NT

Ulloq

NT - 10.05.1985, Qupperneq 4

NT - 10.05.1985, Qupperneq 4
 TS7 Föstudagur 10. maí 1985 4 L JJ Fréttir togararnir afskrifaðir að fullu ■ Dráttarvél og dollaragrín - fá sömu þjónustu - 1. flokks þjónustu lofa þeir hjá Breiðverk. Bíla- og búvélaverkstæðið Breiðverk: Starfsemin blóm- leg f rá áramótum Frá fréttaritara NT í Borgarfirði, M.M.: ■ Starfsemi bíla- og búvéla- verkstæðisins Breiðverk í Reyk- holti hefur verið með miklum blóma frá síðustu áramótum og má það m.a. þakka nýjum verk- stjóra sem þá var ráðinn til fyrirtækisins, Vilhjálmi Sigurðs- syni úr Hafnarfirði. Að sögn Vilhjálms hefur tækjakostur Breiðverks verið stóraukinn og verkstæðið sé nú vel búið til hvers konar viðgerða á bílum, landbúnaðartækjum og rútubíl- um. Breiðverk var stofnað árið 1982 upp úr bílaverkstæði Guð- mundar Kjerulf, sem starfrækt var hér í sveit um árabil. Hlut- hafar eru: Reykholtsdalshrepp- ur, Hálsahreppur og Kaupfélag Borgfirðinga auk ýmissa ein- staklinga. Á verkstæðinu sagði Vil- hjálmur fullkomna aðstöðu til sprautunar á bílum og öll tæki til yfirbygginga. Nefndi hann að á s.l. ári hafi verið byggt yfir nokkra Lapplanderbíla hjá Breiðverki. Vilhjálmur kvaðst óska eftir góðu samstarfi við ferðamenn og íbúa nágranna- byggðarlaga enda væru starfs- menn fyrirtækisins tilbúnir að veita 1. flokks þjónustu hvenær sem er. Við verkstæðið er og fullkomin Esso-smurstöð. Tónlistarskóla Rangæinga slitið: Barnakórinn fer í söngferðalag vestur um helgina ■ Tónlistarskóla Rangæinga var slitið þann 28. apríl síðast- liðinn. Vetrarstarfið var með hefðbundnu sniði, en nemendur voru í færra lagi, eða 189. Kennarar voru 10 og var kennt á 9 stöðum í sýslunni. Nemendurluku 136 stigspróf- um á starfsárinu, þar af lauk einn nemandi 6. stigi í píanóleik og annar 5. stigi í básúnuleik. Allir nemendur skólans léku á vortónleikunum, sem voru þrennir að vanda. Hinir síðustu voru haldnir í tengslum við skólaslitin, en þar komu fram þeir nemendur, sem lengst eru komnir í námi, ásamt kammer- sveit skólans og lúðrasveit undir stjórn Viðars Alfreðssonar. Barnakór Tónlistarskóla Rangæinga leggur af stað í heimsókn til Vestfjarða laugar- daginn 11. maí. Kórinn heldur tónleika í ísafjarðarkirkju sunnudaginn 12. maí kl. 14 í Hólskirkju í Bolungarvík sama dag kl. 21 og í Suðureyrarkirkju í Súgandafirði á mánudaginn kl. 21. Á heimleiðinni stoppar kórinn í Borgarnesi og heldur tónleika í Borgarneskirkju á þriðjudag kl. 21. Barnakór Tónlistarskóla Rangæinga var stofnaður árið 1976. Hann hefur frá upphafi haldið uppi öflugu starfi, sent frá sér hljómplötu og haldið fjölda tónleika og skemmtana víða um land og erlendis. Stjórnandi kórsins frá upphafi er Sigríður Sigurðardóttir skóla- stjóri. landinu öllu ■ Rekstur Kaupfélags Fá- skrúðsfirðinga stóð í járnum á árinu 1984, þ.e. skilaði 83 þús. króna hagnaði. Hins vegar varð rúmlega6,l milljónkrónahagn- aður af rekstri Hraðfrystihúss Fáskrúðsfirðinga, sem er í eigu kaupfélagsins. Velta beggja fyrirtækjanna nam 356,1 millj. króna, sem var 28% hækkun frá 1983. Þegar afkoma félagsins á árinu er metin er mönnum bent á að hafa það í huga að upphaf- Bandalag jafn- aðarmannaáNorð- urlandi eystra: Jafnt vægi atkvæða á ■ Kjördæmisfundur Banda- lags jafnaðarmanna á Norður- landi eystra hefur sent frá sér ályktun þar sem valddreifing er talin grundvöllur breytinga til batnaðar í þjóðfélaginu og að aukið vald heimamanna í héraði sé grundvöllur að skynsamlegri nýtingu fjármuna. Þá lýsir fundurinn því yfir að vægi atkvæða eigi að vera jafnt fyrir kjósendur á landinu öllu og hvetur stuðningsfólk Banda- lags jafnaðarmanna til virkrar þátttöku í stefnumótun fyrir komandi sveitarstjórnarkosn- ingar. ■ Vilhjálmur Sigurðsson, verkstjóri hjá Breiðverk í Reykholti. legt stofnverð togaranna Ljósa- var að hefja útgáfu fréttabréfs Eygló Aðalsteinsdóttir, Kristín fells og Hoffells hafi að fullu og voru kosin í ritnefnd þau Eide og Stefán Stefánsson. verið afskrifað í uppgjöri 1983 og afskriftaliður aö upphæð 14 millj. króna falli því út á árinu 1984. Á árinu komust 478 manns á launaskrá félagsins. Launa- greiðslur fyrirtækjanna beggja námu um 71,1 millj. króna eða um 20% af heildarveltu þeirra á árinu. Félagið fjárfesti á árinu fyrir 9,2 milljónir króna. Helstu framkvæmdir eru þær að hafin er bygging 500 fermetra vél- averkstæðis, en einnig er hafinn undirbúningur að endurbótum á togurum félagsins. Sérmál aðalfundar Kaupfé- lags Fáskrúðsfirðinga að þessu sinni var þátttaka kvenna í sam- vinnuhreyfingunni. Ákveðið ■ Bronco-jeppi sem nýiokið var við að alsprauta og virðist sannarlega koma glæsilegur úr höndum Breiðverksmanna. Hjólbarða- þjónusta fyrir allar stæröir og geröir af bílum, fólksbíla, vörubíla og sendiferðabíla. Höfum mikið magn af kaldsóluðum, heilsóluðum og radíaldekkjum á lager. Öll hjólbarðaþjónusta innanhúss. Komið og reynið viðskiptin í nýju húsnæði okkar. Ath. Gegn framvísun þessarar auglýsíngar veitum við 5% kynningarafslátt. Kaldsólunhf. Dugguvogi 2. Simi: 84111 Sama húsi og Ökuskólinn. ekki taka nema stuttan tíma, þannig að hún komi ekki í veg fyrir að verkið geti hafist í júní eins og gert er ráð fyrir. FÍB leggur sérstaka áherslu á, að varanleg vegagerð á fjölförnum leiðum er nauðsynlegasta og arðbærasta fjárfesting sem kostur er á hér á landi. Þeir vegakaflar, sem lýst er í tilboði Hag- virkis hf., skila góðri arð- semi og besti kaflinn nær 70%. Fjáröflun til fram- kvæmdanna er einnig með nýju sniði, að því leyti að þarna er fólki gefinn kost- ur á að ávaxta fé sitt með góðum kjörum, þar sem fjármagn nýtist til ákveð- inna arðbærra fram- kvæmda. Það skal tekið fram að hér er um annað mál að ræða heidur en þegar boðin eru út ríkis- Félag íslenskra bifreiðaeigenda:- Fagnar tilboði Hagvirkis í vega' gerðina norður Félag íslenskra bif- reiðaeigenda hefur sent frá sér samþykkt þar sem fagnað er tilboði Hagvirk- is hf. varðandi varanlega vegagerð á leiðinni Reykja- vík - Akureyri og það sagt alger nýmæli, bæði hvað framkvæmdir og fjáröflun snerti, og hér sé tekið á nauðsynlegu máli sem þjóðin hefur beðið eftir í áratugi. FÍB telur að athuga þurfi tilboð Hagvirkis hf. nákvæmlega, en það felur í sér að verkið verði unnið fyrir 3A hluta kostnaðar og því verði lokið á 216 ári í stað 9 ára. Vera kann að bjóða þurfi þessar fram- kvæmdir út með venjuleg- um hætti eða kanna hvort nokkrir aðrir aðilar í land- inu geti unnið verkið skjótar og hagkvæmar en það er skoðun stjórnar FÍB að sú könnun megi skuldabréf án þess að til- taka nýtingu fjármagns- ins. Framkvæmdir, sem fel- ast í tilboðinu, mundu styrkja og flýta langtíma- áætlun um vegagerð, en alls ekki raska henni á neinn óhagkvæman hátt. Þá er rétt að minna á að útboð vegaframkvæmda, sem gerð voru á síðasta ári skiluðu hagkvæmum ár- angri og juku raunar fram- kvæmdamátt vegafjár verulega, þannig að þá var lagt meira af bundnu slit- lagi en nokkru sinni hefur áður verið gert á einu ári. Félag íslenskra bifreiða- eigenda treystir því að ríkisstjórn og Alþingi taki þetta merka mál til skjótr- ar og jákvæðrar athugunar og hrindi því í framkvæmd nú í sumar bifreiðaeigend- um og þjóðinni allri til hagsbóta og heilla um ókomin ár. Borgin í jarðarkaupum: Heitt vatn fyr ir framtíðina ■ Reykjavíkurborg hefur uppi áform um að kaupa hluta af jörðinni Ölfusvatni í Grafningi fyrir Hitaveitu Reykjavíkur, og voru drög að kaupsamningi lögð frarn á fundi borgarráðs á þriðju- dag. Kaupverðið er 60 millj- ónir króna og stærð landsins ríflega 1600 hektarar. Land Ölfusvatns liggur að Nesjavöllum. sem Reykja- víkurborg á og þar sem jarð- hiti verður virkjaður á næst- unni. Ekki er vitað hversu rnikill jarðhiti er í Ölf- usvatnslandinu, en hann verður notaður sem orku- sjóður fyrir framtíðina. Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga: Gróði á f rystihús- inu um 6 milljónir

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.