NT

Ulloq

NT - 10.05.1985, Qupperneq 23

NT - 10.05.1985, Qupperneq 23
Allir VICON dreifararnir eru búnir sem hér segir: Stillanleg dreifibreidd, frá 6-12 m. (Dreifir fræi). Öflugur hrærari í botni. Hverjum dreifara fylgir reiknistokkurtil nákvæmra útreikninga á áburðarmagni pr. ha. 'Hleðsluhæð er ótrúlega lág, aðeins 90-100 cm. Allir hlutir dreifarans, sem koma í snertingu við áburðinn eru úr ryðfríu efni. Verð: PS 302 300 lítra kr. 19.000,- PS 602 600 lítra kr. 32.650,- PS 802 800 lítra kr. 35.650.- Haflð samband við sölumenn okkar og tryggið ykkur VICON kastdreifara fyrir vorið. SSifiSS G/obus/ LAGMÚLI 5, SlMI 81555 ■ f slensku þátttakendurnir á Nordur- landamóti fatlaðra í sundi í Turku í Finnlandi um síðustu helgi fengu varm- ar viðtökur er þeir komu heim til íslands. Forráðamenn íþróttasam- bands faltaðra tóku á móti þeim á Hótel Loftleiðum. Ólafur Jensson for- maður ÍSF sæmdi þau öll bronsmerki íþróttasambands fatlaðra, og íþróttafé- lagið Ösp gaf þeim blómvendi. Þá kom fulltrúi menntamálaráðuneytisins og færði hópnum blómvönd. Skálað var í kampavíni og appelsínusafa og hópnum bornar hlýjar kveðjur. Hópurinn sést hér á myndinni að ofan, lengst til vinstri er Jónas Óskarsson, heimsmet- hafi í baksundi, en hann var kjörinn íþróttamaður mótsins í Turku og fékk í tilefni þess fagurt gullúr að gjöf. í miðið er ína Valsdóttir, en hún varð Norðurlandameistari og setti Norður- landamet. NT-mynd: Sverrir. til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra rafmagns- og dísillyftara, ennfremur snúninga og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara. Flytjum lyftara, varahluta- og viðgerðaþjónusta. Líttu inn - við gerum þér tilboð Tökum lyftara í umboðssölu LYFTARASALAN HF., Vitastíg 3, símar 26455 og 12452 Föstudagur 10. maí 1985 31 Iþróttir Evrópumeistaramótið í júdó: Báðir féllu úr ■ Reykjavíkurmeistarar Fram í knattspyrnu, eftir 1-0 sigurinn á Val á þriðjudagskvöldið. Á myndinni eru, fremri röð frá vinstri: Jón Sveinsson, Ormarr Örlygsson, Kristinn Jónsson, Sverrir Einarsson fyrirliði, Friðrik Friðriksson, Guðmundur Steinsson, Ómar Torfason og Guðmundur Torfason. Aftari röð frá vinstri: Ásgeir Elíasson þjálfari, Guðmundur Baldursson, Viðar Þorkelsson, Þorsteinn Vilhjálmsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Steinn Guðjónsson, Örn Valdimarsson, Haukur Bragason, Pétur Ormslev og þrír stjórnarmenn, Vilhjálmur Hjörleifsson, Ástþór Óskarsson og Eyjólfur Bergþórsson. Formaður Knattspyrnudeildar Fram, Halldór B. Jónsson, vildi ekki vera með á „meistaramynd fyrr en í september“. NT-mynd: Svcrrir. ■ íslensku júdómennirnir Bjarni Friðriksson og Kolbeinn Gíslason úr Ármanni, féllu báð- ir úr í fyrstu glímum sínum á Evrópumeistaramótinu í júdó í Hamar í Noregi í gær. Bjarni tapaði í fyrstu umferð fyrir Austurríkismanni, sem tapaði næstu glímu sinni, og var úr leik. Kolbeinn var heppnari, eftir að tapa fyrir Ungverja í fyrstu umferð fékk hann upp- reisn, þar eð Ungverjinn komst í 3. umferð. En Kolbeinn tapaði þá fyrir Frakka og var endan- lega úr leik. Bjarni mætti Austurríkis- manninum Reiter í 1. umferð -95 kg flokksins. Reiter skor- aði koka á Bjarna. Kolbeinn tapaði á koka fyrir Ungverjan- um Tolnai í fyrstu umferð +95 kg flokksins. Hann mætti svo Frakkanum Besse, og tapaði aftur á koka. Magnús Hauksson UMFK glímir í dag í 86 kg flokknum. - í fyrstu umferð - Kolbeinn fékk uppreisn en Bjarni ekki Áburðardreifarar Enska knattspyrnan: Everton öruggt með stigamet - hefur jafnað metið og á fjóra leiki eftir ■ Everton tryggði sér enska meistara- titilinn í knattspyrnu á mánudaginn með öruggum sigri á QPR eins og allir vita. í fyrrakvöld fengu þeir bikarinn afhentan á Goodison Park, áður en leikur liðsins gegn West Ham hófst. ■ Boston Celtics, heimsmeistarar í körfuknattleik, eins og Ameríkaninn segir, eru nú alveg við það að komast í úrslit austurdeildarinnar í NBA, bandaríska atvinnumannakörfuboltan- um. Celtics unnu Detroit Pistons í gær með 130 stigum gegn 123 og leiða einvígi liðanna með þremur vinningum gegn tveimur. Celtics þurfa því aðeins að vinna einn leik enn til að komast áfram. Ef svo fer mæta þeir Fíladelfíu ’76-ers í úrslitum austurdeildarinnar. Los Angeles Lakers eru komnir með annan fótinn í úrslit vesturdeildarinnar, þeir hafa þrjá vinninga gegn einum vinningi Portland Trail Blazers. Lakers Eins og sönnum meisturum sæmir burstuðu þeir andstæðingana 3-0. Andy Grey skoraði fyrsta markið á 12. mín- útu og Derek Mountfield bætti öðru við fyrir hlé. Mountfield tryggði svo 28. leikinn í röð án taps með því að skora annað mark 12 mínútum fyrir leikslok. mæta að öllum líkindumMillwaukee Bucks í úrslitum vesturdeildarinnar. Bucks þurfa aðeins að vinna Utah Jazz einu sinni enn til að komast í úrslit. Utah hefur einn vinning. Það er því ljóst að Lakers mætir enn einu sinni í lokaúrslitakeppnina. Spurningin er hvort Fíladelfía vinnur Boston í úrslit- um austurdeildarinnar, það gæti orðið geysilega spennandi keppni því Fíl- adelfía hefur sennilega sterkara lið nú en nokkru sinni. Moses Malone er aldeilis óstöðvandi nú og þeir hafa nýja leikmenn eins og til dæmis Barkley sem er gífurlega öflugur. Aðalspurningin um viðureignir þessara liða er hvort Larry Bird verður í stuði hjá Boston. Þá stöðvar hann enginn. Með þessum sigri komst Everton í 87 stig og hafa þeir því jafnað stigamet nágranna sinna, Liverpool, eftir 3-stiga reglunni. Everton á hinsvegar fjóra leiki eftir í deildinni og liðið er öruggt með að setja nýtt met. West Ham er í bullandi fallhættu þó liðið eigi einum leik meira eftir en Norwich sem hefur jafnmörg stig. Norwich er neðar á stigatöflunni vegna óhagstæðari markatölu. Annar leikur var í fyrrakvöld í 1. deild. Þá sigraði Chelsea Luton með tveimur mörkum gegn engu. „Valsdagur“ ■ Knattspyrnufélagið Valur verð- ur 74 ára um þessar mundir. Laugar- daginn 11. maí verður „Valsdagur- . inn“ haldinn hátíðlegur og verður kaffísala að Hlíðarenda í tilefni af því milli kl. 15 og 17 þann dag. 1 Meistarakeppni KSÍ: ■ Meistarakeppni KSI verður í kvöld á Kópavogsvelli kl. 20:00. Fram, sem varð í öðru sæti í bikar- keppni síðast, og Islandsmeistarar Akraness leika um titilinn „meistar- ar meistaranna“. NBA karfan: Boston vann

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.