NT - 11.05.1985, Side 2

NT - 11.05.1985, Side 2
Laugardagur 1 l.maí 1985 2 Dagskrárstjóri útvarps: Mætti ekki á útvarpsráðsfund - í mótmælaskyni við „yf irgang“ gegn sér og dagskrárdeild ■ „Ég mætti ekki á útvarps- ráðsfundinn í gær í mótmæla- skyni, en ég hafði sent for- manninum afrit af bréfi sem ég hafði ritað útvarpsstjóra, þar sem ég mótmælti málsmeðferð- inni á síðasta fundi og þeim yfirgangi, sem mér og dagskrár- deildinni var sýndur," sagði Gunnar Stefánsson dagskrár- stjóri útvarps í samtali við NT í gær. Tilefnið er auðvitað deilur hans og þeirrar deildar sem hann veitir forstöðu við út- varpsráð. „í bréfinu er fjallað um þrjú atriði, þar sem gengið var gegn vilja dagskrárdeildarinnar varð- andi sumardagskrána, og ég gagnrýni málsmeðferðina á öllu saman. Pessi atriði eru þáttur um málefni kvenna, þar sem útvarpsráð bætti við þriðja um- sjónarmanni án samráðs við okkur og truflaði þannig undir- búningsvinnu deildarinnar. Það var ráðning umsjónarmanns síðdegisútvarps, sem sótti um það starf beint til útvarpsráðs og þar með var undirbúningur dagskrárdeildarinnar að engu ^ gerður, og loks ráðning umsjón- armanns þáttar á laugardags- morgnum þar sem ráðinn var fastur starfsmaður dagskrár- deildar án samráðs við mig í stað annars starfmanns sem fal- ið hafði verið að hafa stjórn hans með hendi, sem er auðvit- að sérstaklega alvarlegt mál.“ Lög um útvarpsráð munu hafa verið til umræðu á útvarps- ráðsfundinum í gær. Ráðstefnu- fulltrúar bentu á að ákvarðanir ráðsins frá fyrri viku hefðu fulla stoð í lögum og létu í ljós þá skoðun, að ef starfsfólk gæti ekki sætt sig við löglegar fíkvarðanir útvarpsráðs, gæti það ekki starfað við stofnunina. „Þetta er auðvitað bara undan- sláttur hjá útvarpsráði," sagði Gunnar Stefánsson. „Málið snýst ekki um lögfræði. Það er klárt að útvarpsráð hefur vald til að gera það sem það gerði. Það er málsmeðferðin og yfir- gangurinn sem málið snýst um, og ef framhald verður á slíku eru sjálfstæð vinnubrögð stofn- unarinnar í stórhættu. Ég veit að útvarpsstjóri hefur ákveðið að efna til fundar með mér, formanni útvarpsráðs og framkvæmdastjóra útvarps. Ég bind miklar vonir við að hann taki skynsamlega á málunum og takist að búa svo um hnúta að svona árekstrar endurtaki sig ekki,“ sagði Gunnar Stefánsson dagskrárstjóri. Ummæli Ólafs Þ. Þórðarsonar: Fréttamenn hjá út varpinu mótmæla ■ „Stjórn Félags fréttamanna mótmælir harðlega þeim að- dróttunum Ólafs Þ. Þórðarson- ar alþingismanns á Alþingi í gær, þegar hann segir að það hvarfli að sér að fréttamenn ríkisútvarpsins þiggi mútur til að draga upp glansmynd af bjórdrykkju, væntanlega í þeim tilgangi að stuðla að framgangi bjórfrumvarpsins sem nú er hart deilt um á Alþingi. Ólafi Þ. Þórðarsyni hefur verið gefinn kostur á að endurtaka þessi ummæli utan Alþingis, þar sem hann þarf að standa við þau. Því hefur hann hafnað. Það er rógur að drótta að Friðar- konur áferð ■ Reykjavík er fyrsti áfangastaður eins af fimm friðarhópum kvenna sem heimsækja allar Evrópu- þjóðir og hitta ráðamenn viðkomandi þjóða til að fá skýr svör frá ríkisstjórnum þessara landa við nokkr- um grundvallarspurning- um um heimsfrið. Friðarhópur þessi er væntanlegur til íslands 12. rnaí og munu konurnar hitta forsætisráðherra og utanríkisráðherra að máli, svo og forseta íslands, en síðan safnast friðarhóp- arnir saman í Stokkhólmi þann 27. maí til að af- henda svörin fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna á Stokkhólms- ráðstefnunni. Það eru Sví- ar sem eiga frumkvæðið að þessari friðarferð en öllum þjóðum sem eru sóttar heim verður boðin þátttaka í ferðinni og verða tvær íslenskar konur, þær Helga Jó- hannsdóttir og Una Bergmann, fulltrúar íslands. Að ári verða aðr- ar þjóðir innan Samein- uðu þjóðanna sóttar heim á sama hátt. fólki misferli í starfi án þess að finna þeim orðum stað, hvort sem þau eru látin falla á Alþingi, eða annars staðar. I því Ijósi verður að skoða orð Ólafs Þ. Þórðarsonar." Þannig hljóðar samþykkt stjórnar Félags fréttamanna við ríkisútvarpið vegna ummæla Ólafs Þ. Þórðarsonar á Alþingi í gær. Ólafur sagði í samtali við NT í gær að hann hefði ekki fengið samþykktina í héiidumar, og því ekki gefist kostur til þess að kynna sér hana. „Ég hef hugsað mér að skoða þessa samþykkt og það má vel vera að ég eigi eftir að leggja út af henni.“ Aðspurður um hvort hann vissi um að alþingismenn hefðu orðið sér úti um bjórumboð, kvaðst Ólafur ræða það mál úr ræðustól á Alþingi. Nokkrir að- ilar hafa tryggt sér umboð fyrir bjór, en þar með væri hann ekki að segja að alþingismenn væru þar á meðal. ■ Skemmtiferðaskipið Svarti prinsinn kom til Reykjavíkur á fímmtudag, á vegum ferðaskrifstofunnar Úrvals. Svarti prinsinn er fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins en alls er von á 30 slíkum í sumar. Skipið er norskt og undir stjórn Thor Fleten. Farþegar eru 336, og starfsfólk 136. Skipið er 142 metrar á lengd og 20 metrar á breidd. Skipið fór frá Reykjavík í gærkvöldi. NT-mynd: Árni Bjarna. Frumvarp til laga á Aiþingi: Hlutafélag til mark- aðsfærslu erlendis - á þekkingu Orkustofnunar á sviði jarðhita ■ Lagt hefur verið fram á Al- þingi frumvarp til laga um breyt- ingu á orkulögum, þar sem iðnaðarráðherra er heimilt að stofna hlutafélag til að markaðs- færa erlendis þá þekkingu sem Orkustofnun ræður yfír á sviði rannsókna, vinnslu og notkunar jarðhita, svo og öðrum sviðum eftir því sem þurfa þykir. Er gert ráð fyrir að ríkissjóð- ur leggi hlutafélaginu til stofnfé allt að jafnvirði 4 milljónir króna árlega árin 1986, 1987 og 1988. Á liðnum árum hafa umsvif Orkustofnunar erlendis aukist nokkuð og þykir eðlilegt að sérstakur lögaðili annist þessa starfsemi, sem er að hluta til frábrugðin annarri hefðbund- inni starfsemi stofnunarinnar, þar sem er um áhætturekstur að ræða. Því þykir eðlilegt að stofna hlutafélag um reksturinn, þannig að ríkið takmarki áhættu sína af honum með framlagn- ingu hlutafjár. Með tilliti til þess að söluvara þessa hlutafé- lags er sérþekking og reynsla sem til er í Orkustofnun er gert ráð fyrir að stjórn stofnunarinn- ar fari jafnframt með stjórn þessa hlutafélags, undir yfirum- sjón ráðherra. Samvinna við aðra aðila um þessi erlendu verkefni verður aðalreglan og er Orkustofnun heimilt að lána þessu nýja hlutafélagi starfsfólk til að vinna einstök verkefni. Gert er ráð fyrir að lög þessi öðlist gildi hinn 1. júlí á þessu ári. 90 ár frá því Hjálpræðis- herinn hóf störf hérlendis ■ Hjálpræðisherinn minnist þess á næstunni að þanri 12. maí eru 90 ár liðin frá því að hann hélt sína fyrstu samkomu hér á landi. Það var í fundarsal Good- templara en í októbermánuði sama ár festi Hjálpræðisherinn kaup á Hótel Reykjavík í Kirkjustræti og Herkastalinn, sem þar stendur nú var reistur árið 1916. Margt góðra gesta kemur í heimsókn í tilefni þessa afmælis og verða haldnar samkomur víða um land, m.a. í Reykjavik og á Akureyri. Stór lúðrasveit kemur frá Musterinu í Osló og leika í henni 30 manns en ofurst- iautinant Enar Madsen og Berg- ljót kona hans verða aðalræðu- menn á hátíðarsamkomunum. Hjálpræðisherinn er í dag með starfsemi í Reykjavík, á ísa- firði, Akureyri og Seltjarnar- nesi, en fer oft á aðra staði til að halda samkomur, m.a. til Siglu- fjarðar þar sem herinn á sam- komusal. Lagafrumvarp um þörungavinnsluna ■ Frumvarp til laga um að heimila ríkisstjórninni að selja eða leigja hlutafé- lagi heimamanna í Aust- ur-Barðastrandasýslu þörungavinnsluna á Reykhólum var lagt fram á Alþingi í gær. Gert er ráð fyrir að sú kvöð verði á eignunum að þær verði nýttar til þör- ungavinnslu og að kaup- endunum verði lánað and- virði eignanna allt að 15 árum og að lánið verði víkjandi, þannig að greið- sluskylda verði háð af- komu hins nýja fyrirtækis, og að leiga, ef um leigu verður að ræða, gangi upp í kaupverð eignanna.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.