NT - 10.05.1985, Side 2

NT - 10.05.1985, Side 2
Landgrunn Islands (---1 Miólina milli landa 200 sjómilna mork------ 350sjómilna mork-------- Hatton-Rockall svæðið: Island vill fá hluta af landgrunnskökunni - utanríkisráðherra gaf út reglugerð um réttindi fslands í gær ■ Utanríkisráðherra Geir Hallgrímsson, gaf í gær út reglu- gerð varðandi afmörkun land- grunnsins, þar sem lýst er yfir réttindum íslands á Hatton- Rockall svæðinu. Fyrir skömmu gáfu Danir út yfiríýsingu þar sem þeir lýstu kröfum sínum til mikils hluta þessa svæðis sem landgrunns Færeyja, en í júní sl. var fulltrú- um Dana, Breta og íra afhent greinargerð þar sem skýrt var frá því hvað ríkisstjórn íslands teldi vera eðlileg mörk íslenska landgrunnsins. Síðan þá hafa íslendingar, DanirogFæreying- ar átt viðræður um sameiginlega hagsmuni sína en engar form- legar viðræður hafa átt sér stað við Breta og íra, þar sem þeir vísuðu kröfum íslendinga ein- dregið á bug, en áöur höfðu átt sér stað óformlegar viðræður. Það kom fram hjá utanríkis- ráðherra á blaðamannafundi í gær að með þessari reglugerð væri verið að gæta hagsmuna íslendinga og réttar en þess væri gætt í öllu að fara að lögum. Eyjólfur Konráð Jónsson, for- maður utanríkismálanefndar Alþingis, sagði við sama tæki- færi að þetta væri lokasókn strandríkja til að helga sér land- grunnið. Það gerðu Islendingar líka og reyndu að fara eins langt út og hægt væri, enda væri það hans skoðun að þeir sem fengju yfirráð yfir landgrunninu hefðu líka yfirráð yfir hafinu yfir því. Landgrunn íslandserafmark- að svo sem sýnt er á meðfylgj- andi mynd og er ákvæði 76. gr. hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna lögð til grundvallar til að ákveða þessi mörk. FÆREYJAR * * ALL SKOTLAND ENGLAND' Föstudagur 10. maí 1985 2 Samband sunnlenskra kvenna: Gaf rúma milljón til líkn- ar og menningarmála í fyrra kvenna nýlega. En svipuð til- mæli og áskoranir hafa að undanförnu verið samþykktar af fleiri kvenfélögum og sam- böndum. Af 2,3 milljóna króna tekjum Sambands sunnlenskra kvenna á sfðasta ári gáfu þau rúma eina milljón króna til líknar- og menningarmála. Ákveðið' var á fundinum að gefa legudeild Sjúkrahúss Suðurlands 100 þús. krónur úr jólakortasjóði sam- bandsins til kaupa á sjúkrarúm- um. Einnig var ákveðið að stofna Ferðasjóð SSK sem hefði það hlutverk að styrkja félags- konur til að sækja fundi og orlof Húsmæðrasambands Norður- landa. Viðurkenningar í samkeppni Ferðaþjónustu bænda og SSK, um minjagripi sem hægt væri að hafa til sölu á sveitabæjum sem eru með ferðaþjónustu voru afhentar á aðalfundi SSK. Ekkert gekk ■ Árangurslausir fundir um kaup og kjör leiðsögumanna annars vegar og starfsmanna skógræktarinnar hins vegar voru haldnir hjá ríkissáttasemj- ara í vikunni. Nýir fundir hafa ekki verið boðaðir. Sjómenn: Enginnár- angur á sáttafundi ■ Sjómannafélag Reykjavík- ur og útvegsmenn héldu árang- urslausan sáttafund í gær vegna bátasamninganna, sem voru felldir í atkvæðagreiðsiu í apríl. Sjómannafélagið fer fram á að fá það sama og aðrir sjómenn hafa fengið, t.d. starfsaldurs- hækkanir og lengingu uppsagn- arfrests. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður. ■ Tilmæli til heilbrigðisráð- kerfisbundinni leit að brjóst- grafi) - og það eins tljótt og herra um að styrkja Krabba- krabbameini hjá konum, með unnt er - var samþykkt á aðal- meinsfélg íslands til að koma á brjóstamyndatöku (mammo- fundi Sambands sunnlenskra Framsýn: Tölvusumarbúðir í Varmalandi tölvutegundar. Auk tölvukennslunnar, fer frani skipulögð íþróttakennsla þar sem börnin verða þjálfuð í algengum íþróttagreinum, svo sem fótbolta, handbolta, auk helstu greina frjálsra íþrótta. Þá geta gestirnir notfært sér nýlega og snyrtilega útisundlaug, sem er við skólann. Þann tíma, sem skipulögð kennsla fer ekki fram, geta nemendur notað til útiveru alls konar, eða til dvalar í tómstundaherbergi Varma- lands, þar sem frammi liggja bækur og tímarit. Þar eru einnig tölvur til æfinga og leikja og margt fleira. A kvöldin verða haldnar kvöldvökur í umsjón unglinganna og starfsfólks sumarbúðanna. Námskeiðsgjaldið er 8700 krónur og er allur kostnaður innifalinn í því, svo sem ferðir, uppihald, námsgögno.fl. Innrit- un er hafin í Tölvuskólanum Framsýn. Veðdeildinni stendur alla jafna vanskilalán frá Hús- næðisstofnun ríkisins, í þessu tilfelli væntanlega vegna van- skila við Byggingarsjóð ríkis- ins. Uppboðsþolinn (Jón Baldvin) er í hópi þeirra íslendinga sem hvað hávær- astar kröfur hefur sett fram um aukið fé í Byggingarsjóð - en sjóðurinn hefur sem kunnugt er átt í miklum erf- iðleikum með útborgun lána til húsbyggjenda undanfarna mánuði vegna peninga- skorts, m.a. vegna vanskila fyrri lántakenda á greiðslum í sjóðinn. Sýnist Dropateljara að Jón Baldvin hefði átt að ganga á undan með góðu fordæmi og greiða af eigin láni áður en liann hóf sína háværu kröfu- gerö á aðra um fjárframlög í Byggingarsjóð í nafni ungra húsbyggjenda. Hver á Vestur- götu 38 í kvöld? - Jón Baldvin í Reykjavík! ■ Hver á Vesturgötu 38 í kvöld? - Jón Baldvin Hanni- balsson átti að vísu þetta hús í gær, en samkvæmt auglýs- ingu frá Borgarfógetanum í Reykjavík var þar í morgun kl. 10.30 haldið uppboð eftir kröfu Veðdeildar Lands- banka íslands. Að baki uppboðskröfu frá •g ætla að fá tvo og hálfan metra takk. ■ Félagsmálaráðherra hélt í gær blaðamannafund þar sem hann m.a. kynnti áfangaskýrslu um skráningu og úttekt á húsakosti ríkisins m.t.t. fatlaðra, en gróft talað þá er ekki mikið tillit tekið til þessa þjóðfélagshóps. Þessi mynd sýnir hvað gerist þegar þoka hugsunarleysis ræður ferðinni. Borgin var að leggja nýtt teppi á Hverfisgötuna og þannig var búið um hnúta að hjólastólar verða klossstopp á mótum götu og gangstéttar. Hvernig var það var ekki borgastjóri í hjólastólaralli um daginn. Hann ætti að reyna að fara yfir HverfÍSgÖtuna í hjÓlastÓI. Ljósm. Karl Brand. ■ Tölvuskólinn Framsýn efnir til sérstakra tölvusumarbúða fyrir börn og unglinga á aldrin- um 9-14 ára að Varmalandi í Borgarfirði í sumar. Námskeið- in, sem standa í viku hvert, hefjast í byrjun júní og standa til júlíloka. Sumarbúðagestunum verða kennd ýmis grundvallaratriði tölvunotkunar, forritunar og notkunar tilbúinna notenda- forrita. Við kennsluna verða notaðar tölvur af ýmsum gerðum, enda markmiðið ekki að kenna notkun ákveðinnar Skipstjór- inn talar ■ I sýningarferð fyrir blaðamenn um norska skemmtiferðaskipið Black Prince, sagði skipstjórinn - Thor Fleten m.a. þessa sögu. Eitt skiptið sem skipstjóri á skemmtiferðaskipi sigldi yfir Biscaya flóa, þá kallaði hann upp farþega sína og sagði þeim að skipið hefði farið yfir þveran flóann á 22 tímum. Einn farþeganna kallaði þá „Is this a record". Skipstjórinn svaraði á móti. „No this is not a record. This is the captain speaking." Mest lenna bók landsins: Komin út í kílómetra

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.