NT - 11.05.1985, Page 3
fílí -p Laugardagur 11. maí 1985 3
u w' Fréttir
Hvernig á ÁTVR að koma bjórpöntunum út á landsbyggðina?
Byggðastefna
í bjórmálinu
- Hjörleifur Guttormsson óttast að „bjórkröfur“ valdi
öngþveiti á pósthúsum úti á landi
■ Bjórfrumvarpið kom ekki á dagskrá á aukafundi um bjórinn á næsta deildar-
neðrideildar Alþingis í gær eins og búist hafði verið við, ---
en nokkurt kapp hljóp í umræðuna er Ólafur Þ. Þórðarson Kópavogur:
■ Innan 6 ára munu bílar á þessum stað væntanlega aka undir gólfi 5 þúsund fermetra
verslunarmiðstöðvar sem áætlað er að þá verði búið að byggja yfir gjána samhliða brúnni til vinstri á
myndinni. Fyrsti áfangi hinna miklu miðbæjarframkvæmda er hins vegar tvö hús, Fannborg 4 og 6 sem
koma framan við Félagsheimili Kópavogs sem við sjáum hér u.þ.b. á miðri myndinni, og munu
framkvæmdir á því svæði væntanlega hefjast fljótlega. NT-mynd Ámi
lýsti því yfír úr ræðustól að ætla mætti að fréttamenn
útvarps og sjónvarps þægju mútur, þannig væri þeirra
fréttaflutningur af bjórmáli, og að flutningsmenn frum-
varpsins væru með eiginhagsmunapot en væru ekki að
hugsa um þjóðarhag með frumvarpinu.
Byggja 15.000 fer-
metra í 6 áföngum
- framhald uppbyggingar miðbæjarsvæðisins
Aukafundur var í neðri deild
Alþingis á fimmtudagskvöldið
þar sem bjórinn var enn til
umræðu. Hjörleifur Guttorms-
son gerði grein fyrir afstöðu
sinni til málsins og sagði að
margt mælti með því að stíga
þetta skref, en það væru margir
þættir málsins sem þörfnuðust
frekari skoðunar. Sagðist hann
leyfa sér að líta á þetta mál útfrá
sjónarmiði landsbyggðarinnar
og spurði hvernig landsbyggðar-
fólk ætti að nálgast þessa um-
ræddu vöru, en í tillögum alls-
herjarnefndar er kveðið á um
að ATVR skuli annast dreifingu
og sölu, hvort sem um er að
ræða innilenda framleiðslu eða
innflutta. Kvaðst Hjörleifur
ekki sjá hvernig þetta yrði ger-
legt með núverandi fyrirkomu-
lagi og það myndi heldur betur
þrengjast um ,á pósthúsum
landsins þegar farið yrði að
afgreiða bjór þar. Pá spurði
hann hvað það myndi kosta þá
neytendur aukalega að kaupa
bjór, sem ekki byggju á útsölu-
stöðum ÁTVR, en það væri
yfirlýst stefna að mismuna ekki
fólki gróflega í vöruverði eftir
búsetu. Kvaðst hann óttast að
þetta gæti orðið til þess að ýta
undir fólksflutning til þéttbýlis-
svæðanna.
Þá vék Hjöleifur að áfengis-
málum hérlendis og sagði margt
hafa farið illa í þeim málum og
væru til þess margar ástæður.
Þó hefði margt breyst til batnað-
ar á síðustu árum og þakkaði
hann það starfsemi SÁÁ og
opnari umræðu um þessi mál,
enda væri pukur ekki til bóta.
Sem dæmi um þá skinhelgi sem
hefði verið ríkjandi í áfengis-
málum nefndi hann félagsheim-
ilin, þar sem áfengi væri bannað
í orði, en ómælt vín væri að
finna undir borðum. Kvaðst
hann ekki vilja tefja þetta mál
og það væri rétt að höggva á
hnút en hann áskyldi sér allan
rétt til að íhuga þetta mál og
afstaða hans réðist af því hvern-
ig greitt yrði úr ýmsum óvissu-
þáttum
Þá tók til máls Friðjón Þórð-
arson, sem er annar tveggja
flutningsmanna minnihlutaálits
um að fella bjórfrumvarpið.
Gerði hann grein fyrir þeirri
skoðun sinni að þar sem ríkis-
stjórnin hefði kosið sérstaka
nefnd til að marka stefnu í
áfengismálum, hefði verið eðli-
legt að hún fjallaði um þetta
mál.
Síðasti ræðumaður kvöldsins
var Stefán Valgeirsson sem er
ötull andstæðingur bjórfrum-
varpsins. Gerði hann m.a. að
umtalsefni áfengisauðmagnið,
sem leggði sitt af mörkum til
þess að reyna að koma þessu
máli í gegn á Alþingi, en hann
hafði ekki lokið ræðu sinni,
þegar þingfundi var frestað. Bú-
ist er við fjörugum umræðum
■ Forráðamenn Kópavogs-
kaupstaðar undirrituðu í gær
samning við Húsatækni hf., sem
heimilar hinum síðarnefndu
byggingarrétt á að segja má öllu
miðbæjarsvæði Kópavogs, þ.e.
■ Áfrýjunardómstóll í Was-
hington hefur afturkallað allar
undanþágur frá nýsettum regl-
um um hávaðamengun frá flug-
vélum. Þeirra á meðal er undan-
þága veitt Flugleiðum.
f frétt frá Flugleiðum segir,
að hlutaðeigandi flugfélög hafi
30 daga til að endurnýja um-
sóknir sínar. Að þeim fresti
liðnum hefur bandaríska flug-
málastjórnin ótilgreindan um-
frá Félagsheimilinu og vestur
fyrir Hafnarfjarðarveg og þá
yfir gjána sunnan við Hamra-
borgina. Um er að ræða 11
húsbyggingar, sex við Fann-
borg, frá 6 til 14, og fimm við
þóttunartíma til afgreiðslu
þeirra. Flugfélögin hafa á með-
an heimild til óhindraðs rekstrar
þeirra flugvéla, sem sótt hafði
verið um undanþágu fyrir.
Úrskurður áfrýjunardóm-
stólsins kom í kjölfar ákæru
nokkurra flugfélaga um meint
handahófsleg vinnubrögð við
afgreiðslu undanþáguumsókn-
anna. Það er þó takið fullvíst,
að undanþáguheimild Flugleiða
verði endurnýjuð óbreytt.
Hamraborg, frá 6 til 10A, sam-
tals að gólffleti nær 15 þús.
fermetrar. Gert er ráð fyrir að
framkvæmdirnar verði unnar í 6
áföngum á næstu sjö árum.
samningurinn var samþykktur í
bæjarráði Kópavogs í gærmorg-
un og bæjarstjórn síðdegis í gær.
„Með þessu verður haldið
áfram þeirri uppbyggingu mið-
bæjarsvæðisins sem hafin var á
sínum tíma, en er búin að liggja
niðri óþægilega lengi. Þetta
svæði hefur verið sem flakandi
sár,“ sagði Ragnar Snorri
Magnússon, form. bæjarráðs
Kópavogs í gær. „Við trúum því
að við séum með þessu að gera
góða hluti sem verði bæjarfélag-
inu til góðs. Þarna er um að
ræða miðbæjarkjarna þar sem
við viljum hafa sem blómlegasta
starfsemi og iðandi mannlíf.“
Gert er ráð fyrir að mikið af
þessum byggingum hýsi verslun-
ar og skrifstofuhúsnæði, m.a.
verslunarmiðstöð yfir gjánni, en
einnig hótel og veitingastaði,
félags og þjónusthúsnæði ásamt
opinberum byggingum fyrir
kaupstaðinn. Jafnframt er áætl-
að að með húsunum verði byggð
á fimmta hundrað bílastæði,
þar af rúmlega hundrað undir
þaki. Töluverötir hluti fram-
kvæmdanna felst svo í torgum,
stígum og tröppum. Nefndar
hafa verið 900 milljónir króna í
heildarframkvæindakostnað,
miðað við núverandi verðlag.
Fyrsti byggingarreiturinn,
sem framkvæmdir munu vænt-
anlega hefjast við á næstunni, et
framan við Félagsheimili Kópa-
vogs. Þar verða byggð tvö 2 til
3 hæða hús, samtals rúmlega
8.000 rúmmetrar að stærð.
Húsatækni h.f. byggir fyrir
eigin reikning þau mannvirki
sem rísa á svæðinu. Þær fram-
kvæmdir sem gerðar eru fyrir
bæjarfélagið, svo sem plön og
bílastæði, er gert ráð fyrir að
bærinn greiði með gatnagerðar-
gjöldum af byggingunum og að
þau muni nægja fyrir þeim
kostnaði. Verslunar-,hótel-og
skrifstofuhúsnæði má Húsa-
tækni ekki selja skemur á veg
komið en fokhelt. Tefjist fram-
kvæmdir óeðlilega að dómi
bæjarráðs er heimild til riftunar
í samningnum.
Flugvélahávaði í USA:
Allar undanþág-
ur afturkallaðar
Fínar ferðir í þrjár vikur á eina vinsælustu strönd Spánar:
Hvítul ströndina.
Benidorm býður upp á fjölbreytta afþreyingu af öllu tagi:
Næturklúbba, diskotek, alþjóðlega veitingastaði, kaffihus,
skemmtigarða, tívolí, aolfvelli, sjóskíði, dýragarð ... miðalda-
veislu. Btthvað fyrir afía.
Beint leiguflug og góð gisting á hótelum (með eða án fæðis)
eða i ibuðagistingu. Isienskir fararstjórar.
Verðdæmi: fbúðagisting frá kr. 23.910.- pr. m.
Hjón i íbúð með tvö börn frá kr. 17.932.-pr. m.
Brottfarardagar: 29/5, 19/6, 10/7, 31/7, 21/8, 11/9, og 2/10
FERÐAMIÐSTODIN
AÐALSTRÆTI9
SÍMI28133