NT - 25.04.1985, Blaðsíða 3

NT - 25.04.1985, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 25. apríl 1985 3 Blað II Ræktun nokkurra algengra vorlauka Almennt um ræktun blómlauka ■ Til þess að laukar og hnúðjurtir geti lifað góðu lífi og blómstrað frá ári til árs verða þær að geta safnað nægum forða yfir vaxtartímann sem þær geyma svo til næsta vors, þegar nýr vöxtur byrjar. Með rótunum taka jurtirnar upp- leyst næringarefni til sín úr jarðvegin- um og með grænu blöðunum vinna þær næringu úr loftinu. Grænu blöðin má því ekki skera af að lokinni blómgun. Þegar forðasöfnun er lokið hefur jurtin ekki lengur not fyrirj blöðin, þau gulna og þá fyrst mái fjarlægja þau. Fosfór og kalí eru þau næringarefni sem síst má skorta í jarðveginn. Fosfórinn hefur örvandi áhrif á rótar- vöxtinn og flýtir fyrir blómgun og þroska. Kalíáburður stuðlar að sterkjumyndun og eykur þolgæði þeirra og viðnám gegn sjúkdómum. Köfnunarefni má heldur ekki skorta, en varast skal ofnotkun þess þar sem hún minnkar frostþol jurtanna og viðnámsþrótt. Ástæða er til að gefa því gaum hvaða sýrustig hæfir best þeim lauk- jurtum sem menn hyggjast taka til ræktunar. Margar liljutegundir þríf- ast ekki við sýrustig yfir pH 7 en kjörstig þeirra flestra er pH 5,5-6,5. Túlipanar hinsvegar þrífast best við pH 7,5 eða hærra. Laukjurtir þrífast best þar sem afrennsli er gott. Sérstaklega er áríð- andi að vatn setjist ekki að þeim að vetri til. Sé ekki unnt að koma við holræsagerð þar sent laukjurtum er ætlaður staður er rnikil bót að því að búa til upphækkuð beð sem eru 25-30 sm hærri en svæðið umhverfis. Flestar tegundir laukjurta þrífast best í lausum og nokkuð sendnum jarðvegi sem er ríkur af lífrænum moldarefnum. Hann þarf að vera gljúpur og djúpt unninn þar sem rætur laukjurtanna leita mjög djúpt. Laukarnir eru gróðursettir misjafn- lega djúpt, allt frá því að vera rétt huldir jarðvegi og niður í dýpt sem er þreföld hæðarmáli lauksins, eða jafnvel dýpra. Gladíólur, begoníur og aðrar við- kvæmar jurtir eru grafnar upp við fyrstu frost og hnúðar þeirra geymdir á þurrum, frostlausum stað yfir vetur- inn. Nokkrar algengar tegundir vorlauka Við fengum Hafstein Hafliðason í Blómavali til þess að fræða okkur um ræktun og meðferð nokkurra al- gengra vorlauka. Anemónur (Maríusóley) - Anemone coronaria Þurr rótarhnýði. Rótarhnýðin eru lögð í bleyti í 8-10 tíma. Þá tútna þau út og örin eftir fyrra árs blaðvöxt koma í Ijós sem örlítill hárkrans ofan á hnýðinu. Hnýðin eru svo sett í litla potta - t.d. torfpotta - með sphagn- um-mold eða laufmold. Moldinni er haldið rakri og pottarnir hafðir á hlýjum og björtum stað meðan á forræktun stendur. Ofvökvun og kuldi geta valdið rotnun á hnýðunum. Þau eru síðan gróðursett með 15-20 sm millibili á sólríkum stað í garðin- um í maí-júní. Þær blómgast í júlí-ág- úst og langt fram á haust. Blómlitirnir eru bláir, rauðir og hvítir og ntargvís- leg blanda þar á milli. Mögulegt er að gróðursetja anem- ónur í garða á haustin - þá byrjar blómgun í júní sumarið eftir. Sömu- leiðis er hægt að gróðursetja hnýðin beint í garðinn án forræktunar, urn leið og jörð þiðnar á vorin en sú aðferð seinkar blómgun til muna. í eðli sínu eru maríusóleyjar fjölær- ar en sjaldan borgar sig að halda þeim til haga ár frá ári. - Kröftugri plöntur fást með því að endurnýja hýðin árlega. Anemónur skiptast í tvo stofna: 'De Caen’ með einkrýndum blómum og St. Brigid með ofkrýndum, kögr- uðum blómum. ■ Helstu blómgerðir dahlía: 1. Einföld blómgerð 2. Anemónugerð 3. Kragagerð 4. Bóndarósagerð 5. Skrautdahlíur. 6. Hnattdahlíur. 7. Hnapp- eða Kúludahlíur 8. Kaktusgerð 9. Óreglulegar kaktusdahlíur 10. Ýmsar dahlíur (Brönugrasagerð). Dahlíur un, á björtum, írostlausum stað gróðursettar grunnt, hver fyrir sig í Dahlíur eða glitfíflar þurfaforrækt- (kjörhiti 8-18°C). Forðaræturnar eru 3-5 I. potta með góðri pottamold. Besti tíminn er um miðjan mars en helst ekki síðar en í apríllok. Dahlíur þurfa venjulega um 20 vikna vaxtar- skeið áður en þær blómgast. í byrjun júní má fara að venja plönturnar við útivistina. Best er að velja til þess dumbungsdag svo að viðbrigðin verði ekki of snögg. Verja þarf plönturnar næturfrostum upp frá því. Dahlíur þurfa skjólgóðan, sólríkan stað og frjóa gróðurmold sem gott er að sé ögn sendin. Hávaxnar tegundir (yfir 60 sm) verður undantekningar- laust að binda upp unt leið og gróður- sett er. Gera þarf ráð fyrir einu bantbuspriki fyrir hvern stöngul sem upp vex. Prikin verða að ná 25-30 sm niður í jörðina til að fá góða festu plús þrem fjórðu af hæð tegundarinnar, sem þýðir í raun að prikið verður að vera jafn langt uppgefinni hæð. Bundið er upp nteð mjúku, breiðu bandi. 1 garðinum er 7-10 sm þykkt lag af mold látið hylja ræturnar. Dahlíur starida oftast í sínum fegursta Ijónta Framhald sjá næstu síðu Garðyrkjuáhöld Trjáklippur Garðhrífur Skóflur og ýmis smátæki AGRYL - P 17 verndardúkur gulrætur undir dúk - gulrætur án dúks Girðingarefni: Lóðanet Túngirðingarnet Skrautnet Gaddavír Girðingarstaurar MJÓLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR LAUGAVEGI 164, 105 REYKJAVÍK SlMI 11125" 24355- 24339

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.