NT - 25.04.1985, Blaðsíða 4

NT - 25.04.1985, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 25. apríl 1985 4 Blað II GARÐEIGENDUR ATHUGIÐ Höfum til sölu eins og áöur úrvals trjáplöntur, meðal annars: Birki - Sitkagreni - Stafafuru og víðitegundir. JÓN MAGNÚSSON, Lynghvammi 4, 220 Hafnarfirði. Því ekki að gera áætiun fyrir vorið í róleg heitum heima í stofu? Það vorar senn Þarftu aö skipuleggja nýja garðinn þinn, eða lagfæra þann gamla? Hringið eða skrifið og ykkur verða sendir ; pöntunarlistar yfir allar algengustu plöntu- - tegundir ásamt litprentuðum bækling yfir Z garðrósir. : GARÐYRKJUSTÖÐIN J GRÍMSSTAÐIR J Hveragerði - Símar: 99-4161, 99-4230 KArsnai lóTnaskdlirm Körsnesbraut 2. Simi 40380 og 40810. Rósir og runnar í gróðurhúsið og garðinn Mikiðúrval Laukar og rætur 100 teg. af dalíum Hjartablóm, sporasóley, musterisblóm, anemónur, auk fjölda annarra tegunda Hringið og við sendum pöntunarlista yfir allar okkar tegundir Og að sjálfsögðu ungplöntur, margar tegundir. Pottar, ker, mold og allskonar garðyrkjuáhöld ásamt gjafavörum o.fl. Sendum um allt land. Heildsala - Smásala ÁB Körsnei lórnashdl'inn Körsnesbraut 2. Sími 40980 og 40810. frá júlílokum og fram í september, en falla við fyrsta næturfrost. Þá er skorið ofan af plöntunni u.þ.b. 10 sm frá jörðu og ræturnar grafnar varlega upp. Moldin er látin þorna á rótunum á dinimum en loftgóðum stað þangað til hægt er að hrista hana af. Eftir það eru ræturnar geymdar í þurrum sandi á svölum stað til næsta vors. Öruggast er að merkja hverja rót með nafni, gerð og lit um leið og þær eru teknar upp til að fyrirbyggja rugling seinna. Dahlíur henta vel til ræktunar í gróðurskálum. Þar blómgast þær betur, fyrr og lengur en úti. Stórvöxn- ustu tegundirnar þurfa að ráða yfir einum fermetra af gólffleti og loft- hæðin verður auðvitað að vera nóg. Smávaxnari tegundir geta staðið þéttar. Þar sem jörð ekki frýs geta dahlíurnar staðið óhreyfðar í mold- inni í nokkur ár og fengið sömu meðferð og aðrar fjölærar plöntur. Þetta á þó einungis við gróðurhús eða skála sem haldið er svölum og þurrum á veturna án þess að frjósi í þeim (2-lO°C). Sé vetrarhitinn hærri er hætta á því að plönturnar fái ekki nóga vetrarhvíld heldur rembist við að vaxa allt árið sér um megn. Dahlíum er raðað niður í 10 hópa eftir eðli og blómgerð. Gladíólur - Kesjuliljur Stöngulhnýðin eru gróðursett eitt og eitt í 10-12 sm potta og forræktuð á björtum stað (kjörhiti 5-15°C). Suðurgluggi, frostlaust gróðurhús eða bjartur bílskúr henta vel. Vegna þess hve flestar gladíólutegundir blómgast seint er best að hefja forræktunina eins fljótt og hægt er. í pottunum eru hnýðin rétt hulin mold, toppurinn eða spíran má gjarnan standa upp úr. Vökva skal varlega í fyrstu en auka eftir því sem vöxtur eflist. í júníbyrjun má svo fara að venja plönturnar við útivist. Veljið til þess hlýjan dag en verjið plönturnar gegn sterku sólskini og næturfrostum. Um miðjan júlímánuð er víðast hvar óhætt að gróðursetja gladíólurnar á sinn sumarstað sunnan undir húsvegg. Haft er 15-20 sm bil á milli plantnanna. Gladíólur þrífast best í hlýjum, sendnum og frjóuni jarðvegi. 1 beð- unum eru hnýðin hulin með 3-5 sm lagi af mold. Gladíólur þarf undan- tekningarlaust að binda upp við ca 60 snt prik, hækka verður bandið jafn- hliða því sem plantan vex. Gladíólur byrja að blómgast í júlí- lok þegar best lætur en hafa sjaldnast lokið því af fyrir frost. Þær standa afburðavel í vasa. Hægt er að skera stilkana af um leið og neðsta blómið fer að sýna lit - þá halda þau áfram að springa út eitt af öðru til efsta blóms. Gladíóluhnýði þroskast sjaldnast nógu vel hérlendis til að það borgi sig að geyma þau til næsta árs. Því er best að kaupa ný hnýði árlega. Begónía - Skáblað - Hnúðbegoníur Rótarhnýðin eru sett í 10-12 sm potta hálffylltum með góðri gróður- ntold. Hnýðunum er þrýst niður í moldina en ekki hulin. Þau eru íhol á þeirri hlið sem á að snúa upp. Þeim er komið fyrir á hlýjum, björtum stað og úðað yfir þau með vatni öðru hverju. Þegar spírurnar hafa náð 3 sm hæð er léttri mold bætt á pottana, en begoníuplantan nær aldrei fullkomn- um vexti nema rótarhnýðin séu fyrr eða síðar hulin mold. Um miðjan júní ætti að vera óhætt að gróðursetja begoníur úti í garðin- um á skjólsælum og hlýjum stað. Jarðvegurinn verður einnig að vera mjög vel unninn. Begoníur þurfa fulla birtu en sterkt sólskin á ekki mjög vel við þær þannig að best er að gróðursetja þærþarsem forsælu nýtur á meðan sól er hæst á lofti. Við fyrstu frost falla plönturnar og er þá hægt að grafa þær upp og þurrka, eftir nokkurn tíma er moldin hrist af og stöngullinn losnar frá, og hnýðin síðan geymd í sandi á frost- lausum stað. Þegar kemur fram í febrúar er rétt að líta til þeirra því búast má við að þau fari að spíra úr því.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.