NT

Ulloq

NT - 11.05.1985, Qupperneq 5

NT - 11.05.1985, Qupperneq 5
■ Aðstandendur „Ærsladraugsins“ eru í efri röð frá vinstri Sólveig, Ævar, Jón, Þórhallur og Arnhildur leikstjóri. í neðri röð eru Sigga, Margrét, Sigurborg, Margrét önnur og Guðný. NT-mynd: Sven-ir. Viljum skemmtistað í Kópavog „ Vagga börnum og blómum, borgin hjá vogunum tveimur, risin einn árdag úr eyði - heill undrunar heimur;“ ■ Svona kvað Þorsteinn Valdimarsson um Kópavog á 10 ára afmæli kaupstaðarins. Það má segja að Kópavogur var öðru fremur bær barnanna á þessum árum og einu sinni gerð- ist það að fleiri börn hófu hér skólagöngu í sjö ára bekk held- ur en í Reykjavík. Tímarnir breytast og börnin eldast og nú er aldursdreifing í Kópavogi orðin jafnari. Félags- starf aldraðra í Kópavogi er öflugt og bæjarstjórn hefur ný- lega ákveðið að stórauka fram- kvæmdir í íbúðarbyggingum fyrir aldraða á næstu árum. En hvar standa unglingarnir í Kópavogi í dag? Una þeir glaðir við sitt eða þurfa þeir að sækja flest til Reykjavíkur? Við ákváðum að kanna málið og hittum fyrir nokkra hressa krakka sem voru að æfa leikritið „Ærsladraugurinn'1 í Hjáleig- unni. Krakkarnir voru sammála um að það væri gott að búa í Kópavogi, þar væri stutt í allar áttir og margt að gera fyrir unglinga. „Hér er góð íþrótta- aðstaða og ágætt félagslíf í skólunum, en við þurfum að fara til Reykjavíkur til að kaupa föt og svoleiðis. Við sækjum helst félagsmið- stöðina Agnarögn og svo skipti- stöðina, sem er mjög vinsæl hjá okkur krökkunum, en eflaust ekki jafn vinsæl hjá pabba og mömmu. Við viljum endilega fá ein- hvern skemmtistað fyrir ungl- inga hér í Kópavogi, en vinsæl- asti staðurinn núna er Traffic í Reykjavík. En Kópavogur er toppurinn í dag,“ sögðu krakkarnir í kveðjuskyni og héldu áfram að æfa leikritið. „Maður varð að nýta sér rigningar vatnið“ - sagði Guðjón Jónatansson frumbyggi Kópavogs ■ Guðjón Jónatansson er 74 ára og hefur búið í Kópavogi í 40 ár. Hann má því með sanni kallast frumbyggi í Kópavogi og hefur frá ýmsu að segja frá fyrstu árum sínum í Kársnesinu. „Ég fluttist hingað frá Vest- mannaeyjum árið 1945 með konu og þrjú börn. Þá voru ekkert nema sumarbústaðir hér í Kópavogi og margt frumstæð- ara en nú er. Rafmagnið kom hingað árið sem ég flutti, en ekkert var vatnið og ekkert frárennsli. Ég vann þá í Reykjavík sem járn- smiður og tók með með mjólk- urbrúsa til að sækja vatn til heimilisins. Svo reyndi maður að nýta sér rigningarvatnið. Ég var nú svo lánsamur að hafa yfirleitt bíl til umráða en þegar það brást varð ég að rölta niður á Hafnarfjarðaveg og taka strætó. Hann kom stundum og stundum ekki og oft var hann svo troðfullur að hann stoppaði alls ekki fyrir okkur. Þá varð maður að fara á puttanum til vinnu og það er nú eins og það er. Konan fór stundum með mér í bæinn á morgnana til að þvo þvotta og beið svo eftir að ég færi heim á kvöldin. Já, þetta voru svo sannarlega ævintýraleg og skemmtileg ár og ég vildi ekki hafa misst af þeim. Þarna þurfti fólk að bjarga sér sjálft, ólíkt því sem tíðkast í dag þegar menn eru alltaf að heimta eitthvað af öðrum. Mér líður fjarska vel hérna í Kópavogi og það er mikið gert fyrir okkur gamla fólkið hér. Börnin mín segja stundum í gamni að ég sé alltaf upptekinn og það er ég svo sannarlega,“ sagði Guðjón Jónatansson. Laugardagur 11. maí 1985 5 Kópavogur milli ára ■ Margt hefur breyst á þeim 30 árum sem liðu milli þess að myndirnar voru teknar. ■ Guðjón Jónatansson hefur búið í Kópavogi í 40 ár. Hann er hér að læra bókband hjá Kristínu Guðmundsdóttur, en bókbandskennsla er einn hluti af fjölbreyttu félagsstafi aldraðra í Kópavogi. NT-mynd: Sverrír. Húsnæóisstofnun Tæknideild Laugavegi 17. R. Simi 28500. ÚtboÖ Vopnafjörður Stjórn verkamannabústaða, Vopnafjarðarhrepps, óskar eftir tilboðum í byggingu einnar hæða parhúss, 195 m2 og 673m3. Húsið verður byggt við ónefnda götu við Vallhoit, Vopnafirði, og skal skila fullfrágengnu 31. okt. 1986. Afhending útboðsgagna er á sveitarstjórnarskrifstofu Vopnafjarðarhrepps og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins frá þriðjudeginum 14. maí nk., gegn kr. 10.000.- skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sömu staði, eigi síðar en þriðjudaginn 4. júní nk. kl. 13:30 og verða þau opnuð af viðstöddum bjóðendum. fh. Stjórnar verkamannabústaóa, tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins ríkisins

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.