NT - 25.04.1985, Blaðsíða 7

NT - 25.04.1985, Blaðsíða 7
i r 4 \og runna eins nálægt jörð og hægt er, yfirleitt gert seinni liluta vetrar. Runnar sem mynda blóm eftir endilöngum árssprotum fyrra árs eru grisjaðir á hliðstæðan hátt, þ.e. reglu- leg grisjun eldri og veikbyggðari greina snemma vors, en greinalengd takmörkuð, ef þarf, eftir blómgun. Slíkir runnar eru t.d. ýmsir misplar, geitblöðungar, ýmsir hávaxnir kvistir, snækórónutegundir o.fl. Þeir runnar sem bera blóm á endum sprota sem myndast á sama ári og blómgun á sér stað eru oft klipptir niður á hverju vori. Jafnframt eru fjarlægðar eldri greinar ef runninn er orðinn of þéttur. Þannig runna er * best að klippa mjög djúpt niður og takmarka greinar þeirra að verulegu leyti, þá blómgast þeir betur. Dæmi um þetta eru birkikvistur, dögglings- kvistur, perlukvistur, úlfakvistur, víðikvistur o.fl. Við klippingu á trjám er best að draga ekki of lengi að fjarlægja grein- ar sem sýnilega verða til vandræða seinna því að erfitt er að fást við mjög stórar greinar. Auk þess eru sár eftir litlar greinar fljótari að gróa. Ef fjarlægja þarf stóra grein verður að gera að með góðri sög og á fyrst sagað neðan í greinina nokkuð frá stofni. Síðan er sagað ofanfrá aðeins utar en fyrri rásin er og greinin söguð alveg af. Á þennan hátt er ekki hætta á að greinin rífi með sér börkinn niður bol trésins. Að lokum er stubburinn fjar- lægður eins,. nálægt bol trésins og hægt er. Langir stubbar eru tilvalinn dvalarstaður fyrir ýmisskonar smit og sjúkdóma sem komast þaðan inn í tréð. Séu sárin eftir greinarnar stærri en 3-4 sm er öruggara að bera eitthvað í þau til að varna smitun og roti. Nota má hrátjöru, olíumálningu eða sér- stök smyrsl sem seld eru í þessum tilgangi. hlýlega gróðurkraga sem nauðsynleg- ur er. Til hliðsjónar má hafa þessa þumalfingursreglu: Þriðjungur af gólffletinum fer undir húsgögn, þriðjungur fyrir umferð og þriðjungur undir gróður. Eftir því sem skálinn er stærri eykst hlutfallið fyrir gróður- inn. Til að gera sér betur grein fyrir stærðum má reikna með að hver stóll eða sæti þurfi um 1-1,5 m2 og borð og fjórir stólar þurfi a.m.k. fjögurra fermetra gólfflöt. - Og þá kemur að því að gera þarf upp við sig hvernig á að nota skálann - á hvaða tíma árs - og hafa síðan upphitun og plöntuval samkvæmt því. Við getum skipt gróðurskálum nið- ur í nokkra flokka: í fyrsta lagi kalda gróðurskála þar sem upphitun er engin. Loftslagið þar ræðst því mest af veðurfarinu úti, en er samt sem áður það milt að þar má rækta alla þá viðkvæmu blómrunna og ávaxtatré sem þrífast hér ekki utandyra en eru algeng í görðum Vestur-Evrópu. í köldum gróðurskál- um er líka hægt að rækta ótal plöntur sem þola sumardvöl utandyra en þurfa ekki lengri sumur en hér eru til að halda heilsunni. Þessar plötur má rækta í pottum eða kerum og hafa þær í skálanum á veturna en setja þær út í garð þegar tíð leyfir. Plönturnar verður svo að „taka í hús“ áður en haustar. í öðru lagi eru skálar þar sem fólk getur dvalið meira og minna allan ársins hring, - garðstofa eða hitabelt- isskáli, þar sem hægt er að hafa heitan baðpott og rækta suðlægar hitabelt- isplöntur. Slíkir skálar verða að vera með einangruðum sökkli og gólfi og ekki er verra að hafa hitalögn í gólfinu, þá þola plönturnar lægri lofthita. Niður- föll þurfa að vera til staðar í gólfinu. Klæðningin er annaðhvort einan- grunargler eða tvöfaldar akryl- eða polykarbónplötur. Skyggingarútbún- aður til að verja plönturnar fyrir sterkasta sólskininu ætti að vera til staðar eða að nota litaðar plastplötur sem ekki hleypa allri birtunni í gegn. Hitalögnin verður að vera það sterk að hún geti haldið a.m.k. tíu stiga hita þegar kaldast er úti. Heppilegur lofthiti í skálanum er 18.-25°C en má að skaðlausu falla nokkuð yfir nótt- ina. Loftræsting verður að vera til staðar. Opnanlegir gluggar eða dyr ættu ekki að vera minna en 15% af gólffleti skálans og ættu sjálfvirkir opnarar að vera á gluggum þannig að þeir opnist um leið og hitastigið fer yfir eðlileg mörk. Hafsteinn Hafliðason ÚRYAL AF GARÐHÚSGÖGNUM T.D. ÝMSAR GERÐIR AF GARÐSETTUM 1 SÓFI - 2 STÓLAR OG BORÐ VERÐ FRÁ KR. 6.424.- SEGLAGERÐIN ÆGIR hf. Eyjargötu 7, Reykjavík - Pósthólf 659 Símar 14093 - 13320 - Heimasími 34511 GARDENA gerir garðinn frœgan Nú er tími garðrœktar og voranna í GARÐHORNINU hjó okkur kennir margra grasa Allskonor slöngutengi, úðarar, slöngur, slöngustatív, slönguvagnar. Margvísleg garðyrkjuóhöld, þar sem m.a. að einu skafti fellur fjöldi óhalda.Kant- og limgerðisklippur, rafknúnar handslúttuvélar Skóflur - Gafflar - Hrífur. í garðs horninu hjó okkur kennir margra grasa. Lítið inn. Gunnar Ásgeirsson hf. Suöurtandsbraut 16 Sími 91352Ú0 Akurvík. Akurevri

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.