NT - 10.05.1985, Page 1
Tankanaburt!
- en OLÍS setur á lögbann
■ Bensínstöð Olís í Fellsmúla
hefur verið lokuð í nokkra daga
vegna breytinga. Breytingarnar
eru umtalsverðar, þar sem
Hreyfill ætlar að fjarlægja húsið
af planinu, og alla tanka og
dælur í eigu Olís. Hreyfill á
planið og hefur verið rekstrar-
aðili og greitt þeim mönnum
kaup sem unnið hafa við stöð-
ina. Hreyfill hefur þegar samið
við Esso um að þeir taki við
Fellsmúlastöðinni og setji upp
sín tæki.
Skurðgrafa var mætt í gærdag
klukkan eitt í þeim tilgangi að
grafa upp tanka Olís. Ekki tókst
þó að Ijúka því verki þar sem
klukkan fjögur í gær barst lög-
bannsúrskurður frá Olís og
verður sá úrskurður tekinn til
athugunar á morgun.
Aðdragandi þessa máls er sá
að 1. janúar runnu út samningar
þar sem Olís veitti Hreyfli rétt
til þess að reka, sem umboðsað-
ili, bensínstöðina í Fellsmúl-
anum. Samningar tókust ekki
aftur milli fyrirtækjanna þrátt
fyrir samningaumleitanir í fimm
mánuði.
Einar Geir Þorsteinsson
framkvæmdastjóri Hreyfils
sagði í gær í samtali við NT að
20. mars hefði Hreyfill lagt fram
sínar tillögur. „Þann 11. apríl
fengum við bréf frá Olís, þar
sem farið var fram á að við
greiddum okkar viðskiptareikn-
ing við Olís, en þeir myndu í
staðinn fjarlægja sínar eigur af
lóðinni. Við sendum Olís bréf
með ávísun fyrir okkar skuld,
og gáfum þeim frest til þess að
fjarlægja sínar eigur fyrir klukk-
an tólf í gærdag. Það gerðu þeir
ekki, og því kom grafan," sagði
Einar.
Bjórfrumvarpið til umræðu:
Kennarar
úr BSRB
■ Fullvíst má nú telja að
Kennarasamband íslands yfir-
gefi BSRB um áramótin. { gær-
kvöldi hafði þorri atkvæða fé-
lagsmanna í kosningunni um
BSRB aðild verið talin og voru
1484 hlynntir útgöngu en 673 á
móti. Auðir seðlar voru 143 og
einn ógildur. Ótalin voru 200
atkvæði sem blandað verður
saman við atkvæði sem hugsan-
lega eiga eftir að berast, en
síðustu förvöð að póstleggja
atkvæði voru 3. maí.
Ef aðeins eru talin atkvæði
með og móti eru 68% hlynntir
útgöngu, en 32% á móti. Ef
auðir seðlar og ógildir eru taldir
með eru 66% með útgöngu og
34% á móti. 6616% atkvæða
þarf til að samþykkja úrsögn
sambandsins úr BSRB.
„Þetta er skaði fyrir samtök-
in,“ sagði Albert Kristinsson
varaformaður BSRB í samtali
við NT í gær. „Kennarar hafa
kosið að vera utan við heildar-
samtökin og stefna eigin framtíð •
í óvissu, kjaralega og samninga-
lega.“
1 Kennarasambandi Islands
eru 3200 meðlimir af 18000 í
BSRB. Það orð hefur reyndar
legið á kennurum að þeir væru
virkast hópurinn innan samtak-
anna, sem reyndar sannaðist í
verkfallinu í haust.
Hins vegar má telja fullvíst að
ekki muni allir meðlimir Kenn-
arasambandsins yfirgefa BSRB.
Félag sérskólakennara verður
væntanlega áfram innan sam-
takanna og sama má fullyrða
um ýmsa einstaklinga.
Hatton Rockall:
Reglugerð um
réttindi íslands
— sjá bls.2
Fréttamenn útvarps mútuþægir?
- og þingmenn vanhæf ir vegna eiginhagsmuna?
■ Eru fréttamenn ríkisfjölmiðlanna mútuþegar? Eiga
alþingismenn beinna fjárhagslegra hagsmuna að gæta
varðandi samþykkt bjórfrumvarpsins? Þessum spurning-
um varpaði Ólafur Þ. Þórðarson alþingismaður fram við
umræður um bjórfrumvarpið á Alþingi í gær, er hann
mælti fyrir minnihlutaáliti allsherjarnefndar.
Ólafur réðst harkalega að
umfjöllun útvarps og sjónvarps.
um bjórmálið sem hann sagði
einhliða. Hann sagði eina mynd
birtast í þessum fjölmiðlum,
þegar bjórinn væri annars
vegar; „það eru kátir menn og
fréttastofu útvarps vegna svo-
kallaðs bjórsamlags, sem hann
taldi einhliða auglýsingu og
spurði hvort opinberir
starfsmenn þægju mútur. Þá
spurði hann hvort einstakir
þingmenn ættu fjárhagslegra
hagsmuna að gæta vegna hugs-
anlegra umboðslauna og spurði
hvort eðlilegt gæti talist að þeir
greiddu atkvæði um málið. Þá
veittist hann að flutningsmönn-
um bjórfrumvarpsins fyrir að
vera ekki viðstaddir umræðuna
og reiknaði þeim það til heiguls-
skapar. „Það skyldi þó ekki
vera.“ sagði hann, „að einhver
þeirra hefði búið sig undir að
þiggja umboðslaun fyrir áfengt
öl ef frumvarpið verður að
lögum."
Flutningsmenn bjórfrum-
varpsinseruJón Baldvin Hanni-
balsson, Friðrik Sophusson,
Guðmundur Einarsson, Guð-
rún Helgadóttir og Ellert B.
Schram. „Ég tek ekki meira
mark á þessu en öðru, sem frá
Ólafi Þ. Þórðarsyni kemur,“
sagði Friðrik í samtali við
blaðamann NT. „Ég hef engra
hagsmuna að gæta, ég lit á mig
sem fulltrúa neytenda í þessu
máli,“ sagði Jón Baldvin. Sjá
bls. 3.
glaðir að drekka úr bjórkollun-
um. Það er ekki verið að sýna
menn illa á sig komna á leið
heim til sín. Það er ekki verið
að segja frá mönnum sem hafa
þurft í afvötnun," sagði Ólafur.
Hann talaði um umfjöllun
■ Þessi mynd af barnungum og ráðvilltum hermanni gæti verið tekin hvar sem er, en hún er
reyndar tekin í Reykjavík 10. maí 1940, fyrír réttum 45 árum. Þá var einangrun íslands endanlega
rofin með hernámi breska hersins. Þessi dagur markaði að margra dómi stærrí timamót í 20. aldar
sögu íslands en nokkur annar. Sjá bls. 5, leiðara og baksíðu.
Hvers vegna er ég hér?
Helgarábót:
Hin nýja
Marþ
anne
- bls. 1
Helgin
fram-
undan
-bls.2-3
Kokteila-
keppni
Barþjóna-
klúbbsins
-bls.4-5
Útvarp -
sjónvarp
-bls.6-7
Hreinsunar-
dagarí
Breiðholti
- bls. 8