NT

Ulloq

NT - 10.05.1985, Qupperneq 21

NT - 10.05.1985, Qupperneq 21
 Föstudagur 10. maí 1985 29 El Salvador: Skæruliðar ræna 8 borgarstjórum San Salvador-Reuter ■ Vinstrisinnaðir skæruliðar í E1 Salvador hafa að undanförnu rænt átta bæjar- og borgarstjór- um að sögn hernaðaryfirvalda í E1 Salvador. Skæruliðarnir eru sagðir hafa skotið tvo þessara borgarstjóra og sleppt einum lausum en fimm eru ennþá í haldi. Bæjarstjórarnir eru allir frá bæjum í austurhluta landsins. Þeir voru nýlega kosnir til em- bætta sinna og höfðu aðeins gegnt þeim í um viku þegar þeim var rænt. Skæruliðarnir munu hafa rænt þeirn í hefndar- skyni fyrir að stjórnin náði Suður-Afríka: Stjórnin dregur úr nauðungarflutningum Höfðaborg-Reuter ■ Stjórnvöld í Suður-Afríku skýrðu frá því í gær að þau myndu ekki neyða þá a.m.k. 700.000 svertingja sem búa í borgum til þess að flytja á sér- stök svæði, sem þau ætla svert- ingjum, eins og fyrirhugað hafði verið og tilkynnti einnig áætlan- ir sínar um blandaðar sveitar- stjórnir. Ráðuneyti það sem fjallar um samstarf, þróun og menntun og er ábyrgt fyrir málefnum svartra' sendi frá sér lista yfir 52 þorp blökkumanna sem samkvæmt fyrri áætlunum stjórnvalda og aðskilnaðarlögunum átti að Pólland: Nauðgari vill skipta umkyn Varsjá-Reuter ■ Pólverji nokkur sem sakaður er um að hafa nauðgað og myrt níu kon- ur hefur beðið um að gerð verði á sér kynskipta-að- gerð til þess að koma í veg fyrir að hann haldi áfram að vera hættulegur samfé- laginu. Réttarhöldin yfir hinum 39 ára gamla Alojzy Tuc- hlinow, sem leynilögreglu- mennirnir sem eltu hann kölluðu „Sporðdrekann", hófust í hafnarborginni Gdansk í fyrradag. Konurnar sem hann er sakaður um að hafa myrt voru á meðal 20 kvenna sem hann er sagður hafa nauðgað á Gdansk svæð- inu frá árinu 1975 og þang- að til hann náðist árið 1983. Opinbera fréttastofan PAP sagði að sálfræðingar hefðu tjáð réttinum að Tuchlinow, sem er faðir tveggja unglinga, sé heill á geðsmunum. Ennfremur var skýrt frá því að hann hafi reynt að fremja sjálfs- morð í fangelsinu nýlega og lagt fram tvær tillögur við fangelsisyfirvöld. Hin fyrri hljóðaði upp á að á honum yrði gerð aðgerð sem breytti honum í konu en hin síðari var á þá leið að hann yrði látinn laus til þess að hann gæti haldið til vinnu á býli sínu sem telur sex hektara. PAP fréttastofan greindi ekki frá viðbrögðum fang- elsisyfirvalda. flytja á afmörkuð svæði svert- ingja. Sheena Duncan, formaður mannréttindahóps svertingja, var fremur varkár í fögnuði sínum yfir þessari yfirlýsingu og sagði að hundruð þúsundir blökkumanna ættu enn yfir höfðum sér nauðungar flutninga á vegum ríkisstjórnar hvíta minnihlutans. Mannréttindahópar telja að um þrjár milljónir blökka- manna hafi þegar verið fluttar nauðugar síðan 1960. Ríkisstjórnin birti þinginu í gær uppkast að löggjöf um blandaðar sveitarstjórnir sem svartir og hvítir eiga að skipa og taka sameiginlegar ákvarðanir um staðbundin málefni. Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir því að svartir meðlimir sveitar- stjórnanna verði kosnir úr hópi þeirra blökkumanna sem sitja í stjórnum sinna þorpa en þeir njóta ekki mikils trausts og hafa orðið fyrir talsverðum árásum af uppreisnarmönnum sem líta á þá sem samverkamenn hvítu ríkisstjórnarinnar. skæruliðaforingjanum Nidya Diaz á sitt vald. Skæruliðar hafa hótað að drepa fjóra bæjar- stjóra og þrjá embættismenn ríkisins verði henni ekki sleppt úr haldi. Sjö af bæjarstjórunum eru félagar í Kristilega demokrata- flokknum, seni er við völd í E1 Salvador, og sá áttundi var fé- lagi í hægrisinnuðum llokki Bandalags republikana. Skæru- liðar tóku þennan síðastnefnda bæjarstjóra fljótlega af lífi. Skæruliðar hafa líka brennt bæjarráðshúsin í átta borgum og bæjum í E1 Salvador í vik- unni. Þrátt fyrir þetta munu fulltrú- ar skæruliða og stjórnvalda hitt- ast að nýju síðar í þessum mánuði til að ræða leiðir til að koma á friði. Þetta verða þriðju friðarviðræðurnar á milli skæru- liða og stjórnar Duarte forseta. Friðarviðræðufundurinn verður haldinn utan E1 Salvador en ekki hefur enn verið tilkynnt hver fundarstaðurinn verður. ■ Stjórnarhcrmcnn í E1 Salvador virða fyrir sér vopn sem þeir náðu af skæruliðum á seinasta ári. Herferð stjórnvalda gegn skæruliðum hefur samt ekki tekist betur en svo að skæruliðar gátu náð átta bæjar- og borgarstjórum á sitt vald nú fyrir nokkrum dögum. Eþíópía þakkar 50 ára aðstoð Rauða krossins Addis Ababa-Reuter ■ Eþíópía þakkaði í gær Rauða krossinum fyrir alla hjálp sem hann hefur veitt landinu síðastliðin 50 ár eða allt frá innrás ítala í Eþíópíu árið 1935 til hungursneyðarinnar sem nú hrjáir níu milljónir manna. Dawit Zewde, formaður eþí- ópísku Rauða kross félaganna, sagði í yfirlýsingu í tilefni 31. alþjóðlega Rauða kross dagsins Hermannaveikin í Englandi: Enn fjölgar sjúklingum London-Reuter ■ Fimrn manns til viðbótar þeim sem fyrir þjást af her- mannaveikinni svokölluðu voru lagðir inn á spítala í gær. Her- mannaveikin sem geisar nú um iðnaðarsvæðin í Mið-Englandi er sú versta sem urn getur. Ríkisstjórnin skipaði stjórn- endum sjúkrahúsa um landið allt að yfirfara vatnslagnir sínar eftir að veikinni skaut upp í borgunum Portsmouth og Bristol, sem báðar eru í suður- hluta landsins. Talsmaður heilbrigðisyfir- valda sagði að hinir fimm nýju sjúklingar í Stafford hækkuðu tölu sjúkra upp í 144 en þegar hefur 31 látist úr veikinni á undanförnunt þremur vikum. Veiki þessi hefur herjað skæðast á Stafford og er loítræstikerfi sjúkrahúss í borginni kennt um upptök hennar. Dauðsföll af völdum þessarar tegundar al' lungnabólgu hafa ekki orðið fleiri síðan henni skaut fyrst upp árið 1976 á fundi fyrrverandi hermanna í Phil- adelphiu í Bandaríkjunum, en þá létust 29 manns. í Portsmouth voru 12(3 sjúkl- ingar settir í sóttkví og sjö spítaladeilum lokað eftir að lát konu af völdum veikinnar þar var staðfest. Heilbrigðisráðherrann, Kenneth Clarke, reyndi að koma í veg fyrir aukna hræðslu meðal almennings í útvarpsvið- tali og sagði hann að fólk skyldi ekki óttast innlögn á spítala. að læknar Rauða krossins hefðu komið þjóðinni til mikillar hjálpar í innrásinni 1935. Hann sagði ennfremur að milljónir fórnarlamba þeirra þurrka sem nú herja á landið nytu ómetanlegrar aðstoðar al- þjóðaráðs Rauða krossins og Bandalags Rauða kross félaga. Dawit sagði að þessir tveir hópar hafi séð 2.5 mtlljónum manna, sem nú líða verstu þurrka urn 10 ára skeið, fyrir mat, fötum, skjóli og læknishjálp. Auk þess ynni Rauði krossinn nú að þróunarstarfi á Wollo svæðinu í norðurhluta landsins og Harrarghe svæðinu í suðaust- urhluta landsins. Opinbera fréttastofan í Eþí- ópíu skýrði frá því í gær að tvær stofnanir á vegum Sameinuðu þjóðann, UNICEF og þróunar- stofnunin, myndu veita Eþíópíu 4.9 milljón dollara aðstoð við fjögurra ára áætlun ríkisstjórn- arinnar um bætta heilbrigðis- þjónustu í sveitum landsins. Sykur seldur á 4 krónur kg London-Reutcr ■ Heimsmarkaðsverð á sykri er nú aðeins um fjórar krónur kílóið og hefur það aldrei verið lægra frá því fyrir 15 árum. Á sykurmarkaðinum í London er nú hægt að fá tonn af hrásykri fyrir aðeins 84 dollara sem er rétt um 3500 ísl.kr. eða um þrjár og hálf króna kílóið. Strásykur er nokkru dýrari eða Minnkandi atvinnu- leysi í Hollandi Hag-Reuter ■ Atvinnuleysingjum í Hol- landi hefur fækkað lítillega að undanförnu samkvæmt tölum sem félagsmálaráðuneyti Hol- lands birti fyrir skömmu. Atvinnuleysingjar í apríl voru 774.300 eftir að tekið hafði verið tillit til árstíðabundinna breytinga. Atvinnuleysingjum hefur þannig fækkað um rúm- lega fjögur þúsund frá því í mars þegar þeir töldust vera 778.500 og um sjötíu þúsund frá því í mars í fyrra en þá voru atvinnuleysingjar 842.200. 127,50 dollarar tonnið sem er þó ekki nema um 5.200 krónur eða rétt rúmar 5 krónur kílóið. Þetta lága sykurverð kemur sér ákaflega illa fyrir sykur- framleiðsluþjóðir sem byggja afkomu sína á sykurútflutningi. Ekki eru samt taldar miklar líkur á þvi að heimsmarkaðs- verðið lækki mikið á næstunni þar sem miklar birgðir eru til af sykri eða tæplega 40 milljón tonn sem eru 40% af þeim 96 milljón tonnum sem jarðarbúar neyta árlega af sykri. Sem betur fer fyrir sykur- framleiðsluþjóðirnar þurfa þær ekki að selja allan sykur sinn á þessu lága verði þar sem meiri- hluti sykursins er seldur á föstu verði í samræmi við gagnkvæma viðskiptasamninga. Það er að- eins hluti umframframleiðsl- unnar sem fer á sykurmarkað- inn í London þar sem heims- markaðsverðið er reiknað út. Sykurframleiðendur hafa mikið rætt um það að nauðsyn- legt sé að draga úr sykurfram- leiðslunni en enginn hefur viljað minnka eigin framleiðslu þannig að líklega verður áfram of- framboð á sykri nema óhagstætt veður leiði til uppskerubrests. Eitur í ísbjörnum Yellowknife, Ranada-Rcutcr ■ Skordýraeitur hefur fundist í lifrum ísbjarna sem eskimóaveiðimenn drápu á norðurskautssvæðinu, að sögn kanadískra vísinda- manna. Líffræðingurinn Ray Schweinsburg sagði að hér væri um að ræða ýmis hættu- legustu efni sem til eru, efni sem ekki eyðast heldur ber- ast þúsundir mílna og þrengja sér inn í fæðukeðj- una í óspilltu umhverfi eins og norðurskautssvæðinu. Við rannsókn á lifrum 70 ísbjarna kom í ljós talsvert magn þungmálma og skor- dýraeiturs. Vísindamennirn- ir segja að uppsöfnun slíkra efna geti haft í för með sér vandamál við endurnýjun ís- bjarnastofnsins. Um tveir þriðju hlutar hinna 20.000 fsbjarna sem til eru eiga aðsetur í Kanada. Schweinsburg sagðist telja að ef mengun af þessu tagi sé komin á það stig að hún hafi áhrif á ísbirni sé ekki hægt að þvertaka fyrir það að hún muni einnig hafa svipuð áhrif á mannkynið. ■ Réttarhöldunum yfir Arne Treholt er lokið og má hann nú bíða dómsins í hálfan mánuð. Treholt bíður eftirdómnum Osló-Reuter ■ Réttarhöldum í máli Arne Treholt, fyrrverandi starfs- manni norska utanríkisráðu- neytisins, sem ásakaður hefur verið fyrir njósnir fyrir Sovét- menn og íraka lauk í gær. Dómsúrskurðar er samt ekki að vænta fyrr en eftir hálfan mánuð. Saksóknari hefur krafist 20 ára fangelsis yfir Treholt en verjandi krefstsýknunar. í loka- ræðu sinni sagðist Treholt alla tíð hafa metið mikils opin sam- skipti milli fólks án tillits til flokks, þjóðernis eða hvort það byggi fyrir austan eða vestan.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.