NT - 30.04.1985, Side 22
k\V>. t ’i'íoia ,OC'i'íEt.bijjén'l
Þriðjudagur 30. apríl 1985 22
Utlönd
Evrópsku söf nin varin
fyrir veldi dollarans
■ Evrúpuráðið mun
leggja til að settar verði
hömlur á útflutning lista-
verka sem tilheyra hinum
evrópska menningararfi.
Carlo Ripa de Meana,
yfirmaður menningardeild-
ar ráðsins, skýrði blaða-
mönnum frá því að hann
muni leggja þar að lútandi
fyrir næsta fund menn-
ingarmálaráðherra Efna-
Metkorninnflutning
ur í Sovétríkjunum
London-Reuter
■ Alþjóðahveitiráðið áætlar
að Sovétmenn muni á árinu
1984-85 flytja inn 53 milljón
tonn af korni sem er meira en
nokkru sinni áður.
Mikill korninnflutningur Sov-
étmanna er sagður stafa af því
að kornuppskeran í fyrra var sú
versta í áratug og uppskeran
árið 1983 var litlu skárri. Inn-
flutta kornið er bæði notað til •
manneldis og sem dýrafóður.
Ársinnflutningurinn er mið-
Víetnam:
aður við tímabilið frá því 1. júlí
1984 til 30. júní í ár. Á sama
tímabili 1983-84 fluttu Sovét-
menn inn unr 33 milljón tonn af
korni. Sovétmenn flytja aðal-
lega inn korn frá Bandaríkjun-
um, Efnahagsbandalagi Evr-
ópu, Kanada og Argentínu.
Mesti korninnflutningur Sov-
étmanna fram til þessa var árið
1981-82 en þá fluttu þeir inn 46
milljón tonn. Kornuppskera
þeirra árið 1984 mun aðeins
hafa verið um 170 milljón tonn
ef marka má áætlanir erlendra
ríkja og stofnana þar sem Sovét-
menn hafa ekki gefið upp neinar
opinberar tölur um uppskeruna.
Árið 1983 mun uppskeran hins
vegar verið um 195 milljón
tonn.
Sovétmenn eru nú þegar farn-
ir að hafa áhyggjur af uppskeru
næsta árs þar sem sáning hefur
gengið illa og seint vegna lélegs
árferðis.
hagsbandalagslandanna 28.
maí næstkomandi.
Hann skýrði ekRi frekar frá
væntanlegum tillögum sínum,
en talsmaður sósíalista á
Evrópuþinginu sagði að de
Meana liafi nýlega skýrt frá því
að hann vildi reisa ókleifa múra
til að koma í veg fyrir að
listaverk verði flutt út til landa
utan Efnahagsbandalagsins.
Talsmaðurinn sagði að bresk-
ir stjórnmálamenn hafðu fagnað
tillögunum og lagt til að til
sérstakra aðgerða verði gripið í
Bretlandi, þ.á.m. skattaíviln-
ana til verndar listaarfi þjóðar-
innar.
Aðgerðir þessar til verndar
evrópska menningararfinum
fylgja í kjölfarið á sölu málverks
eftir Mantegna frá Bretlandi til;
Getty-safnsins í Malibu, Kali-
forníu, fyrir 9,7 milljónir doll-
ara. Pykir tími til kominn að
evrópsk söfn verði varin fyrir
veldi dollarans.
■ Reagan Bandaríkjaforseti hefur lengst af þótt glöggskyggn á
hvað fellur í kramið hjá almenningi en nú virðist honum farið að
förlast því að sú ákvörðun hans að hætta ekki við heimsókn í
vestur-þýskan stríðskirkjugarð eftir að í Ijós kom, að þar lágu
nokkrir nasistar undir grænni torfu, hefur mælst einstaklega illa
fyrir og aflað honum óvinsælda jafnt heima fyrir sem erlendis.
Þýskalandsheimsókn Reagans:
í kirkjugarð-
inn skal hann
■ Vestur-þýsk stjórnvöld hafa
þvertekið fyrir að brcyta fyrir-
koinulagi heimsóknar Rcagans
Bandaríkjaforseta síðar í þess-
ari viku þannig að hann fari
ekki í þýskan stríðskirkjugarð í
Bitburg þar sem 49 SS-hermenn
nasista eru m.a. grafnir.
Talsmaður vestur-þýsku
stjórnarinnar, Peter Bönisch,
skýrði fréttamönnum frá því í
gær að heimsókn Reagans í
kirkjugarðinn, þar sem hann
Imun leggja krans við minnis-
10 ár f rá f lótta síðasta
bandaríska hermannsins
■ í dag eru liðin tíu ár
frá því að seinasti bandaríski
hermaðurinn klifraði upp í
herþyrlu á þaki bandaríska
scndiráðsins í Saigon í Suður-
Víetnam eftirað Bandaríkja-
menn og bandamenn þeirra í
Suður-Víetnam höfðu beðið
ósigur í stríðinu við samfylk-
ingu kommúnista og þjóð-
ernissinna.
í Víetnam er flótta síðasta
bandaríska hermannsins
minnst sem mikils sigurs. Sa-
igon heitir ekki lengur sínu
gamla nafni heldur var hún
endurskírð í höfuðið á frels-
ishetju víetnamskra komm-
únista og heitir nú Ho Chi
Minh-borg. Fljótlega eftir
sigurinn yfir Bandaríkja-
mönnum tóku norður-víet-
namskir kommúnistar öll
völd í Suður-Víetnam og
lýðræðissinnaðir bandamenn
þeirra í þjóðfrelsisfylking-
unni hafa lítil sem engin
völd.
Margir Bandaríkjamenn
minnast Víetnamstríðsins og
ósigursins fyrir kommúnist-
um sem einhverrar mestu
niðurlægingar í sögu Banda-
ríkjanna. Sumir hafa reynt
að gleyma stríðinu og margir
muna ekki einu sinni hvort
Bandaríkjamenn studdu
Norður eða Suður-Víetnama
í stríðinu.
Flestir Vesturlandabúar
jafnt sem Víetnamar sjálfir
bjuggust við því að eftir að
stríðinu við Bandaríkjamenn
og leppstjórn þeirra í Suður-
Víetnam lyki myndi renna
upp tímabil velsæídar og frið-
ar í Suður-Víetnam. En
reynslan af síðustu tíu árum
er samt nokkuð önnur. Ví-
etnömsk stjórnvöld hafa
haldið áfram að efla her sinn
og þeim hefur gengið illa að
brauðfæða sig.
Víetnamar hafa nú um
180.000 ntanna herlið í
Kambódíu og um 40.000 í
Laos. Margir ásaká Víet-
nama um að stefna að því að
innlima þessi ríki í veldi sitt
en víetnömsk stjórnvöld
neita þessu og segja her sinn
einungis vera að aðstoða
þessa nágranna sína við að
friða lönd sín. En þrátt fyrir
þessa neitun Víetnama á því
að þeir vilji sölsa undir sig
reyna að sölsa undir sig óeðli-
leg áhrif í Víetnam og hófu
ofsóknir gegn mörg hundruð
þúsund Kínverjum sem voru
búsettir í Víetnam og höfðu
jafnvel átt heima þar í nokkr-
ar kynslóðir. Pessum Kín-
verjum var nú skipað að taka
upp víetnamskan ríkisborg-
ararétt og skólum þeirra var
lokað. Stór hluti Kínverj-
anna kaus að flýja fremur
land en aó ganga að þessum
kostum enda töldu þeir sig
ekki tryggða gegn ofsóknum
þótt þeir tækju upp víetn-
■ Tveir bandarískir hermenn eftir viðureign við kommún-
íska skæruliða í Víetnam.
nágrannaríkin eróumdeilan-
legt að áhrif þeirra á stjórn
og menningu þeirra eru mikil
og fara vaxandi.
Fljótlega eftir sigurinn yfir
Bandaríkjamönnum fór
einnig að bera á ósamkomu-
lagi á milli Víetnama og
Kínverja sem höfðu verið
mjög nánir bandamenn víet-
namskra kommúnista á með-
an á stríðinu stóð. Víetnam-
ar ásökuðu Kínverja um að
amskan ríkisborgararétt.
Kínversk stjórnvöld héldu
því líka fram að Víetnamar
væru í bandalagi við Sovét-
menn gegn Kína og ryftu
öllum samningum um efna-
hagsstuðning við þá. Kín-
verjar sögðu að Víetnamar
væru að byggja upp hernað-
armannvirki við kínversku
landamærin sem væru ógn-
un við Kína. Sjálfsagt voru
þessar ásakanir Kínverja
■ Merki stríðsins eru enn mjög greinileg tíu árum eftir lok
þess. Þessi stúlka stendur við leifarnar af bandarískri
herþyrlu. ’•
mjög ýktar en þær urðu þeim
átylla til árásar inn fyrir
landamæri Víetnams árið
1979.
Það er því langt frá því að
sá friður og velsæld sem Víet-
nama dreymdi um að kæmi í
kjölfar sigursins yfir Banda-
ríkjamönnum yrði að veru-
leika. Þvert á móti hafa þeir
næstum því stöðugt verið í
stríði öll þessi tíu ár.
Víetnömum hefur heldur
ekki gengið eins vel á efna-
hagssviðinu og þeir höfðu
gert sér vonir um. Bændur í
Suður-Víetnam hafa átt erf-
itt með að sætta sig við
strangt framleiðsluskipulag
samyrkjubúa og stjórnvöld
hafa neyðst til að gefa bænd-
urn þar aftur meira frelsi til
merki, sé fastur liður í Pýska-
landsför hans sem verði ekki
breytt.
Ákvörðun Reagans um að
hætta ekki við heimsóknina til
kirkjugarðsins þrátt fyrir mót-
mæli áhrifamikilla leiðtoga gyð-
inga , í Bandaríkjunum og
margra annarra er einhver
óvinsælasta ákvörðun hans frá
upphafi forsetaferils hans.
WBHORF
Ragnar
Baldursson
skrifar:
einstaklingsbundinnar rækt-
unar.
Það var ekki fyrr en árið
1983 að Víetnamar gátu
framleitt nægjanlega mikinn
mat handa öllum þeim 57
milljónum manns sem nú
eiga heima þar. Breytingar í
átt til frjáls markaðskerfis
fyrir landbúnaðarafurðir eru
taldar eiga mikinn þátt í
þessu. Víetnamar stefna að
því að framleiða um 19 millj-
ón tonn af hrísgrjónum á
þessu ári en frantleiðslan var
18 milljón tonn á seinasta
ári. Petta er samt rétt
nægjanlega rnikil matvæla-
framleiðsla til að koma í v ,;g
fyrir hungursneyð í þessu
fjölmenna landi.
Skuldir Víetnama erlendis
eru gífurlegar. Pað er áætlað
að þeir skuldi nú um 6 millj-
arða dollara og vegna stöð-
ugs vöruskiptahalla aukast
skuldirnar stöðugt. Þeir
versla aðallega við sósíalísku
ríkin í Austur-Evrópu enda
hafa mörg vestræn ríki lítinn
áhuga á að versla við Víet-
nama á nteðan þeir hafa
fjölmenn herlið í nágranna-
löndunum. Kambodíu og
Laos. Alþjóðagjaldeyris-
sjóðurinn áætlar að vöru-
skiptahalli Víetnama á þessu
ári niuni nema um 900 millj-
ón dollurum og hann muni
halda áfram að aukast að
óbreyttu ástandi þótt Víet-
narnar séu nú orðnir sjálfum
sér nógir um matvæli.
Undanfarin tíu ár hafa því
ekki verið neinn dans á rós-
um fyrir Víetnama. Og sem
stendur er fátt sem bendir til
þess að næstu tíu ár verði
þeim auðveld heldur.