svo við
verðum að vera sátt við þessa
þróun mála. Það var Theódór.
Þess vegna trúi ég því að vissa
barna hans um það að „Vorsins
dísir beri hann á örmum" muni
sefa söknuðinn með tímanum.
Matthildur Björndóttir.
Dagur frímerkisins o.fl.
■ Á degi frímerkisins 1983 og
1984 voru stimplar á tveim póst-
húsum, þ.e.a.s. í Reykjavík og
á Akureyri með myndefni úr
innsiglum Skálholtsbiskupa
samanber myndefni smá-
arkarinnar, sem gefin var út af
tilefni Nordiu-’84. Það sem ekki
var auglýst, en mér finnst fylli-
lega þess virði að segja frá, er
hins vegar, að Frímerkjaklúbb-
urinn Askja á Húsavík lét gera
gúmmíhliðarstimpil á umslög
sín er stimpluð voru á pósthús-
inu á Húsavík á þessum degi og
er það í fimmta sinn er þessi
klúbbur hélt upp á daginn á
þennan hátt. Þetta er merkilegt
framtak fárra manna, sem vel
mætti verða til fyrirmyndar fyrir
frímerkjaklúbba á fleiri stöðum
og stærri.
Nú orðið virðist vera um
lítinn áhuga fyrir „helgihaldi" á
degi frímerkisins að ræða hjá
eim „stóru“ í frímerkja-
lúbbunum á Islandi. Lítið annað
en þessir tveir stimplar til að
minna á daginn. Þessu er á
annan hátt farið t.d. í Noregi,
Haldin var stór frímerkjasýning
í miðbæ Oslóar og víðar um
land voru frímerkjasýningar og
einnig uppboð haldin á þessum
degi auk mikillar stimplunar
frímerkja. Þá má og geta þess,
að þá gaf pósturinn út öðru
sinni svonefnt mótívblað, sem
hægt var að líma á frímerkin,
sem komu út þennan dag og fá
þau stimpluð ýmist með stimpli
dagsins, eða þá með stimplum
hinna ýmsu frímerkjasýninga,
sem voru víða um land. Þeir
sem búa svo í Osló gátu hitt þá
er teiknað höfðu frímerkin, á
frímerkjasýningunni Trilustra
og fengið þá til að árita mótív-
blöðin. Þá var eins og áður gefin
út sérstök smáörk með merki
sem út kom þennan dag. Var
það frímerkið af tilefni 150 ára
afmælis Jonas Lie, rithöfundar.
Var þar í fyrsta lagi svartprent-
un merkisins, en auk þess fjögur
mismunandi stig prentunar
þess. Nú gleymdist ekki að taka
fram, að örkin væri ekki gild
sem burðargjald, en það
gleymdist árið áður með þeim
afleiðingum, að örk sú er þá var
gefin út var notuð á bréf og er
nú komin í margfalt verð, enda
var upplagið aðeins um
100.000. Upplagið 1983 var
hinsvegar 50.000 eintök.
Á frímerkjasýningunni gat
einnig að líta sýningardeild
kortakarla, sem sýndu mörg og
falleg póstkort frá 100 ára sögu
póstkortsins í Noregi. Endurút-
gáfu þeir 4 dæmigerð kort af
þessu tilefni og seldu til ágóða
fyrir starfsemi sína.
Þá hafa verið gerðir nýir
stimplar fyrir norskar póst-
stöðvar á Svalbarða, eru þeir
með póstnúmerinu í stimplin-
um. Auk þess eru myndir í
stimplunum af dýralífi eyjanna.
Þar er hreinninn tákn fyrir
Longyeárbyen, ísbjörninn fyrir
ísafjörð, sæfugl fyrir Björnöya
moskusuksi fyrir Sveagruva og
selurinn fyrir Nt Aalesund.
Helgina eftir dag frímerkisins
Jóhann Bergur Loftsson
vélstjóri
Fæddur 27. október 1911.
Dáinn 24. janúar1985.
Við Bergur höfum svo til
jafnsnemma verið færir um að
taka til hendi við að koma
vörum Kaupfélags Hallgeirseyj-
ar á land þegar hin langþráða
„sigling” kom upp að hafnlausu
ströndinni.
Það mun hafa verið þá, er
uppskipunarbáturinn sern Berg-
ur var á varð að „leggja frá“ til
eyja, því skyndilcga varð ófært
við Sandinn. Þetta var fyrsta
ferð Bergs til Eyja ef ég man
rétt, en margar urðu þær áður
en lauk.
Jóhann Bergur var fæddur í
Klauf í Vestur-Landeyjum. Af-
fallið skar sundur sveitir okkar.
en jarðfræðilega var þetta sama
byggðarlagið, jafnslétt og
mýrlent, með mörgum vötnum
ekki stórum. Vatn og sandur
var bölvaldur í þessum sveitum
áður en uppþurrkun kom til
sögu.
Foreldrar Bergs voru hjónin
Loftur Þorvarðarson og Þórunn
Sigurðardóttir, búendur í Klauf
1914-1958. Valdimar, föður-
bróðir Bergs, bjó í Austur-
Landeyjum, en fluttist síðar út
í Árnessýslu. Hann var þjóð-
hagasmiður á tré og járn. Eitt
sinn var ég sendur með brotið
stykki úr skilvindu til Valdi-
mars. Hann fór í rennibekkinn
sinn, sem mig minnir að hafi
verið fótstiginn (ekkert
rafmagn), meðan ég nauLgóð-
gerða inni í baðstofu, sem var
ærið hrörleg. Kemur brátt með
„skilkallinn" er var sem nýr.
Hagleiksmenn í ætt Bergs.
Bergur fór ungur á vertíð í
Eyjum, 1930. En áður tók hann
þátt í sjósókninni frá Sandinum
var svo haldin sýning á SAS
hótelinu og stórt frímerkjaupp-
boð. Eitt af mest áberandi söfn-
um á sýningunni var safn Ingard
Leif Sagstad, af íslenskum frí-
merkjum og póstsögu. Sýndi
hann þarna mikið safn merkja
auk nokkurra sérsviða. T.d. á
hann heilt safn allra afbrigða í
tökkun og greftri fiskamerkj-
anna, sem hann sýndi þarna.
hefir hann í safni sínu mikið
stórum einingum merkja, eins
og arkarhluta, ýmissa sjald-
gæfra merkja.
ísland varð þannig áberandi á
SAS hótelinu um þessa helgi og
virðist vera að aukast áhugi
fyrir íslandssöfnun í Evrópu
yfirleitt, þó hægt fari. Nokkuð
hefir borið á að verð á íslensk-
um merkjum hafi verið lágt á
undanförnum árum, bæði á
uppboðum, en einnig hafa ekki
orðið þar hækkanir er vænta
mátti ífrímerkjaverðlistum. Að
þessu sinni hefir þetta gert
mörgum, er selja vildu íslenskt
- lokaþættinum. Hann tók vél-
stjórapróf 1934 og var mótoristi
á fiskibátum í fjölda ára.
Bergur flutti til eyja alfarinn
1935 og 1936 kvæntist hann
myndarlegri heimasætu úr Mýr-
dalnum, Ragnhildi Magnús-
dóttur frá Dyrhólum. Mörg hin
síðari ár var heimili þeirra Bergs
að Hjalteyri við Vesturveg.
Börn þeirra: Karl bifvéla-
virki, Selfossi, Þórey hjúkrun-
arfræðingur, Akureyri og
Magnús rafvirki heima í Eyjum.
Barnabörnin fylla um það bil
tuginn.
Þótt ekki væri langt milli
heimila okkar Bergs í uppvext-
inum, þá kynntumst við fyrst
um 1940, er við báðir vorum
fluttir til Vestmannaeyja. Þá
var stofnað Rangæingafélag og
Bergur var þar áhugasamur fé-
lagi meðan það starfaði, enda
félagslyndur. - Seinna urðum
við starfsfélagar mörg ár í Hrað-
frystistöð Einars Sigurðssonar,
sem Þórbergur nefndi „Einar
ríka“. Þar var Bergur vélstjóri.
Maður leit nú heldur betur upp
til hans þar sem hann stjórnaði
þessu vélabákni svo að aldrei
sló „feilpúst" og allt gljáfægt.
Við vissum það líka, að ekki
hefði Einar ráðið til slíkra trún-
aðarstarfa nema hina hæfustu
menn.
Árið 1963 gerðist Bergur op-
inber starfsmaður. Þá réðst
hann vélstjóri í dýpkunarskipið
Vestmannaey, útgerð Hafnar-
sjóðs. Það fór ekki milli mála að
þar var vel fyrir öllu séð, með
Einar J. Gíslason á stjórnpalli,
Berg í vélasal og úrvals háseta.
- Bergur var vélstjóri á grafskip-
inu til dánardægurs.
Bergur var traustur maður í
hvívetna, starfsamur í besta lagi
og lagtækur. Hann var glaðlynd-
ur, greindur og fróður um
margt. Við vorum það gamlir í
hettunni við Bergur, að við
fórum allra okkar ferða urn
bæinn á postulahestunum. Við
hittumst því oft á förnum vegi
og tókum þá alltaf tal saman -
sem stundum teygðist nokkuð
úr. Og þá lauk oftast svo að
sitthvað var rifjað upp um menn
og atburði í sveitum okkar.
Við sem þekktum Jóhann
Berg minnumst hans með þökk
og virðingu.
Haraldur Guðnason
.. . /*
REVISEOAND
UmMTEDEDmON
Hejmildasafn um deil-
ur ísraela og Araba
Walter Lagueur and Barry Rub-
in (editors); The Israel - Arab
Reader. A Documentary Hist-
ory of the Middle East Conflict.
Penguin Books 1984 (4. útgáfa
endurskoðuð).
704 bls.
■ Deilur ísraelsmanna og Ar-
aba hefur borið hærra í fréttum
og annarri umfjöllun fjölmiðla
á undanförnum árum en flest
málefni önnur. Rás atburða er
afar hröð þar eystra og oft er
harla erfitt fyrir þá, sem horfa á
málin úr fjarlægð, að gera sér
grein fyrir því, hvað er að
gerast, svo ekki sé minnst á það,
hvernig málin muni þróast.
í þessari bók er fjallað um
deilurnar fyrir botni Miðjarðar-
hafs síðustu hundrað árin. Ekki
á þann hátt, sem algengastur er,
að sögð sé saga atburða, heldur
með því að birt eru skjöl,
samþykktir, bréf, ræðurogýmsar
fleiri frumheimildir og úr þeim
og af lestri þeirra geta svo
lesendur skapað sér sína eigin
mynd af atburðarásinni og dreg-
ið sjálfstæðar áætlanir.
Elsta heimildin, sem birt er,
er Bilau yfirlýsingin frá árinu
1882, en þarlýstufimm hundruð
ungmenni, ættuð frá Kharkov-
héraði í Rússlandi yfir þeim
vilja sínum að fá að setjast að í
Palestínu,-sem þau töldu ætt-
land sitt, en öll voru þau af
gyðingaættum.
Heimildunum er síðan raðað
í tímaröð og er hin yngsta
útdráttur úr viðtali við Khalid
al-Hasan, 27. maf 1983. Heim-
A DOCUMENTARY
HISTORYOFTHE
MIDDIJE EAST ÚONFUeT
WALTERIAQUEUR
BARRY RUBÍN, editors
■ Bókarkápa
ildirnar eru úr herbúðum
beggja, ísraelsmanna og Araba,
og einnig eru birtar ræður og
ritsmíðar ýmissa valdamanna,
sem mikið hafa komið við sögu,
t.d. bandarískra ráðamanna.
Höfundarnir eru báðir í hópi
fremstu fræðimanna í samtíma-
sögu og hafa báðir samið og
gefið út mörg rit á því sviði.
Enginn efi getur leikið á því,
að mikill fengur er að heimilda-
safni sem þessu, einkum þó
fyrir kennara og námsmenn,
einkum háskólastúdenta, sem
þurfa að kynnast frumheimild-
umsögunnaroggetam.a. leitað
til rita á borð við þetta við
ritgerðarsamningu.
Jón Þ. Þór.
efni erfitt fyrir, þar sem saman
hefir farið að almennir fjárhags-
örðugleikar hafa ýtt við mörg-
um að selja. Hefir t.d. verið
mjög mikið framboð á Hópflugi
ítala. Nú virðist þetta kannski
að snúast við og verðið aðeins
að hækka á ný. Það verður þó
tæpast fyrr en í byrjun næstu
„vetrarvertíðar“ að verð ís-
lensku merkjanna verður orðið
nær eðlilegt á ný. Annars hefir
þetta bitnað á mörgum fleiri
löndum en íslandi.
Uppboðsfyrirtækin hafa tekið
þessu með ró, en eitt hafa þau
lært. Það þýðir ekki að setja
lágmarksboð of hátt. Séu lág-
marksboðin nógu lág selst nær
allt. Það eru aðeins gæðin sem
seljast á miklu hærra verði en
meðalmerki, og léleg merki selj-
ast alls ekki. Sé um góð og
klassísk merki að ræða fara þau
alltaf á góðu verði. Það sjá allir
sem í salnum eru um.
Því skyldi enginn nú á tímum
reyna að seija á uppboði, nema
fyrsta flokks merki, auk þess
sem þau þurfa að vera sígild,
það er að segja af háum verð-
flokki og eftirsótt almennt. Þá
er góð sala örugg.
Islandssöfn, sem verið hafa
til sölu erlendis að undanförnu,
hafa farið á hlægilegu verði að
manni finnst. En þegar ég hefi
verið beðinn að meta slík söfn,
hefir undrun mín orðið minni.
Gæði merkjanna hafa verið
ástæða hins lága verðs. Þá hafa
verið á markaðnum erlendis
fjögur stykki af hinum sjaldgæfu
20 aurunt í gildi, en 10 aurarnir
ekki sést, nema einu sinni.
Sigurður H. Þorsteinsson