NT - 11.05.1985, Síða 4
Laugardagur 11. maí 1985 4
Bær barnanna fullorðinn!
■ Kópavogur er annar stærsti
bær á íslandi, aðeins höfuðborg-
in Reykjavík, sem er næsti ná-
granni,er stærri.
Eftir því sem best verður
vitað eru mannaferðir um Kópa-
vog jafn gamlar landnámssög-
unni. Landnáma segir frá því er
Ingólfur Arnarson sendi þræla
sína þá Vífil og Karla „vestur
með sjó“ í leit að öndvegissúl-
unum. Auðvelt er að gera sér í
hugarlund hvert leið þeirra fé-
laga hefur legið, framan af Arn-
arnesi, inn með Kópavogi, yfir
Kópavogslæk, fram Kársnes og
inn í Fossvog.
Fátt segir af Kópavogi á fyrstu
öldum íslandssögunnar. Þó er
ljóst að í bæjarlandinu hefur
þegar á söguöld verið einn af
þingstöðum landsins. Síðar varð
þar þingstaður þess svæðis sem
nú er almennt nefnt höfuðborg-
arsvæðið, miðsvæðis milli
Reykjavíkur og Bessastaða.
Þegar íslendingar glötuðu
sjálfstæði sínu 1262 gengu þeir
fyrst í konungssamband við
Noreg en komust síðan með
Noregi undir Danakonung.
Árið 1662 sóru þeir honum eiða
sem einvaldskonungi og gerðist
það á Kópavogsþingi. Kópa-
vogsþing galt nábýlis við kon-
ungsvaldið á Álftanesi, sem að
öllum líkindum hefur ekki geta
beitt sér eins á Alþingi því árið
1574 bauð Friðrik II að Alþingi
skyldi flutt frá Þingvöllum til
Kópavogs. Þeirri beiðni var
aldrei sinnt.
Seltjarnarneshreppur hinn
forni spannaði yfir Seltjarnar-
nes, núverandi Kópavogsland
og eyjarnar norðan Reykjavík-
ur.
Er Reykjavík óx fiskur um
hrygg og varð sérstakt bæjarfé-
lag rofnuðu hin landfræðilegu
tengsl Seltjarnarness og Kópa-
vogs. Þrátt fyrir þetta hélst sam-
band þessara tveggja hrepps-
hluta, hreppsnefndin sat á Sel-
tjarnarnesi, en bændur í Kópa-
vogi, Fífuhvammi, Digranesi,
Vatnsenda, Gunnarshólma og
Lækjarbotnum guldu útsvar á
Seltjarnarnesi sem fyrr. Það var
ekki fyrr en árið 1946 að Kópa-
vogsbúar urðu í meirihluta í
hreppsnefnd og þá taka miklar
breytingar að gerast. Meirihlut-
inn barðist fyrir sjálfstæði og
skipulagri uppbyggingu Kópa-
vogs og árið 1948 varð Kópa-
vogur sjálfstæður hreppur, en
kaupstaður árið 1955. Þá voru
íbúar tæplega 3800 en eru nú
14.600.
En hver er ástæða þessarar
hröðu uppbyggingar Kópavogs?
Við lögðum þessa spurningu
fyrir Kristján Guðmundsson,
bæjarstjóra. „Það er fyrst í síð-
ari heimsstyrjöldinni að byggð
fer að þéttast í Kópavogi. Þá
flykktist fólk á höfuðborgar-
svæðið í leit að vinnu. Húsnæð-
isleysi var mikið í Reykjavík á
þessum árum og margir renndu
hýru auga til hins óbyggða lands
í Kópavogi. Eins var mikið
úthlutað af erfðafestum til bú-
drýginda. Það voru stórhuga
menn sem ýttu hér úr vör og það
er margt sem sýnir það. Hér
varð snemma mikil félagsleg
uppbygging, stórt byggingar-
samvinnufélag kom til sögunn-
ar, átak var gert í heilsugæslu-
málum og rekstur strætisvagna
hófst hér strax á öðru ári kaup-
staðarins.
Kópavogur hefur átt dug-
mikla og farsæla forystumenn
og fólkið lærði fljótlega að vinna
saman, það bast böndum og
stofnaði samtök sem efldust og
styrktu hreppinn og síðan kaup-
staðinn.
Samkenndin hefur sýnilega
ekki minnkað hér í kaupstaðn-
um og gleggsta dæmið er að 9
félög hér í bænum tóku sig
saman og byggðu hér hjúkrun-
arheimili með stuðningi bæjar-
sjóðs.
Lengi vel var Kópavogur
nefndur „Bær barnanna", en
aldursdreifingin hefur aukist og
nú eru 800 ellilífeyrisþegar í
Kópavogi. Fólkið sem er að
byggja núna á rætur sínar hér í
bænum og er það fyrsta kynslóð-
in sem er borin hér og barnfædd.
Það er athyglisvert að mitt í
örri uppbyggingunni hugsuðu
menn líka til menningarmál-
anna og þegar kaupstaðurinn
varð 10 ára þá var stofnaður hér
Menningar- og listasjóður sem
að0,5% af útsvarstekjum runnu
til.
Því er ekki að neita að ýmis-
legt hér í Kópavogi ber þess
merki að bærinn byggðist svona
hratt upp. Má þar sérstaklega
nefna gatnakerfið en uppbygg-
ing nýrra hverfa breytir mynd-
inni og bætir hana.
Við höfum nægilegt landrými
hér í Kópavogi og lítum fram-
tíðina björtum augum. Hérþró-
ast öflugt mannlíf og margvísleg
þjónusta og nú eru um 600
iðnfyrirtæki í bænum.
Við gerum ráð fyrir í aðal-
skipulaginu að innan ramma
Kópavogs komi til með að búa
40.000 manns á 1400 hekturum
lands. Við ætlum að fylgja þess-
ari þróun bæjarins eftir og eiga
okkur langa framtíð," sagði
Kristján Guðmundsson bæjar-
stjóri í Kópavogi.
■ Kópavogur í dag er vaxandi miðstöð þjónustu og verslunar; há verslunar-og íbúðarhús rísa beggja vegna „peningagjárínnar“.
NT-mynd: Ámi Bjarna. Á innfelldu Illvndinni er Kristján Guðmundsson bæjarstjóri. NT-mynd: Sverrir
■ Landsliðskeppni Bridge-
sambandsins fyrir Evrópumótið
í sumar, hófst í gærkvöldi í
Drangey, Síðumúla 35, og er
keppt bæði í opnum og kvenna-
flokki. Tíu pör taka þátt í opna
flokknum og 16 pör í kvenna-
flokknum en í þessum fyrsta
áfanga er spilaður tvímenningur
með butlersniði þar sem tvö
efstu pörin fá rétt til að velja
með sér par og spila einvígis leik
um landsliðssætin. Þriðja lands-
liðsparið verður síðan valið.
Evrópumótið verður haldið í
smábænum Salsomaggiore á ít-
alíu og hefst það í lok júní. Þar
verður keppt í opnum flokki og
kvennaflokki og tvö efstu sætin
í opna flokknum gefa rétt til
farar þá Heimsmeistaramótið
sem haldið verður í haust. Nú-
verandi Evrópumeistarar eru
Frakkar í báðum flokkum.
Yngri spilararnir fara hins-
vegar á Norðurlandamót í sum-
ar og ef að líkum lætur er
landslið orðið ljóst. Þar var
einnig haldin forkeppni þar sem
Anton Gunnarsson og Guð-
mundur Auðunsson, og Ragnar
Magnússon og Valgarð Blöndal,
urðu í fyrsta og öðru sæti og
fengu því rétt til að velja með
sér par. Þessi pör ákváðu að
fara saman sem sveit og útlit er
fyrir að sú sveit verði sjálfvalin.
Landsliðskeppnin hafin
Þessir spilarar hafa aldrei keppt
áður fyrir íslands hönd á erlend-
um mótum.
Bridgefélag Breiðholts
Firmakeppni félagsins hófst
síðastliðinn þriðjudag og er
spilaður einmenningur. Spilað
er í tveimur 16 manna riðlum.
Röð efstu firma er nú þessi:
Hreyfill -
Jóhann Stefánsson 114
Hólagarður -
Guðjón Jónsson 108
Hópferðamiðstöðin -
Áxel Lárusson 104
Fatahreinsunin Grímsbæ -
Karl Gunnarsson 104
Hreiðrið, Smiðjuvegi -
Garðar Hilmarsson 104
Næsta þriðjudag lýkur firma-
keppninni. Spilað er í Gerðu-
bergi kl. 19.30 stundvíslega.
Bridgefélag Akraness
Lokaumferð sveitakeppni
Bridgefélags Akraness fór
fram fimmtudaginn 2. maí s.l.
Mikil spenna ríkti um úrslit
þar sem tvær sveitir höfðu
möguleika á að hreppa titilinn
„Akranesmeistarar 1985“.
Úrslit urðu þau að sveit
Alfreðs Viktorssonar sigraði
örugglega og hlaut samtals 239
stig. Auk Alfreðs spiluðu í
sveitinni þeir Karl Alfreðsson,
Guðjón Guðmundsson, Ólaf-
ur G. Ólafsson og Þórður
Björgvinsson.
Önnur úrslit urðu þessi:
Sveit:
Jóns Alfreðssonar 223
Guðmundar Bjarnasonar 188
Karls Ó Alfreðssonar 183
Ólafs Guðjónssonar 174
Starfsári B. A. er nú lokið og
hefur mikill áhugi ríkt meðal
félaga og margir ungir spilarar
bæst í hópinn. Líklegt er að
meðal næstu verkefna stjórnar
verði að finna stærra húsnæði
fyrir starfsemina þar sem
„Röstin“ rúmar ekki lengur
starfsemina. Það mun þó
mörgum þykja slæmt að yfir-
gefa þetta hús, en þessi starf-
semi hefur verið þarna á sama
stað í áratugi og höfum við
ávalt mætt lipurð og sanngirni
í samningum við ráðamenn
hússins.
Bridgefélag Akureyrar
S.l. þriðjudag 7. maf lauk
hjá félaginu Minningarmótinu
um Halldór Helgason. Keppt
var um verðlaunaskjöl og bik-
ara sem Landsbankinn gaf til
þessa móts, en Halldór starfaði
þar lengstan hluta ævi sinnar.
Spiluð var Board-a-match
sveitakeppni með þátttöku 22
sveita. Úrslit urðu þau að sveit
Páls Pálssonar sigraði, eftir að
hafa verið í 1.-2. sæti allt
mótið. Ásamt honum voru f
sveitinni: Frímann Frímanns-
son, Páll Jónsson, Þórarinn B.
Jónsson, Grettir Frímannsson
og Hörður Blöndal.
Röð efstu sveita:
Páll Pálsson 389
Eiríkur Helgason 368
Anton Haraldsson 365
örn Einarsson 362
Jón Stefánsson 352
Gunnlaugur Guðmundss 351
Á þriðjudaginn kemur 14.
maí verður bæjarhlutakeppni
á Akureyri. Innbær/Brekkur
spila gegn Eyrinni/Glerár-
hverfi. Öllum er heimil þátt-
taka, en spilað verður í Félags-
borgoghefst keppnikl. 19.30.
Föstudaginn 17. maí mun
Tafl- og bridgeklúbburinn úr
Reykjavík, koma í heimsókn.
Spiluð verður sveitakeppni á
6-7 borðum á föstudaginn, en
á laugardaginn 18. maí, verður
opin tvímenningskeppni, sem
hefst kl. 13. Spilað verður í
Félagsborg. Keppnisstjóri er
Albert Sigurðsson.
Bikarkeppni Bridgesam-
bands íslands 1985:
Hin árlega Bikarkeppni
Bridgesambands íslands, sem
spiluð er yfir sumarmánuðina,
hefst í næsta mánuði, júní.
Frestur til að tilkynna þátt-
töku í þá keppni, til Ólafs
Lárussonar hjá BSÍ, rennur út
föstudaginn 31. maí n.k.
Allt spilafólk á fslandi er
hvatt til að taka þátt í þessari
skemmtilegu keppni, þar sem
sveitir frá öllum landshlutum
taka þátt í. Þátttökugjald pr.
sveit, er aðeins kr. 3.000,- en
þátttökugjaldið rennur að
mestum hluta beint í ferða-
styrk þeirra sveita sem lengst
þurfa að fara vegna spila-
mennsku.
Nv.bikarmeistarar er sveit
Úrvals í Reykjavík. Spilað er
um gullstig í keppninni.
Frá Bridgedeild
Skagfirðinga
30 pör mættu til leiks sl.
þriðjudag í Vorbridge Skag-
firðinga, sem eru eins kvölds
tvímenningskeppnir. Spilað
var í tveimur riðlum og urðu
úrslit þessi:
A) stig
Friðrik Indriðason -
Örn Þórisson 268
Guðmundur Sv. Hermannsson
Guðjón Sigurðsson -
Sævin Bjarnason 257
Hreinn Stefánsson -
Lárus Jónsson 243
Haraldur Arnljótsson -
Sveinn Þorvaldsson 237
B) stig
Guðmundur Thorsteinsson -
Sigurður Ámundason 210
Anton Sigurðsson -
Jean Jensen 184
Hulda Hjálmarsdóttir -
Þórarinn Andrewsson 179
Hildur Helgadóttir -
Karólína Sveinsdóttir 178
Meðalskor 210 í A og 156 í
B-riðlum.
Spilað verður að venju nk
þriðjudag í Drangey v/Síðu-
múla og hefst spilamennska kl.
19.30.
Bridgefélag
Hafnarfjarðar
Starfsári B.H. lauk með 3
kvölda vortvímenningi sem í
tóku þátt 15 pör. Úrslit urðu
eftirfarandi:
Ásgeir Ásbjörnsson -
Hrólfur Hjartason 652
Dröfn Guðmundsdóttir -
Erla Sigurjónsdóttir 625
Hulda Hjálmtýsdóttir -
Þórarinn Andrewsson 623
Þá eru úrslit í firmakeppn-
inni orðin ljós. Um 40 firmu
voru með að þessu sinni og vill
B.H. nota tækifærið og þakka
þeim öllum þátttökuna. Staða
efstu firmanna varð þessi:
Blómabúðin Burkni 118
Börkur h.f. 106
Hafnarfjarðarbíó 105
ísal 104
Hafnarsjóður 103
yélsm. Péturs Auðunss. 103
Útvegsbanki íslands 102
Rafveita Hafnarfjarðar 101
Eimsalt h.f 101
Vélaverkst J. Hinrikss. hf 101
Aðalfundur B.H. verður
haldinn föstudaginn 17. maí í
félagsheimili Hjálparsveita
skáta við Hraunvang. Fundur-
inn byrjar kl. 17.30, en á
dagskrá eru venjuleg aðalfund-
arstörf svo og verðlaunaaf-
hending. Er hér með sérstak-
lega skorað á þá sem til verð-
launa unnu að mæta og taka
við verðlaunum sínum á sóma-
samlegan hátt. Verðlaunarétt
gáfu þrjú efstu sæti í öllum
keppnum sem voru lengri en
eitt kvöld.
Hreyfilsmenn tii Noregs
Spilarar frá Bridgefélagi
Hreyfils halda á morgun til
Bergen í Noregi þar sem þeir
ætla að etja kappi við heima-
menn í Sporvejens Bridge-
klub, en hann skipa leigubíla-
og sporvagnastjórar. Þetta er í
annað sinn sem Hreyfilsmenn
fara til Noregs í þessum erind-
um og einu sinni hafa Norð-
menn komið hingað.
Tíu pör fara héðan til Berg-
en og þar spila þau barometer-
tvímenning ásamt 12norskum.
Undanfarið hafa Norðmenn
alltaf átt efsta parið, enda eiga
þeir eitt mjög gott par, að sögn
Birgis Sigurðssonar formanns
B. Hreyfils. Hinsvegar eru ís-
lensku pörin jafnari að styrk-
leika en þau norsku þegar á
heildina er litið.
Mótinu lýkur á miðvikudag.
Breidgedeild
Breiðfirðinga
Starfsári félagsins lauk sl.
fimmtudag með einmennings-
keppni sem 32 spilarar tóku
þátt í. Einmenningsmeistarifé-
lagsins varð Magnús Halldórs-
son, en hann hlaut 121 stig.
Annar varð Sigvaldi Þorsteins-
son með 112 stig og þriðji
Birgir Sigurðsson með 110 stig.
Spilarar deildarinnar taka
sér nú sumarfrí en hefja keppni
aftur um miðjan september ef
að líkum lætur.