NT - 11.05.1985, Side 9

NT - 11.05.1985, Side 9
IU' Laugardagur 11. maí 1985 9 Uppeldi og nám í breyttu þjóðfélagi Hvernig skóla viljum við? Stella Guðmundsdóttir skólastjóri skrifar: ■ Ég lít fyrst og fremst á mig sem fulltrúa grunnskólans og það sem ég hef hér fram að færa mótast af eigin reynslu sem kennari á öllum stigum grunnskóla í rúm tuttugu ár, kennslu í Kennaraháskóla,kennslu á kennara- námskeiðum í 14 ár og svo skólastjórn í rúm þrjú ár. Lítum fyrst á grunnskólalögin, þar segir í 2. gr. 2. gr. Hlutverk grunnskólans er, í sam- vinnu við heimilin, að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi, sem er í sífelldri þróun....og síðan... Grunnskólinn skal leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins. Grunnskólinn skal veita nemend- um tækifæri til að afla sér þekkingar og leikni og temja sér vinnubrögð, sem stuðli að stöðugri viðleitni til menntunar og þroska. Skólastarfið skal því leggja grundvöll að sjálf- stæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra. Áður en við ræðum nánar um grskl. langar mig að sýna ykkur teikningu af stjórnkerfi skólanna eins og það birt- ist nemendum. Pessa teikningu sá ég á sýningu í gagnfræðaskóla. - Þetta var upplifun nemenda af skólanum. - Sjálfsagt nokkuð ýkt en öllu gamni fylgir nokkur alvara. Hvernig getum við nálgast þau dýru orð sem í grunnskólalögunum standa og breytt þessari mynd nemenda? Er yfir höfuð vilji fyrir því? Við hljótum að verða að staldra við og spyrja okkur, voru grunnskólalög- in, sem nú eru 10 ára, bara mark- leysa? Hvaða kröfur gerum við til grunnskólans? Hvert á að vera hlut- verk hans? Hvernig skóla viljum við? Viljum við að skólinn sinni eingöngu upplýsinga og ítroðsluhlutverki sínu, þar sem gjarnan er gengið út frá því að það sama henti öllum nemendum - kennslan miðuð við einhvern ímyndaðan meðalnemanda og nemendur sitji oftast óvirkir og taki við án þess að láta nokkra skoðun í ljós. Nemendum má sem sé líkja við tómar tunnur sem fylla má og troða í. Það sló mig mjög þegar ég ræddi við nemendur eftir verkfallið í okt.,en ég kenni nú 8 ára nemendum, hversu mörg höfðu eytt geysilegum tíma fyrir framan video. Sára fá höfðu spilað, málað og teiknað eða annað í þeim dúr með fjölskyldum sínum. Örfá höfðu lært nýja leiki. Hefur einstaklingurinn þá nokkra þörf fyrir að vera virkur? Á ráðstefnu um stöðu atvinnuveg- anna sem Líf og land gekkst nýlega fyrir kom fram hjá frummælendum fyrir breyttum viðhorfum innan hefð- bundinna atvinnugreina og nýrra at- vinnugreina, mjög sterk krafa til skólanna um að mennta einstaklinga, Stjórnkerfi skólanna (jafnframt því sem færni í undir- stöðugr. sé nauðsynleg,) til sjálf- stæðrar hugsunar. sveigjanleika - fruml. hugsunar - tjáskipta. Við höfuð séð þróunina í nágranna- ríkjum okkar og séð hversu erfið baráttan þar er við atvinnuleysið. Sérfræðingar okkar spá að um alda- mótin þurfum við um 50 þús. ný störf vegna breyttra atvinnuhátta. Jafn- framt þessu er mjög líklegt að starfs- tími styttist og tími til tómstunda aukist. Það er því líklegt að þjóðfélagið verði í sífelldri endurmótun á næstu áratugum, endurmótun sem gerir kröfur um hæfni einstaklingsins til þess að aðlagast breyttum þjóðfélags- háttum. Það má heldur ekki gleyma, að þegar eru gerðar mjög fjölþættar kröfur til skólans, 75%-80% ísl. húsmæðra vinna utan heimilis ýmist V4 eða heilan vinnudag. Álag er mikið á mörgum heimilum og oft naumur tími til að sinna börnunum. Uppeldis- hlutverkið færist því oft að nokkru yfir á skólana. En hvernig á skólinn að mæta þessum kröfum og þörfum? í mínum huga á skóli að vera heilstæður. Nemendur eiga að geta lokið grunnskólanámi sínu á sama stað. Hin aukna spenna og oft öryggisleysi á heimilum kallar á aukið öryggi í skólanum. Skóladagur þarf að vera samfelldur og á einhvern hátt þarf að gera ráð fyrir að snæða í skólanum, þegar ofar dregur í skóla- kerfinu. Skóli þyrfti að sjálfsögðu að vera einsetinn og allir nemendur að byrja á sama tíma, það hefur oft furðað mig hversu rólegir foreldrar hafa verið í þessum efnum og að foreldrasamtök skuli ekki hafa þrýst meira á yfirvöld en raun ber vitni. í skólum í Kópavogi hefur verið komið til móts við þarfir útivinnandi foreldra með því að bjóða upp á gæslu 6 ára og jafnvel 7 og 8 ára svo skóladagur samsvari % vinnudegi for- eldra. Þau atriði sem hér hafa verið talin upp gilda um hinn ytri ramma skólans. Lítum þá á innra starfið. Hvernig á skólinn að geta starfað í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðlað að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins, og leggja grundvöll að sjálf- stæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs. Til þess að skólanum eigi að takast þetta að einhverju leyti gegnir kenn- arinn lykilhlutverki. Gífurlegar kröf- ur hvíla á starfi kennarans. Hann verður að vera fær um og tilbúinn að skipuleggja starf sitt svo að hver nemandi fái verkefni við sitt hæfi. Hann verður að geta veitt nemendum hlýju, sér í lagi þeim sem hafa farið á mis við ástríki heima. Við vitum af erlendum rannsóknum t.d. frá Glass- & 1 Fjármálaráðherra Menntamálaráðherra Ráðuneytisstjóri Deildarstjórar —t) Aðrir starfsmenn , l^H ráðun. Fræðslustjórar ±X±X±lJ (fræðslun.) vT'Efj Skólanefndir (skólaf.) T^l^l Skólastjóri (yfirk.) er að segja má að allir sem síðar á lífsleiðinni lenda út á afbrotabraut hafa á einhvern hátt ekki getað aðlag- að sig að starfsháttum skólans, eða miklu frekar skólanum hefur ekki tekist og ekki gefist tækifæri til að haga sínum störfum í samræmi við þarfir og þroska þessara nemenda. Sjaldan virðist hugsað út í það hversu gífurlegur ávinningur hver og einn ánægður nemandi er fyrir þjóðfélagið og að skólinn er oft síðasti hlekkurinn sem getur bjargað barninu. En skólakerfi sem jafnframt því að gera skýrar afdráttarlausar kröfur til nemenda gefur þeim möguleika á að skipuleggja starf sitt.velja að ein- hverju leyti eftir áhuga, gefur tækifæri til að efla frumkvæði sitt og sjálfstæði og leita sér þekkingar að eigin frum- kvæði, þjálfar fjölbreytt vinnubrögð bæði á verklegu og huglægu sviði - þetta skólakerfi gerir kröfur um mjög góða samvinnu kennara. Kennarar verða að geta skipt með sér verkum, annars verða kröfurnar óyfirstígan- legar - sérstaklega hér á landi þar sem kennslugögn eru mjög takmörkuð. Kennarinn verður fyrst og fremst verk- stjóri sem sér til þess að allir nemend- ur séu virkir. Auðvitað er einstefnu- miðlunin notuð þegar hún á við. Á þennan hátt getur skólinn orðið fyrir „öll“ börn (innan gæsalappa). Ef bekkir, sem vinna saman, eru staðsettir í samliggjandi stofum gefa þeir jafnframt kennaranum tækifæri til að skipta bekkjum í misstóra hópa. Annar kennarinn (ef um tvo er að ræða) getur þá fengið tækifæri til að taka lítinn hóp og þjálfa hann sér meðan hinn tekur stærri hóp í sjálf- stæðu verkefni. Stuðningskennari á og auðvelt með að koma inn í. Ef ekki á að drepa niður allt starf í skólum landsins, af því tagi sem hér hefur verið nefnt, er brýn nauðsyn að endurmat á starfi kennarans fari fram hið fyrsta og þá endurmat á því starfi sem við teljum nauðsynlegt og æski- legt í nútíma þjóðfélagi. Það er og ljóst að mikill fjöldi nemenda í bekk gerjr kennara mjög erfitt fyrir að sinna hverjum og ein- um. Nauðsynlegt er því að stefna að því að lækka meðaltal nemenda í bekkj- um og einnig má hugsa sér skiptitíma líkt og er í verklegum greinum. Fátt er og jafn hvimleitt og þessi sífellda skipting skóladagsins í tíma- einingar. í stað þess að reyna að láta nemendur vinna meira að samþættum verkefnum sem reynt er að einhverju leyti að tengja reynsluheimi þeirra. Starfi þar sem bókasöfnin eru gerð að miðstöð skólans, „lífæð" skólans. En fastheldnin á efri stigum grunn- skólans á gamlar hefðir hefur verið með ólíkindum. Nemendur hafa oft þurft að sætta sig við að allur skóla- dagurinn væri bútaður niður í smáein- ingar sem á engan hátt hafa tengst saman. Samvinna kennara er oft í molum í stað þess að mynda kennara- teymi um hvern árgang, þ.e. kennara- hóp sem vinnur saman. Af eigin reynslu get ég fullyrt að líðan allra verður mikið betri. Sjálf bar ég ábyrgð á fagi sem aldrei hefur komist mjög ofarlega á vinsældalistann þ.e. dönsku. Það var unun aðfá nemendur til að upgötva að tungumál er tæki sem maður hefur til að afla sér frekari vitnesku. Öll heildarsýn nemenda eykst að sjálfsögðu við svona vinnu- brögð og gefur okkur jafnframt möguleika á að halda blönduninni þannig að hún verði öllum til fram- dráttar. Eitt hef ég ekki minnst á en það er tengsl heimila og skóla. Ég kom áður inn á hinn knappa tíma margra foreldra. Þeim mun meiri ástæða er til að auka tengslin og leita allra leiða til þess. Það er svo mikilvægt eins og áður segir að nemendur kynnist skólanum í tengslum við annað um- hverfi og þar er hlekkurinn heimili- skóli sterkastur. Afhending á námsmati ber aö fara fram með umræðum við nemanda, foreldrum og kennara, þannig má firra allan misskiln. og vinna að því markvisstað námsmatið verði til að bæta stöðu nemandans. Vel mætti hugsa sér að fjölmiðlar t.d. sjónvarp styddi skóla og uppal- endur betur í þeirra erfiða hlutverki og sýndi myndir af ýmsu tagi til leiðbeiningar og umhugsunar. Eins og nú er lifum við á samdrátt- artímum og því vart hægt að gera sér vonir um fjárfrekar breytingar á næst- unni. Hvaðerframkvæmanlegt þegar í stað og hvað er hægt að setja sem langtímamarkmið? Atriði sem að mínu mati og að mati þess vinnuhóps sem ég hitti áður en til þessa erindis kom voru sammála um að: 1. Til þess að öflugt starf geti átt sér stað í skólanum þurfi að hlúa vel að kennurum og mjög brýnt sé að endurmeta þeirra starf. Ef vel er að kennurum hlúð eru meiri líkur á að okkur takist að gera skóla fyrir „öll“ börn. Auk þess sem Stella Guðmundsdóttir. sjálfsagt er að gera skýlausa kröfu um aðbúnað í skólum fyrir fatlaða nemendur. Að þau séu höfð í huga við alla hönnun á nýbygging- um. 2. Oftast er tiltölulega einfalt mál að hnika stundatöflu svo til að hún geti orðið samfelld. 3. Gæsla á yngri stigum í framhaldi af skólaveru er líka tiltölulega einfalt mál þar sem foreldrar greiða að mestu kostnaðinn við mannahald. 4. Kröfu um að fjölmiðlar, sérstak- lega sjónvarp styðji betur við bak- ið á uppalendum ætti að vera hægt að koma á framfæri. 5. Það mætti lækka meðaltal í bekkj- um í áföngum og setja fram kröfu um skiptitíma í einstökum fögum. 6. Hlúa mætti betur að innbúi skóla ef á móti væru gerðar kröfur um lækkun byggingakostnaðar. Það er eins og skólabyggingar eigi að vera minnisvarði arkitekta og völd þeirra eru með eindæmum og innbúið oft látið sitja alveg á hakanum. Samanber það að engin opinber búnaðarskrá liggur fyrir samþykkt af hálfu ráðuneytis. Fé- lag skólastjóra og yfirkennara hef- ur lagt mikla vinnu í búnaðarskrá en ráðuneytið hefur hafnað allri samvinnu enn sem komið er. 7. Af hálfu þeirra sem sömdu grunn- skólalögin var gengið út frá því að skólinn yrði einsetinn frá og með 4. bekk. Hér ber því að þrýsta á og gera langtíma áætlun sem vinna ber skipulega að. 8. Litlir skólar eru miklu manneskju- legri en stórir eins og berlega kom frá á opnum fundi SÁUM um ofbeldi í vikunni. En lokaspurning mín er: Höfum við efni á öðru en að gera grunnskólann eins mann- eskj ulegan og okkur er mögulegt? *£ Kennararáð (fagstj.) ' Kennarar (annað starfslið) -■idU Nemendur 18 FARANDSALAR Á degi hverjum eru eitt til tvö hundruð sölumenn á ferð á Stór- Reykjavíkursvæðinu að selja vörurtil verslana beint úr bílum. Stór hluti þessara sölumanna eru bílstjórar frá okkur. Til viðbótar hafa nú 18 bílstjórar lokið sölumannsnámskeiði hjá Stjórnunarfélagi íslands og eru tilbúnir í slaginn. SSnDIBíLRSTOfn TRAUSTIR MENN

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.