NT - 30.04.1985, Qupperneq 1
■ íslandsmótið í vaxtar-
rækt var haldið um helgina í
Broadway. Hér sést Hrafn-
hildur Valbjörns, íslands-
meistari í fyrra í sýningar-
atriði sínu sem var liður í
dagskránni. Nánar er fjallað
um keppnina í spegli í dag,
sjá bls. 14-15.
NT-mynd: Árni Bjarna.
Þriðjudagur 30. apríl 1985 -111. tbl. 69. árg.
Hraut í rúmi
húsfreyjunnar
■ Konu nokkurri sem býr í
Vesturbænum í Reykjavík
brá illilega þegar hún kom
heim í íbúð sína eftir að hafa
verið á skemmtistað aðfara-
nótt laugardagsins síðasta,
því úr svefnherberginu, sem
hefði átt að vera autt, heyrð-
ust miklar hrotur.
Þegar konan kannaði mál-
ið kom í Ijós að bláókunnug-
ur maður hafði lagst til hvíld-
ar í rúmi konunnar. Konan
hringdi á lögregluna og hún
kom að vörmu spori og vakti
manninn upp. Gesturinn
reyndist þá vera utanbæjar-
maður sem sótt hafði á mikill
svefn eftir drjúga skemmtun
á veitingastöðum höfuðborg-
arinnar. Einhverra hluta
vegna komst hann inní íbúð
konunnar, sem var ólæst, og
lagðist þar til svefns.
Að sögn lögreglu var til-
gangur mannsins ekki annar
með innbrotinu en að leggj-
ast fyrir til hvíldar.
mmm
I barn í
sjúkrabíl
■ Hraustlegur drengur leit
heiminn fyrst augum í sjúkra-
bifreið sem var á leið með þau
mæðginin á sjúkrahús á Selfossi.
Sá stutti var ekki á þeim buxun-
um að bíða eftir því að sjúkra-
bíllinn kæmist á Selfoss og kom
hann í heiminn klukkan 21.15 í
fyrrinótt rétt við bæinn
Kjartansstaði í Flóa. Arnór
Egilsson læknir var í bílnum og
tók á móti barninu. Móðurinni
sem er frá Hellu heilsast vel
ásamt syninum.
Borgarnesskák:
Jansa og
Hansen
enn efstir
■ Jansa og Hansen eru
enn efstir á alþjóðlega
skákmótinu í Borgarnesi.
Þeir hafa hlotið 5 vinninga
að aflokinni 7. umferð-
inni, sem tefld var í gær.
Næstir koma svo Guð-
mundur og Mokry með 4
1/2 vinning.
Úrslit 7. umferðar voru
sem hér segir: Magnús
vann Dan, Jansa og Guð-
mundur gerðu jafntefli,
sömuleiðis Mokry og Lein
og Hansen og Sævar. Karl
vann Hauk, en skák Mar-
geirs og Lombardy fór í
bið.
Heilsugæslulæknar í kjarabaráttu:
Vaktir felldar niður
um kvöld og helgar
- þar til semst um greiðslur fyrir þær
í biðsal f rægðarinnar
■ Sannkölluð Hollywoodstemmning ríkti í Iðnó í gær-
kvöldi, þegar rúmlega eitt hundrað unglingsstúlkur komu til
þess að láta prófa sig fyrir stórt hlutverk í söngleik Kjartans
Ragnarssonar, Land niíns föður. Stúlkurnar voru prófaðar í
leik, söng og dansi undir vökulum augum Kjartans Ragnars-
sonar, Stefáns Baldurssonar, Atla Heimis Sveinssonar og
Auðar Bjarnadóttur. Ekki var annað að sjá en mikil
eftirvænting ríkti hjá stúlkunum, þegarljósmyndari NT
smellti mynd af þeim í biðsal frægðarinnar í gærkvöldi.
NT-niynd: Árni Bjarna
■ Læknar á heilsugæslustöðv-
unum í Asparfelli, Fossvogi og
á Seltjarnarnesi hafa ákveðið
að fella niður kvöid- og helgar-
vaktir frá og með 3. maí næst-
komandi, þar sem ekki hefur
tekist að semja við yfirvöld um
greiðslu fyrir þjónustu þessa.
Lúðvík Guðmundsson læknir
á heilsugæslustöðinni á Seltjarn-
Af húddinu
og undir bílinn
■ Ungur niaður viðbeins-
brotnaði og hlaut önnur meiðsli,
þegar hann varð undir bíl í
Álfabakka í gærkvöldi. Slysið
varð með þeim hætti, að maður-
inn sat ofan á vélarhlíf bílsins,
þar sem hann ók í suðurátt.
Þegar ökumaöur bifreiðarinn-
ar hemlaði skyndilega féll „far-
þeginn“ fram fyrir og í götuna.
Ókumanni tókst hins vegar ekki
að stöðva farartæki sitt i tæka
tíð, og því fór sem fór.
Þegar NT fór í prentun i
gærkvöldi, voru meiðsli manns-
ins ekki fullrannsökuð, en þau
munu ekki Itafa verið alvarleg.
arnesi sagði í samtali við NT, að
læknar hefðu sjálfir tekið upp
vaktir til að bæta þjónustuna
við bæjarbúa, en formlega væru
þær ekki til á pappírunum. „Við
höfum verið að reyna að fá þær
viðurkenndar af yfirvöldum,
bæði formsins vegna og einnig
til þóknunar, en því hefur verið
vísað alveg frá. Við erum því í
rauninni að leggja niður hlut,
sem er ekki viðurkenndur sem
slíkur af yfirvöldum,“ sagði
Lúðvík.
Þjónusta þessi var tekin upp
á heilsugæslustöðinni í Aspar-
felli fyrir 7 árum, í Fossvogi
fyrir 3 árum og á Seltjarnarnes-
inu síðastliðið haust. Eina
þóknunin, sem hefur komið fyr-
ir hana eru greiðslur frá sjúkl-
ingum fyrir vitjanir og stofuvið-
töl, upp á 210 krónur.
Læknarnir, sem starfa á
heilsugæslustöðvunum eru 10
talsins og þjónustu þeirra njóta
17-18 þúsund manns. Kvöld- og
helgarvaktirnar verða ekki
teknar upp aftur fyrr en samist
hefur um greiðslur fyrir þær. Á
meðan svo er, verða sjúklingar
að leita til bæjarvaktarinnar í
Reykjavík.